Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÍRAKAR TVÍSTÍGANDI Írakar sögðu í gær að skilmálar þeir, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur sett þeim, væru ósanngjarnir en ýjuðu engu að síður að því að þeir kynnu að fallast á ályktunina til að Bandaríkin fengju ekki „tækifæri til að ráðast á Írak“. Bygg á sandi? Evrópusambandið mun styrkja verkefni, sem miðar að því að græða upp íslenzka sanda með lúpínu og byggi og nota til að framleiða líf- massa, sem gæti skilað bæði vist- vænum afurðum og orku. Öflugur poppútflutningur Íslenzkt popp selst vel víða um heim þessa dagana. Ný plata Sigur Rósar er t.d. á metsölulistum í 19 löndum. Nýr safnkassi Bjarkar og plötur múm og Quarashi seljast einnig vel. Hart deilt um OR Minnihluti og meirihluti í borg- arstjórn Reykjavíkur deila hart um Orkuveituna. Minnihlutinn segir lýðræðisleg vinnubrögð og góða stjórnsýslu ekki í heiðri hafða í stjórn fyrirtækisins. Mikill viðbótarsparnaður Viðbótarlífeyrissparnaður launa- fólks er nú þegar orðinn um einum og hálfum milljarði króna meiri á ári en reiknað var með, samkvæmt út- reikningum Samtaka atvinnulífsins. Sparnaðurinn er nokkuð jafn eftir starfsstéttum. Konur betri námsmenn Konur eru betri námsmenn en karlar í flestum greinum á há- skólastigi, þar á meðal í stærðfræði, en sækja þó lítið í raungreinar. Þetta kom fram á líflegum fundi í Háskóla Íslands. Stjórnvöld sinnulaus Umboðsmaður Alþingis segir við- brögð stjórnvalda við athugunum, sem hann hefur hafið að eigin frum- kvæði, valda sér nokkrum vanda í starfi. Þótt stjórnvöld séu sammála athugasemdum umboðsmanns verði ósköp lítið úr framkvæmdum. SKÓLAHLJÓMSVEIT KÓPAVOGS • óskar að ráða þverflautukennara í 25% starf frá næstu áramótum. Laun samkv. kjarasamningi Launanefndar sveitar- félaga og FÍH eða Launanefndar sveitarfélaga og FT. Karlar jafnt og konur eru hvött til að sækja um starfið. Nánari upplýsingar gefur Össur Geirsson, stjórn- andi SK í síma 554-3190 og 864-6111. Starfsmannastjóri KÓPAVOGSBÆR Háskóli Íslands Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknasetur um smáríki Forstöðumaður (50% starf) Stjórn Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns stofnunarinnar. Um er að ræða 50% starf. Alþjóðamálastofnun er rannsókna-, fræðslu- og þjónustustofnun. Rannsóknasetur um smá- ríki starfar innan hennar. Hlutverk Alþjóða- málastofnunar er margþætt en meginviðfangs- efni stofnunarinnar er að standa fyrir rannsókn- um og fræðslu á samskiptum ríkja og stöðu þeirra í alþjóðakerfinu. Forstöðumaður annast daglegan rekstur stofn- unarinnar. Starfið er fjölþætt og krefst frum- kvæðis og skipulags- og samstarfshæfni. Umsækjendur skulu hafa lokið meistaraprófi frá viðurkenndum háskóla eða jafngildi þess. Skilyrði er að viðkomandi hafi reynslu af rann- sóknar-, stjórnunar- og skipulagsvinnu. Um- sækjendur þurfa að hafa gott vald á íslensku og ensku sem og einu öðru Norðurlandamáli. Umsókn þarf að fylgja greinargóð skýrsla um námsferil og fyrri störf. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála- ráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Umsóknarfrestur er til 25. nóvember nk. og skal umsóknum skilað til starfsmannasviðs Háskóla Íslands, Aðalbyggingu, við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfs- ins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Nánari upplýsingar gefur Baldur Þórhallsson í síma 525 5244. Við ráðningar í störf við Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun háskólans. http://www.starf.hi.is NIOM Nordisk Institutt for odontologisk materialprøvning (NIOM) heyrir undir Norrænu ráðherranefndina og sinnir rannsóknum, prófunum og upplýs- ingagjöf varðandi efni fyrir tannlækningar. Stofnunin er staðsett í Haslum, ekki langt frá Osló, Noregi. Forstjóri Laus er staða forstjóra NIOM frá 1. júlí 2003. Forstjórinn þarf að hafa háskólamenntun og staðfesta reynslu af stjórnun og rannsóknarstarfi, gjarnan tengdu efn- um fyrir tannlækningar. Við leitum að kröftugum og metnað- arfullum einstaklingi sem getur bæði stjórnað rannsóknum og samhæft og markaðssett starfsemi NIOM gagnvart heil- brigðisyfirvöldum, háskólum og öðrum kaupendum, sérstak- lega á Norðurlöndunum. Viðkomandi skal hafa fullt vald á ensku og einu af Norðurlandamálunum, dönsku, norsku eða sænsku. Stefnt er að jafnri stöðu kynja við stofnunina. Ráðn- ingin er til 4ra ára með möguleika á framlengingu til mest 8 ára. Laun eftir samkomulagi við Norrænu ráðherranefndina. Nánari lýsing stöðu er á http://www.niom.no og hjá formanni stjórnar NIOM, Preben Hørsted Bindslev, Afdeling for Tands- ygdomslære, Det Sundhedsvidenskabelige Fakultet, Aarhus Universitet, Vennelyst Boulevard, DK-8000 Århus C, Dan- mörk, sími 0045 8942 4140, netf. ph-b@odont.au.dk. Umsóknir ásamt ferilskrá og meðmælum sendist í 3 eintök- um til Preben Hørsted Bindslev. Umsóknir þurfa að hafa bor- ist í síðasta lagi fyrir 21. desember 2002. Framkvæmdastjóri Skíðasamband Íslands óskar eftir að ráða fram- kvæmdastjóra. Leitað er að skipulögðum og þjónustulunduðum einstaklingi, sem getur unnið sjálfstætt og hefur metnað til að ná árangri í starfi. Reynsla/menntun tengd við- skiptum og rekstri auk góðrar enskukunnáttu er skilyrði. Starfssvið:  Umsjón með daglegum rekstri skrifstofu.  Samskipti við innlenda og erlenda sam- starfsaðila.  Kynningarmál og samningagerð.  Ýmis árstíðabundin verkefni. Vinsamlegast sendið umsóknir til Skíðasam- bands Íslands, Engjavegi 6, 104 Reykjavík, eða á netfangið ski@ski.is fyrir 17. nóvember nk. Sunnudagur 10. nóvember 2002 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 8.075  Innlit 15.517  Flettingar 68.072  Heimild: Samræmd vefmæling Sunnudagur 10. nóvember 2002 ferðalögDagar myrkurs bílarSsangyong Rexton börnH. C. Andersen bíóEdduverðlaunin Myndræn tímavél Saga stríðsáranna á Íslandi Valgeir Guð- jónsson ætlaði ekkert að ílengj- ast í tónlistinni. Prentsmiðja Morgunblaðsins Morgunblaðið/Golli Sigríður Ósk Jónsdóttir leggur sig í boltabaði í Hæfingarstöðinni í Bæjarhrauni, en það er hugsað til líkamlegrar örvunar fyrir fatlaða. Stofnanamúrarnir falla Fjölbreytileikinn er mikill í samfélagi fatlaðra og þjón- ustu við þá hefur verið um- bylt á undanförnum árum, þótt enn gæti víða fordóma. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi hefur yfir þúsund fatlaða ein- staklinga á þjónustuskrá. Pétur Blöndal ræðir við Sigríði Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra og rýnir í þennan heim, sem mörg- um er hulinn. Þá skoðar hann veruleika hinnar lífs- glöðu Sigríðar Óskar Jóns- dóttur ásamt Kjartani Þorbjörnssyni ljósmyndara, en hún var að flytja inn í nýja einstaklingsíbúð og notar gómrofa á tungunni til að tjá sig í gegnum tölvu. Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Hugvekja 47 Listir 26/31 Myndasögur 48 Af listum 26 Bréf 48/49 Birna Anna 26 Dagbók 50/51 Forystugrein 32 Krossgáta 53 Reykjavíkurbréf 32 Fólk 55/61 Skoðun 34/35 Bíó 58/61 Minningar 36/39 Sjónvarp 52/62 Þjónusta 46 Veður 63 * * * Kynningar – Blaðinu í dag fylgir aug- lýsingablaðið Nýjar bækur 2002 frá PP-forlagi. Blaðinu verður dreift um allt land. HJARTAVERND hefur gert samn- ing að jafnvirði 350 milljónir króna við bandarísk heilbrigðisyfirvöld um heyrnar- og augnrannsóknir í öldrunarrannsókn Hjartaverndar. Samningurinn er við Augnstofnun og Heyrnarrannsóknastofnun bandaríska heilbrigðismálaráðu- neytisins. Að mati talsmanna Hjartaverndar gefst með þessu einstakt tækifæri til að kanna ald- ursbundnar sjón- og heyrnarbreyt- ingar hjá öldruðum. Hluti styrksins til sjónrannsókna felur í sér háþróaða augnbotna- myndavél og sjónlags- og sjónmæl- ingatæki. Líklegt er talið að þessi hluti öldrunarrannsóknarinnar gefi tækifæri til að tengja aldurs- bundnar augnbreytingar og smáæðabreytingar í augnbotnum við önnur líffærakerfi. Þá verður hluti styrksins til heyrnarrannsókna notaður til kaupa á bestu tækjum sem völ er á til heyrnarmælinga. Líklegt er tal- ið að í fyrirhuguðum rannsóknum á eyrum og heyrn í þessum hluta öldrunarrannsóknarinnar gefist tækifæri á að tengja aldurs- bundnar breytingar á starfsemi eyrans, miðeyra og innra eyra ásamt heyrn, við önnur líffæra- kerfi hjá öldruðum. Öldrunarrannsókn Hjartaverndar 350 milljóna samning- ur við bandarísk heilbrigðisyfirvöld VIÐBÓTARLÍFEYRISSPARNAÐUR launa- fólks hefur reynst meiri og jafnari milli starfs- stétta en áætlað var við gerð kjarasamninga, sam- kvæmt úrvinnslu Samtaka atvinnulífsins úr gögnum Kjararannsóknarnefndar. Samkvæmt upplýsingum SA er kostnaður atvinnulífsins þeg- ar orðinn um 4–4,5 milljarðar kr. á ári, um einum og hálfum milljarði meiri en reiknað var með. Samkomulag samtaka á vinnumarkaði í desem- ber sl. um 1% framlag vinnuveitenda til viðbót- arlífeyrissparnaðar, sem gekk í gildi 1. júlí í ár, mun að mati samtakanna hækka þessa tölu um a.m.k. einn milljarð til viðbótar. Í frétt sem birt er á vefsíðu SA kemur fram að mikil þátttaka verkafólks í viðbótarlífeyrissparn- aði hafi sérstaklega komið á óvart, og einnig hve mikill sparnaðurinn sé og hve jafn hann sé eftir starfsstéttum. Gögn kjararannsóknanefndar benda til að 55% launamanna hafi í mars sl. fengið framlög vegna viðbótarsparnaðar samanborið við 22% launamanna tveimur árum áður. Samið var fyrst um mótframlag vinnuveitenda gegn viðbótarframlögum launamanna til lífeyris- sparnaðar árið 2000. Frá miðju ári 2000 og til árs- loka 2001 námu mótframlögin 1% af launum gegn 2% sparnaði launamanns en á árinu 2002 hækkaði mótframlagið í 2% og auk þess skyldu vinnuveit- endur greiða mótframlag sem næmi tíunda hluta viðbótarframlags launamannsins. Meðalframlag vinnuveitenda vegna lífeyrissparnaðar 8,1% Frá 1. júlí sl. greiða vinnuveitendur einnig þeim launamönnum sem ekki hafa tekið þátt í viðbót- arsparnaði 1% framlag