Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FRANSKRA sjómanna, sem fórust við Íslandsstrendur á fyrri hluta síðustu aldar, var nýlega minnst með viðhöfn í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Sendiherra Frakklands á Íslandi, Louis Bardollet, lagði í nafni franska ríkisins blómsveig að minnismerki sem reist var í garð- inum árið 1952 til minningar um samskipti Íslendinga og frönsku fiskimannanna sem hingað komu í áratugi á skútum sínum til þorsk- veiða. Margir þeirra áttu ekki aft- urkvæmt til heimalandsins og þeg- ar trékrossar á leiðum þeirra í kirkjugarðinum fóru að týna töl- unni var minnismerkið reist. Séra Jacques Rolland flutti stutta bæn og viðstaddir voru sérlegur fulltrúi franska utanríkisráðuneyt- isins, Philippe Zeller, ráðuneytis- stjóri og Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, borgarstjóri í Reykjavík. Morgunblaðið/Jim Smart Minning franskra sjómanna heiðruð STURLA Böðvarsson samgöngu- ráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi á föstudag frumvarp um breytingu á lögum um vinnutíma sjómanna. Er markmiðið að innleiða í íslenskan rétt EES-gerðir sem fjalla um vinnutíma sjómanna. Hólmgeir Jónsson, framkvæmda- sjtóri Sjómannasambands Íslands, segir að um sé að ræða viðbót við vinnutímatilskipunina sem tók gildi fyrir landverkafólk fyrir nokkrum árum. Í frumvarpinu er m.a. að finna reglur um hámarksvinnutíma og 72 klst. lágmarkshvíldartíma fyrir sjó- menn á viku. Að mati Sjómannasam- bandsins er ekki talið að innleiðing þessara reglna raski útgerðar- mynstri á Íslandi, en þær komi m.a. í veg fyrir að fiskiskip verði undir- mönnuð. Frumvarp um breytingu á vinnu- tíma sjómanna var samþykkt í rík- isstjórn 4. október sl. en fram komu óskir frá hagsmunaaðilum í sigling- um og sjávarútvegi um smávægileg- ar breytingar og í minnisblaði ráð- herra með frumvarpinu segir að hagmunaaðilar hafi lýst sig því sam- mála. Skapar ekki vandamál fyrir sjávarútveginn Þeir telji að lögfesting hlutaðeig- andi EES-gerða skapi ekki vanda- mál fyrir íslenskan sjávarútveg og að ákvæði gildandi kjarasamninga mill útgerðar og stéttarfélaga rúm- ist innan ákvæða gerðanna. Gildi það jafnt hvort sem litið er til há- marksvinnutíma eða lágmarkshvíld- artíma. Frumvarp um vinnutíma sjómanna Fái 72 stunda hvíld á viku SKIPTAR skoðanir komu fram um það hvort Reykjavíkurborg bæri að auglýsa breytt deiliskipulag á Landssímalóð við Sóleyjarrima í Grafarvogi á borgarstjórnarfundi á fimmtudagskvöld. Sögðust borgar- fulltrúar minnihlutans, í Sjálfstæð- isflokki og F-lista frjálslyndra og óháðra, telja að svo miklar breyting- ar hefðu átt sér stað á skipulaginu að nauðsynlegt væri að auglýsa það að nýju. Sjálfstæðisflokkurinn sagði borgarfulltrúa R-listans nota álit borgarlögmanns þegar það hentaði þeim, en vitað væri að hann teldi nauðsynlegt að auglýsa deiliskipu- lagið á ný. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, for- maður skipulags- og byggingar- nefndar, sagðist vilja skoða það bet- ur hvort nauðsynlegt væri að auglýsa skipulagið á ný, mikilvægt væri að huga að því fordæmi sem það gæfi í skipulagsmálum. Mikinn tíma tæki að auglýsa nýtt skipulag auk þess sem það væri kostnaðarsamt. Lögum samkvæmt þyrfti einungis að auglýsa deiliskipulag að nýju hefðu verulegar breytingar verið gerðar á skipulaginu, alltaf væri álitamál hvað teldust verulegar breytingar. Til greina kæmi að stað- festa hluta deiliskipulagsins og aug- lýsa aftur þann hluta þar sem mestar breytingar hefðu átt sér stað. Þannig hefðu önnur sveitarfélög farið að, m.a. Kópavogur. Guðlaugur Þór Þórðarson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði einkennilegt að á fyrri hluta borg- arstjórnarfundarins, þegar málefni Línu.Nets voru til umfjöllunar, hefðu borgarfulltrúar byggt mál- flutning sinn á áliti borgarlögmanns en þegar skoðun hans hentaði ekki R-listanum væri borgarlögmaður vé- fengdur. Allt yrði greinilega gert til að keyra þetta skipulag í gegn. Í Skipulaginu væri gert ráð fyrir of þéttri byggð sem yki álag á umferð- armannvirki og Rimaskóla. Íbúar í Grafarvogi hefðu trúað því fyrir kosningar að komið yrði til móts við kröfur þeirra en þegar til kom hefði lítið samráð verið haft við íbúana. Steinunn Valdís vísaði þessari gagnrýni á bug. Sagði að íbúar hefðu einkum gert athugasemdir við fimm atriði í skipulaginu og komið hefði verið til móts við fjögur þeirra. Skipulag