Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 47
Á FÖSTUDAG fóru fram rokk-
tónleikar miklir í félagsheimilinu
Frostaskjóli í Vesturbænum. Ungar
og efnilegar rokksveitir komu fram,
BOB, Coral, Doctuz, Ginnungagap,
Han Solo, Lack of Trust, Natar,
Spünk og Waste, en flestir meðlimir
eru á miðjum táningsaldri.
Þetta er í annað sinn sem tónleikar
undir þessari yfirskrift fara fram og
voru þeir með dálítið sérstöku sniði í
ár. Ákveðið var nefnilega að láta allan
aðgangseyrinn renna óskiptan til
Guðrúnar Örnu Gylfadóttur, sem
varð fyrir því óláni að missa allt sitt í
eldsvoðanum á Laugaveginum á dög-
unum, en Guðrún er fyrrverandi for-
stöðumaður Frostaskjóls.
„Manni finnst þetta alveg ótrúlegt
framtak hjá unga fólkinu og ég er
mjög þakklát. Þetta eru krakkar sem
maður ól hálfpartinn upp og mér
þykir því alveg óskaplega vænt um
þetta,“ sagði Guðrún snortin í samtali
við Morgunblaðið.
Gísli Guðmundsson, verkefnastjóri
hjá Frostaskjóli, segir að tónleikarnir
hafi heppnast mjög vel. „Það eru allir
himinlifandi yfir þessu. Húsfyllir var
á tónleikunum og borguðu rúmlega
200 manns sig inn en aðgangseyrir
var 300 krónur. „Þetta er engin gríð-
arleg upphæð sem safnaðist en ég
held að það sé aðallega hugurinn á
bak við sem skiptir mestu máli,“ seg-
ir Gísli og bendir á að eldri krakkar,
útskrifaðir úr grunnskóla, hafi mætt
á tónleikana til að sýna hug sinn í
verki.
„Þetta gekk mun betur en við
þorðum að vona og miklu betur en í
fyrra. Það mættu helmingi fleiri
núna. Frostrokk er örugglega komið
til að vera.“
Tónleikarnir í Frostaskjóli á föstudag þóttu vel heppnaðir.
Frostrokk 2002
Morgunblaðið/Golli
Rokk fyrir Guðrúnu
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 47
KYNNING
á morgun, fimmtudag
kl. 12–17.
SPENNANDI NÝJUNGAR
Fagleg ráðgjöf og
fallegur kaupauki
Vertu velkomin!
Andlitsmeðferðir
Lúxus í húðsnyrtingu
Einstök áhrif
Tafarlaus árangur
Listhúsinu Laugardal,
sími 588 5022.
S N Y R T I S T O F A
Hverfisgötu 551 9000
Gott popp styrkir
gott málefni
www.regnboginn.is
Sýnd kl. 5.20, 7.40 og 10. B. i. 16.
1/2Kvikmyndir.com
USA Today
SV Mbl
DV
RadíóX
Stórskemmtileg
grínmynd frá
framleiðendum
The Truman
Show með
Óskarsverð-
launahafanum
Al Pacino í sínu
besta formi.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 5.30.
Einn
óvæntasti
spennutryllir
ársins!
1/2Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 8 og 10.30. B. i. 16.
1/2RadíóX
www.laugarasbio.is
anthony
HOPKINS
edward
NORTON
ralph
FIENNES
FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN
Í SÖGU HANNIBAL LECTER
1/2
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
HK DV
SK RadíóX
SV Mbl
ÓHT Rás 2
Í Sweetwater fangelsinu er að finna dæmda morðingja
og glæpamenn sem svífast einskis. Nú stefnir í blóðugt
uppgjör tveggja manna í hrikalegum bardaga!!
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. B. i. 16. .
SV Mbl
SK. RADIO-X
TÓNLISTARMAÐURINN Barði
Jóhannsson undirritaði á dögunum
höfundarréttarsamning við fyr-
irtækið EMI publishing France.
Var samningurinn undirritaður í
París og felur í sér samstarf um
höfundarverk Barða næstu fjögur
ár. Ber þar hæst tónverk þau er
hann mun semja fyrir hljómsveit
sína, Bang Gang. Auk þess hefur
EMI uppi áætlanir um að fá Barða
í samstarf við aðra tónlistarmenn.
Barði hefur nú þegar samning við
fyrirtækið Bang ehf.
„Þessi samningur felur í sér að
þeir eignast hlut í höfundar-
gjöldum sem ég fæ og í staðinn
borga þeir mér fyrirframgreiðslu
og vinna í því að koma mér á
framfæri sem höfundi,“ segir
Barði í samtali við Morgunblaðið.
Barði segir samninginn hafa þá
þýðingu fyrir sig að nú eigi hann
sér öflugan alþjóðlegan bakhjarl
sem hafi beinan hag af því að
koma tónlist hans í verð. Hann
segir samninginn að auki tryggja
fjárhagslegan grundvöll fyrir því
að hann geti helgað sig tónlistinni
næstu tvö árin.
Hljómsveit Barða, Bang Gang,
hefur vakið töluverða athygli í
Frakklandi og fyrsta plata sveit-
arinnar, You, frá 1999 hafi skapað
henni nafn. Stutt er síðan lag með
Bang Gang var notað í auglýsingu
fyrir lúxusbílinn Citroën C5. „Þeir
voru spenntir fyrir því sem þeir
heyrðu á gömlu Bang Gang-
plötunni en einnig nýja efninu sem
verður á væntanlegri plötu.“
En það er ekki einasta tónlist
Barða fyrir Bang Gang sem heill-
aði þá hjá franska EMI heldur var
það ekki síst fjölhæfni hans sem
gerði það að verkum að ákveðið
var að fjárfesta í lagasmíðum
hans. „Þeir sýndu einnig áhuga
tónlist sem ég hef samið fyrir
kvikmyndir og sjónvarp m.a. og
einnig eru þeir spenntir fyrir því
að fá mig til að vinna með öðrum
listamönnum á þeirra snærum.“
Barði segir vinnu við nýja Bang
Gang-plötu hálfa vegu komna og
gerir ráð fyrir að hún komi út
snemma á næsta ári. Þess má geta
að Ragnar Bragason vinnur nú að
gerð heimildarmyndar um gerð
Bang Gang-plötunnar og líf Barða
og er stefnt á að hún verði klár
um svipað leyti og platan kemur
út.
Það var Barða líkt að hann setti
það sem skilyrði fyrir undirskrift
samningsins við EMI að yfirmaður
fyrirtækisins og aðstoðarmenn
hans yrðu fyrst að bragða á há-
karli og drekka íslenskt brennivín,
sem Barði tók með sér til Frakk-
lands. „Ég fór fram á að þeir borð-
uðu þrjá bita en eftir að hafa séð
viðbrögðin er þeir þefuðu af há-
karlinum dró ég svolítið í land og
lét þá borða einn.“ Barði segir það
hafa verið mjög fyndið hvað þeir
EMI-menn lögðu mikið á sig til að
losna við lyktina af bitunum sem
óétnir voru. „Þeir ætla að nota há-
karlinn framvegis á þá sem ekki
eru alveg að standa sig,“ segir
Barði og heldur áfram kíminn:
„Ég gerði þeim einfaldlega grein
fyrir að ég gæti ekki unnið með
mönnum sem hefðu ekki bragðað
hákarl og brennivín. Slíkt samstarf
gengi aldrei upp.“
Barði Jóhannsson semur við EMI í Frakklandi
TENGLAR
.....................................................
www.banggang.net
Lét stjór-
ann bragða
hákarl og
brennivín