Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 20
! "#
"
"$ %& '!
() * ( + " "),
)!
-.!
/)
0
1
2)
3
4/ *
5 6
78 9
!
::
"# 8( ;<< (
= " ! ! ! $- - - %'( ($! > " #! 0 (
(- '
%$$
$(&&
)*
& &
&+,&'
5' ? *@*!
$(( ' $$ -
-(.
/0 1
&#&$$
,
$
2
$#&),&
-(.
'& ) $#
!"#
!#$%$
"# ' ! A%&! ) ! $$
2# - )
"! ( (
' A
A"$ % A B!"
- B!. 5! - " (
! A "! '
* ( ! ( (
8 ! - -! "# - !
"#
A"$"#
!( CD ( )!
EINN af mönnum sex, sem féllu í
árásinni í Jemen, var Abu Ali eða
Qaed Sinan Harithi, náinn sam-
verkamaður Osama bin Ladens og
talinn einn af æðstu mönnum innan
al-Qaeda. Hefur hans lengi verið
leitað vegna árás-
arinnar á banda-
ríska tundurspill-
inn Cole fyrir
tveimur árum en
hún varð 17
manns að bana.
Bandaríska
sjónvarpsstöðin
CNN hefur það
eftir heimildum,
að Bandaríkja-
menn hafi lengi fylgst með bíl mann-
anna úr ómannaðri Predator-flugvél
eða flugvélum. Eru þær búnar Hell-
fire-flugskeytum og var einu slíku
skotið á bílinn þar sem hann var á
ferð í eyðimörkinni.
Myndir, sem teknar voru á vett-
vangi, sýna bílinn sundursprengdan
en CNN hefur það eftir heimildum í
Jemen, að Abu Ali hafi þekkst á
ákveðnu auðkenni á öðrum fæti en
fóturinn fannst nokkuð frá bílflak-
inu. Ali var áður í lífverði bin Ladens
og hefur verið mikið leitað í Jemen.
Þar hefur hann notið verndar ætt-
flokka uppi í fjöllunum en tilraun til
að handtaka hann seint á síðasta ári
lauk með dauða 10 til 20 hermanna.
Geta verið á
lofti í sólarhring
Predator-flugvélarnar voru upp-
haflega hannaðar til að safna upp-
lýsingum um hugsanlega óvini án
þess að stefna lífi hermanna í hættu
en eftir að hryðjuverkastríðið hófst
kom í ljós, að þær mátti einnig nota
sem mjög áhrifarík árásarvopn.
Unnt er að senda þær frá stjórnstöð
í allt 700 til 800 km fjarlægð og þær
geta verið á lofti í sólarhring. Frá
þeim berst síðan stöðugur straumur
sjónvarpsmynda til stjórnstöðv-
arinnar.
Alsjáandi
auga í há-
loftunum
Abu Ali
Sanaa. AP, AFP.
STRÍÐ Bandaríkjamanna gegn
hryðjuverkum er augljóslega komið á
nýtt stig. Fyrr í vikunni var bíll með
sex meintum félögum í al-Qaeda,
hryðjuverkasamtökum Osama bin
Ladens, sprengdur upp í Jemen og
nú hefur verið upplýst, að skotið var á
hann flugskeyti frá ómannaðri flug-
vél bandarísku leyniþjónustunnar,
CIA. Er þessi atburður greinilega á
mjög gráu svæði gagnvart alþjóða-
lögum en sýnir svo ekki verður um
villst, að Bandaríkjastjórn er tilbúin
til að grípa til umdeildari og
ákveðnari aðgerða en áður í því skyni
að verja hagsmuni sína erlendis.
Hugsanlegt er, að Bandaríkja-
stjórn hafi brotið alþjóðalög þegar
Hellfire-flugskeyti var skotið frá
ómannaðri Predator-flugvél á bíl með
Qaed Sinan Harithi, nánum sam-
starfsmanni bin Ladens. Sérfræðing-
ar í alþjóðarétti segja, að það velti þó
á því hvort yfirvöld í Jemen hafi verið
búin að samþykkja árásina.
„Við forðuðumst aðgerðir af þessu
tagi áður og vegna þess, að við álitum
það heimskulegt að drepa óvini okkar
á erlendri grund,“ sagði Alfred P.
Rubin, fyrrverandi ráðgjafi í banda-
ríska hermálaráðuneytinu og pró-
fessor í lögum við Tufts-háskólann.
„Sovétmenn settu það samt ekki fyrir
sig og Íranar reyndu að ráða rithöf-
undinn Salman Rushdie af dögum.
Við ákváðum aftur á móti fyrir löngu,
að það væri ekki í samræmi við sið-
ferðilegar skoðanir okkar. Á því hef-
ur augljóslega orðið breyting.“
Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna
Eftir hryðjuverkin í Bandaríkjun-
um 11. september í fyrra hefur rík-
isstjórn George W. Bush haldið því
fram, að Bandaríkin ættu í stríði við
hryðjuverkamenn hvar sem þeir
væru niðurkomnir. Sáttmáli Samein-
uðu þjóðanna bannar hins vegar af-
skipti af innanríkismálum ríkja, sem
ekki eiga í stríðsátökum. Staðan er
því sú, að hafi yfirvöld í Jemen ekki
verið höfð með í ráðum, hefur Banda-
ríkjastjórn brotið gegn þessum sátt-
mála.
Sérfræðinga í alþjóðalögum grein-
ir þó á um þetta. Robert K. Goldman,
sérfræðingur í alþjóðalögum, segir,
að staðan sem nú sé uppi þarfnist
annarrar skilgreiningar vegna þess,
að lögin hafi hingað til aðeins tekið til
átaka milli ríkja. Nú sé hins vegar um
að ræða ríkisfangslausan her, hryðju-
verkasveitir al-Qaeda, og við hann
séu Bandaríkjamenn vissulega í
stríði.
