Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 10. nóvember 1945: „Aft- urhaldsliðið í Framsókn hef- ir gert alt, sem í þess valdi hefir staðið, til þess að fæla menn frá skipakaupum. Það hefir sí og æ verið að boða stöðvun og hrun atvinnuveg- anna og talið því fje á glæ kastað, sem varið væri til skipakaupa. Því ber að fagna, að þessi sónn afturhaldsins hefir ekki náð eyrum athafnamann- anna í landinu. Hjá Nýbygg- ingarráði liggja nú fyrir beiðnir um miklu fleiri skip, bæði vjelbáta og togara, en í smíðum eru. Þessir menn hafa trú á þá miklu mögu- leika, sem tengdir eru við gullkisturnar við strendur landsins. Þeir trúa á framtíð lands og þjóðar.“ 10. nóvember 1965: „Slysaaldan hækkar enn. Má segja að um og eftir síðustu helgi hafi keyrt um þverbak í þessum efnum. Fjögur dauðaslys urðu á örfáum dögum, þar af þrjú umferð- arslys. En auk þess urðu mörg önnur umferðarslys, sem kunna að leiða til ör- kumla eða dauða. Þetta er svo alvarlegt ástand að það jaðrar við al- gert öngþveiti. Þrátt fyrir þá hörmulegu atburði sem gerzt hafa undanfarnar vik- ur lítur ekki út fyrir nein þáttaskil í þessum efnum. Slysin verða aðeins tíðari. Óvarkárnin og ábyrgð- arleysið heldur áfram. Börn og gamalmenni verða ósköp- unum að bráð. Það væri rangt að kenna þeim, sem ökutækjum stjórna, einum það örygg- isleysi sem nú setur svip sinn á umferðarmálin hér. Gangandi fólk á sinn þátt í því. Fjöldi fólks virðir engar umferðarreglur. Það lítur hvorki til hægri né vinstri þegar það gengur yfir götu. Úr ríkjandi öngþveitis- ástandi verður ekki bætt nema með stóru og alvarlegu átaki alls almennings. Þjóðin verður að leggja það á sig að virða og læra umferðar- reglur. Þetta gildir jafnt um þá sem ökutækjum stjórna, og hina sem fótgangandi ferðast. Það ástand sem nú ríkir í þessum efnum hér á landi er ekki samboðið sið- menntuðu fólki.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LÍFEYRISSJÓÐIR OG HLUTAFÉLÖG Gylfi Arnbjörnsson, fram-kvæmdastjóri Alþýðusam-bands Íslands, lýsti þeirri skoðun á ráðstefnu Félags lög- giltra endurskoðenda í fyrradag, að nauðsynlegt væri, að lífeyris- sjóðir hefðu afskipti af þeim fyrir- tækjum, sem þeir fjárfesta í. Í því sambandi benti framkvæmda- stjóri ASÍ á, að aðrir hluthafar gætu haft óeðlilega mikil áhrif í skjóli þess að lífeyrissjóðir væru ekki virkir fjárfestar. Afskipta- leysi lífeyrissjóða gæti einnig leitt til óvissu um arðgreiðslur, þar sem aðrir hluthafar gætu not- að aðrar leiðir til að taka út arð. Þetta sjónarmið Gylfa Arn- björnssonar er réttmætt. Lífeyr- issjóðir eru að ávaxta fjármuni fé- lagsmanna sinna með fjár- festingum í fyrirtækjum. Hluta- bréfamarkaðurinn hér hefði takmarkaða þýðingu, ef lífeyris- sjóðir kæmu ekki við sögu. Sem dæmi má nefna að lífeyrissjóðir eru nú helztu eigendur Íslands- banka. Þetta er heilbrigð þróun vegna þess að í henni felst, að fyr- irtækin verða meiri almannaeign en ella. Það er eðlilegt og sjálf- sagt að lífeyrissjóðir eigi fulltrúa í stjórnum þeirra félaga, þar sem um umtalsverðar fjárfestingar er að ræða. Það er einfaldlega þátt- ur í því hlutverki þeirra að gæta hagsmuna félagsmanna sinna. Ekki er hægt að búast við því að lífeyrissjóðir leggi fjármuni í fyr- irtæki ef þeir telja t.d. að farið sé með málefni almenningshluta- félaga, sem skráð eru á markaði eins og um einkaeign stærstu hluthafa sé að ræða. Það er fyrir- tækjunum sjálfum til hagsbóta að lífeyrissjóðir eigi fulltrúa í stjórn- um þeirra enda stuðlar það að auknu trausti í þeirra garð, að svo