Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ M AGNÚS Magnússon er þekktast- ur fyrir að hafa stjórnað spurninga- þættinum Mastermind í aldarfjórðung í breska ríkissjónvarpinu, BBC. En þar er aldeilis ekki upptalið; hann hefur komið víðar við. Stjórnaði lengi öðr- um þætti hjá BBC, Chronicle, og hef- ur auk þess þýtt margar íslenskar bækur, bæði Íslendingasögurnar og verk Halldórs Laxness, á enska tungu. Magnús er 73 ára, fæddur í Reykjavík árið 1929. „Pabbi var frá Akureyri og mamma frá Laxamýri en þau hittust í Reykjavík og ég fæddist þar.“ Magnús bjó aðeins fyrstu níu mánuði ævinnar hérlendis. Faðir hans varð yfirmaður Sam- bands íslenskra samvinnufélaga (SÍS) í Evrópu 1930, með aðsetur í Edinborg, og þá fluttist fjölskyldan til Skotlands. Magnús hefur ekki bú- ið á Íslandi síðan þá, en talsvert verið hér og talar góða íslensku. Samtalið fer því fram á móðurmálinu en „ég þarf stundum að skreppa í enskuna“, segir hann í upphafi. Að rifna úr monti! Magnús segir það hafa komið sér mjög á óvart að honum hlotnist heið- ursverðlaun Eddunnar að þessu sinni. En því sé ekki að leyna að hon- um þyki ákaflega vænt um það. „Mér finnst þetta gríðarlegur heiður fyrir mann sem ekki hefur búið á Íslandi í 72 ár. Ekki ósvipað því að fá fálkaorð- una. Ég er eiginlega að rifna úr monti!“ Hann líkir slíkum heiðursverð- launum við að minningargrein. „Fólk talar fallega um þig á meðan þú ert enn á lífi!“ Nú hlær hann dátt. „Þetta skiptir máli fyrir mann í mínu starfi, þar sem fólk er þekkt í dag en gleymt á morgun. Það er stór- kostlegt að gleymast ekki, að eignast orðstír.“ Ámóta verðlaun eru veitt í Bret- landi; BAFTA – British Academy of Film and Television Award, og þar eru líka einu sinni á ári veitt svona heiðursverðlaun. „Þar koma aðeins til greina menn sem lifa af,“ segir Magnús og bætir við: „Þau er hægt að fá ef maður verður nógu gamall!“ Aftur skellir hann upp úr. En hvenær og hvernig skyldi Magnús hafa kynnst þessum miðli, sjónvarpinu? Hann svarar því þannig að eftir að námi lauk í háskólanum í Oxford hafi hann þurft að fara „að græða“! Varð að fara að vinna fyrir sér. Í Oxford las hann ensku og norrænu „og ég flækt- ist svo út í fjölmiðlun til þess að vinna mér inn vasapeninga. Svo fór reynd- ar að það varð mitt aðalstarf, og síðar var mér boðið að prófa sjónvarp“. Magnús starfaði fyrst sem blaðamaður á prentmiðlum og sinnti að mestu leyti greinaskrifum. Byrjaði á Scottish Daily Express og starfaði síðar á The Scotsman, þar sem hann varð aðstoðarritstjóri. Svo bauðst Magnúsi að prófa sjón- varp, eins og hann tekur til orða, og líkaði það strax vel. „Ég byrjaði í gamanþætti sem hét Tonight, snemma á sjöunda áratugn- um. Þátturinn var sendur út beint frá London á hverju kvöldi og það var ægilega gaman. Þarna var um eins konar brautryðjandastarf að ræða og ég lærði mikið af þessu.“ Seinna tók hann svo að sér þátt sem kallaðist Chronicle, sem var á dagskrá einu sinni í mánuði. „Þar fjallaði ég um sögu og fornleifafræði hvarvetna í heiminum í hverjum mánuði. Og fékk því að fara um allan heim og reportera.“ Hann samsinnir því að það hafi verið algjört draumastarf. „Ó já, ég fékk borgað fyrir að ferðast um og læra. Það var alveg stórkostlegt!“ Í einum af fyrstu þáttunum heim- sótti hann t.d. Trójuborg, þar sem nú er vestasti hluti Tyrklands; vettvang Trójustríðsins sem Hómer segir frá í Illíonskviðu, hann fór til Suður-Am- eríku og einn þátturinn fjallaði um Vínland, svo dæmi séu tekin. „Það var ægilega spennandi.