Undir þetta tekur Suzanne
Spaulding, fyrrum yfirmaður alríkis-
nefndar um hryðjuverk og lögfræð-
ingur CIA og leyniþjónustunefndar
öldungadeildarinnar. Hún segir, að
baráttan gegn hryðjuverkamönnum
sé ekki löggæsluaðgerð, heldur hern-
Sex meintir al-Qaeda-menn féllu í
árás ómannaðrar flugvélar í Jemen
Brot á alþjóðalögum?
AP
Á vettvangi eftir að bílflakið hafði verið flutt burt. Tvær sprengingar urðu í
bílnum og bendir það til, að hann hafi verið notaður til að flytja sprengiefni.
aður. Með það í huga sé þörf á nýjum
skilgreiningum á stríði.
Á sama plan og
hryðjuverkamenn
Fyrrnefndur Rubin bendir hins
vegar á, að Ísraelar hafi lengi drepið
andstæðinga sína á erlendri grund,
hvort sem er á Vesturbakkanum,
Gaza eða annars staðar án þess að
það hafi fært þeim neinn frið nema
síður sé. Það sé því mjög varasamt
fyrir Bandaríkjamenn að fara inn á
þessa braut og geti komið illilega í
bakið á þeim síðar.
M. Cherif Bassiouni, prófessor í al-
þjóðalögum við DePaul-háskólann í
Chicago og formaður þeirrar nefndar
Sameinuðu þjóðanna, sem rannsak-
aði stríðsglæpi í Júgóslavíu, segir, að
árásin í Jemen sé „hættulegt for-
dæmi“, sem setji Bandaríkjastjórn á
sama plan og hryðjuverkamennina.
„Ef við látum siðferðið lönd og leið
og förum að busla í sömu forarvilp-
unni og hryðjuverkamenn, þá getum
við ekki lengur haldið því fram, að við
séum betri en þeir.“
Washington. Los Angeles Times.
’ „Hættulegt for-dæmi“ eða innlegg í
nýja skilgreiningu á
hernaði. ‘
ERLENT
20 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Ármúla 21, 108 Reykjavík
Sími 533 2020 Fax 533 2022
www.vatnsvirkinn.is
Hentugar t.d. fyrir
framan bílskúra, í
bílaplön, við vegi
og á þeim stöðum
þar sem vatnselgur
getur myndast.
GÖTURENNUR
ANDERS Fogh Rasmussen,
forsætisráðherra Danmerkur,
sagði í gær að ríkisstjórnin væri
í erfiðri
stöðu vegna
kröfu Rússa
um að Téts-
enaleiðtog-
inn Akhmed
Zakayev
yrði fram-
seldur en
þeir saka
hann um að-
ild að
hryðjuverk-
um. Fogh Rasmussen sagði að
danska lögreglan hefði ákveðið
að handtaka leiðtogann og gert
það án samráðs við ríkisstjórn-
ina. Lene Espersen, dómsmála-
ráðherra Dana, fékk frekari
upplýsingar frá rússneskum yf-
irvöldum um mál Tétsénans í
Moskvu í gær en hún sagði um
helgina að vísbendingar sem
Rússar hefðu lagt fram um sekt
hans væru ófullnægjandi.
Shayler
dæmdur í
fangelsi
BRETINN David Shayler var í
gær dæmdur í sex mánaða fang-
elsi í London fyrir að hafa látið
bresku
dagblaði,
Mail on
Sunday, í
té leynileg
skjöl og
trúnaðar-
upplýsing-
ar. Shayl-
er, sem er
36 ára
gamall, var
áður starfsmaður bresku leyni-
þjónustunnar, MI5. Lög um rík-
isleyndarmál eru afar ströng í
Bretlandi. Shayler var einnig
dæmdur fyrir að ljóstra upp
leynilegu efni sem fengist hafði
með símahlerunum. Shayler
sagði m.a. í viðtali við dagblaðið
að MI5 hefði vegna mistaka ekki
tekist að hindra sprengjutilræði
hryðjuverkamanna Írska lýð-
veldishersins í London 1993.
Allir gísla-
takarnir féllu
ENGINN af Tétsénunum sem
tóku um 800 óbreytta borgara í
gíslingu í leikhúsi Moskvu fyrir
skömmu komst lífs af þegar sér-
sveitir réðust inn í húsið, að
sögn saksóknara í Moskvu í
gær. Gíslatakarnir voru 41, þar
af 19 konur. Auk gíslatakanna
dóu 120 gíslar í árásinni, nær
allir af völdum gassins sem sér-
sveitarmenn notuðu gegn Téts-
énunum.
Straw andvíg-
ur árás á Íran
JACK Straw, utanríkisráðherra
Bretlands, sagði í gær að það
myndu vera „afglöp af versta
tagi“ að styðja tillögur Ariels
Sharons, forsætisráðherra Ísr-
aels, um að ráðast á Íran um leið
og búið væri að steypa stjórn
Saddams Husseins í Írak. Sagði
Sharon að Íran væri ríki sem
styddi hryðjuverkamenn. Straw
sagðist vita vel að Íranir væru
mjög andvígir Ísrael en jafn-
framt að afdrifaríkar breytingar
ættu sér nú stað í Íran. Rétta
leiðin í samskiptum við Írana
væri að efna til viðræðna og
aukinna tengsla.
STUTT
Segir Dani
vera í klípu
David Shayler ásamt
unnustu sinni, Annie
Machon.
Anders Fogh
Rasmussen
FASTEIGNIR
mbl.is