Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FÁTT er meira rætt þessa dagana en fákeppni, þó sérstaklega á mat- vörumarkaði, og öll spjót beinast að Baugi og Bónus og öllu sem því teng- ist. Alltaf verð ég samt jafn hissa þegar ég versla í Bónus hvað ég fæ mikið fyrir peningana. Snýst ekki málið annars um það og þó sérstak- lega fyrir þá sem hafa lítið handa á milli eins og t.d. öryrkja, ellilífeyr- isþega og alla þá sem lifa undir fá- tæktarmörkum í þessu landi? Af hverju fer engin önnur fákeppni svona í taugarnar á forsætisráðherra þjóðarinnar? Það er kannski af því Bónusfeðgar eiga ekki hlut að máli. Fákeppni í sjávarútvegi Hvað er hægt að tala um annað en að það eigi sér stað fákeppni í sjávar- útvegi á Íslandi? Af hverju ætli sú fá- keppni fari ekki svona fyrir brjóstið á forsætisráðherra? Er það kannski af því að samstarfsráðherrar hans eiga svo mikilla hagsmuna að gæta? Ég gat ekki séð annað en eiginmaður fyrrverandi heilbrigðisráðherra brosti allan hringinn þegar Eimskip var búið að kaupa í Haraldi Böðv- arssyni um daginn, og ég er alveg viss um að það tekur sig upp gamalt bros á andliti utanríkisráðherra þeg- ar kvótinn hennar Mömmu verður seldur. Flokkast það kannski ekki undir fákeppni þegar arfleifð þjóð- arinnar, fiskurinn í sjónum, er orðin eign örfárra fyrirtækja í landinu? Ráðamenn þjóðarinnar láta eins og allt sé í stakasta lagi þó það sé orðið daglegt brauð að sjómenn missi vinnuna vegna sameiningar eða hag- ræðingar eða hvað menn vilja kalla þetta kjaftæði allt saman. Sumir þessara manna fara að reyna útgerð sjálfir, aðrir fá kannski pláss á kvóta- lausum skipum og koma aldrei til með að hafa neitt upp úr því nema kannski tryggingu. Enn öðrum er haldið í heljargreipum með því að kannski verði skipunum lagt og þá verði öllum sagt upp, því þeim er ekki tryggð nein önnur vinna hjá þessum háu herrum, sama hversu lengi þeir hafa starfað og skapað mikinn auð fyrir fyrirtækið, þeir geta bara farið út á guð og gaddinn. Einu sinni talaði ég um allar þær byggðir landsins sem er að blæða út og þeim fjölgar frekar en hitt. Nýj- asta dæmið er Sandgerði. Hvað skyldi Sandgerði hafa skilað miklu til þjóðarbúsins í gegnum tíðina? Hverju eiga þeir rétt á í dag? Akk- úrat engu. Við skulum rifja upp þá staði þar sem sameining hefur skilið eftir blóði drifna slóð, t.d. Sandgerði, Bolungarvík, Hnífsdalur, Ísafjörður, Þorlákshöfn, og svona mætti lengi telja. Spurningin er, hverjir eru næstir? Svo segir einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Suðurnesjum, Kristján Pálsson, í viðtali við Víkur- fréttir: ,,Alvarlegasta og nýjasta dæmið er flutningur kvótans frá Sandgerði, en þar er verk að vinna að endurheimta hann til baka.“ Til- vitnun lýkur. Hann vill kannski fræða fólkið sem býr á stöðunum sem er að blæða út um það hvernig það á að ná lífsbjörginni til baka? Áfellisdómur Í DV um daginn las ég viðtal við okkar virta skipherra Guðmund Kjærnested sem barðist í þorska- stríðunum á Íslandsmiðum. Það sem þar kemur fram er þvílíkur dómur yfir íslenskri fiskveiðistjórnun. Við- talið hlýtur að vera mikill áfellisdóm- ur yfir ráðamönnum þjóðarinnar, sem hafa varið og lagt blessun sína yfir allan þann viðbjóð sem við- gengst í þessu öllu saman. Er nú ekki kominn tími til að skipta um kallinn í brúnni og alla áhöfn á þjóð- arskútunni, enda er hún löngu orðin kvótalaus. KRISTÍN ÞÓRÐARDÓTTIR, Dalbraut 3, 240 Grindavík. Forsætisráðherra og fákeppnin Frá Kristínu Þórðardóttur: NÚ þegar vetur er genginn í garð rifjast upp fyrir mér umræður og skrif frá síðasta hausti um kosti og galla naglalausra og negldra hjól- barða. Mikið af þessari umræðu kom í kjölfarið af ágætum prófunum sem gerðar voru af Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins (RB). Þessi prófun sýndi það, að á markaðnum eru til naglalaus dekk sem eru að meðaltali betri en nagladekk í akstri að vetrarlagi. Undirritaður ók síðasta vetur, ásamt fleiri hyggnum ökumönnum, á naglalausum dekkjum frá Bridge- stone, eða svokölluðum loftbólu- dekkjum. Þau eru mjúk að aka á og mín reynsla eftir veturinn er mjög góð. Ég komst aldrei í vandræði á bílnum, hvernig sem aðstæður voru. Loftbóludekkin frá Bridgestone hafa mjög gott veggrip í hálku, snjó og á auðu malbikinu. Síðast en ekki síst var ég laus við söng naglanna á auðu malbikinu, eins og það er nú skemmtilegur söngur. Kostir naglalausra dekkja um- fram nagladekk eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi er miklu minni loftmeng- un við að nota óneglda hljólbarða, minni hávaðamengun, loftbóludekk- in halda eiginleikum sínum þangað til munstrið er orðið niður slitið og umfram allt skapa þau ekki falskt ör- yggi. En falskt öryggi verður hjá bíl- stjórum þegar naglarnir eru farnir að tína tölunni úr dekkjunum eftir að vera búnir að lemja snjólausa götuna meiri hluta vetrar. Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur samþykkti á síðasta ári tillögur frá gatnamálastjóra og heil- brigðiseftirlitinu um að lagt verði sérstakt gjald á nagladekk í höfuð- borginni. Hvernig er með borgarráð, er það ennþá að jafna sig eftir kosn- ingarnar? Er ekki tími til kominn fyrir borgarráð að vakna af þessum þyrnirósarsvefni og taka ákvarðanir um þessi mál. KARL OTTÓ KARLSSON, áhugamaður um akstur á naglalausum vetrardekkjum. Nagladekk! nei, takk Karl Ottó Karlsson skrifar:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.