stórir fjárfestar, sem sjóðirnir eru, eigi kost á að fylgjast með rekstrinum úr þeirri nálægð, sem seta í stjórn tryggir. Hitt er svo annað mál, að þetta viðhorf kallar á frekari umræður um hvernig stjórn lífeyrissjóð- anna er háttað. Frá gamalli tíð hefur það kerfi verið við lýði, að stjórnarmenn í flestum lífeyris- sjóðum eru tilnefndir af fulltrúum atvinnurekenda og verkalýðs- hreyfingar. Tilnefningar í stjórnir lífeyrissjóðanna koma frá fá- mennum stjórnum þessara sam- taka. Morgunblaðið hefur áður lýst þeirri skoðun, að eðlilegt sé að hér verði breyting á og að stjórn- ir lífeyrissjóða verði kjörnar af sjóðfélögum. Það er úrelt fyrir- komulag að stjórnir sjóðanna séu skipaðar með tilnefningum, þar sem fámennur hópur manna kem- ur við sögu. Það er sjálfsagt og eðlilegt að sama lýðræði gildi við stjórnarkjör í lífeyrissjóðum og ætlast er til að ríki í félagasam- tökum almennt. Þetta málefni verður enn brýnna, þegar umræður hefjast almennt um nauðsyn þess, að líf- eyrissjóðirnir eigi fulltrúa í stjórnum fyrirtækja, sem þeir fjárfesta í. Það er t.d. ekki sjálf- sagt að starfsmenn lífeyrissjóða verði fulltrúar sjóðanna í stjórn- um fyrirtækjanna. Eðlilegra er að slíkir fulltrúar komi úr hópi sjóð- félaga, þó ekki væri til annars en að koma í veg fyrir að einhvers konar fámennisstjórnir og klíku- skapur ráði ríkjum hjá lífeyris- sjóðunum, sem eru orðnir gífur- legt afl í fjármálakerfi lands- manna. Í umræðum um þessi málefni þurfa að fylgjast að álitamál varð- andi fulltrúa sjóðanna í stjórnum fyrirtækjanna og hvernig fyrir- komulag varðandi val á fulltrúum í stjórn sjóðanna sjálfra er. L ÁVARÐADEILD brezka þingsins samþykkti sl. þriðjudag ný lög um ættleið- ingar, sem meðal annars heimila samkynhneigðum pörum, svo og gagnkyn- hneigðum pörum í óvígðri sambúð, að sækja um heimild til að ættleiða börn. Lögin tóku gildi í gær, föstu- dag. Lávarðadeildin hafði áður hafnað þessu ákvæði frumvarpsins. Neðri deild þingsins sam- þykkti það þá öðru sinni með yfirgnæfandi meiri- hluta. Mannréttindanefnd þingsins komst aukin- heldur að þeirri niðurstöðu að bann við því að samkynhneigð eða ógift pör ættleiddu börn í sameiningu væri brot á grundvallarmannréttind- um og færi í bága bæði við barnasáttmála Sam- einuðu þjóðanna og mannréttindasáttmála Evr- ópu, sem Bretland ætti aðild að. Þegar þetta lá fyrir, breytti lávarðadeildin afstöðu sinni. Bretland er þriðja Evrópuríkið, sem leyfir ætt- leiðingar samkynhneigðra para, en hún er jafn- framt heimil í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Í Hollandi hefur samkynhneigðum pörum verið heimilt um nokkurt skeið að ættleiða börn innan- lands að uppfylltum sömu ströngu skilyrðum og öðrum eru sett, en ekki frá útlöndum. Í sumar samþykkti sænska þingið með miklum meirihluta breytingu á lögum um staðfesta samvist samkyn- hneigðra, þannig að samkynhneigð pör geta nú sótt um að fá að ættleiða börn, rétt eins og gagn- kynhneigð hjón eða sambýlisfólk. Þetta á jafnt við um ættleiðingar innan Svíþjóðar og frá öðrum löndum. Í upphaflegu frumvarpi sænsku stjórn- arinnar var ákvæði um að konum í staðfestri sam- vist yrði heimilað að sækjast eftir tæknifrjóvgun en þinglegri meðferð þess var frestað vegna laga- tæknilegrar óvissu um faðerni í slíkum málum. Fordómar á undanhaldi Hér á landi hafa for- dómar gagnvart sam- kynhneigðum verið á undanhaldi á undan- förnum árum, rétt eins og í nágrannalöndunum. Fordómar spretta alla jafna af þögn og fáfræði og með aukinni fræðslu og umræðum hefur fólk