Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 19
urinn Brian Epstein deyr árið 1967 og fjórmenningarnir fara að kíkja á peningamálin. Þeir áttuðu sig á því að Epstein hafði, þrátt fyrir, allt alls ekki verið góður fjármálamaður og þrátt fyrir að hafa grætt á tá og fingri, hefðu þeir getað grætt meira. Lennon vildi ráða Allen Klein, sem unnið hafði fyrir Rolling Stones, nýj- an umboðsmann hljómsveitarinnar á meðan McCartney vildi ráða tengda- pabba sinn, lögmann af gyðingaætt- um í New York. Endalok sveitarinnar, sem urðu í reynd í árslok 1969 þó að samstarfinu hafi að forminu til ekki verið slitið fyrr en í maí 1970, má fyrst og fremst rekja til ósamkomulags. Það var ein- faldlega komið að tímamótum því strákarnir voru að þróast í ólíkar átt- ir. Samstarfinu í lokin má líkja við hjónaband þar sem hjónin höfðu vax- ið hvort frá öðru í ólíkar áttir.“ Heilablóðfall í Hrísey Ingólfur var að leggja síðustu hönd á síðara bindi sögu AA-samtak- anna, ásamt því að vinna að Bítlabók- inni, í sumarhúsi sínu í Hrísey í ágústlok í fyrra þegar hann varð fyr- ir því óláni að fá heilablóðfall, sem gerði engin boð á undan sér. Hann var einn í húsinu ásamt hundinum sínum Olla, en náði að hringja í eig- inkonu sína, Jóhönnu Jónasdóttur, sem stödd var í Reykjavík þar sem hún starfar sem heimilislæknir, og koma henni í skilning um að eitthvað væri að. „Mér vafðist tunga um tönn í orðsins fyllstu merkingu. Ég varð hálfmállaus og leið eins og ég væri drukkinn án þess þó að detta út. Björgunarsveitarmenn komu fljót- lega á vettvang og var ég fluttur suð- ur með sjúkraflugi með viðkomu á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þar sem ég var myndaður. Fyrir sunnan var ég svo drifinn í aðgerð og lá meðvitundarlaus í öndunarvél í viku á gjörgæsludeild. Þegar ég svo fór að ranka við mér tók við níu mán- aða endurhæfing á Grensásdeild.“ Afleiðingar heilablóðfallsins urðu þær að Ingólfur lamaðist vinstra megin í líkamanum og miðaðist end- urhæfingin við að ná á ný fyrri styrk. „Þetta er alls ekki búið og er ég enn á fullu í ræktinni. Batinn er hægur, en ég finn fyrir auknum styrk með hverri vikunni sem líður,“ segir Ing- ólfur, sem styðst við staf þegar hann gengur um nýju íbúðina, sem fjöl- skyldan er að koma sér fyrir í þessa dagana. „Það var ótækt að vera uppi á fjórðu hæð úr því að þetta varð að koma fyrir svo að við fluttum okkur um set í Vesturbænum og niður á jarðhæð.“ Ný og betri forgangsröð Að sögn Ingólfs, sem aðeins er 54 ára að aldri, hefur þessi lífsreynsla kennt honum að stokka upp á nýtt allri forgangsröð í lífinu. Það, sem honum þótti áður bráðnauðsynlegt og merkilegt er það bara alls ekki lengur. „Nú skipta vinnuframi og frægð engu máli lengur í mínu lífi. Nú eru það fjölskyldan og vinirnir sem skipta máli. Maður lærir að lifa fyrir einn dag í einu eftir að hafa fundið kaldan gust af dauðanum, sem er svo nálægur okkur öllum, en þrátt fyrir að hafa vitað að ég væri með alltof háan blóðþrýsting, lifir maður ætíð í þeirri blekkingu að ekkert geti hent mann sjálfan. Þessi reynsla hef- ur líka orðið til þess að ég óttast dauðann ekki lengur eftir að hafa staðið svo nálægt honum. Með réttu hefði ég átt að drepast þrisvar sinn- um þennan örlagaríka dag, en mér var gefið lífið aftur og er fyrir það ævarandi þakklátur. Ég hef alltaf verið mjög lífsglaður maður og elsk- að lífið meira en nokkuð annað, en kannski aldrei