Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 32
UMRÆÐAN 32 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Prófkjör Prófkjör stjórnmálaflokkanna vegna þingkosninganna í maímánuði nk. fara fram í vetur. Af því tilefni birtir Morgunblaðið greinar fram- bjóðenda og stuðningsmanna. Þær er einnig hægt að nálgast undir liðnum prófkjör á forsíðu mbl.is. Á FUNDI Norrænu ráðherra- nefndarinnar í Osló fyrir stuttu var fjallað um stefnumörkun Norður- landaþjóðanna á sviði upplýsinga- tækni, og þá helst um útbreiðslu breiðbands. Á fundinum gerði ég grein fyrir stöðu mála hér á landi og þeirri stefnu sem ég hef fylgt sem ráðherra fjarskiptamála, það er að tryggja örugg, ódýr og að- gengileg fjarskipti fyrir alla. Á fundinum kom glöggt fram að við Íslendingar erum framarlega á sviði upplýsingatæknimála. Við höfum verið á réttri leið, en mikils er um vert að uppbyggingu fjar- skiptakerfisins um land allt verði haldið áfram með þarfir lands- manna allra í huga, um greiðan að- gang að öruggum og traustum fjar- skiptum. Breiðbandsþjónusta um allt land Atvinnufyrirtæki, menntastofn- anir og heimilin í landinu eiga stöð- ugt meira undir góðri flutnings- getu fjarskiptakerfanna. Okkur hefur miðað vel eftir að nýju fjar- skiptalögin skylduðu símafyrirtæk- in að veita öllum þeim, sem þess óska að lágmarki ISDN. Lækkun kostnaðar við gagnaflutninga skipti einnig miklu máli, en með samningi milli samgönguráðuneyt- is og Símans var stigið mikilvægt skref í átt að jöfnun gagnaflutn- ingskostnaðar um landi allt. Næstu skref, sem stefna ber að, er að tryggja Breiðband um land allt, sem gefur öllum færi á 2Mb/s teng- ingu. Uppbygging þessarar þjón- ustu verður jafnframt að miðast við að sami kostnaður verði við gagnaflutninga, óháð vegalengd. Þar mun tæknin hjálpa okkur, svo og þeir hagsmunir fjarskiptafyrir- ækjanna að nýta sem best fjárfest- inguna sem þegar er fyrir hendi í ljósleiðurum og búnaði. Breið- bandsþjónusta um land allt er stefnumörkun sem mun verða ein- hver sú mikilvægasta byggðaað- gerð sem við getum ráðist í. Stafrænt sjónvarp Á vegum samgönguráðuneytis- ins er unnið að samkomulagi um uppbyggingu á einu dreifikerfi fyr- ir stafræna útsendingu allra sjón- varpsstöðva landsins. Myndaður hefur verið vinnuhópur undir for- ystu ráðuneytisins til að leiða sam- an hagsmunaaðila. Stefnt er að út- boði kerfisins strax á næsta ári. Með því yrði stigið mikilvægt skref á sviði upplýsingasamfélagsins, með t.d. gagnvirku sjónvarpi og ýmsum möguleikum fyrir notend- ur. Þessar hugmyndir mínar byggjast á því að tryggja hverjum notanda sem einfaldastan aðgang að dreifikerfi sem getur flutt hon- um allar þær sjónvarpsstöðvar sem hann kýs að vera áskrifandi að. Með breiðbandi til allra og staf- rænu sjónvarpi er stefna mín sú að við verðum í fremstu röð á sviði upplýsingatækni og þar með hvað varðar möguleika til fjarnáms og gagnaflutninga í þágu aukinnar velmegunar og framþróunar. Upplýsingatæknin og framþróun á landsbyggðinni Eftir Sturlu Böðvarsson Höfundur er samgönguráðherra. „Breið- bandsþjón- usta mun verða ein- hver sú mik- ilvægasta byggðaað- gerð sem við getum ráðist í.“ Í MORGUNBLAÐINU í gær var sagt frá húsfylli sem varð í Austurbæjarbíói þar sem fólk kom saman til að mótmæla stíflunni við Norðlingaöldu. Þar segir frá því að mikill tilfinningahiti hafi ríkt á fundinum og fundarmenn hafi lok- ið fundi með því að syngja ljóð Eggerts Ólafssonar Ísland ögrum skorið. Það er fátt betra en að vita til þess að menn elski landið sitt. En það er ekki jafnvíst að tilfinn- ingahiti sé besti vegvísirinn þegar við stígum þau skref sem varða heill og hamingju þessarar þjóðar í framtíðinni. Stíflan við Norðlingaöldu er lyk- illinn að því að gera raforkuverin á Þjórsársvæðinu