Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT á Íslandsmótinu í
drengjaflokki 2002 réðust ekki fyrr
í æsispennandi lokaskák þar sem
Atli Freyr Kristjánsson sigraði
Stefán Daníel Jónsson úr Taflfélagi
Garðabæjar eftir að hafa staðið
höllum fæti lengst af. Þar með varð
ljóst, að næsta árið ber Atli Freyr
Kristjánsson úr Taflfélaginu Helli
titilinn Íslandsmeistari drengja. Í
öðru sæti varð Akureyringurinn
Ágúst Bragi Björnsson, sem tapaði
aðeins fyrir Atla og gerði jafntefli
við Stefán. Hilmar Þorsteinsson og
Víðir Smári Petersen komu síðan
næstir.
Spennan hjá stúlkunum var ekki
minni, því efstar og jafnar urðu
þær Elsa María Þorfinnsdóttir og
Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir
með 4 vinninga. Þær urðu því að
tefla einvígi um sigurinn og voru
tefldar tvær skákir. Jafntefli varð í
fyrri skákinni, en í þeirri síðari náði
Hallgerður fljótlega mun betra
tafli. Henni tókst þó ekki að fylgja
því eftir, yfirburðirnir fjöruðu út og
í lokin stóð Elsa María uppi sem
sigurvegari og þar með Íslands-
meistari stúlkna 2002. Hallgerður,
sem sigraði á mótinu í fyrra, er
reyndar ekki nema 9 ára, afskap-
lega efnileg og á framtíðina svo
sannarlega fyrir sér. Sigrún Finns-
dóttir lenti í þriðja sæti.
Aukaverðlaun voru veitt fyrir
bestan árangur 12 ára og yngri og
þau hlutu Gylfi Davíðsson sem fékk
5½ vinning og þeir Sverrir Þor-
geirsson, Hjörvar Steinn Grétars-
son og Senbeto hlutu einnig viður-
kenningu, en þeir voru með 5
vinninga hver.
Lokastaðan á mótinu:
1. Atli Freyr Kristjánsson
Helli 8 v.
2. Ágúst Bragi Björnsson SA
7½ v.
3.–4. Hilmar Þorsteinsson Helli,
Víðir Smári Petersen TK
6½ v.
5.–8. Stefán Daníel Jónsson TG,
Gylfi Davíðsson Helli,
Hjörtur Ingvi Jóhannsson
Helli, Hafliði Hafliðason
Helli 5½ v.
9.–12. Sverrir Þorgeirsson TR,
Hjörvar Steinn Grétarsson
Helli, Davíð Arnarsson SA,
Senbeto Helli 5 v.
13.–15. Siguróli M. Sigurðarson
SA, Svanberg Már Pálsson
TG, Vilhjálmur Atlason
Helli 4½ v.
16.–21. Hallgerður Helga Þor-
steinsdóttir Helli, Finnur
Óli Rögnvaldsson Helli,
Þorsteinn Pálsson TG, Elsa
María Þorfinnsdóttir Helli,
Smári Aðalsteinn Eggerts-
son TR, Sveinn Gauti Ein-
arsson TG 4 v.
22. Haraldur Pálsson Sd.
Hauka 3½ v.
23.–24. Ólafur Freyr Jónsson, Örn
Erlingsson 3 v. o.s.frv.
Tap gegn Ítölum og Skotum
á Ólympíumótinu
Níunda umferðin á Ólympíu-
skákmótinu gekk ekki sem best hjá
íslensku liðunum. Karlarnir töpuðu
fyrir Ítölum, 1½–2½, og konurnar
fyrir Skotum, 1–2. Helgi Áss Grét-
arsson vann þó langþráðan sigur og
Hannes Hlífar heldur áfram
öruggri taflmennsku sinni. Einstök
úrslit urðu sem hér segir:
1. M. Godena (2.506) –
Hannes Hlífar ½–½
2. F. Braga (2.434) – Helgi Áss 0–1
3. F. Bellini (2.486) –
Stefán Kristjánsson 1–0
4. E. Arlandi (2.448) –
Jón Garðar Viðarsson 1–0
Í kvennaflokkir urðu úrslit þessi:
1. Guðfríður Lilja –
H. Milligan (2.135) ½–½
2. Harpa Ingólfsd. –
H. Lang (2.058) 0–1
3. Aldís Rún Lárusdóttir –
L. MacNab ½–½
Karlaliðið er nú í 50.–59. sæti
með 19 vinninga, en efstir í opna
flokknum eru Rússar með 25½
vinning. Ungverjar eru í öðru sæti
með 25 vinninga og Kína í því
þriðja með 24 vinninga.