til ráðstöfunar í séreigna- sjóð. Árið 2000 nam meðalframlag vinnuveitenda til lífeyrissparnaðar 6,7% af launum en í mars 2001 var mótframlag vinnuveitenda orðið 7,5% að með- altali og hafði hækkað um 0,8%. „Þetta er mun meiri aukning sparnaðar en gert var ráð fyrir í kjarasamningunum, en þá var búist við að þetta samningsákvæði myndi kosta atvinnulífið 0,2– 0,3% á árinu 2001. Í mars 2002 var framlag vinnuveitenda orðið 8,1% að meðaltali og aukning launakostnaðar orð- in 1,4% á samningstímanum vegna viðbótarfram- laga í lífeyrissjóði, eða 4–4,5 milljarðar króna á ársgrundvelli. Kostnaður atvinnulífsins er orðinn mun meiri en búist var við að hann yrði á öllum samningstímanum, eða 1,4% í stað 0,9%, og nemur viðbótin um einum og hálfum milljarði króna á ári. Samningurinn um 1% framlag til viðbótarlífeyr- issparnaðar, sem gekk í gildi 1. júlí í ár, mun vænt- anlega hækka þessa tölu um a.m.k. einn milljarð til viðbótar,“ segir í samantekt Samtaka atvinnu- lífsins. Mikil þátttaka í lífeyris- sparnaði kemur á óvart Kostnaður atvinnulífs- ins vegna mótframlaga er um 4–4,5 milljarðar MATTHÍAS Johannessen, skáld og fyrrverandi rit- stjóri Morgunblaðsins, var heiðursgestur á ritþingi í Gerðubergi í gær þar sem nokkrir valinkunnir ein- staklingar fjölluðu um skáldskap Matthíasar sem spannar nærri hálfa öld. Fyrsta ljóðabók hans, Borgin hló, kom út árið 1958 en ljóð Matthíasar hafa síðan ver- ið þýdd á fjölda tungumála og hann hefur hlotið marg- víslegar viðurkenningar fyrir verk sín. Silja Aðalsteinsdóttir stjórnaði umræðunum en blandað var saman upplestrum skáldsins, umræðum og útleggingum spyrlanna, Bernards Scudders og Ástráðs Eysteinssonar. Matthías las upp úr bók sinni Vatnaskil sem kemur út á næstu dögum og Sigrún Hjálmtýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir fluttu tónlistaratriði. Að ritþinginu loknu var opnuð sýning á myndverkum úr einkaeign Matthíasar. Við hlið Matthíasar er Bernard Scudder. Morgunblaðið/Golli Matthías Johannessen á ritþingi GÍSLI Tryggvason hdl. og fram- kvæmdastjóri BHM segir kröfur kvenna í vinnu hjá hinu opinbera um að fá umsamda óunna yfirvinnu við- urkennda sem hluta af dagvinnu- launum í barnsburðarleyfi hafa verið baráttumál BHM í rúman áratug. Dregist hafi að láta reyna á kjararétt kvenna fyrir dómi en laganefnd BHM hafi þrívegis komist að svip- aðri niðurstöðu og Hæstiréttur gerði í síðustu viku er hann dæmdi konu í vil þegar hún stefndi ríkinu vegna launa í barnsburðarleyfi. Gísli segir einkum um að ræða konur með lögfræði- og viðskipta- menntun í opinberum störfum. Segir hann margar konur hafa beðið eftir niðurstöðu Hæstaréttar, enda um prófmál að ræða. Að sögn hans eru e.t.v. nokkrir tugir kvenna sem eiga sama rétt og sú sem Hæstiréttur dæmdi í vil, þ.e. ef ríkið ber ekki fyr- ir sig fyrningu vegna hugsanlegra krafna. „Ég vona að konur geti lýst kröf- um sínum hjá ríkisstofnunum og fengið þær greiddar ef þær hafa haft samskonar samninga um óunna yf- irvinnu,“ segir hann. Gísli segir að hætta sé á að margar kröfur séu þó fyrndar vegna dráttar á málunum, en það helgist af því hvort ríkið beri fyrir sig fyrningu. Kona vann próf- mál gegn ríkinu Konur geta krafist greiðslna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.