Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ C HRISTINE Brook-Rose er ekki þekkt nema meðal þröngs hóps bókmenntaunn- enda, en þó nýtur hún við- urkenningar fyrir að vera meðal þeirra höfunda tutt- ugustu aldar sem framið hafa einna róttækastar tilraunir á sviði skáldsagna- gerðar – ekki síst með tilliti til hlutverks les- andans. Hún fæddist í Genf árið 1926 og ólst upp í Brussel; faðir hennar var breskur en móðirin hálf-svissnesk og hálf-bandarísk. Sjálf hefur hún stundum sagt frá því opinberlega að hún telji margþættan uppruna sinn eiga tölu- verðan þátt í því hversu illa hún hefur rekist í hópi – eða öllu heldur innan hefðbundinna marka skilgreininga er vísa til þjóðernis, trúar eða jafnvel skáldskapargreina. Hún hefur lýst sjálfri sér sem „hliðarspori“ í trúarlegu líf for- eldra sinna, en faðir hennar var munkur áður en Christine fæddist, en neyddist til að yfirgefa klefa sinn í klaustrinu og sitja á bak við lás og slá, eftir að hafa verið staðinn að þjófnaði á silfri. Móðir hennar, sem framan af sýndi engar trúarlegar tilhneigingar, gekk þó í klaustur seint um síðir og sagði þar með skilið við fjölskyldulífið. Christine Brook-Rose lítur því á sig sem ávöxt þess æviskeiðs for- eldra sinna þar sem þau stöldruðu stuttlega við í trúarlegu limbói. Menntun sína hlaut Brook-Rose íbelgískum og breskum skólum,en eftir skólagöngu lauk starfaðihún um skeið í sjálfboðaliðasveit- um kvenna í stríðinu. Hún vann lengst af í njósnadeild hersins og kynntist þar m.a. mögu- leikum tungumálsins og þeim sálfræðilegu áhrifum sem hægt er að beita við að ráða og rýna í tákn, ólíkum möguleikum við að koma tjáningu til skila, auk þess sem hún fékk nasa- sjón af þeim takmörkunum sem skilningi okk- ar eru ætíð sett. Að auki er hún tvítyngd sem hefur án efa aukið áhuga hennar ennfrekar á þeim mismunandi túlkunar- og tjáningarmögu- leikum sem felast í tungumálinu. Áhugi hennar sem bókmenntafræðings, há- skólakennara og rithöfundar hefur því ætíð beinst að þörf mannsins fyrir tjáskipti og að þeim erfiðleikum sem þau virðast oft vera bundin. Hún hefur skrifað töluvert um eðli og áhrif orða á heildarsvip verks. Fyrsta skáld- saga hennar var þó af hefðbundnum toga, en það var önnur skáldsaga hennar, „Out“ eða „Út“, sem fyrst bar áhuga hennar á hlutverki orðanna sem slíkra glöggt vitni. Verkið skrifaði hún eftir langvarandi veikindi sem höfðu þau áhrif á hana að henni fannst hún ekki geta lesið skáldsögur – góðar eða vondar – um ástaræv- intýri, stéttaskiptingu eða félagslegt raunsæi. Hún leitaði því á mið vísindatexta og fannst sá stíll sem þar var beitt afar áhugaverður. Við- horf hennar til vísindalegra stílbragða kveikti síðan með henni þörf til að rannsaka nánar það myndmál sem beitt er í skáldskap til að tjá samskipti fólks. Í „Out“ notar Brook-Rose frekar óvenjulega leið til að brjóta upp tilfinningu lesandans fyrir því hefðbundna. Sagan fjallar um samfélag þeirra sem lifað hafa af kjarnorkustyrjöld í Afríku með þeim afleiðingum að fólkið er að missa húðlit sinn vegna geislunar sem það hef- ur orðið fyrir. Hvítur húðlitur er álitinn óæski- legur þar sem hann er tákn veikleika eða hrörnunnar svo hin hvíta söguhetja bókarinnar er í neðsta þrepi þjóðfélagsstigans. Með þess- um beina viðsnúningi hefðarinnar á tímum kynþáttamisréttis, gerir höfundurinn lesand- anum fljótt ljóst hversu félagslegar og sögu- legar forsendur eru byggðar á veikum og af- stæðum grunni í tjáskiptum manna. Næsta skáldsaga hennar „Such“ eða„Slíkt“ fjallar um geimvísindamannsem deyr á meðan hann er að rýna ígegnum stjörnukíki, en hann hefur alla tíð horft á alheiminn úr fjarlægð og af