Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÍS
LE
NS
KA
A
UG
LÝ
SI
NG
AS
TO
FA
N/
SI
A.
IS
T
O
Y
19
32
4
1
1/
20
02
Nýbýlavegi 2 • 200 Kópavogi • S. 570 5300 • www.arctictrucks.is
markaður jeppamannsins
RX-1 er kominn, ert þú tilbúinn?
YAMAHA er komið í Arctic Trucks
MEIRA TOG
65% meira tog en
800cc tvígengisvél
Á LAUGARDAG FRÁ 12-16 OG SUNNUDAG
FRÁ 13-16 Í ARCTIC TRUCKS
KOMDU OG SJÁÐU RX-1
VÉLSLEÐA ÁRSINS 2003
Okkur er tamt að halda að þeir
sem fluttu til Vesturheims á síð-
ustu áratugum 19. aldar hafi
undantekningalaust verið að flýja
óáran, fátækt og óblíða veðráttu.
Aukinn áhugi Íslendinga á vest-
urferðunum hefur hins vegar leitt í
ljós að fólk flutti vestur um haf af
ýmsum öðrum ástæðum. Saga Er-
lendar Guðmundssonar frá Mörk í
Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu
varpar nýju ljósi á þessa fólks-
flutninga. Fæddur árið 1863 að Ás-
um í Svínavatnshreppi, bjó Erlend-
ur lengst af með foreldrum sínum
á Mörk í Laxárdal og síðar á Sæ-
unnarstöðum í Hallárdal á Skaga-
strönd. Eiginkona hans, Ingibjörg
Kristmundsdóttir frá Vakurs-
stöðum, fluttist vestur til Kanada
árið 1898 með dætur þeirra tvær
og Erlendur ári síðar. Í sjálfs-
ævisögu Erlends, sem telja má til
áhugaverðari rita íslenskra alþýðu-
manna, rekur hann ævi sína og
aldarhátt heima á Íslandi og í Kan-
ada. Erlendur lést í Gimli árið
1949, en í kaflanum sem hér fer á
eftir lýsir hann aðdraganda bú-
ferlaflutninganna til Kanada.
Svört blika
Á MEÐAN ég hafði hug-ann troðfullan af ráða-gerðum fyrir framtíðinadró upp svarta bliku áþeim framtíðarhimni.
Ég hafði að vísu veitt henni eft-
irtekt og hugði að úr þeirri bliku
félli aðeins ósaknæm skúr, en brást
spádómsgáfan því það laust niður
eldingu um áramótin 1897–98. Sú
var eldingin að Ingibjörg sagði sig
uppgefna á landbúskapnum. Hún
vildi ekki þetta amstur sem jafnan
fylgir landbúnaði, hún ætlaði helst
til Akureyrar eða þó ekki væri
nema til Sauðárkróks, þar væru
engar skepnur og engir moldarkof-
ar. Ég gæti verið daglaunamaður.
Ég ætla ekki að lýsa hvernig mér
varð við. Fyrst trúði ég þessu
ekki, en þegar ég vissi að þetta
var henni alvara þá varð ég
ráðalaus. Ég að fara að verða
burðarkarl við uppskipun á
Sauðárkrók. Ég sem hafði
verið dálítið upp með mér af
því að vera að nokkru leyti
bóndi á Mörk. Nei, ég gat
ekki hugsað til að birtast þar
sem burðarkarl, svo hafði ég
mikið sjálfsálit eður sjálfsvirð-
ingu.
Því hefur oft verið haldið
fram að konur stjórnuðust
af tilfinningum en minna af
vitsmunalegri rannsókn og
ég er fremur á að svo hafi verið í
þetta sinni. Ingibjörgu fannst hún
vera að bjarga sér úr einhverjum
langpínandi og steindrepandi þján-
ingum þar sem var búkonustaðan
og sér bæri að leita sér bjargar í
tíma. Lengra mun hugsunin ekki
hafa náð. Í þessum skelfingum
gerði hún sér enga grein fyrir því
hvort ég gæti tekið þessa stöðu eð-
ur afleiðingarnar af þessari ráða-
breytni.
