Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Kristján ÁrniGunnarsson fæddist í Reykjavík 6. maí 1979. Hann lést 31. október síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Katrín Andrésdóttir, íþróttakennari í Austurbæjarskóla, f. 28. desember 1953, og Gunnar Kristjáns- son, útibússtjóri í Háaleitisútibúi Bún- aðarbankans, f. 28. nóvember 1948. Kristján á sex systk- ini. Andrés smiður og Gunnar verslunarmaður, f. 7. maí 1976, Jóhannes Páll, nemi í HÍ, f. 6. maí 1979, Ari, nemi í Kvennaskólan- um, f. 15. nóvember 1983, Ás- mundur grunnskólanemi, f. 8. ágúst 1987, og Katr- ín grunnskólanemi, f. 6. júlí 1990. Kristján var í sunddeild Ármanns og í júdódeild Ár- manns til margra ára, var kominn með brúna beltið og var farinn að mæta á landsliðsæfingar. Kristján lauk stúd- entsprófi frá Kvennaskólanum 1999 og innritaðist í HÍ í lögfræði en sök- um þunglyndis gat hann ekki sinnt náminu. Kristján bjó í foreldrahúsum. Útför Kristjáns verður gerð frá Hallgrímskirkju á morgun, mánu- daginn 11. nóvember, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Hví var þessi beður búinn barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: ,,Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum (Björn Halldórsson í Laufási.) Elsku, hjartans vinur. Megi friður og ró umlykja þig. Sofðu rótt, Mamma og pabbi. „Við erum ekki komin í heiminn til að vera hamingjusöm en ef til vill til að stuðla að hamingju annarra.“ (Folke Bernadotte.) Þú kysstir mig fyrir hlýja sokka – kvöldið áður. Amma. Elsku bróðir, ég sakna þín mikið. Síðustu dagar eru búnir að vera mjög erfiðir án þín og ég hef hugsað mikið um þig og líf okkar saman. Við vorum alltaf miklir vinir, auk þess sem við vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að geta skilið hvor annan mjög vel. Þú vissir hvenær átti að hughreysta mig þegar mér leið illa og eins gat ég gat alltaf leitað til þín þegar ég þess þurfti. Mér þótti ákaflega vænt um það þegar þú komst til mín, það er gott að hjálpa þeim sem maður elsk- ar. Með þessum hætti reyndist líf okkar frá upphafi ætíð vera sterk- lega samtvinnað. En líf þitt var ekki auðvelt. Það þarf ekki að horfa leng- ur en sjö ár aftur eða til þess tíma er þú byrjaðir í Kvennó. Eini strák- urinn í 25 manna stelpubekk. En aldrei var kvartað, aldrei. Ekki einu sinni þegar þú hélst partí fyrir bekk- inn þinn og enginn kom. En þrátt fyrir allt það sem dró úr þér mátt náðir þú að útskrifast með miklum myndarbrag. Að klára menntaskól- ann með þína fötlun er meira en flest- ir hefðu getað gert. Mikið er ég stolt- ur af þér fyrir það. En þrátt fyrir að erfiðleikarnir hafi oft verið miklir þurfti aldrei mik- ið til að gleðja þig. Bara það að fá Bjarka litla í heimsókn var nægjan- legt til að þú leyfðir þér að brosa og vera glaður. Þú varst svo barngóður Diddi. Ég man þegar þú varst að vinna á leikskólanum og ég sá hala- rófuna á eftir þér af litlum guttum. Þannig munt þú lifa í minningu minni, sem saklaus, barngóður og yndislegur maður. Demantur í ryðg- aðri járnumgjörð. En núna vona ég að búið sé, eins og Bubbi sagði, að taka burtu þinn myrka kvíða. Ég veit að núna ertu búinn að öðlast friðinn sem þú fékkst aldrei í lifanda lífi. Þú varst góður vinur og yndislegur bróðir og ég veit að þú munt vakna með sól að morgni. Ég mun aldrei gleyma þér. Þinn vinur og bróðir Jóhannes Páll. Elsku bróðir. Hugur minn er myrkur og hjarta mitt fyllt harmi er ég skrifa þessar línur. Það er sárt til þess að hugsa að þú sért farinn og ég fái ekki að sjá þig fyrr en minn tími kemur. En ég hugga mig við þær minn- ingar sem ég á um einstaklega ljúfan og góðan dreng sem átti ekki til neitt illt í hjarta sínu. Þú varst alltaf tilbú- inn að rétta mér hjálparhönd, sama hvernig stóð á hjá þér. Mér finnst svo erfitt að sjá á eftir þér, hjartans vinur minn, því ég hefði viljað sjá þig njóta meiri hamingju og upplifa fleiri góða hluti. En veikindi þín settu svo mikið strik í reikning- inn. Ég veit að þar sem þú ert núna hefurðu fundið hamingjuna og þenn- an frið sem þú leitaðir svo eftir. Og allir þeir hlutir sem þú áttir eftir að upplifa finnurðu á þessum nýja stað hamingju, ljóss og eilífs friðar. Megi englar guðs að eilífu vaka yf- ir þér, litli hermaðurinn minn. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Ásbjörn Morthens.) Þinn bróðir að eilífu, Andrés Gunnarsson. Elsku bróðir minn er farinn. Hann var aðeins 23 ára þegar hann kvaddi okkur og sárt til þess að vita að hans lífsins rósir munu ekki springa að fullu út. Kristján var alla tíð ofsalega góð- ur, feiminn og hlédrægur drengur. Hann lauk stúdentsprófi frá Kvenna- skólanum með sóma og eftir það lágu leiðir hans í hin ýmsu störf. Hann var mjög barngóður og hændust börn mikið að honum og hann starfaði m.a. í leikskóla þar sem barngæska hans fékk að njóta sín. Þegar ég hugsa til baka stendur eftir minningin um góðan og feiminn dreng, en góðmennskan og feimnin voru honum á köflum fjötur um fót í þessum harða heimi. Síðustu eitt og hálft til tvö ár voru bróður mínum mjög erfið og var þá stundum eins og líf hans væri sem flöktandi kertaljós í andvara. Þurfti hann meðal annars að glíma við þunglyndi sem á end- anum leiddi til þess að hann ákvað að yfirgefa okkur. Það er gríðarlega sárt að vita til þess að þú sért farinn og ég mun hugsa til þín á hverjum degi og rifja upp stundirnar sem við áttum saman en ég veit að að þar sem þú ert núna líður þér vel, umvafinn hlýju og ert frjáls. Ég mun alltaf elska þig og þykja vænt um þig þó þú sért farinn, hjartans bróðir minn. Hvíldu í friði og ég vona að engl- arnir vaki yfir þér á himnum og verndi þig, elsku drengur. Þinn bróðir Gunnar. Mig langar til að kveðja þig, ást- kæri frændi minn, sem kvaddir þetta líf allt of snemma. Ég þakka þér, elsku Diddi minn, fyrir þennan stutta tíma sem við fengum að njóta þín. Hvað það var yndislegt að horfa á þig leika við litlu frændsystkinin þín. Ég hafði oft orð á því við þig, þú varst svo barngóður. Enda þótti þeim öllum þú skemmtilegur og þótti vænt um þig. Þau eiga eftir að sakna þín mikið. Draumur þinn var að komast í frönsku útlendingahersveitina og þú varst búinn að æfa þig vel í allt sumar fyrir það, varst í líkamsrækt og stundaðir hlaup. Þú varst búinn að ná lágmarkinu, sem er mjög erfitt. Von- brigðin urðu því auðvitað mikil þegar þú komst ekki inn, en það voru bara teknir inn tveir af fjörutíu umsækj- endum. En þú varst þó búinn að reyna. Þú varst búinn að krúnuraka þig, mig langaði svo að snerta höfuðið og ég lét það eftir mér, oftar en einu sinni. Ég er þakklát fyrir það í dag. Það var stutt í brosið hjá þér þótt þér liði ekki alltaf vel. Þetta voru stund- um erfiðir tímar en nú líður þér vel. Við Gunnar og börnin okkar minn- umst þessa yndislega drengs og hvíli hann í friði og sofi rótt. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Þóra. Elsku Diddi. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Sofðu rótt elsku frændi. Þín Hildur, Jónas og Ísar Freyr. Okkur langar með nokkrum orð- um að kveðja Kristján, bekkjarfélaga okkar úr Austurbæjarskóla. Þessi tíu ár sem Kristján var með okkur í skóla minnumst við hans sem mjög indæls drengs og þrátt fyrir að hafa verið frekar hlédrægur var aldr- ei langt í grínið og glettnina. Kristján bjó yfir mikilli ævintýraþrá og sýndi oft ótrúlega dirfsku í klifri meðan við hin horfðum agndofa á. Hann var einnig duglegur og metnaðargjarn í því sem hann tók sér fyrir hendur og náði þeim markmiðum sem hann setti sér. Það tekur okkur sárt að þurfa að kveðja félaga okkar, en minning hans mun lifa í hjörtum okkar. Við vottum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð og megi guð veita þeim styrk á þessum erfiðu stundum. Kær kveðja, bekkjarfélagar úr Austurbæjarskóla. Okkur langar að minnast Krist- jáns Árna, bekkjarbróður okkar úr Kvennaskólanum í Reykjavík, með örfáum orðum. Við hittum Kristján fyrst um haustið 1996 þegar bekknum okkur var raðað upp aftur eftir fyrsta árið. Samsetning bekkjarins var ákvörðuð eftir því hvaða braut við völdum og var það náttúrufræðibraut. Það fór ekki mikið fyrir honum og auk þess var meirihluti bekkjarins stelpur. Eftir því sem annirnar liðu, fækkaði í bekknum og í 3. bekk var hann eini strákurinn eftir. Hann var sá eini sem gafst ekki upp á okkur heldur var hann með