“ Vasapeningar Spurningaþátturinn Mastermind hóf göngu sína á BBC 1972. Magnús segist eiginlega hafa tekið hann að sér til þess að næla sér í svolitla vasa- peninga. „Þetta voru eingöngu 22 þættir á ári og ekki svo mikil vinna í kringum þá. En þættirnir urðu svo vinsælir að þeir voru það eina sem fjöldi fólks vissi að ég væri að fást við í sjónvarpi. Ég stjórnaði hins vegar Chronicle lengi samhliða Master- mind.“ Magnús hefur fjallað mikið um vík- ingaöldina, og segir þann tíma í sér- stöku uppáhaldi hjá sér. „Já, þegar maður er Íslendingur er ekki annað hægt,“ segir hann. „Ég hef skrifað dálítið mikið um Ísland og víkinga- öldina yfirleitt og gert líka sjónvarp um það.“ Tólf þátta sjónvarpsþátta- röð sína, Vikings!, gerði Magnús 1980 og var hún sýnd hérlendis á sín- um tíma. „Svo hef ég komið heim og gert þætti eins og Magnusson’s Iceland, Land of My Fathers og fleiri.“ Tengslin við Ísland hafa sem sagt alltaf verið mikil og áhugi Magnúsar á þeim geysilegur. „Við erum ekki nógu margir, Ís- lendingar, til þess að nokkur geti skorast undan!“ Hann hefur til dæmis þýtt íslensk- ar bækur í miklum mæli á enska tungu, bæði nokkrar Íslendinga- sagnanna og sumar bóka Halldórs Laxness. Hann hlær, þegar blaðamaður full- yrðir að það sé ekki slæmt djobb. „Nei, yndislegt! Og nú hef ég feng- ið tækifæri til að endurskoða þýðing- arnar. Þetta er allt að koma út aftur. Ný þýðing Heimsljóss kom út í Ameríku fyrir mánuði, Brekkukots- annáll og Paradísarheimt eru líka komnar út aftur, Atómstöðin kemur út næsta sumar og Kristnihaldið kemur út eftir ár, svo mikið hefur verið að gera. Það er ægilega gaman að gera þetta aftur og ég er sífellt að læra hvernig á að þýða.“ Og hann segir sögurnar breytast talsvert í ensku útgáfunni frá því sem áður var. „Mesta breytingin er að ég nota ís- lensku nöfnin alveg eins og þau eru. Fyrir 30 árum þorðu breskir útgef- endur ekki að nota nöfn eins og Álf- grímur; hann varð að vera Alfgrim, Njáll varð Njal og hundurinn Sámur varð Sam. Nú fékk ég hins vegar leyfi til að nota íslensku mannanöfnin og ís- lensk staðarnöfn.“ Og við það að endurskoða þýðingar verka Halldórs Laxness kveðst Magnús hafa lært meira en áður um það hvernig Laxness vann. „Það hef- ur verið dásamlegt að fara yfir þetta aftur. Ég er alltaf að læra um Lax- ness; fæ aldrei nóg af honum.“ Nefnir svo að þegar hann kom heim í vor til að tala á Laxness-þingi hafi hann lært mikið af því að hlusta á fræðimennina sem þar töluðu um skáldið. „Mér finnst ég þekkja hann miklu betur en áður.“ Ein þeirra bóka sem Magnús hef- ur skrifað er Scotland: the story of a nation. „Ég er ekki sagnfræðingur, en ég er mikill sagnamaður. Og þar er mikill munur á. Ég segi sögu Skot- lands því ég vil endilega hvetja fólk til þess að sýna fortíðinni áhuga.“ Telur hann ef til vill að fólk al- mennt sé ekki nægilega áhugasamt um fortíðina? Að gleymast ekki Morgunblaðið/Sverrir Magnús Magnússon í kunnuglegri stellingu; situr í förðunarstólnum áður en hann fór í viðtal í Ríkissjónvarpinu á föstudaginn. Magnús Magnússon, sjónvarpsmaður í Bretlandi, tekur í kvöld við heiðursverðlaunum Eddunnar, íslensku kvikmynda- og sjón- varpsakademíunnar. Skapti Hallgrímsson spjallaði við Magnús og komst að því að hann hóf störf í blaðamennsku á sínum tíma í því skyni að afla sér vasapeninga og að hann lærði að blóta á íslensku sem 17 ára háseti á síldarvertíð um borð í gamla Snæfellinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.