Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 22
AKUREYRI 22 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NORÐLENSKA lækkar verð á nautakjöti til bænda frá og með deginum í dag, miðvikudag, auk þess sem nautakjötsframleiðendur þurfa framvegis að greiða 300 krón- ur fyrir innmat af hverri skepnu, taki þeir innmatinn til sín. Þeir framleiðendur sem leggja innmat- inn inn til Norðlenska fá hins vegar greiddar 150 krónur fyrir hvern skammt. Sigmundur Ófeigsson framkvæmdastjóri Norðlenska sagði að fyrirtækið hefði tvívegis hækkað verð til bænda umfram það sem aðrar afurðastöðvar greiða en það hefði ekki gengið upp. Með þessari breytingu sé verið að færa verðið til samræmis við aðrar stöðv- ar. „Við getum ekki staðið einir í því að borga hærra verð. Það er enginn tilbúinn að borga okkur hærra verð þegar við seljum áfram,“ sagði Sig- mundur. Þorsteinn Rútsson formaður bú- greinaráðs nautgriparæktenda inn- an Búnaðarsambands Eyjafjarðar sagði að þessi breyting gæti orðið til þess að nautakjötsframleiðslan myndi hrynja, sem þá þýddi að slát- urleyfishafar fengju ekkert kjöt og vinnslan ekkert hráefni til að vinna. „Ég er ekki búinn að sjá að þetta sé leiðin að farsælum rekstri kjöt- iðnaðar. Það er búið að ganga allt of lengi á framleiðendur með að færa niður verð og það hefur verið gós- entíð fyrir sláturleyfishafa og kjöt- vinnslur að spila þennan leik en þessi leikur gengur úr sér,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að aðilar í greininni ættu eftir að ræða saman og fara yfir þessi mál en þó væri ljóst að illa horfði með framhaldið. Sigmundur sagði að verðið yrði lækkað á sjö flokkum nautakjöts og er lækkunin á bilinu 2–5%. Verð á algengustu flokkunum hjá Norð- lenska, UN 1 A og UN 1 M+, lækk- ar annars vegar úr 313 krónum kg í 307 krónur og hins vegar úr 260 krónum hvert kg í 255 krónur. Mest er þó lækkunin 17 krónur á kílóið. „Eftirspurn eftir nautakjöti hefur minnkað og það er offramboð á öllu kjöti á markaðnum í dag.“ Samkeppni á milli sláturleyf- ishafa verið mjög óheppileg Sigmundur sagði að innmaturinn félli sjálfkrafa til með slátruninni þegar skepnan væri tekin inn. „Við kaupum innmatinn á 150 krónur en ef við þurfum að afgreiða hann frá okkur, kostar það 300 krónur. Í dag eru harðari reglur um umgengni um allt sláturhús og þar er engin eig- inleg afgreiðsla. Við erum með þessu gjaldi að hvetja menn til að leggja innmatinn einnig inn í stað þess að taka hann heim,“ sagði Sig- mundur. Þorsteinn sagði að staðan væri orðin þannig að það væri enginn hagur af því fyrir bændur að stunda nautakjötsframleiðslu. „Menn hafa verið að reyna að halda í þá von að eitthvað rættist úr þessum málum, til að nautakjötsframleiðslan leggist ekki af. Þetta er ákveðinn stuðn- ingur við mjólkurframleiðsluna og þeir sem hafa verið að reyna að vera í nautakjötsframleiðslu ein- göngu sjá fram á innflutning ef ekki verður hægt að halda framleiðsl- unni uppi í landinu. Það hefur verið erfitt til langs tíma fyrir sláturleyf- ishafa að halda uppi verði með því fyrirkomulagi sem hefur verið á þessum hlutum. Samkeppni á milli sláturleyfishafa hefur verið mjög óheppileg fyrir greinina. Og það versta í þessu er að neytendur hagnast ekki á þessum verðlækk- unum sem hafa orðið á nautakjöti, heldur milligönguaðilarnir, verslun og vinnsla,“ sagði Þorsteinn. Verð á nautakjöti til bænda lækkar í dag hjá Norðlenska matborðinu Breytingin getur leitt til hruns í kjötframleiðslunni JÓN Þór Benediktsson á Ytri- Bakka og sveitarstjórnarmaður í Arnarneshreppi er alfarið á móti því að næsti urðunarstaður fyrir sorp í Eyjafirði verði við Bjarn- arhól í Arnarneshreppi eða á Gás- um í Hörgárbyggð. „Ég hef ekki aðra viðmiðun en þá hvernig geng- ið er um uppi á Glerárdal og á meðan ekki hafa komið fram rök um að einhver breyting verði þar á, er ég algjörlega á móti þessu.