okkur alveg þar til við útskrifuðumst vorið 1999. Kristján var rólyndisstrákur og það hentaði honum vel að vera í bekk með eintómum stelpum sem hann gat fylgst með og hlegið að. Hann hefur væntanlega öðlast sérstaka sýn í reynsluheim okkar stelpnanna þar sem allt var látið flakka í tímum, kennurunum oft til ama. Við slík tækifæri sást hann oft glotta út í ann- að og hlæja að okkur. Hann kom í bekkjarpartíin og tók virkan og skemmtilegan þátt í því þegar við dimmiteruðum fyrir útskriftina. Það var eflaust ekki auðvelt að vera eini strákurinn í bekknum, en hann virt- ist þó skemmta sér ágætlega með okkur. Við fórum allar í brúðarkjóla en hann fór í kjólföt. Kristjáni þótti þessir búningar nú frekar undarlegir og það tók dálítinn tíma að sannfæra hann um að þetta væri mjög fyndið og flott. Dagurinn varð svo einn sá skemmtilegasti af fjölmörgum sem við bekkjarsystkinin áttum saman og einstaklega vel heppnaður. Kristján tók sig líka ofboðslega vel út í kjólföt- unum, enda var hann myndarlegur og gerðarlegur strákur. Eftir allt þá tókum við okkur vel út í brúðarkjól- unum með einn brúðguma. Okkur þótti afskaplega leitt að heyra þau válegu tíðindi að Kristján væri látinn, hann var ljúfur og góður drengur. Við vonum heitt og innilega að hann finni frið í hjarta sínu á öðr- um stað. Við vottum foreldrum, systkinum og öðrum nákomnum dýpstu samúð okkar. Bekkjarsysturnar úr 2.–4. NB í Kvennó. Við fráfall Kristjáns Árna Gunn- arssonar leitar hugur okkar til þess tíma þegar hann var hér nemandi. Hann fyllir þann hóp nemenda sem fór í gegnum grunnskólanámið með þeirri prýði sem einkennir góða nem- endur. Hann var hæglátur og hvers manns hugljúfi. Engum duldist að þar fór viðkvæmur drengur og mikill mannvinur. Kristján ólst upp í stórri samheldinni fjölskyldu þar sem úti- vist, íþróttir og heilbrigt líf voru í fyr- irrúmi. Sjálfur lagði hann stund á íþróttir og þá einkum sund og júdó. Hugsanir okkar sem við skólann starfa tjáir Matthías Jochumsson vel í eftirfarandi erindi. Ég man hvað þinn hugur var hlýr og heiðríkur, bjartur og fagur, hve viðkvæm, en létt var þín lund. Þín minning í brjósti mér býr sem brosandi hásumardagur þótt stutt yrði samveru stund. Við biðjum góðan guð um að blessa minninguna um góðan dreng og að styrkja foreldra hans, systkini og að- standendur alla í þeirra miklu sorg. Starfsmenn Austurbæjarskóla. Elsku besti vinur minn, Kristján Árni. Á stundu sem þessari er erfitt að finna orð yfir tilfinningar mínar og sama hve mikið ég skrifaði gæti ég aldrei sagt nóg. Af öllu því fólki sem ég hef kynnst á lífsleiðinni hafa fáir skipað jafn stóran sess og þú og því er það með mikilli sorg í hjarta að ég kveð þig í hinsta sinn með þessum orðum. Leiðir okkar lágu fyrst saman haustið 1985 er við hófum göngu við Austurbæjarskóla. Þar tengdumst við fljótlega sterkum vinaböndum og því var ég glaður að sjá þig og fjöl- skyldu þína flytja í Sjafnargötuna ekki löngu síðar. Á hverjum morgni rölti ég þessi fáu skref yfir götuna til þín áður en við héldum samferða í skólann, fyrst í Austurbæjarskóla og svo í Kvennó. Á þessum árum bröll- uðum við líka mikið og margt og ég man ætíð hve óttalaus og fullur lífs- orku þú varst. Því miður skildu leiðir tímabundið er ég hélt utan í nám en við reyndum þó að halda samband- inu. Þó að heimsóknunum fækkaði fann ég að hlýjan var enn til staðar og það er einmitt þannig sem ég mun minnast þín; sem hjartahlýs vinar er alltaf var til staðar. Fráfall þitt hefur óhjákvæmilega skilið eftir stórt tóm í lífi mínu og allra sem þekktu þig og því bið ég þig að vaka yfir fjölskyldu þinni – megi trúin gefa þeim styrk á þessum erfiðu tímum. Þinn ástkær vinur, Árni Viðar. KRISTJÁN ÁRNI GUNNARSSON Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, Hafnarfirði, sími 565 5892 www.utfararstofa.is ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga er andlát verður, í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur Krossar Duftker Gestabók Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Önnumst allt er lýtur að útför. Hvítar kistur - furukistur - eikarkistur. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.