mjög hagkvæm. Það er enginn annar virkjunar- kostur sem jafnast á við þessa framkvæmd í arðsemi. Þeir sem halda öðru fram eru annað hvort að tala gegn betri vitund eða vita hreinlega ekkert um málið. Við þessa hagkvæmni virkjananna bætist að þegar liggur fyrir að það er hægt að selja það rafmagn sem yrði til við stíflugerðina við Norð- lingaöldu og byggingu Búðarháls- virkjunar. Norðurál hefur þegar boðist til að kaupa þessa orku og þau viðskipti yrðu þjóðfélaginu öllu gríðarlega hagstæð. Með því að ráðast á þessar framkvæmdir í tilfinningahita er einfaldlega verið að koma í veg fyrir að íslenska þjóðin geti bætt kjör sín, kaup- mátt sinn, samfélagsþjónustuna, heilsugæsluna, menntakerfið og allt þetta sem allir segjast þó að vera berjast fyrir. Hið sorglega við þetta allt saman er að þessi mót- mæli snúast um ekki neitt. Það er ekki verið að fremja nein voðaverk gegn íslenskri náttúru. Það er um að ræða lón og þar er ekki neitt nema sandur og grjót. Jökullinn er að hopa og verin hopa þá með hon- um. Og áhyggjurnar sem þetta góða fólk hefur útaf blessaðri heiðagæsinni eru tóm fjarstæða. Viðkoma gæsastofnsins ræðst fyrst og fremst af vetrarskilyrð- unum í Skotlandi og þau hafa farið batnandi. Þessari gæs hefur fjölg- að mikið á Íslandi svo og á Græn- landi. Mikið væri það gleðilegt ef þetta góða fólk sem nú er að ofhita sig vegna Norðlingaöldu fyndi ást sinni á náttúru Íslands annan far- veg því verkefnin eru mörg sem verðugt er að sinna. Tilfinningar á villigötum Eftir Einar Odd Kristjánsson Höfundur er alþingismaður. „Norðurál hefur þegar boðist til að kaupa þessa orku og þau viðskipti yrðu þjóðfélag- inu öllu gríðarlega hag- stæð.“ JÓHANNA Sigurðardóttir er heiðarleg og kraftmikill þingmaður. Jóhanna hefur sýnt í verki að loforð þýðir loforð og að hugur hennar er hjá þeim sem minna mega sín. Sem þing- maður og ráðherra hefur Jóhanna staðið sig vel. Berið saman þingmál Jóhönnu og annara þingmanna. Eftir þá kynn- ingu efastu ekki um hver á að vera í forystu í öðru Reykjavíkurkjördæm- inu. Ég hefur unnið að málefnum fatl- aða í hartnær fjörutíu ár. Ég hef aldrei efast um að Jóhanna Sigurð- ardóttir er sá ráðherra og þingmað- ur sem hefur tekið skarpast á þeim málum. Málaflokkur aldraða og fatl- aðra hefur verið Jóhönnu hugleik- inn. Í ráherratíð Jóhönnu var stuðn- ingsfulltrúanámskeiðunum komið á, sem lyft hefur launum þeirra veru- lega upp. Veitum Jóhönnu öflugan stuðning. Stuðningsfólk skráið ykkur í flokk- inn. Sigur Jóhönnu er sigur fólksins. Jóhanna hefur alla tíð verið sann- ur jafnaðarmaður. Kjósum Jóhönnu til forustu í annað sætið 9. nóv- ember. Kjósum Jóhönnu í annað sætið Jan Agnar Ingimundarson deildarstjóri skrifar: Í KOMANDI flokksvali Samfylk- ingarinnar 9. nóvember nk. í Suðvest- urkjördæmi erum við svo heppin að hafa margt gott fólk sem vill beita kröft- um sínum til betra mannlífs. Það er okkar að raða á listann og hafa þannig áhrif á hverjir muni sitja á Alþingi fyrir okkar kjördæmi á næsta kjör- tímabili. Að mínu mati er kominn tími til að leysa þá ríkisstjórn frá völdum sem nú situr. Það er því áríðandi að vanda valið og hugsa um hvað væn- legast sé til árangurs. Mikilvægt er að í forustuna veljist sterkt og dug- mikið fólk með mikla reynslu. Fólk sem hægt er að treysta. Guðmundur Árni Stefánsson er sterkur forustumaður, sem bæði er dugmikill og fylginn sér. Hann hefur sinnt pólitískum störfum frá ung- lingsárum og hefur víðtæka þekkingu á þjóðmálum. Hann beitir sér fyrir jöfnuði og réttlæti. Guðmundur Árni er maður sem hægt er að treysta til að koma góðum málum í höfn. Þess vegna mun hann fá atkvæði mitt í fyrsta sæti í komandi flokksvali. Hvet ég annað samfylkingarfólk til að gera slíkt hið sama. Guðmundur Árni er sterki