Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... VÍKVERJI er kona. Þessi stað-reynd kann að koma sumum les- endum Morgunblaðsins spánskt fyrir sjónir, en ætti þó ekki að gera það nú í upphafi 21. aldar þegar borgarstjór- inn í Reykjavík er kona og stutt er síðan konur gegndu embættum for- seta Íslands og forseta Hæstaréttar. Víkverji verður því alltaf jafn- hvumsa þegar hann verður var við gamaldags hugsunarhátt um kven- og karlastörf. Þannig sá Víkverji á ferðalagi sínu um Suðurland fyrir ekki löngu auglýsingu í ágætu sunn- lensku fréttablaði. Þar var auglýst eftir pari eða hjónum til að sjá um rekstur á einhvers konar upptöku- heimili, að því er Víkverja sýndist. Auglýsingin hljómaði eitthvað á þessa leið: „Hún þarf að geta eldað mat og borið fram máltíðir fyrir 30 manns. Hann þarf að hafa bílpróf og gott væri ef viðkomandi hefði ein- hverja reynslu af garðyrkjustörfum.“ Nú vill svo til að það væri Víkverja, sem er kona eins og fyrr segir, lífsins ómögulegt að reiða fram máltíðir fyr- ir 30 manns nokkrum sinnum á dag, því hann yrði seint kallaður listakokk- ur. Hins vegar hefur Víkverji bílpróf og tíu sumra reynslu af garðyrkju- störfum. Hann starfaði á námsárun- um á gróðrarstöð og lærði þar að prikla, potta og rækta blóm. Hann var meira að segja farinn að skilja brandara með latnesk heiti blómanna áður en hann hætti störfum og skildi vel hvað viðskiptavinir áttu við þegar þeir báðu um „fjölhært brokkál“. Sambýlismaður Víkverja hefur aft- ur á móti mikla unun af því að elda góðan mat og væri því líklega mikið betur til þess fallinn að galdra fram gómsætar máltíðir fyrir 30 manns á hverjum degi en Víkverji. Hann hefur aftur á móti enga reynslu af garð- yrkju. Því sýnist Víkverja að hann (eða öllu heldur hún) gæti frekar sinnt því starfi sem auglýsandinn ætlað karlin- um í sambandinu og að sambýlismað- ur Víkverja gæti frekar uppfyllt þær kröfur sem gerðar eru til hennar. x x x PIRRINGUR af allt öðrum togahefur kraumað innra með Vík- verja síðustu daga. Símaskráin, www.simaskra.is, er ein af mest heimsóttu vefsíðum landsins. Í starfi sínu þarf Víkverji oft og iðulega að hringja í fólk úti um allan bæ. Hefur það verið mun fljótlegra að fletta fólki upp í tölvunni til að finna símanúmer, en að grípa til gömlu aðferðarinnar, þ.e. að blaða í símaskránni. Fyrir nokkrum dögum dró síðan ský fyrir sólu þegar gömlu heimasíðunni var skipt út fyrir nýja. Eflaust hefur for- svarsmönnum Símans þótt útlit síð- unnar komið til ára sinna og viljað breyta til. Það er í sjálfu sér ekkert að því. Gallinn við nýju síðuna er aftur á móti sá að nú þurfa notendur að opna tvær síður til að geta hafið leitina en áður dugði ein síða. Víkverji hefur t.d. ekki góða nettengingu á heimili sínu og getur það tekið óratíma að hlaða hverja síðu inn. Aðstandendur Símans ættu að gera sér fyllilega grein fyrir því hversu mikilvægur tíminn er orðinn í nútímasamfélagi og að eftir því sem það tekur meiri tíma að nálgast þær upplýsingar sem neytendur eru að leita að, því líklegri eru þeir til að leita annarra leiða. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 bragsmiður, 4 vínber, 7 kvendýrið, 8 ræktarlönd- um, 9 tek, 11 klæða hlý- lega, 13 hæðir, 14 menn, 15 þungi, 17 kjáni, 20 tímgunarfruma, 22 fuðr- ar, 23 kvabba, 24 trjá- gróður, 25 naut. LÓÐRÉTT: 1 örlagagyðja, 2 blíða, 3 fiður, 4 nöf, 5 ós, 6 vesæll, 10 gufa, 12 nöldur, 13 fjanda, 15 daunillar, 16 blauðan, 18 tími, 19 hreyfðist, 20 vaxi, 21 máttlaus. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 hnullungs, 8 konur, 9 iðjan, 10 inn, 11 rósar, 13 nenna, 15 sunna, 18 snæða, 21 ryk, 22 næðið, 23 eðlan, 24 hranalegt. Lóðrétt: 2 nánös, 3 lærir, 4 urinn, 5 grjón, 6 skær, 7 anga, 12 agn, 14 enn, 15 senn, 16 níðir, 17 arðan, 18 skell, 19 ærleg, 20 asna. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss kemur í dag og fer á morgun Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un félagsvist kl. 14, á þriðjudag samsöngur kl. 14, stjórnandi Kári Frið- riksson. Árskógar 4. Á morgun kl. 9–12 opin handa- vinnustofa, kl. 10.15 leik- fimi, kl. 11 boccia, kl.13– 16.30 opin smíðastofa/ útskurður, opin handa- vinnustofa, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 mynd- list, kl. 10–16 púttvöll- urinn. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–11 samverustund, kl. 13.30– 14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 bútasaum- ur.Uppl. í s. 568 5052. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud: kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfing kór eldri borgara í Damos. Laug- ard: kl. 10–12 bókband, línudans kl. 11. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Á morgun kl. 9.30, 10.15 og 11.10 leik- fimi, kl. 12 leir, fótaað- gerðastofan s. 899-4223, Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á morgun kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9 myndlist, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, fram- hald. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Á morgun Kl. 8– 16 opin handa- vinnustofan, kl. 9–12 myndlist, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 11–11.30 leikfimi, kl. 13–16 spilað. Félagsstarfið Dalbraut 27. Á morgun Kl. 9–16 handavinnustofan opin, kl. 9–12 myndlist, kl. 13– 16 körfugerð, kl. 11– 11..30 leikfimi, kl. 13–16 spilað, kl. 10–13 versl- unin opin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun böðun kl. 9–12, opin handavinnustofan kl. 9– 16.30, félagsvist kl. 14, hárgreiðslustofan opin 9–14. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félag eldri borgara í Hafn- arfirði, Hraunseli Flata- hrauni 3. Á morgun púttað í Hraunseli kl. 10 Tréskurður kl. 13, fé- lagsvist kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Kaffistofan er lokuð vegna breyt- inga í Glæsibæ. Sunnudagur: Dansleikur kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13. Línudanskennsla fyrir byrjendur kl. 18. Danskennsla samkvæm- isdansa framhald kl. 19 og byrjendur kl. 20.30. Silfurlínan er opin á mánu- og miðvikudögum kl. 10–12. Skrifstofa fé- lagsins er að Faxafeni 12 s. 588 2111. Fé- lagsstarfið er í Ásgarði Glæsibæ. Gerðuberg, félagsstarf. Í dag kl. 13–15 mynd- listasýning Brynju Þórð- ardóttur opin.Á morgun morgu 9–16.30 vinnu- stofur opnar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 15.15 dans. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handa- vinnustofan opin, leið- beinandi á staðnum kl. 9–17, kl. 10.45, hæg leik- fimi (stólaleikfimi), kl. 9.30 gler- og postulíns- málun, kl. 13 skák og lomber, kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Á morgun kl. 9 vefn- aður, kl. 9.05 leikfimi kl. 9.55 róleg stólaleikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13 brids, kl. 20.30 félagsvist. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 postulínsmálun, perlusaumur og fótaað- gerð, kl. 10 bænastund, kl. 13. 