upp til hópa áttað sig á því að það er ekkert óeðlilegt við það að sumir séu einfaldlega þannig af Guði gerðir að þeir fella ástarhug til einstaklinga af sama kyni. Samkynhneigð er hluti af sköpunar- verkinu og hommar og lesbíur eru ekki óeðlilegir einstaklingar frekar en örvhentir eða græneygð- ir. Bábiljur á borð við að samkynhneigð sé sjúk- dómur, sem megi lækna, eða lærð hegðun, sem megi venja fólk af, eru á hröðu undanhaldi. Til samræmis við þessa þróun hefur smátt og smátt dregið úr því lagalega misrétti, sem sam- kynhneigðir hafa mátt búa við. Mikilvægir áfang- ar hafa náðst í þeim efnum síðastliðinn áratug og Ísland er nú í hópi þeirra landa, sem hvað lengst hafa gengið í að tryggja mannréttindi þegnanna að þessu leyti. Fyrir tíu árum var mismunun hvað varðaði samræðisaldur afnumin. Fjórum árum síðar bætti Alþingi kynhneigð við upptalningu í ákvæðum hegningarlaga um bann við mismunun eða opinberri árás á fólk á grundvelli þjóðernis, litarháttar, kynþáttar og trúarbragða. Sama ár samþykkti þingið lög um staðfesta samvist fólks af sama kyni. Staðfest samvist er jafngild hjóna- bandi gagnkynhneigðra og fylgja henni sömu réttindi og skyldur, þó með mikilvægum undan- tekningum. Þannig má par í staðfestri samvist ekki ættleiða barn og lög um tæknifrjóvganir ná ekki yfir konur í staðfestri samvist. Þá mega ein- göngu borgaralegir vígslumenn, þ.e. sýslumenn og fulltrúar þeirra, gefa fólk saman í staðfesta samvist, en prestar og forstöðumenn trúfélaga mega gefa saman hjón. Fyrir tveimur árum var gerð breyting á lög- unum um staðfesta samvist, þannig að stjúpætt- leiðing er heimiluð, þ.e. öðrum maka heimilað að ættleiða barn hins, nema um sé að ræða kjörbarn frá öðru landi. Við þessa breytingu á lögunum var reyndar gerð sú handvömm, að eingöngu var gert ráð fyrir að einstaklingar í staðfestri samvist gætu hafa eignazt börn áður en til samvistarinnar var stofnað. Ákvæði um að lög um tæknifrjóvgun gildi ekki um staðfesta samvist, koma hins vegar ekki í veg fyrir að kona í staðfestri samvist verði barnshafandi eins og íslenzk dæmi eru til um, t.d. með því að fara í tæknifrjóvgun erlendis þar sem slíkt er heimilt. Í slíkum tilfellum, þar sem barn fæðist í staðfestri samvist, gera yfirvöld þá kröfu að makinn sæki um stjúpættleiðingu með tilheyr- andi umstangi, í stað þess að teljast sjálfkrafa foreldri barnsins eins og á við þegar barn fæðist í hjónabandi eða óvígðri sambúð. Fyrir utan þessi atriði er talsverður munur á réttarstöðu gagnkynhneigðs fólks í óvígðri sam- búð og samkynhneigðra í svokallaðri óstaðfestri samvist. Tillaga á þingi um jöfnun réttinda Nú er til meðferðar á Alþingi tillaga til þingsályktunar frá þingmönnum allra flokka, þar sem lagt er til að stofnuð verði nefnd til að kanna réttarstöðu samkynhneigðs fólks og skoða þau atriði, sem voru nefnd hér að ofan. Fyrsti flutn- ingsmaður tillögunnar er Guðrún Ögmundsdótt- ir, þingmaður Samfylkingarinnar, en auk hennar flytja málið sjálfstæðismennirnir Einar K. Guð- finnsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir, Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar, framsóknarmennirnir Hjálmar Árnason og Jón- ína Bjartmarz, Kolbrún Halldórsdóttir og Ög- mundur Jónasson úr hópi vinstri grænna og báðir þingmenn Frjálslynda flokksins, þeir Sverrir Hermannsson og Guðjón A. Kristjánsson. Flutningsmenn leggja til að Alþingi feli rík- isstjórninni að skipa nefnd til að gera úttekt á réttarstöðu samkynhneigðs fólks á Íslandi. „Skal nefndin jafnframt gera tillögur