Landssíma- lóðar verði auglýst á ný BORGARFULLTRÚAR Sjálfstæð- isflokks segja nauðsynlegt að skera úr þeirri réttaróvissu sem ríkir um starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta kom fram á fundi borgar- stjórnar á fimmtudagskvöld þar sem vinnubrögð í stjórn fyrirtækisins voru sömuleiðis gagnrýnd og túlkun meirihluta stjórnar á lögum um Orkuveituna og sameignarsamningi fyrirtækisins. Borgarstjóri sagði að ákvæðin væru sambærileg ákvæðum í lögum um Landsvirkjun og sagði að sátt hefði ríkt um túlkun þeirra laga. Eigendafundur muni taka af- stöðu til þess hvernig beri að túlka ákvæðin, það sé rétti vettvangurinn til þess. Guðlaugur Þór Þórðarson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sagði það alveg ljóst að samanlagðar skuldbindingar Orkuveitunnar næðu auðveldlega yfir 5% af eiginfé fyr- irtækisins, sem þýddi að þá þyrfti að bera skuldbindingar undir eigendur fyrirtækisins en nýlega festi OR kaup á ljósleiðaraneti Línu.Nets fyr- ir tæpa 1,8 milljarða króna. Hann sagði vinnubrögð stjórnar OR eins óeðlilega stjórnsýslu og orðið gæti. „Ég hef setið í mörgum stjórnum og ráðum á vegum borgarinnar og ég hef aldrei kynnst þessum vinnu- brögðum eins og eru í stjórn Orku- veitu Reykjavíkur. Þar er engin virðing borin fyrir lýðræðislegum vinnubrögðum eða góðri stjórn- sýslu,“ sagði Guðlaugur Þór. Áhættufjárfesting með fjármuni almennings Hann minntist á hvernig Raufar- hafnarhreppur hefði tapað gríðar- legum upphæðum í fjárfestingum sveitarstjórnarmanna á gráa mark- aðnum og sagði að því miður hefði R-listinn stundað sömu vinnubrögð og farið út í áhættufjárfestingar með fjármuni almennings. Upphaflega hefði verið sagt að 200 milljónir að hámarki yrðusettar í fyrirtækið Línu.Net. „Hér stöndum við þremur milljörðum seinna, þremur þúsund- um milljóna síðar. Það er búið að setja 3,2 milljarða í þetta og ævin- týrið er ekki búið,“ sagði Guðlaugur. Sagðist Björn Bjarnason, oddviti Sjálfstæðisflokks, telja að í ljós hafi komið að ekki hafi verið staðið nægi- lega vel að gerð laga um OR sem samþykkt voru á Alþingi í lok síð- asta árs. „Er nú svo komið að meiri- hluti stjórnar Orkuveitunnar reynir að bjarga sér úr eigin vandræðum með vafasamri túlkun á 1. grein lag- anna og 7. grein sameignarsamn- ingsins um fyrirtækið í þrákelkni sinni við að komast hjá því að kynna eigendum fyrirtækisins skuldbind- ingar þess vegna Línu.Nets,“ sagði Björn. Hann spurði hvort borgarstjóri ætli að láta við það sitja, sem gæslu- maður 92,22% eignarhluta í OR, að lög og samningar um fyrirtækið séu skýrð á þann veg að útiloka eigendur sem mest frá ákvörðunum um skuld- bindingar í nafni fyrirtækisins á ábyrgð eigenda þess. Eigendafundur sker úr um túlkun ákvæðanna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri vísaði til þess að ákvæði um ábyrgðir og skuldbindingar í lögum um Orkuveitu Reykjavíkur væru tekin nánast beint upp úr lögum um Landsvirkjun sem hafi verið túlkuð á ákveðinn hátt og sátt hafi ríkt um. Það hafi verið litið svo á að túlka bæri lögin um OR á sama veg. „Ef menn eru ekki sáttir við það held ég að við ættum að koma okkur saman um hvernig beri að skilja þetta. Ekki bara eigendur Orkuveitunnar heldur einnig eigendur Landsvirkjunar,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði að í næstu viku væri fyrirhugaður eigendafundur hjá OR þar sem farið yrði yfir hvernig túlka bæri umrædd ákvæði. Sagðist Ingi- björg telja það rétta vettvanginn til þess. „En ég vil benda á það að þeir sem fara með 99,53% hlut í fyrirtæk- inu virðast ekki hafa nein vandkvæði hvað þetta varðar. Það er hins vegar fulltrúi bæjarfélags sem á 0,47% hlut sem virðist eiga í vandkvæðum með þetta og sjálfsagt að fara yfir það,“ sagði Ingibjörg Sólrún og átti þar við Garðabæ. Skýrari reglur nauðsynlegar Björn vísaði í ársskýrslu umboðs- manns Alþingis fyrir árið 2001 þar sem segir að sífellt fleiri álitamál vakni um það hvort og þá með hvaða hætti almennar reglur stjórnsýslu- réttar eigi við um hlutafélög og sam- eignarfélög í eigu ríkis og/eða sveit- arfélaga. Umboðsmaður telji að fyrir slík fyrirtæki þurfi að gilda skýrar leikreglur um þátttöku þeirra í öðr- um atvinnurekstri og um ráðstöfun fjármuna úr sjóðum þeirra. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur gagnrýndu meirihlutann Segja stjórnsýslu í stjórn OR eins óeðlilega og orðið getur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.