Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 30
LISTIR 30 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Listháskóli Íslands, Skipholti Dag- ur Eggertsson flytur fyrirlesturinn Staður fyrir samræður kl. 12.30. Dagur lauk prófum frá arkitekta- skólum í Osló og Helsinki. Hann er búsettur í Osló og rekur þar arki- tektastofuna Nois arkitektar ásamt fleirum. Dagur kennir einnig við arki- tektaskólann í Osló en er um þessar mundir gestakennari við hönn- unardeild Listaháskóla Íslands. Ásrún Tryggvadóttir, dósent við Kennaraháskóla Íslands, heldur fyr- irlestur í skólanum, sal 2, í nýbygg- ingu kl. 16.15. Rakin verður saga og þróun listrænnar bókagerðar í máli og myndum og leitast við að skil- greina bókverk, bókalist og listabæk- ur. Fyrirlesturinn er á vegum Rann- sóknarstofnunar KHÍ. Rannsóknakvöld Félags íslenskra fræða verður í Sögufélagshúsinu, Fischersundi 3, kl. 20.30. Fyrirlesari er Valdimar Tr. Hafstein þjóðfræð- ingur og í erindi sínu fjallar hann um samband höfundarréttar við þjóð- fræðaefni. Valdimar mun stikla á stóru í félags- og hugtakasögu höf- undarréttar með tilliti til þjóðfræða- efnis og fjalla um alþjóðlegt átak á vegum undirstofnana Sameinuðu þjóðanna til að vernda „höfund- arlausa“ menningu með höfund- arréttarlögum. Valdimar er stundakennari í þjóð- fræði við Háskóla Íslands og dokt- orsnemi við Kaliforníuháskóla í Berkeley. Í fyrirlestrinum kynnir hann efni doktorsrannsóknarinnar sem hann vinnur að um þessar mund- ir. Súfistinn, bókabúð Máls og menn- ingar Laugavegi Málþing sem ber yfirskriftina Er orðið upphafið? hefst kl. 20. Mörður Árnason, Svanhildur Óskarsdóttir og Sjón ræða málin í kjölfar útkomu Íslensku orðabók- arinnar. Dagskráin hefst klukkan 20. Penninn-Eymundsson, Austur- stræti 18 Reynir Traustason les upp úr bók sinni Líf og leyndardómar Sonju W. Benjamínsson de Zorilla kl. 12.30. Bókaforlagið Bjartur stendur fyrir lestri úr nokkrum bókum sem ný- komnar eru út hjá forlaginu og hefst dagskráin í Hlaðvarpanum kl. 20.30. Viðar Hreinsson les úr Landnem- anum mikla, ævisögu Stephans G. Stephanssonar, Guðrún Eva Mín- ervudóttir les úr skáldsögu sinni Sag- an af sjóreknu píanóunum, Steinar Bragi les úr skáldsögu sinni Áhyggjudúkkur og Þorvaldur Þor- steinsson les úr ævintýri sínu Blíð- finnur og svörtu teningarnir – Ferðin til Targíu. Þá munu Elísa Björg Þor- seinsdóttir lesa úr þýðingu sinni á Veröld okkar vandalausra eftir Kazuo Ishiguro og Árni Ibsen úr þýð- ingum sínum á ljóðum Williams Car- los Williams. Þá munu Anna Pálína Árnadóttir og Gunnar Gunnarsson flytja lög við ljóð eftir Stephan G. Stephansson. Vöruhúsið á Höfn í Hornafirði Sýning á þýskum samtíma- ljósmyndum verður opnuð í dag. Myndirnar eru í eigu Nytja- listasafnins í Gera í Þýskalandi. Safn- ið efnir til sýninga á tveggja ára fresti og veitir verðlaun ljósmyndurum sem þykja skara fram úr. Safnið kaupir jafnan myndir þáttakenda og all- margar þessara ljósmynda verða nú sýndar í Vöruhúsinu. Sýningin er komin til Hafnar fyrir milligöngu Goethe-stofnunarinnar í Reykjavík. Sýningin verður opin næstu helgar frá kl. 14–18. Á sama tíma er hægt að skoða jöklasýninguna og er aðgangur ókeypis á þessar sýningar. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is P rófkjörsslagur er haf- inn fyrir næstu kosningar. Fyrir sumum er þetta óþolandi tími, enda verður vart þverfótað fyrir frambjóðendum vikurnar fyrir kjördag, þ.e. ef kosningabar- áttan lukkast vel. Og engin furða að menn spyrji sig hvað verði eiginlega um suma fram- bjóðendurna í þau fjögur ár sem líða á milli kosninga. Áhugaleysið skein úr svipnum á fréttamanni Stöðvar 2, þegar hann tók viðtöl við fulltrúa frambjóðenda í vikunni. Var það svo áberandi að fréttamaðurinn virtist undrast það sjálfur og hafði orð á því í fréttinni. Það má velta því fyrir sér hvort því ætti ekki að vera öfugt farið; hvort fréttamenn ættu ekki að sýna prófkjörum meiri áhuga en aðrir. Þá fer valið á listana fram fyrir opnum tjöld- um og frétta- menn fá tækifæri til að fylgjast með öllu sem fram fer. Og má raunar velta því fyr- ir sér hvort ekki sé hlutverk fjölmiðla að ýta undir áhuga al- mennings á þátttöku í lýðræð- islegum kosningum. Það gleymist stundum hvað fólk þarf að leggja á sig og leggja undir til þess að ná ár- angri í stjórnmálum. Ímyndum okkur að kosið væri í störfin á hinum almenna vinnumarkaði. Ef auglýst væri starf frétta- manns Stöðvar 2, þá þyrfti að skila inn lista yfir meðmæl- endur, leigja húsnæði undir kosningaskrifstofu, bjóða upp á veitingar vikum saman, smala saman ættingjum, vinum og kunningjum til að sannfæra fólk út um allan bæ um að maður væri hæfur til starfans, hengja upp auglýsingaspjöld, dreifa bæklingum í öll hús, o.s.frv. Kosningabaráttan kostaði að lágmarki milljón og ef mikill slagur væri um starfið gæti kostnaðurinn skipt milljónum. Oftast nær hlypu vinir og vandamenn eða fyrirtæki undir bagga með umsækjendum, en svo gæti líka farið að fyrstu ár- in í nýrri vinnu færu í að borga niður skuldir eftir baráttuna, þ.e. ef viðkomandi væri svo lán- samur að hreppa kosningu. Ætli fréttamenn á Stöð 2 bæru þá ekki meiri virðingu fyrir því ferli sem fylgir prófkjörum? Yfirleitt er fólkið sem gefur kost á sér í prófkjörum sæmi- lega frambærilegt og í góðri vinnu, sem er jafnvel betur launuð en þingmennskan. Hvað veldur því að fólk fæst til að gefa kost á sér? Blaðamaður heyrði í nokkrum frambjóðendum og voru þeir á einu máli um að áhugi á fé- lagsstarfi og stjórnmálum lægi til grundvallar. „Það má kalla það köllun eða ástríðu, enda blasa gallarnir við ef málið er hugsað,“ sagði einn þeirra. „Er eftir peningum að slægjast? Nei. Er fjölskyldan ánægð? Nei. Færðu almennt gott umtal og ert vinsæll hjá öllum? Nei.“ Frambjóðendur eru margir á því að opin prófkjör séu á und- anhaldi, vegna þess að þau flæmi nýtt fólk frá þátttöku í stjórnmálum. Þau séu fjárfrek og úrslitin geti verið meiðandi fyrir fólk sem nái engum ár- angri. Líkleg þróun sé sú að prófkjör verði takmörkuð við flokksmenn eða einhvern hluta þeirra. Sú skoðun kom einnig fram að engin þeirra leiða sem stuðst hefði verið við væri gallalaus og því gæti verið hollt að nota þær til skiptis, hafa annað slagið prófkjör, en þess á milli upp- stillingu eða beina valinu inn í raðir flokksmanna. Einna umdeildast við opin prófkjör er að fjöldi fólks virð- ist telja það borgaralegan rétt sinn að hafa áhrif á það í mörg- um flokkum hverjir séu í fram- boði til Alþingis og tekur því þátt í mörgum prófkjörum. Til dæmis tóku yfir 400 Siglfirð- ingar þátt í prófkjöri framsókn- armanna í janúar árið 1999 og mánuði síðar yfir 800 Siglfirð- ingar í prófkjöri Samfylking- arinnar. Það þýðir að rúmlega 100% atkvæðisbærra manna á staðnum tóku þátt. „Íhaldið var greinilega í mínus,“ sagði þing- maður framsóknar kankvís við blaðamann. Útkoman varð þó önnur í þingkosningunum, enda sagði einn bæjarbúa í samtali við blaðamann: „Þetta var eins og fótboltaleikur; við bæjarbúar stóðum saman gegn Króks- urunum.