meira en nú. Í kjölfar alls þessa er ég svo farinn að taka upp á ýmsu, sem mig hefur stundum dreymt um að gera, en ekkert gert í að framkvæma. Eftir að ég kom úr endurhæfingunni, var mitt fyrsta verk að skrá mig á vatnslitanámskeið í Listaháskólanum sem ég hafði svakalega gaman af og lauk í vor auk þess sem ég stefni á að fara á lista- námskeið til Bretlands næsta sumar. Svo fór ég með eiginkonunni og syni okkar, Jónasi Margeiri, 14 ára, í skíðaferð til Austurríkis um síðustu páska sem örugglega hefði í mínum huga aldrei orðið að veruleika áður. Auðvitað stóð ég ekki mikið á skíð- um, enda var það ekki markmiðið í sjálfu sér. Aðalatriðið var að vera með fjölskyldunni og á meðan eig- inkonan og sonurinn renndu sér nið- ur brekkurnar fór ég með þeim í lyft- urnar og upp á hæstu tinda með minn kaffibrúsa og góðar bækur til að lesa. Þetta var frábært.“ Pílagrímsferð til Liverpool Ingólfur segist vera með mörg járn í eldinum þrátt fyrir áfallið enda hafi hann aldrei misst neitt minni og því getað haldið áfram að skrifa, líkt og hugur hans stefni áfram til. Síðara bindi af sögu AA-samtakanna kemur að öllum líkindum út um næstu páska, en það fyrra, sem Ingólfur skrifaði einnig, kom út árið 1994. „Síðan er ég að vinna að nýrri bók, sem byggist á minni eigin lífs- reynslusögu sem sjúklingur. Rithöf- undar eiga auðvitað að nýta alla þá reynslu, sem þeir sjálfir upplifa og verða fyrir. Ef sú bók verður til þess að hjálpa einhverjum, sem kunna að lenda í svipuðum aðstæðum, er markmiðinu náð.“ Ingólfur hafði lengi alið með sér þann draum að fara í pílagrímsferð til Bítlaborgarinnar Liverpool, en lét ekki verða að því fyrr en vorið 1999. Hann hafði samband við breskan vin sinn og jafnaldra sem dansað hafði í Cavern-klúbbnum við undirleik Bítl- anna á árum áður. Þeir félagarnir þræddu allar bernskuslóðir Bítlanna og fjallar fyrsti kafli bókarinnar um þá skemmtilegu pílagrímsferð. Nýju Bítlabókinni hans Ingólfs, sem ber titilinn „Bylting Bítlanna“, svipar mjög til hvíta tvöfalda albúms- ins „The Beatles“ sem út kom árið 1968 og eru eintökin númeruð, líkt og plötuumslagið var þá. „Það er því um að gera fyrir aðdáendur að ná sér í eintök með sem lægstum númerum,“ segir Ingó og brosir breitt að lokum. Ingólfur Margeirsson í Cavern-klúbbnum í Liverpool vorið 1999. join@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 19 Sjálfstæði Frelsi Framtak Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 22. og 23. nóvember Stefaníu í 6. sætið hefur starfað ötullega að framgangi sjálfstæðis- stefnunnar sem formaður Hvatar og jafnréttis- nefndar flokksins. Hún hefur stýrt verkefnum og starfshópum fyrir ráðherra flokksins, auk þess að starfa sem háskóla- kennari í stjórnmálafræði. Stefanía hefur sýnt í störfum sínum að hún er fram- kvæmdasöm, hugmyndarík og afkastamikil. Hún er hreinskiptin og hefur hugrekki til að fylgja sann- færingu sinni. Kona með reynslu, menntun og mannkosti Stefaníu Óskarsdóttur er þingflokki Sjálfstæðisflokksins dýrmætur liðsmaður. Stefanía Óskarsdóttir er: Öflugur talsmaður neytenda og skattgreiðenda Þrautreynd baráttukona í jafnréttismálum Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum Málsvari Reykvíkinga Verðugur fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Alþingi Stefanía Óskarsdóttir varaþingmaður og stjórnmálafræðingur www.stefania.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.