Kvennaliðið er í 56.–62. sæti með
12½ vinning, en efstar eru Georgíu-
konur með 22 vinninga. Kína er í
öðru sæti með 19 vinninga og Rúss-
ar og Bandaríkin deila þriðja sæt-
inu bróðurlega með 18½ vinning.
Kvennasveitin hefur teflt marg-
ar athyglisverðar skákir og hér
leggur Guðfríður Lilja sitt af mörk-
um í sigri gegn norsku sveitinni.
Hvítt: Guðfríður Lilja Grétars-
dóttir
Svart: Silje Bjerke (Noregi)
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5
c5 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 Dc7 7. Dg4
f5 8. Dg3 cxd4 9. cxd4 Re7
Svartur má varla drepa á c2, sem
hvítur svarar með 10. Bd2. Það
kostar of mikinn tíma.
10. Bd2 0-0 11. Bd3 b6 12. Re2
Ba6 13. Rf4 Dd7 14. Bxa6 –
Í skák, Kasparov-Short, Novgo-
rod 1997, varð framhaldið 14. h4
Bxd3 15. Dxd3 o.s.frv.
14. – Rxa6 15. Dd3 Rb8 16. h4
Rbc6 17. Hh3 Hac8 18. Hg3 Hf7
19. Kf1 Rd8 20. Kg1 Da4 21. c3
Db3
Þetta drottningarflan gerir ekk-
ert gagn, en svartur á ekki margra
virkra kosta völ.
22. De2 Db2 23. Dd1 Rec6 24. a4
–
Betra hefði verið að leika strax
24. Rh5, sbr. skýringu við næsta
leik. Hvítur velur hins vegar að
hóta að vinna drottninguna með 25.
Rd3.
24. -- Ra5 25. Rd3 –
Eðlilegra hefði verið að leika 25.
Rh5 Kh8 (hvítur hótaði 26. Bh6) 26.
Bg5 h6 (hvítur hótaði 27. Rxg7,
ásamt 28. Bf6) 27. Rf4! hxg5 28.
hxg5 g6 29. Rxg6+ Kg8 30. Rf4
Hxc3 31. Hxc3 Dxc3 32. Hc1 Db3
33. Dh5 og svartur virðist ekki eiga
vörn.
Atli Freyr og Elsa María
Íslandsmeistarar í drengja-
og telpnaflokkum
SKÁK
Garðabær
ÍSLANDSMÓT Í DRENGJA- OG
TELPNAFLOKKUM
2.–3. nóv. 2002
KENNSLA
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
I.O.O.F. 18 1831168
I.O.O.F. 9 1831168½ 0 HELGAFELL 6002110619 VI
Njörður 6002110619 I
I.O.O.F. 7 18311067½
GLITNIR 6002110619 I
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
Í kvöld kl. 20.00:
Hjálparflokkur. Allar konur
hjartanlega velkomnar.
Háaleitisbraut 58
Samkoma í Kristniboðs-
salnum í kvöld kl. 20.30.
Jóhannes Ólafsson talar. Kaffi á
könnunni á eftir.
Allir hjartanlega velkomnir.
RAÐAUGLÝSINGAR
Frábær tilboð !!!
Sérstök tölvunámskeið...
... fyrir Eflingarfélaga
Tölvugrunnur
*windows, word, internet.
Verð kr. 3.250.-
Heimasíðugerð með Front Page
Verð kr. 3.250.-
Windows grunnur kr. 1.750.-
Word grunnur kr. 1.750.-
Excel grunnur kr. 1.750.-
Power grunnur kl. 1.750.-
Internetið kr. 1.750.-
Hver vill ekki auka möguleika sína á
vinnumarkaðnum !
Tölvuskólinn Sóltúni
www.tolvuskoli.net
Skráning í síma 562-6212
virka daga kl. 10 - 22
Það mun hafa verið
1988 eða 1989 sem ég
komst fyrst í kynni
við Magnús Thor-
valdsson blikksmíða-
meistara og var hann
þá að kynna forráðamönnum
Tækniskóla Íslands ýmsar hug-
MAGNÚS
THORVALDSSON
✝ Magnús Thor-valdsson fæddist
í Reykjavík 22. júní
1926. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 24. október
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Bústaðakirkju 31.
október.
myndir sínar og upp-
finningar í sambandi
við húsbyggingar.
