Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 49
Kvikmyndir.is
Roger Ebert
DV
Kvikmyndir.com
1/2
SK.RadioX
Sýnd kl. 8. B.i. 12. Vit 427
GH Kvikmyndir.com
SG. DV
HL. MBL
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15. Vit 448 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. Vit 455
Sýnd kl. 8. Vit 455
1/2
Kvikmyndir.is
MBL
Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit 429
Sýnd kl. 10.15. B.i. 14. Vit 427
E I N N I G S Ý N D Í L Ú X U S V I P
Sýnd í lúxussal kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15 B. i. 16. Vit 462
Sýnd kl. 10.15. B.i. 16.
Sýnd kl. 10.
B. i. 16. Vit 451
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. Vit 461
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 461
AKUREYRI KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10. Vit 461Yfir 43.000 áhorfendur
Sýnd kl. 6 og 8.
Kolgeggjuð og stórskemmtileg grínmynd
með Eddie Griffin (Deuce Bigalow, Double
Take), Denise Richards (Starship Troopers,
Wild Things, The World is Not Enough) og
Chris Kattan (Corky Romano).
Mbl
Kvikmyndir.com
Síð
AST
A Sý
nin
gar
Stundum er það sem að
þú leitar að.. þar sem þú
skildir það eftir.
HJ Mbl
1/2 HK DV
1/2
Kvikmyndir.is
1/2
Kvikmyndir.is
1/2
HK. DV
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 10.15. B.i. 12. Vit 444
Ó.H.T. Rás2
1/2
SV. MBL
Sýnd kl. 4 og 6. Vit 441.
Stundum er það sem að
þú leitar að.. þar sem
þú skildir það eftir.
Sýnd kl. 3.40, 5.50 og 8.
B.i. 12. Vit 433
MYND vikunnar hjá Bíófélaginu
101 er bandaríska verðlaunamynd-
in Kissing Jessica Stein. Myndin,
sem er rómantísk ástarsaga
tveggja kvenna sem hittast á blindu
stefnumóti, hlaut m.a. áhorf-
endaverðlaun bæði á Kvik-
myndahátíðinni í Los Angeles og
Kvikmyndahátíðinni í Miami.
Myndin fjallar um Jess-
icu Stein, unga konu af
gyðingaættum, búsetta á
Manhattan. Hún hefur lagt
listamannsdrauminn á hill-
ina og starfar sem blaða-
maður á tímariti. Fjölskylda henn-
ar vill óð og uppvæg að hún giftist
og eignist börn og beitir hana stöð-
ugum þrýstingi. Eftir röð af mis-
heppnuðum stefnumótum les hún
einkamálaauglýsingu frá konu, sem
vill hitta aðra konu. Helen rekur
myndlistargallerí og lifir mjög
virku kynlífi. Henni er farið að leið-
ast hjakkið og lætur sig dreyma um
nýja hluti. Jessica fer og hittir hana
og úr verður rómantískt ástarsam-
band sem snýr lífi þeirra beggja á
hvolf.
Leikkonurnar Jennifer Westfeldt
og Heather Juergensen hafa hlotið
mikið lof fyrir túlkun sína í
hlutverkum Jessicu og Hel-
enar en þær eru jafnframt
höfundar handritsins. Í því
fara þær í saumana á sam-
bandi samkynhneigðra,
ástar, rómantíkur og kynlífs, velta
fyrir sér ólíkum hliðum ástarsam-
banda og spurningunni um hvort
ástin sé blind á kynferði.
Leikstjórinn, sem heitir Charles
Herman-Wurmfeld, á að baki tvær
kvikmyndir.
Myndin verður sýnd daglega í
Regnboganum frá og með deginum
í dag; mánudag–fimmtudag kl.
17.30 og föstudag-sunnudag kl.
22.30.
Kissing Jessica Stein hefur fallið vel í
kram áhorfenda á kvikmyndahátíðum.
Koss handa
Jessicu Stein
101 Bíófélag sýnir rómantíska gamanmynd
ÞEGAR þær ágætu fréttir bárust
að Landi & sonum hefði áskotnast
einstakt tækifæri til að halda í víking
vestur um haf og
freista þar gæfunn-
ar óraði mig ekki
fyrir því að það
myndi hafa í för
með sér svo mikil
stakkaskipti fyrir
tónlistarstefnu sveitarinnar. Að sveit-
in myndi varpa fyrir róða hljómnum
sem hún hafði að mínu mati náð að
fullmóta og gera að sínum eigin á síð-
ustu breiðskífu sinni Herbergi 313,
einhverri bestu poppplötu sem ís-
lensk sveit hefur sent frá sér síðustu
árin.
