Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 55
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 55 SKÝFALL eftir Sergi Belbel Mið. 13. nóv. kl. 20 Fim. 14. nóv. kl. 20 Fös. 15. nóv. kl. 20 Takmarkaður sýningafjöldi! 552 1971, nemendaleikhus@lhi.is 6. sýn. sun 10. nóv. kl. 14 örfá sæti 7. sýn. sun 17. nóv kl. 14 örfá sæti 8. sýn. sun 24. nóv. kl. 14 örfá sæti 9. sýn. sun. 1. des. kl. 14 laus sæti v/Laugalæk, sími 553 3755. Samkvæmis fatnaður Hamlet eftir William Shakespeare. Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Sýn. í kvöld sun. 10. nóv. kl. 19. Allra síðasta tækifæri að sjá þessa frábæru sýningu. Miðasölusími sími 462 1400 www.leikfelag.is Flottu haust- og vetrarlitirnir eru komnir Kynning Kynning á morgun mánudag frá kl. 13-18. Gjöf fylgir kaupum Iðufelli FJÓRTÁN ára gamall stóð Geir- mundur Valtýsson fyrst á sviði og kunni bara harla vel við sig. Síðan eru liðin fjörutíu ár og enn er Geir- mundur að, stendur á sviði um að segja hverja helgi árið um kring og oft á virkum dögum; segja má að hann hafi verið á fullu í tónlistinni í fjóra áratugi og engan bilbug á honum að finna. Um daginn kom út breiðskífa með nýjum lögum Geir- mundar og kallast Alltaf eitthvað nýtt. Þægilegt Geirmundur segir að nafn plöt- unnar eigi sér nokkuð sérstaka sögu, hann hafi byrjað að pæla í að gera plötu á síðasta ári, samdi þá lag sem hét einmitt „Alltaf eitthvað nýtt“ og átti að vera titillag skíf- unnar. „Svo samdi ég mörg miklu betri lög og ákvað því að leggja því, en hann Alli hjá Skífunni vildi endi- lega að ég héldi nafninu,“ segir Geirmundur. Hann segist hafa sam- ið nokkur lög á fyrirhugaða plötu á síðasta ári, en ýmislegt hafi seinkað þeirri útgáfu. Út úr þeim bunka dró hann síðan sex lög og bætti svo við öðrum sex í sumar. Upptökur hóf- ust svo í sumar, en Geirmundur segist hafa unnið plötuna með Magnúsi Kjartanssyni sem hefur lagt honum lið við upptökur í fjölda ára og reyndar komið að öllum plötum sem Geirmundur hefur sent frá sér. „Það var svo gott núna að Maggi er kominn með stúdíó heima hjá sér og þegar færi gafst skrapp ég suður til að vinna með honum þar eða notaði tækifærið þegar ég var fyrir sunnan að spila. Hann kom líka norður að taka upp hug- myndir sem hann vann svo áfram sjálfur fyrir sunnan. Ég hef tekið upp víða og þar á meðal í Sýrlandi og Hljóðrita sem var, en aldrei hefur verið eins þægi- legt að vinna og heima hjá Magga, það var svo mikill friður til að vinna,“ segir Geirmundur og bætir við að hann hafi aldrei sungið betur en á plötunni nýju, svo vel hafi hann kunnað við sig. „Við unnum þetta mikið saman bara tveir einir,“ segir Geirmundur aðspurður um hverjir hafi lagt hon- um lið, en aðrir sem koma við sögu eru meðal annars Vilhjálmur Guð- jónsson gítarleikari og Gunnlaugur Briem, sem sá um slagverk og trommaði allt. „Samúel J. Sam- úelsson útsetti brassið og gerði það mjög vel, kom mér á óvart hvað það var gott því hann er svo ung- ur,“ segir Geirmundur, en einnig kom til landsins fyrir atbeina Gunnlaugs pedalsteel-leikari breskur og spilaði í þremur lög- um. Það bendir í sjálfu sér til sveitatónlistaráhrifa sem Geir- mundur segir að ætti ekki að vekja neina undrun, hann hafi ævinlega verið með stöku sveita- tónlistarlög á plötunum sínum. Sífellt að spila Geirmundur segist ekki vera farinn að spila nýju lögin á böll- um, hann geri það aldrei fyrr en þau eru komin út á plötu. „Fólk vill alltaf eitthvað sem það hefur heyrt áður og ég er að spila fyrir fólkið.“ Eins og getið er spilar hann sífellt fyrir fólk um land allt og hann segist varla efna til sérstakra útgáfutónleika, – það yrði fullmikið í lagt að kalla til blás- arasveit og fetilgítarleikara. Geir- mundur er þó á leið í bæinn, enda spilar hann reglulega hér fyrir sunnan, og verður 23. nóvember á Players þar sem hann hyggst spila lögin af plötunni og vera með dá- litla uppákomu. Alltaf eitthvað nýtt Geirmundur Valtýsson. Geirmundur Valtýsson með nýja plötu alltaf á föstudögum AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.