um úrbætur og nauðsynlegar aðgerðir til þess að jafna stöðu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra í sam- félaginu,“ segir í tillögunni. Gert er ráð fyrir að í nefndinni sitji fulltrúar forsætisráðuneytisins, fé- lagsmálaráðuneytisins, heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytisins, menntamálaráðuneytisins, dóms- málaráðuneytisins og hagsmunasamtaka sam- kynhneigðra. Lagt er til að nefndin skili Alþingi skýrslum og tillögum eigi síðar en 15. janúar 2004. Í greinargerð með tillögu þingmannanna segir að hér á landi hafi verið stigin mjög mikilvæg skref í þá átt að jafna stöðu samkynhneigðra og gagnkynhneigðra í samfélaginu. „Enn vantar þó nokkuð upp á að fullt jafnræði sé til staðar á þessu sviði og er afar brýnt að bæta þar úr. Koma hér fyrst og fremst til álita tvö atriði, í fyrsta lagi réttur samkynhneigðra til að eignast og ala upp börn og í öðru lagi réttarstaða samkynhneigðra í sambúð,“ segir þar. Þingmennirnir vitna til skýrslu dómsmálaráð- herra um réttarstöðu sambúðarfólks, sem lögð var fyrir Alþingi fyrir tveimur árum. Þeir benda á að þar komi fram að mikil óvissa sé um hvort og á hvaða réttarsviðum sé unnt að leggja að jöfnu sambúð gagnkynhneigðra og samkynhneigðra og rétt sé að leggja áherzlu á að þetta snerti bæði réttindi og skyldur samkynhneigðra í sambúð: „Á sumum réttarsviðum njóta samkynhneigðir lakari réttinda, þ.e. njóta ekki þess hagræðis sem löggjafinn ætlar gagnkynhneigðu fólki í óvígðri sambúð. Má hér nefna sem dæmi rétt til að krefj- ast opinberra skipta vegna sambúðarslita sam- kvæmt ákvæðum laga um skipti á dánarbúum o.fl., nr. 20/1991, rétt til að telja fram saman sam- kvæmt ákvæðum laga um tekjuskatt og eignar- skatt, nr. 75/1981, og brottfall erfðafjárskatts þegar gerð er erfðaskrá til hagsbóta fyrir langlíf- ari sambúðarmaka samkvæmt lögum um erfða- fjárskatt, nr. 83/1984. Í öðrum tilvikum verður að telja að litið sé á samkynhneigða í sambúð sem einstaklinga sem aftur leiði til þess að þeir njóti sterkari stöðu en gagnkynhneigðir í óvígðri sam- búð. Þannig hefur verið talið að fólk í hjúskap eða sambúð þurfi minna sér til framfærslu en sá sem býr einn og gerður hefur verið nokkur munur á greiðslum til einstaklinga úr opinberum sjóðum eftir því hvort viðkomandi er í sambúð eða ekki. Sambúðarstaða hefur þannig t.d. áhrif á ákvörð- un vaxtabóta, barnabóta og bóta samkvæmt lög- um um almannatryggingar.“ Í umfjöllun sinni um ættleiðingar samkyn- hneigðra benda þingmennirnir á að afstaða sam- félagsins til barna í fjölskyldum samkynhneigðra hafi breytzt undanfarin ár og málefnið hafi verið ofarlega í umræðu á öllum Norðurlöndunum. „Nauðsynlegt er í vinnu þeirrar nefndar sem lagt er til að hér verði skipuð að hún skoði vel þróun þessara mála, annars staðar á Norðurlöndum og víðar í Evrópu, með það að markmiði að styrkja réttarstöðu samkynhneigðra,“ segja Guðrún Ög- mundsdóttir og meðflutningsmenn hennar. Það er brýnt að þessi tillaga verði samþykkt á Alþingi og mismunandi réttarstaða samkyn- hneigðra og gagnkynhneigðra skoðuð ofan í kjöl- inn. Ekki er síður þörf á upplýstri umræðu um forsendurnar fyrir þeirri mismunun, sem sam- kynhneigðir verða enn að búa við. Eru samkyn- hneigðir slæmir foreldrar? Í ljósi þróunar mála í Hollandi, Svíþjóð og Bretlandi hljóta slíkar umræður ekki sízt að snúast um rétt sam- kynhneigðra til að ættleiða börn og nýta sér tæknifrjóvgun og hvaða rök séu fyrir þeim takmörkunum, sem nú eru á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.