Þegar ég sá að hér var stofnað til
hneykslis, sagði ég við skyldum þá
heldur flytja til Vesturheims og
hverfa öllum sem okkur hefðu
þekkt og treysti ég því að hún gæti
ekki farið frá foreldrum sínum. Og
hversu sem ég hafði hatað vest-
urferðirnar virtist mér það þó
fremur gerandi heldur en láta
kunningja mína geta bent á þessa
heimskingja sem ímynd auðnuleys-
isins. En Ingibjörg vildi heldur fara
til Vesturheims. Hún hafði heyrt
að konur réðu þar yfir mönnum
sínum eins og dauðri innstæðu.
Svo var þá helst ráðgert að
fara vestur og þegar ég kom
að Mörk til móður minnar
veikrar, var það mesta hugg-
unin að geta komist hjá að
baka henni jafn þungbæra
sorg og segja henni frá
þessu flani.
En hvert viltu
maður fara og flýja
Þegar búið var að jarða móður
mína stakk ég upp á því við
Ingibjörgu að úr því sem gera
væri, mundi best að ég færi
laus og tæki af eigunum aðeins til
ferðarinnar vestur en fengi uppeld-
isbróður minn, Þorstein frá Mörk,
til þess að vera fyrir búinu. Þá gæti
ég dæmt um hve mikið vit væri í
þessu. En það vildi Ingibjörg ekki,
hún sagðist vita að mér litist illa á
mig og þá kæmist hún ekki. Nú var
þá ekki um annað að gjöra en selja
eigurnar fyrir hvað lítið sem væri
og rífa sig upp frá kunningjum og
foreldrum sárnauðugur. En Ingi-
björg gat það, frelsið og sælan sem
beið hennar þar vestur frá höfðu
gagntekið svo ímyndunaraflið. En
nú varð hún að fara ein með börnin
því ég varð að vera næsta ár við
innheimtubrask, að nokkru leyti á
þremur búum. Svo var þá búið selt
á uppboði 15. maí 1898. Fór ég um
sumarið að Höskuldsstöðum til
Jóns prests og var allt næsta ár til
þess að ég fór sjálfur vestur.
En hvert viltu maður fara og flýja,
þú flýrð þig aldrei sjálfur þó.
(J. Ólafsson.)
Það er haft að orðtaki að lítið
verði stundum úr dánarbúum. Þótt-
ist ég kenna þess. Mér fannst ég
vera á leið til grafar og bú mitt
dánarbú. Það kostaði líka mikið út-
búningur á Ingibjörgu, og bar við-
skiptareikningurinn úr Höfðakaup-
stað þess vitni sem von var til, því
nú þurfti hún að búa sig undir að
komast hjá að kaupa næsta ár
nema sem allra minnst þangað til
ég kæmi að ári liðnu. Við fórum
með allt sem við héldum að okkur
yrði að notum þar vestra. Mér virt-
ist líka eigurnar fjara út og ekki
Bókarkafli Óáran, fátækt og óblíð veðrátta voru ekki einu ástæður vesturfaranna og ekki sáu allir ferðalangar Ameríku í hillingum.
Erlendur Guðmundsson frá Mörk í Laxárdal var einn þessara manna. Hér er gripið niður í aðdragandanum að vesturferð hans.
Skapadómurinn
Húsið sem Erlendur byggði fyrir þau á Loni Beach þar sem hann bjó allt til þess
að Ingibjörg kona hans lést árið 1942.
Heyskapur á Skagaströnd upp úr 1900. Næst til hægri eru gamla pakkhúsið og
íbúðarhúsið, en lengra til vinstri assistentastofa, pakkhús og Sæmundarbúð.
Erlendur Guðmundsson
árið 1888.
Ingibjörg
Kristmundsdóttir