til- finningalausri yfirvegun. Skáldsagan spannar ekki nema þrjár mínútur, eða nákvæmlega þann tíma sem það tekur að vekja aðalpersón- una aftur til lífsins með hjartahnoði. Á þessum þremur mínútum vafrar söguhetjan í gegnum líf sitt og getur hvorki dæmt sjálfan sig né þá tilveru sem hann hefur lifað í. Sagan gefur hins vegar lesandanum tækifæri til að leggja slíkan dóm og leggur þar með áherslu á allan þann tilfinningalega og siðferðislega farangur sem hver einasti les- andi ber með sér inn í þau verk sem hann les. Í þriðju bók sinni, „Between“ eða „Á milli“ frá árinu 1968, brýtur Christine Brook-Rose blað í þró- un sinni sem rithöf- undur. Tungumálið sem hún notar þar, bygging verksins og þema, ber vott um löngun hennar til að ganga lengra en áður í því að nota orð á óhefðbundinn hátt til þess að af- hjúpa það flókna samspil sem á sér stað á milli lesandans annars vegar og textans og orðanna sem hann er smíðaður úr hins vegar. Þema verksins er því sjálfur textinn og bygging hans, auk þeirra vandamála sem felast í skilningi okkar á umheiminum eins og honum er miðlað í gegnum tungumálið – jafnvel fyrir fólk á borð við Brook-Rose sjálfa sem hefur þó mörg mál á valdi sínu. Í „Between“ notar hún aldrei sögn- ina að „vera“ í nokkurri mynd, en ekki virtust margir veita því eftirtekt til að byrja með. Hún notar heldur hvorki þátíð né nútíð í textanum og tekst þar með að skapa óvenjulega tilfinn- ingu fyrir tíma með lesandanum. Sú upplifun helst í hendur við hlutverk aðalsöguhetjunnar sem er þýðandi, er ferðast frá einum stað til annars og lifir þannig lífi sínu „á milli“ merk- ingarheilda eða orða þeirra ólíku heima sem hann miðlar í starfi sínu. Bókin „Between“ vann að sjálfsögðu ekkitil neinna verðlauna, enda alltof til-raunakennd og afstæð til að falla aðbókmenntahefðinni á sínum tíma. Verkið hefur þó notið vaxandi virðingar vegna þess hvernig Brook-Rose reynir að nota text- ann. Í meðförum hennar þar er textinn ein- ungis hlutlægur efniviður sem hún notar í ákveðnum tilgangi, og það er ekkert huglægt við hann utan þess sem eftir stendur þegar les- andinn hefur lokið úrvinnslu sinni á honum. Brook-Rose gekk enn lengra í tilraunum sín- um með orð og texta í næstu bók sinni, „Thru“ eða „Í gegn“, þar sem textanum er víða komið þannig fyrir á síðunni að hann myndar form, formúlur, töflur eða jafnvel myndir. „Thru“ er því bók sem gerir bókmenntafræði og fram- setningu ritaðs máls beinlínis að yrkisefni sínu, en einni sögupersónunni finnst nánast eins og hún sé að falla „í gegnum“ gat í byggingu sög- unnar. Fyrir rúmum tíu árum kom svo út bókin„Textermination“ (orð sem hún býr tilúr orðinu „text“ eða texti og „determ-ination“ sem getur þýtt niðurstaða), en þar finnur Brook-Rose sér enn nýjan farveg fyrir rannsókn á sambandi sögu eða texta og lesenda. Í bókinni stefnir hún öllum helstu skáldsagnapersónum heimsbókmenntanna saman á bókmenntaþing til að ræða framtíð bókmennta og leiðir til að laða fleiri „Les- endur“ inn í bókmenntaheiminn. Þeir mögu- leikar sem hún leikur sér að í þessu flókna skáldverki eru að sjálfsögðu óþrjótandi þar sem persónurnar koma úr öllum greinum bók- menntanna og frá öllum tímaskeiðum þeirra. Helsta áhyggjuefnið þingsins er sú staðreynd að það eru „Lesendur“ sem halda sögu- persónum á lífi og dvínandi vinsældir þýða hægfara dauða, jafnvel frægustu persóna heimsbókmenntanna. Að auki villast persónur úr sjónvarpi inn á sögusviðið til að flækja málin enn frekar, en þeir eiga augljóslega meiri möguleika á að laða til sín „Lesendur“ þar sem sjónvarpsþáttaformið er mun sveigjanlegra í framvindu sinni heldur en hið afmarkaða og endanlega