Áður en lengra er haldið skal tekið
fram að það er yfirleitt af hinu góða
þegar hljómsveitir taka sig til og
breyta um gír, reyna að gera eitthvað
nýtt og þróast áfram. En þegar það
hefur í för með sér að fórna sinni eigin
einstöku tónlist sem enginn gerir bet-
ur, fyrir aðra tegund tónlistar sem
óteljandi margir eru að rembast við
að spila, þá á maður erfiðara með að
skilja tilganginn. Það er vel skiljan-
legt að íslensk hljómsveit vilji koma
sér á framfæri erlendis, vinna fleiri á
sitt band, stækka markhóp sinn. En
ég get bara ekki séð að rétta leiðin
fyrir íslenska hljómsveit sé að reyna
að hljóma eins og allar þær sem nú
þegar hafa slegið í gegn – og vel að
merkja líka allar hinar sem enn eru að
reyna en hafa ekki haft erindi sem
erfiði. Og vaknar þá spurningin, hvað
það var sem útsendarar sáu í upphafi
við Land & syni? Var það ekki þessi
stórfína sveit sem gaf út Herbergi 313
og alla hina léttu og lipru sumarslag-
arana? Og hví þá að vera að hrófla við
slíkri sigurformúlu sem í ofanálag
hefði verið hægt að markaðssetja sem
eitthvað alveg einstakt og allt öðruvísi
en annað popp sem í boði er?
En nei, það var sem sagt brugðið á
það ráð að Hreimur og félagar myndu
söðla um og spreyta sig á bandarísku
rokki, einhvers konar blöndu af há-
skóla- og sólstrandarrokki í ætt við
það sem grallaraspóarnir í Blink 182
og Sum 41 eru að fást við en þó einnig
með vissum Bon Jovi og Bryan
Adams fílingi, sem eflaust er tilkom-
inn að hluta vegna þess að Hreimur
er fágaðri og almennt betri söngvari
en þeir sem ljá áðurnefndum grall-
arasveitum raddir. Og reiknidæmið
leit ugglaust vel út á teikniborðinu
enda ofannefndir áhrifavaldar allir
búnir að selja plötur í tugum milljóna
eintaka og slík tónlist á greiðari leið
en flest annað inn á MTV.
En hvað er það þá sem ekki virkar
á þessari annars fagmannlegu og vel
frá gengnu plötu? Hvað skyldi það
vera, þegar flest lögin eru sem fyrr, er
Hreimur á í hlut, nokkurn veginn
skotheldar smellasmíðar; lög eins og
„Smile“, „Summer“, „If“ og „Blowing
You Up“ sem límast við heilann og
æpa á að fá að óma í troðfullum sal á
sveitaballi – sér í lagi hið fyrstnefnda,
sem vel að merkja er hið eina eftir
Hreim einan? Hvað er að þegar tón-
listarflutningurinn er fyrsta flokks og
Hreimur orðinn enn betri söngvari en
hann þegar var orðinn?
Skýringin er bara ein. En hún er
stór og veigamikil. Eins og Land &
synir eru framreiddir á Happy End-
ings er eins og maður hafi heyrt þessi
lög þeirra milljón sinnum áður með
einhverjum öðrum frægari en mis-
jafnlega girnilegum poppurum,
„Summer“ er t.d. flott lag en líður fyr-
ir Bryan Adams-kennda útsetningu
og annað dæmi og enn þá meira slá-
andi er hið mjög svo „Teenage Dirt-
bag“-skotna (Wheatus) „Most Popul-
ar“. Það má vel vera að fjölmargir felli
sig við þessa stefnubreytingu hjá
Landi & sonum, og er það svo sann-
arlega vonandi drengjanna vegna, en
ég var hrifnari af þeim sem sveitinni
sem bjó til eitt besta íslenska poppið
sem völ var á heldur en sem einhverri
enn einni „bandarísku“ rokksveitinni.
En þrátt fyrir að finnast Happy
Endings feilspor á annars farsælum
ferli hef ég engar áhyggjur af Hreimi
og félögum því þeir eru löngu búnir að
sýna hversu auðveldlega þeim ferst
úr hendi að hrista fram úr erminni
gott popp og eiga örugglega eftir að
gera betur en hér. Þess má að lokum
geta að tvær útgáfur eru í boði af plöt-
unni; hin hefðbundna sem einungis
inniheldur umrædda 12 laga plötu, og
sérstök úrvalsútgáfa sem er í alla
staði eigulegri gripur, ekki einasta
eru umbúðir betri heldur gefa auka-
lögin 7 sem þar er að finna, æfinga- og
tónleikaupptökur á lögum af plötunni,
mun betri mynd af Landi & sonum og
hvers vegna hún er ein eftirsóttasta
ball- og tónleikasveit landsins.
Tónlist
Bandarískur
Hreimur
Land & synir
Happy Endings
Skífan
Geislaplatan Happy Endings með hljóm-
sveitinni Landi & sonum. Sveitina skipa
Hreimur Örn Heimisson söngur, Birgir
Nielsen trommur, Jón Guðfinnsson bassi,
Njáll Þórðarson orgel, píanó og hljóð-
gerflar, Gunnar Þór Egilsson gítar og Arn-
þór Örlygsson forritun. Hreimur Örn á öll
lög og texta, ýmist í félagi við Jive Jones
eða Adda 800. Upptökur fóru fram frá
mars 2000 til september 2002 í Stúdíói
Sýrlandi, Veiðihúsinu við Hítará, Grjót-
námunni og Sumarbústað Jóa M í Úthlíð,
Biskupstungum. Upptökum stjórnuðu
Addi 800, Jive Jones og Land & synir.
Skarphéðinn Guðmundsson