“ Frambjóðendur fara mismun- andi leiðir til að fjármagna bar- áttuna og leita flestir til fyr- irtækja. Svo eru menn misjafnlega hagsýnir. Til dæmis segist Guðmundur Hallvarðsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík nota nokkuð af sömu gögnum og í prófkjörinu árið 1994, t.d. heljarmikinn borða framan á kosningaskrif- stofunni. Í sumum kjördæmum í prófkjöri Samfylkingarinnar er bannað að auglýsa í fjölmiðlum. Það hefur sína kosti og galla. Það þýðir að baráttan verður ekki eins fjárfrek fyrir fram- bjóðendur, en að sama skapi er erfiðara fyrir nýtt fólk að vekja athygli á sér og sínum málstað. Stundum tekst frambjóð- endum að finna nýstárlegar leiðir til að koma sér á fram- færi. Þegar Eyjólfur Konráð Jónsson tók þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna árið 1990, þá ávarpaði hann kjósendur með nafni í bréfum með aðstoð tölvutækninnar. Þetta olli mikl- um titringi hjá öðrum frambjóð- endum og kom kjósendum í opna skjöldu. Héldu margir að þetta væri til marks um að Eyj- ólfur Konráð þekkti þá persónu- lega. Hvaða leið sem farin verður við val á lista flokkanna fyrir næstu alþingiskosningar er næsta víst að nýtt fólk á eftir að hasla sér völl. Í sinni fyrstu kosningabaráttu var Rannveig Guðmundsdóttir í þeim sporum. Þá steig hún í fyrsta skipti í pontu og það í sjónvarpssal. „Við höfðum fengið einhver til- skrif, s.s. að vera ekki í smá- köflóttu eða bláu og að þúsund hefðu komið upp í pontu á und- an okkur, og enginn þeirra dáið. Þegar ég stóð upp var ég alveg viss um að ég yrði sú fyrsta til að deyja.“ Prófkjör og pólitík Er eftir peningum að slægjast? Nei. Er fjölskyldan ánægð? Nei. Færðu gott um- tal og ert vinsæll hjá öllum? Nei. VIÐHORF eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is TÓMAS R. Einarsson bassaleikari er gestur fyrstu háskólatónleika vetrarins í Norræna húsinu í dag kl. 12.30. Með Tómasi leika Eyþór Gunnarsson á píanó, Jóel Pálsson, á saxófón og bassaklarínett og Matt- hías M.D. Hemstock á trommur. Á efnisskránni eru sex valsar um ást- ina eftir Tómas. „Það sem þeir eiga sameiginlegt, er rómantísk tilfinn- ing,“ segir Tómas um valsana sína. „Sá elsti er frá 1989, og þeir yngstu frá síðasta ári, og þá erum við að frumflytja. Þrír þeirra, Vangadans, Maínótt og Ástarvísa hafa komið út á geisladiskum áður.“ Tómas segir að valsarnir séu eins konar hljóm- astúdía. „Það sem liggur að baki þeirra, er að búa til innri rök með órökréttum hljómum, þ.e. fá út lóg- ík þótt það sé lítið rökrétt við hljómaröðina ef miðað er við klass- íska hljómfræði. Það er þetta, og svo þessi hæga íslenska þunglynd- istilfinning af rómantískri gerð sem einkenna valsana.“ Valsinn hefur orðið lífseigur í djassinum þótt það hafi tekið hann langan tíma að rata inn í þá grein tónlistarinnar. „Ég man varla eftir valsi í djasssögunni fyrr en eftir 1950. Brubeck bandið var oft með skrýtna metra, og þeir hafa sjálfsagt verið með valsa, en svo flæddi þetta yfir með Bill Evans og fleiri slíkum um 1960. Á Norð- urlöndunum eru valsarnir líka líf- seigir í djassinum, og þeir hafa hentað mér.