form skáldsögunnar. Í „Textermination“ hefur Cristinu Brook- Rose tekist að kalla fram viðsnúning á hlut- verkum höfundar og lesanda, sem öllum þeim er fjalla um bókmenntir er hollt að velta fyrir sér. Lesandinn er hinn eiginlegi skapari sem gæðir bækurnar og sögupersónur þeirra lífi með lestri sínum. Það er að vísu hlutverk höf- undarins að koma þeim í heiminn, en hann getur ekki haldið í þeim lífi til frambúðar. „Textermination“ er því með réttu einskonar bók bókanna – þó ekki sé þar um hreina vísun í trúarbrögð að ræða heldur fremur rannsókn á óendanlegum möguleikum skáldskaparins fyr- ir tilstilli lesandans. Christine Brook-Rose setur hugmyndir okk- ar um mörk skáldskapar og veruleika og sam- bandið þar á milli í afar brýnt og áhugavert samhengi. Öll þekkjum við afstæði tilverunnar af eigin raun og þá ánægju sem við höfum af því að túlka líf okkar og reynsluheim í sam- ræmi við eigin þarfir. Í þessari persónulegu túlkun á raunveruleikanum felst einstaklings- eðlið, því ef algildur sannleikur væri til værum við öll nákvæmlega eins, mótuð í sama mótið, af sömu reynslunni. Lesandinn í lykilhlutverki RAUÐUR BLÁR GRÆNN, eftir Ellisworth Kelly, frá árinu 1963. Aft- urhvarf myndlistarmanna til notkunar frumlita á ákveðnu tímabili helst í hendur við rannsókn rithöfunda á borð við Christine Brook-Rose á hlut- verki orðsins sjálfs í texta bókmenntanna. AF LISTUM eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur fbi@mbl.is AUMINGJA VictoriaBeckham og WinonaRyder. Það erörugglega frekar leiðinlegt að vera þær núna. Mannránsáætlanir, lög- reglurannsóknir og réttarhöld haldast í hendur við örvænt- ingu, kvíða og skömm; og heimurinn fylgist með. Sé maður örlítið kaldhæðinn í sér er reyndar svolítið erfitt að vorkenna Victoriu og Winonu. Því mitt í allri vandamálasúp- unni búa þær samt við svo mikil forréttindi að hinn dæmigerði lesandi News of the World, Sun og National Enquirer myndi líklega gefa annan handlegginn til að fá að vera þær í einn dag. Frægð er stundum talin með eftirsóknarverðari gæð- um í vestrænu nútíma- samfélagi. Ljóst er að Banda- ríkjamenn og Bretar eru til í að ganga ansi langt til að öðl- ast hana. Þar tala spjallþættir í sjónvarpi og raunveruleika- sjónvarpsþættir sínu máli. Margir hafa einnig áttað sig á því að frægð er smitandi og því er samneyti við frægt fólk af hinu góða, því nánara því betra. Fólk verður frægt fyrir að vera í tygjum við frægt fólk eða jafnvel í tygjum við fólk sem hefur verið í tygjum við … o.s.frv. En frægð er raunar ekki alltaf það sama og frægð. Í Bandaríkjunum er til ákveðið flokkunarkerfi fyrir stjörnur, og er þá notast við skala frá A til D. A-stjörnur eru fyrsta flokks kvikmyndaleikarar – þeir sem nær allir þekkja með nafni, helstu kvikmyndaleik- stjórar Hollywood falla líka í þennan flokk, stórstjörnur í tónlistarheiminum, stöku fyr- irsæta, einstaka listamenn og svo er forsetinn þarna örugg- lega og forsetafrúin, rjóminn af kóngafólki Evrópu líka. B-stjörnur eru kvikmynda- leikarar sem eru meira svona í aukahlutverkum, sjónvarps- stjörnur falla líka í þennan flokk (hafi þær ekki stigið skrefið upp á hvíta tjaldið) sem og minni spámenn í tón- listar- og fyrirsætubrans- anum, kannski að nokkrir fjöl- miðlamenn og listamenn slæðist þarna inn, og meira af kóngafólkinu. C-stjörnur eru svo til dæmis fólk sem hefur komið sér á kortið í þáttum eins og Survivor og Bachelor, sem og miðjumoðsleikarar, fyrirsætur og popparar, eins er þarna að finna fólk sem um- gengst frægt fólk að einhverju ráði, kærustur/kærastar A- eða B-stjarna til dæmis. D-stjörnur tengjast svo yf- irleitt minna virðulegum