Upp úr þessu tókst
samstarf sem staðið
hefur með minni hátt-
ar hléum til þessa
dags. Uppfinningar
Magnúsar og ýmsar
hugmyndir á þessu
sviði hafa verið uppi-
staðan í þróunarverk-
efnum á vegum skól-
ans og mætti meðal
annars nefna styrk-
ingar á timburbitum,
aðferðir við uppbygg-
ingu burðargrinda úr blikkprófílum
og nýjar aðferðir við samsetningu
og uppsetningu húsgrinda. Síðasta
þróunarverkefnið var sett í gang
sumarið 2001 og eru enn í gangi at-
huganir í sambandi við frekari
framgang þess.
Fyrir menntastofnun á okkar
sviði, og fyrir þá sem við slíka
stofnun starfa, er það ekki lítils
virði að eiga samstarf við einstak-
linga sem hafa til að bera umfangs-
mikla reynslu samhliða hugmynda-
auðgi og vilja til að sjá hugmyndir
sínar komast í notkun. Þetta hafði
Magnús til að bera í ríkum mæli og
þær uppfinningar sem við höfðum
tækifæri til að skoða sýndu sig að
uppfylla þær væntingar sem til
þeirra voru gerðar. Jafnframt er
það sárt að hafa hvorki bolmagn né
Kynni okkar Kiddýj-
ar, eins og hún var köll-
uð, hófust þegar hún
gekk í Kiwanisklúbbinn
Þorfinn á Flateyri árið
1999. Hún tók strax
virkan þátt í klúbbsstarfinu og var
siðameistari 2000–2001, en það starf
KRISTÍN G.
BJÖRNSDÓTTIR
✝ Kristín Gunn-björg Björns-
dóttir fæddist í
Stykkishólmi 3. maí
1947. Hún lést á Flat-
eyri 24. september
síðastliðinn og var
útför hennar gerð í
kyrrþey að ósk hinn-
ar látnu.
leysti hún af hendi með
mikilli prýði, alltaf vel
undirbúin og með góðar
sögur og brandara á
reiðum höndum, enda
alltaf kát og hress. Það
var gott að leita til
hennar þegar eitthvað
stóð fyrir dyrum, hvort
sem það var basar eða
kaffisala, og í vor stóð
ekki á henni að baka
tertur og leggja fram
vinnu svo allt mætti
heppnast sem best.
Kiddý kom líka með
okkur Kiwanisfélögum
þegar við fórum á umdæmisþingið til
Færeyja og skemmti sér vel, sagðist
alls ekki hefði viljað missa af þeirri
ferð fyrir nokkurn mun. Nú er hún
lögð í aðra ferð og lengri.
Elsku Kiddý, við Kiwanisfélagar
þökkum þér samfylgdina og vonum
að þér líði vel þar sem þú ert núna.
En andinn vitjar vor aftur
og ylur að hjartanu snýr;
þá sjáum vér gegnum svalandi tár,
hve sorgin er fögur og dýr.
Vér sjáum, hvar sumar rennur
með sól yfir dauðans haf,
og lyftir í eilífan aldingarð
því öllu, sem Drottinn gaf.
(Matthías Jochumsson.)
Við vottum móður Kiddýjar, börn-
um hennar, tengdabörnum og barna-
börnum innilega samúð. Guð gefi
þeim styrk í sorginni eftir góða dótt-
ur, móður, tengdamóður og ömmu.
Kveðja,
félagar í Kiwanisklúbbnum
Þorfinni á Flateyri.
AFMÆLIS- og minningargreinum er hægt að skila í tölvupósti (net-
fangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur
borist), á disklingi eða í vélrituðu handriti. Ef greinin er á disklingi þarf
útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða
sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Bréfsími fyrir minning-
argreinar er 569 1115. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum.
Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á út-
farardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en
það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma
eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Frágangur afmælis-
og minningargreina
Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, tengda-
faðir og afi,
EINAR ÁSMUNDSSON,
Dynsölum 14,
Kópavogi,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju fimmtu-
daginn 7. nóvember kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins.
Hjálmfríður Jóhannsdóttir,
Ásmundur Einarsson, Helga Berglind Guðmundsdóttir,
Kristín Helga Einarsdóttir, Sigurður Hrannar Hjaltason,
Margrét Kjartansdóttir, Vigfús Sólberg Vigfússon
og afabörn.