maðurinn Erna Fríða Berg skrifar: GUÐRÚN Ögmundsdóttir er ein- stök manneskja og einstakur þing- maður. Á Alþingi og í borgarstjórn Reykja- víkur hefur hún um langt árabil verið óþreytandi málsvari barna og kvenna. Guðrún hefur líka haft kjark og þor til þess að draga fram í dagsljósið fjölda mála sem þjóðin hefur lengst af forð- ast að ræða svo sem fátækt, fordóma gegn minnihlutahópum í íslensku samfélagi, kynferðislegt ofbeldi og kynlífsvæðingu síðari ára. Af hispurs- leysi hefur Guðrún sett þessi mál á dagskrá og barist fyrir umbótum, réttlæti og sanngirni. Guðrún Ögmundsdóttir er sannur Reykjavíkurþingmaður sem þekkir borgina okkar og borgarbúa betur en flestir aðrir. Hún fer ekki í mann- greinarálit og er í reglulegum tengslum við gríðarlegan fjölda Reykvíkinga. Alls konar fólk. Fólk sem veit að Guðrún gjörþekkir að- stæður þeirra og hagsmuni, og fylgir þeim fast eftir. Þess vegna er Guðrún Ögmunds- dóttir ómissandi í þingliði Samfylk- ingarinnar. Ég mun af sannfæringu kjósa hana í 4. sætið í prófkjöri flokksins á laugardag og hvet aðra til að gera það líka. Guðrún Ögmunds- dóttir er ómiss- andi á þingi Anna Kristín Ólafsdóttir, aðstoðarkona borgarstjóra, skrifar: ÉG hef fylgst með störfum Guð- rúnar á Alþingi sl fjögur ár. Hún hef- ur verið óhrædd við að ræða mál sem áð- ur hafa ekki heyrst í sölum Alþingis og með því opnað augu margra á misrétti í þjóðfélaginu. Guðrún fer ekki troðnar slóð- ir og er ötull málsvari gegn hvers kyns mismunum, kyn- þáttafordómum, fátækt og kúgun. Það sem Guðrún hefur fram yfir marga sem setið hafa á þingi er heið- arleiki. Henni er hægt að treysta. Ég hvet Samfylkingarfólk í Reykjavík til þess að taka þátt í próf- kjörinu á laugardag 9. nóvember og tryggja Guðrúnu Ögmundsdóttur sæti á Alþingi. Þessa rödd má ekki vanta á Alþingi Íslendinga. Guðrúnu í efstu sætin! Rödd Guðrúnar Ögmunds er ómissandi! Rúnar Marvinsson, matargerðarmaður á Tjörninni, skrifar: RANNVEIG Guðmundsdóttir gefur kost á sér til að leiða lista Samfylkingarinnar í Suðvest- urkjördæmi. Það er nauðsynlegt hverju framboði að hafa á að skipa traustum for- ystumönnum. Rann- veig er slíkur for- ystumaður. Ég kynntist Rannveigu fyrir mörgum árum, fyrst í gegnum af- skipti okkar beggja af húsnæðis- málum í Húsnæðismálastjórn. Hún hefur alla tíð fylgst náið með því sem hefur verið efst á baugi á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar og þekkir því kjör íslensks launafólks vel. Okk- ur er nauðsynlegt að hafa slíka ein- staklinga á Alþingi. Þess vegna hvet ég alla til að leggja henni lið í kom- andi flokksvali, 9. nóvember nk. Rannveigu áfram í forystu Grétar Þorsteinsson skrifar: MÖRÐUR Árnason hefur um ára- bil verið málsnjall og rökfastur merkisberi róttækni og nýsköpunar, jafnt í fræðistörfum sínum sem í fjöl- miðlum og á alþingi þegar hann hefur setið þar sem vara- maður. Mörður hef- ur farið einarðlega fram gegn einka- væðingu peningahyggjunnar og ver- ið ódeigur að halda á loft sjón- armiðum félagshyggju. Öll framganga hans ber vott um trausta menntun og fagra mannúðarstefnu. Með djúpar rætur í alþýðlegum, ís- lenskum menningararfi og ágæta út- sýn til þeirrar fjölmenningar sem við viljum nú rækta hefur hann skapað sér mikla sérstöðu sem getur skilað íslenskri pólitík langt í þá átt sem við viljum fara. Rödd hans og hug- myndir ná hvarvetna eyrum fólks vegna hins eðlislæga ferskleika og djörfungar sem einkenna málflutn- ing hans. Slíkum manni þarf að tryggja öruggt sæti á framboðslista Samfylkingarinnar. Mörður böggar íhaldið Gísli Sigurðsson íslenskufræðingur skrif- ar: Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930 TEPPI Á STIGAHÚS - got t verð - komum og gerum verðtilboð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.