kreðsum, þar lenda klám- myndaleikarar, fólk sem hefur vakið athygli á sjálfu sér (yf- irleitt í tengslum við einhvern sora) í spjallþáttum o.s.frv. Winona Ryder er án efa A-stjarna, hún hefur leikið að- alhlutverk í fjölda virtra kvik- mynda, fengið tilnefningu til Óskarsverðlauna og allt hvað eina. Victoria Beckham er lík- lega á mörkum þess að vera A- og B-stjarna. Það sem gæti potað henni upp í A-flokkinn er hreinlega frægð hennar, en hún er ein af þeim sem eru kannski fyrst og fremst frægir fyrir að vera frægir. Kryddpí- urnar slógu reyndar rækilega í gegn á sínum tíma, en svo hefur hver og ein pía valið hvort hún kýs að viðhalda þeim frægðarljóma sem hljómsveitin varpaði á hana. Victoria hefur óneitanlega unnið að því af miklum dugn- aði að halda sér í sviðsljósinu – nú síðast með því að gera kröfu til einkaréttar á lýsing- arorðinu „posh“, sem notað var um hana þegar hver og ein kryddpía var markaðssett sem ákveðin „týpa“. Þá má ekki gleyma því að hún er gift mjög frægum fótboltamanni. Þar koma til sögunnar marg- feldisáhrif frægðarinnar, en alkunna er að þegar tvær meðalfrægir einstaklingar para sig verður hvor um sig gjarnan talsvert frægari en hann var áður. Hvert vorum við komin? Já, aumingja þær; Victoria greyið að lenda í þessu, hún sem er orðin svo lífhrædd eftir að hún eignaðist börnin … já og svo hefur hún svo miklar áhyggjur af öryggi sona sinna … og Winona er nú ekki búin að hafa það sem best undan- farið … hún var náttúrlega hálfgerð barnastjarna, sló í gegn mjög ung og er með allar þessar kröfur á bakinu … en Victoria getur náttúrlega sjálfri sér um kennt, hún er með ólíkindum athyglissýkin sem konan er haldin … og að trana börnunum svona fram í sviðsljósið … og ekki er Winona skárri, forrík og svo gjörspillt að henni finnst ekki taka því að borga fyrir fötin og allt glingrið … Samræður á borð við þessar hljóma eflaust yfir kaffiboll- um, bjórkrúsum, undir hár- blásurum og í sturtuklefunum allvíða um þessar mundir. Því þrátt fyrir hvað fólki kann að finnast um svona stjörnu- slúður segir útbreiðsla þess sitt um áhuga fólks á slíku efni. Fréttirnar af yfirvofandi mannráni á Victoriu og af rétt- arhöldunum vegna meints búðarhnupls Winonu hafa meira að segja ratað í frétta- tíma ljósvakamiðla og á „al- vöru“ fréttasíður dagblaða um allan heim, þar með talið hér á landi. Slíkt fréttamat hlýtur að benda til þess að þessar fréttir höfði til breiðs hóps og þyki á einhvern hátt „merkilegar“ eða í öllu falli „áhugaverðar“. Þá vaknar spurningin hvers vegna? Hvers vegna þessi áhugi? Við blasir kannski einna helst samlíking með heimi fræga fólksins og heimi ævintýranna. Ævintýri hafa löngum verið hluti af daglegu lífi fólks og einhvers konar ævintýraheimur hefur gjarn- an verið griðastaður frá gráum hversdagsleikanum. Heimur fræga fólksins úti í heimi má segja að sé eins kon- ar nútímalegur ævintýra- heimur. Og fólk sem lifir „venjulegu“ lífi hefur gaman af því að gleyma sér í lífi þeirra sem lifa ævintýralífi. Og þá er ekki verra að vita til þess að meira að segja þeir sem lifa ævintýralegu lífi lenda í vanda, þó svo að þeirra vandamál séu helst til æv- intýralegri en þau hversdags- legu. Og auðvelt að gleyma sínum eigin hversdagslegu vandamálum þegar slíkt um- ræðuefni er annars vegar: Aumingja Victoria … já og aumingja Winona, þetta er náttúrlega ekki einleikið … nei maður verður bara feginn að þurfa ekki að standa í svona löguðu … mikið svakalega hlýtur að vera erfitt að vera frægur … já, það er kalt á toppnum … Erfitt að vera frægur Morgunblaðið/Jóra bab@mbl.is Birna Anna á sunnudegi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.