“ Það er Margrét Jóns- dóttir dósent sem á veg og vanda af dagskrá Háskólatónleikanna en henni til aðstoðar hafa verið Krist- ján Valur Ingólfsson úr tónleika- nefnd Háskólans og Margrét Bóas- dóttir sem er þeim til ráðgjafar fyrir hönd Félags íslenskra tónlist- armanna. Íslensk tónlist í öndvegi Margrét Jónsdóttir segir að rekja megi upphaf Háskólatónleika til vetrarins 1940–41, þegar Björn Ólafsson konsertmeistari og Árni Kristjánsson píanóleikari léku són- ötur eftir Beethoven í hátíðasal skólans. Tónleikahald Háskólans í núverandi mynd má rekja til ársins 1972, þegar Róbert Abraham Ott- ósson, Þorkell Helgason og Þor- steinn Gylfason tóku að sér að sjá um það. Fyrstu tónleikar í þeirra umsjá voru haldnir í Félagsstofnun stúdenta, en um 1980 voru tónleik- arnir fluttir yfir í Norræna húsið. Þá var jafnframt farið að halda tón- leikana í hádeginu á miðvikudög- um. Það var Þorkell Helgason sem átti þá hugmynd, og líklega hefur það verið fyrsta hádegistón- leikaröðin sem skipulögð var hér á landi. Margrét segir að í vetur verði tíu tónleikar í röðinni, fernir fyrir jól og sex eftir jól. „Ég vil vekja sér- staka athygli á þeim íslensku verk- um sem verða á dagskránni í vetur. Valsarnir hans Tómasar eru á dag- skrá í dag; – þar af eru þrír þeirra frumfluttir. Þórir Jóhannsson frum- flytur verk eftir Óliver Kentish á sínum tónleikum 13. nóvember og leikur einnig nýlegt verk eftir Kar- ólínu Eiríksdóttur, en bæði verkin voru samin fyrir hann. Peter Tompkins og Pétur Jónasson leika Noktúrnu eftir Hildigunni Rúnars- dóttur á tónleikum í febrúar. Það verk var samið fyrir þá, og hefur bara einu sinni heyrst áður. Sigríð- ur Aðalsteinsdóttir og Daníel Þor- steinsson flytja meðal annars þrjú íslensk þjóðlög í útsetningu Snorra Sigfúsar Birgissonar í mars og Há- skólakórinn flytur Háskólakantötu Páls Ísólfssonar á lokatónleikunum 26. mars, og ég efast um að það verk hefi heyrst oft á tónleikum. Verkið var frumflutt haustið 1961 á Háskólahátíð, þegar skólinn minnt- ist 50 ára afmælis síns.“ Íslensk tón- list verður því áberandi í dagskrá Háskólatónleika í vetur og segja þau Margrét, Kristján Valur og Margrét Bóasdóttir að mikilvægt sé að Háskólatónleikar verði sá vett- vangur sem íslenskir tónlistarmenn geti leitað til með íslenska tónlist og að Háskólinn styðji þannig við ís- lenska tónsköpun. Bassaklarinetta og gömbuflokkur En það verður þó margt fleira á dagskrá Háskólatónleika í vetur. 20. nóvember leika Lín Wei og Anna Guðný Guðmundsdóttir verk fyrir fiðlu og píanó eftir Fauré; viku seinna leika Petrea Óskarsdóttir og Þórarinn Stefánsson franska músík fyrir flautu og píanó. Í febrúar dregur Rúnar Óskarsson upp það sjaldséða hljóðfæri bassaklarin- ettuna og blæs verk eftir Eric Dolphy, Claudio Ambrosini og Wayne Siegel. Í mars leika Elísabet Waage og Laufey Sigurðardóttir verk fyrir hörpu og fiðlu, og sá ein- staki viðburður verður einnig í þeim mánuði að leikið verður á þrjár gömbur, á tónleikum þeirra Ólafar Sesselju Óskarsdóttur, Hildigunnar Halldórsdóttur og Sigurðar Hall- dórssonar, en þau leika tónlist frá endurreisnartímanum. Margrét Jónsdóttir segir kjörið fyrir Háskólanemendur og aðra gesti að hefja hádegishlé sitt á mið- vikudögum í kaffiteríu Norræna hússins. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og eru um hálftíma langir. Að- gangseyrir er 500 krónur en ókeyp- is fyrir handhafa stúdentaskírteina. Tómas R. Einarsson á fyrstu Háskólatónleikum vetrarins Hæg íslensk þunglyndis- tilfinning af rómantískri gerð Morgunblaðið/Jim Smart Margrét Bóasdóttir, Kristján Valur Ingólfsson og Margrét Jónsdóttir. Þau skipuleggja Háskólatónleika í vetur, þar sem íslensk tónlist er í öndvegi. Tómas R. Einarsson og félagar hans leika sex valsa Tómasar um ástina á Háskólatónleikum í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.