30 sögustund og spjall, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun og föndur, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 13 spilað, kl 13.30 ganga, fótaaðgerð- ir. Allir velkomnir. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmtud: Kl. 10, aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og fös- tud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10–11 ganga, kl. 9–15 fótaaðgerð, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 opin handavinnustofa. Gullsmárabrids. Brids að Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skrán- ing kl. 12.45, spil hefst kl. 13. Vesturgata 7. Á morgun kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15–12 postulínsmálning, kl 9.15–15.30 alm. handa- vinna, kl. 9.30–10.30 boccia, kl.10.30–11.30 jóga, kl.12.15–13.15 danskennsla, kl.13–16 kóræfing. Lyfjafræð- ingur á staðnum kl.13 fyrsta og þriðja hvern mánudag. Vitatorg. Á morgun kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir, sund og boccia, kl. 13 hand- mennt, glerbræðsla og spilað. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Félag eldri borgara Suðurnesjum. Bingó í Selinu Vallarbraut 4, Njarðvík öll mánudag- kvöld kl. 20. Slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi verður með félagsfund mánudaginn 11. nóv- ember kl. 20 í fé- lagsaðstöðu slysavarn- ardeildarinnar við Bakkavör. Leiðbeint verður m.a. í gerð jóla- skreytingar. Kaffiveit- ingar. Kvenfélag Kópavogs. Basar vinnukvöldin eru á mánudögum kl. 20 í sal okkar að Hamraborg 10. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Norðurlandi: Á Blönduósi: blómabúð- in Bæjarblómið, Húna- braut 4, s. 452-4643. Á Sauðárkróki: í Blóma- og gjafabúðinni, Hóla- vegi 22, s. 453-5253. Á Hofsósi: Íslandspóstur hf., s. 453-7300, Strax, matvöruverslun, Suð- urgötu 2–4, s. 467-1201. Á Ólafsfirði: í Blóma- skúrnum, Kirkjuvegi 14b, s. 466-2700 og hjá Hafdísi Kristjánsdóttur, Ólafsvegi 30, s. 466-2260. Á Dalvík: í Blómabúð- inni Ilex, Hafnarbraut 7, s.466-1212 og hjá Val- gerði Guðmundsdóttur, Hjarðarslóð 4e, s. 466- 1490. Á Akureyri: í Bókabúð Jónasar, Hafn- arstræti 108, s. 462-2685, í bókabúðinni Möppu- dýrið, Sunnuhlíð 12c, s. 462-6368, Pennanum Bókvali, Hafnarstræti 91–93, s. 461-5050 og í blómabúðinni Akur, Kaupvangi, Mýrarvegi, s. 462-4800. Á Húsavík: í Blómabúðinni Tamara, Garðarsbraut 62, s. 464- 1565, í Bókaverslun Þór- arins Stefánssonar, s. 464-1234 og hjá Skúla Jónssyni, Reykjaheið- arvegi 2, s. 464-1178. Á Laugum í Reykjadal: í Bókaverslun Rann- veigar H. Ólafsd., s.464- 3191. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrifstofu félagsins í Suðurgötu 10 (bakhúsi) 2. hæð, s. 552- 2154. Skrifstofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrifstofu- tíma er símsvari. Einnig er hægt að hringja í síma 861-6880 og 586- 1088. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Minningarkort MS fé- lags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk.Skrifstofan er opin mán.-fim. kl.10-15. Sími 568-8620. Bréfs. 568- 8621. Tölvupóstur ms@msfelag.is. Í dag er sunnudagur 10. nóvember 314. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Honum bera allir spámennirnir vitni; að sérhver, sem á hann trúir, fái fyrir hans nafn fyrir- gefningu syndanna. (Post. 10, 43.) Omega MIG langar að lýsa ánægju minni með sjónvarpsstöð- ina Omega. Sérstaklega finnast mér þættirnir hans Ólafs Jóhannssonar um Ísrael frábærir. Ég veit með vissu að Omega hefur hjálpað mörgum ungum sem öldnum og ég veit að stór hluti þjóðarinnar fylg- ist grannt með þessari stöð og þyki vænt um. Þetta fólk gæti ekki verið án Omega með góðu móti. Mörgum sem einhverra hluta vegna þjást af svefnleysi finnst huggun að geta kveikt á sjónvarpinu og hlustað á lofgjörð um Drottin vorn eða fallegan söng, eins er biblíufræðslan þar alveg með fágætum. Eiríkur Sig- urbjörnsson á þakkir skild- ar fyrir framtak sitt. Það er ekki lítill kostur fyrir þá sem ekki komast til kirkju að geta kveikt á sjónvarp- inu og fengið Guðsorð inn í stofu til sín. Ég bið þess að Omega megi vaxa og dafna og halda áfram að fræða, líkna og gleðja landann eins og hún hefur gert nú í nokkur ár. Ó.K.J. Hetjudáðir á Húsavík UM síðustu helgi voru unn- ar þær hetjudáðir að hús- vörður íþróttahallarinnar á Húsavík, lögreglan og karlakórarnir Heimir og Hreimur réðust gegn litlum, saklausum skógar- þresti sem villst hafði inn í íþróttarhöllina nokkru fyr- ir tónleika sem þar áttu að hefjast. Lögreglan mætti galvösk með háf og loft- byssu að vopni, eins og seg- ir í fréttinni til þess að handsama þröstinn dauðan eða lifandi. Skot lögregl- unnar hrukku af þrestin- um, en einhver hetjan hæfði hann að lokum með brennibolta. Að því búnu flúði fuglinn inn í viftu á loftræstikerfi hallarinnar. Kveikti þá húsvörðurinn á viftunni, þar með voru dag- ar þrastarins taldir. Fiður þeyttist frá viftunni segir í greininni. Ef til vill ættum við ís- lendingar að gefa húsverði íþróttahallarinnar á Húsa- vík, lögreglunni og kórun- um fínu áletraðan skjöld í tilefni hetjudáðarinnar? Mér er spurn, eru þetta fyr- irmyndir komandi æsku? Vonum svo sannarlega ekki! Kristján Ólafur Skagfjörð. Stopain VEGNA umfjöllunar um verkjasúðann Stopain í Vel- vakanda nýlega hefur bor- ist mikið af fyrirspurnum um hvar þessi vara sé fáan- leg. Er fólki benti á að hægt er að nálgast Stopain á lík- amsræktarstöðvum og í flestöllum apótekum lands- ins. Sandey ehf. Dýrahald Kettlingur í óskilum ÞESSI stálpaði kettlingur (læða) fannst í Smárarima í Grafarvogi 17. október sl. Hún var ólarlaus og ómerkt. Hún er um 6 mán- aða, gul/grábröndótt með hvítan kvið og hvít í fram- an. Upplýsingar í síma 545 4200 eða 554 0737. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÉG þekki það af eigin reynslu hversu hræðilegt það er þegar barn verður fyrir bíl. Bróðir minn varð fyrir bíl þegar hann var níu ára og þurfti að liggja í tvo mánuði í gifsi á spítala fótbrotinn. Þó að hann sé í dag 15% ör- yrki vegna þessa slyss eru allir í fjölskyldunni þakklátir að ekki fór verr. Því miður hef ég lesið í blöðunum und- anfarið um hræðileg slys þegar gangandi börn verða fyrir bíl. Þess vegna langar mig bara að vekja athygli á því að for- eldrar verða að brýna fyrir börnum sínum að fara eftir umferðarregl- unum – og sýna fordæmi sjálfir. Ég hef orðið vör við það alltof mikið und- anfarið að börn fara ekki nógu varlega nálægt bíla- umferð. Gangandi og hjólandi börn, sérstaklega þau sem nálgast unglingsald- urinn, leika sér oft að því að fara glannalega yfir götur. Stundum eru þau þó bara að drífa sig, t.d. til að ná strætó eins og unga stúlkan sem varð fyrir bíl um daginn. En við verðum að brýna fyrir börnunum að fara var- lega. Eins er mikilvægt fyrir okkur ökumennina að fara eftir reglum um hámarkshraða. Reynum öll að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir frekari slys. Herdís. Farið varlega í umferðinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.