“ Gásir og Bjarnarhóll þykja koma helst til greina og hefur verið gerð- ur ítarlegur samanburður á þeim, þar sem urðunarstaður við Gásar er talinn mun betri kostur. Bjarnarhóll er í landi Syðri- Bakka og er jörðin í eigu ríkisins. Lögbýlið Ytri-Bakki og um 20 hektarar lands eru í eigu Jóns Þórs, tveggja bræðra hans og föð- ur en þar er enginn búskapur í dag. Stærsti hluti jarðarinnar er í eigu Arnarneshrepps og árið 1999 keypti hreppurinn um 100 hektara í landi Ytri-Bakka. Jón Þór sagði að sorpmálið hefði ekki enn verið kynnt í sveitarstjórn og að sú afstaða sem liggi fyrir, væri frá síðustu sveitarstjórn. Nú- verandi sveitarstjórn hefði enn ekki tekið málið til afgreiðslu. Jón Þór sagði það ekki spennandi fyrir ferðalanga sem keyrðu um vegi svæðisins eða farþega af skemmti- ferðaskipum sem sigldu inn fjörð- inn til Akureyrar að horfa á rusla- hauga við Bjarnarhól eða Gásar. „Mér finnst sorpurðun betur komin uppi á Glerárdal en á þess- um tveimur stöðum sem nefndir eru. Ég skil heldur ekki rök Ak- ureyringa að vilja eyðileggja önnur landsvæði. Úr því að búið er að skemma svæðið á Glerárdal er þá ekki rétt að halda því áfram, þótt það sé ekki fallegt?“ Jón Þór sagði þó skynsamlegast að menn reyndu að finna aðra lausn en að grafa sorpið. Innan fárra ára yrði bannað að urða sorp og þá þyrfti að vinna málið upp á nýtt. „Það er alla vega engin lausn að henda ruslinu yfir til nágrann- ans.“ Sveitarstjórnarmaður á Ytri- Bakka í Arnarneshreppi Alfarið á móti sorp- urðun við Bjarnar- hól eða Gásar ÞAÐ má með sanni segja um börnin í Grímsey að þau eru ein- staklega hugmyndarík. Tvö vöru- bretti lágu fyrir utan skólann og voru börnin ekki lengi að grípa tækifærið. Sippubönd voru hnýtt á brettin og óðara var kominn hinn besti sleði sem tók marga í hverri ferð. Einhverjir fengu það hlut- verk að draga, meðan aðrir sátu og nutu lífsins, brunandi eftir ísi- lögðum götunum í kringum skóla- húsið. Síðan var skipt, þannig að allir gætu fengið góða salíbunu. Ekki eru það alltaf dýrustu tækin sem veita mestu gleðina. Þetta sýndu skólabörnin í Grunnskól- anum í Grímsey aldeilis á vöru- brettunum. Hugmynda- rík börn Morgunblaðið/Helga Mattína Hraustir strákar draga skólasystkini sín á vörubrettunum. Grímsey TALIÐ er að um 5 milljónir Kóreu- búa hafi séð sjónvarpsþátt sem tvær sjónvarpskonur frá Suður-Kóreu tóku upp í Dalvíkurbyggð í sumar. Konurnar komu til bæjarins í byrjun ágúst en tilefnið var að taka upp myndir sem sýndu íslenskan sjávar- útveg og fiskvinnslu. Þórður Krist- leifsson, ferðamálafulltrúi Dalvíkur- byggðar, fór með þeim um bæjarfélagið og skoðuðu þær m.a. frystihús Samherja, sem er eitt hið fullkomnasta hér á landi, segir í fréttatilkynningu frá Dalvíkurbyggð. Einnig voru konurnar á Fiskideg- inum mikla og tóku þá upp mikið efni. Úr þessari heimsókn varð til 10 mín- útna langur þáttur um heimsóknina, sem fengið hefur sérstaka viðurkenn- ingu í Kóreu. Ferðamálafulltrúi Dalvíkurbyggð- ar fékk á dögunum eintak af þætt- inum og þar kemur greinilega fram að Fiskidagurinn hefur fangað athygli sjónvarpskvennanna. Talið að 5 milljónir manna hafi séð þáttinn Dalvíkurbyggð í sjónvarpi Kóreu STJÓRN fasteigna Akureyrarbæj- ar telur ekkert því til fyrirstöðu að Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fái Akoplasthúsið við Þórsstíg til af- nota fyrir aðventutónleika í desem- ber og aðra tónleika meðan húsið stendur ónotað, sjái forsvarsmenn hljómsveitarinnar sér fært að nota húsið og fá til þess tilskilin leyfi. Stjórnin tók fyrir erindi frá framkvæmdastjóra Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands á síðasta fundi varðandi húsnæðisvanda sveitar- innar og þar kom fram að Ako- plasthúsið sé ekki eingöngu í eigu bæjarins. Húsið sé til sölu og því sé ekki hægt að horfa til aðstöðu í því fyrir hljómsveitina til lengri tíma. Stjórnin telur því óráðlegt að leggja í kostnaðarsamar breytingar á húsinu. Aðventutón- leikar í „Ako- plasthúsinu“? ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.