Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ætt- armót og fleira lesend- um sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Sam- þykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið: ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 51 DAGBÓK Arnbjörg Finnbogadóttir 896 4655 Svæðanudd - unaður fyrir fætur Gallafatnaður Bankastræti 11 • sími 551 3930 Til sölu málverk eftir Ásgrím Jónsson Frá Þingvallasveit. Olía 110x85 Sími 871 0170. Skólavörðustíg 42 - Pöntunarsími 511 1551 Guðrún Arnalds, símar 896 2396 og 561 0151 gud.run@mmedia.is Konur Streitulosun • Tilfinningavinna Skapandi tjáning • Að tengjast kynorkunni Tími til að skoða í öruggu umhverfi það sem við höfum sett í skuggann og leita inn í hjartað. Námskeið helgað konum á öllum aldri frá 23.-24. nóvember líföndun • jóga • hugleiðsla TVEIMUR kvöldum af þremur er lokið í svokölluð- um Kauphallartvímenningi hjá Bridsfélagi Reykjavík- ur. Þátttaka er mjög góð, eða 54 pör. Þröstur Ingi- marsson og Bjarni Einars- son eru efstir, en skammt á eftir koma Jón Baldursson og Þorlákur Jónsson, og hjónin Ljósbrá Baldursdótt- ir og Matthías Þorvaldsson eru þriðju. Keppnisformið býður upp á miklar svipting- ar og má búast við spenn- andi keppni fram á síðasta spil á þriðjudaginn. En lít- um á skondið spil frá síðasta kvöldi: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ ÁKDG2 ♥ 7653 ♦ D5 ♣54 Vestur Austur ♠ 953 ♠ 10864 ♥ K8 ♥ ÁDG10 ♦ Á76 ♦ 82 ♣ÁG987 ♣KD2 Suður ♠ 7 ♥ 942 ♦ KG10943 ♣1063 AV eiga 24 punkta sín á milli og þrjú grönd er mjög eðlilegur samningur á spilin. En legan í spaðanum er slík að gröndin þrjú fara beint niður. Fimm lauf er líka andvana geim, en hins vegar vinnast fjögur hjörtu á 4-2 samlegu! Ekkert par „náði“ þó því glæsilega geimi. Á nokkrum borðum stálu NS sögninni í þremur tígl- um, til dæmis eftir opnun á veikum tveimur: Vestur Norður Austur Suður – – – 2 tíglar Dobl 2 spaðar Dobl 3 tíglar Pass Pass Pass Eftir þessar sagnir spilaði vestur út spaða. Sagnhafi tók fjóra efstu og henti niður hjörtum heima. Vestur trompaði fjórða spaðann og spilaði tígulás og tígli. Þar með var blindur inni og gat tekið slag á spaðatvistinn. Vestur missti þarna af fal- legri vörn – hann átti að spila LITLU trompi undan ásnum öðrum. Austur getur þá stungið í spaðatvistinn og síðar tekur vestur tígulásinn og þrjá slagi á lauf. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake Afmælisbörn dagsins: Þú ert iðjusamur og upp- byggilegur en átt það til að ganga fulllangt í því að ráðskast með aðra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það getur verið erfitt að út- skýra málin fyrir öðrum þeg- ar þeir eru ekki inni í fræð- unum. Mundu að einn góðan veðurdag kannt þú að vera í þeirra sporum. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur tekið fullmörg verk- efni að þér og sýpur nú seyðið af því skipulagsleysi. Það heldur manni líka ungum að breyta til. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þér er það óvænt ánægja hvað þú uppskerð fljótt ár- angur erfiðis þíns. Njóttu þess og efldu styrk þinn fyrir átakameiri tíma. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er ástæðulaust að hafa horn í síðu annarra fyrir það eitt að þeir eru ekki alltaf sammála þér. Þér er ráðlagt að ígrunda vel aðgerðir þínar í dag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Vertu stoltur af starfi þínu þótt einhverjum finnist ekki mikið til þess koma. Haltu þínu striki og láttu neikvæðar raddir ekki hafa áhrif á þig. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Farðu þér hægt í þeim fjár- festingarplönum, sem þú ert að hugsa um. Hafðu í huga að þótt leiðin á tindinn sé torsótt þá getur fallið niður tekið fljótt af. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það getur vakið upp ýmsar tilfinningar þegar ganga þarf frá persónulegum málum. Láttu ekkert hindra þig í því að framkvæma það sem þú veist að er rétt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Gættu þess að leyndarmál þín liggi ekki á borðum þeirra sem kunna ekki með þau að fara. Láttu stríðni annarra sem vind um eyru þjóta. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú vilt gera lítilsháttar breyt- ingar heima fyrir en skalt ekki hefja þær fyrr en þú hef- ur tekið allt inn í dæmið. Gefðu þér nægan tíma til að undirbúa hlutina. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það getur reynst nauðsynlegt að taka smávægilega áhættu til þess að hlutirnir gangi upp eins og best verður á kosið. Aðalatriðið er að halda sig við efnið. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Allt hefur sinn stað og stund. Það þarf ekki mörg orð né mikla tilburði, heldur aðeins að láta vita af tilfinningum þínum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Skrifaðu niður allt sem þú þarft að gera og raðaðu svo verkefnunum eftir mikilvægi þeirra. Reyndu að láta fjár- hagsáætlanir þínar standast. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SPORÐDREKI 90 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 10. nóvember, er Aðalheiður Tómasdóttir frá Brimils- völlum í Fróðárhreppi ní- ræð. Eiginmaður hennar var Ingvar Agnarsson sem lést 1996. Lengst af bjuggu þau á Hábraut 4 í Kópavogi en dvelur hún nú á Hrafnistu í Reykjavík. Aðalheiður verð- ur að heiman í dag. 70 ÁRA afmæli. Sjötug-ur er í dag, sunnu- daginn 10. nóvember, Hjálmar Örn Jónsson verk- stjóri, Hvannalundi 17, Garðabæ. Hann og eiginkona hans, Ásta Dungal, verða að heim- an á afmælisdaginn. 50ÁRA afmæli. Á morg-un, mánudaginn 11. nóvember, er Kolbeinn Kristinsson, forstjóri Myll- unnar-Brauðs hf., fimm- tugur. Í tilefni af þessum tímamótum munu Kolbeinn og eiginkona hans, Ruth S. Gylfadóttir, verða með mót- töku á Grand hóteli á afmæl- isdaginn kl. 18–20. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júní sl. í Beru- fjarðarkirkju af sr. Sjöfn Jó- hannesdóttur þau Karin Hammer og Sigurður Ei- ríksson. Heimili þeirra er á Svinair, Færeyjum. Ljósmynd/Jóh. Valg. LJÓÐABROT FYLGJURNAR Þögn fylgir morgni, þunglyndi degi, söknuður kvöldi, sár tár nóttu. Sælt er því að sofna, sárt að vakna, langt að lifa. Líður allt um síð. Páll Ólafsson 1.d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 0–0 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 b6 7. Bg5 Bb7 8. e3 d6 9. f3 c5 10. dxc5 dxc5 11. Bd3 Rbd7 12. Hd1 h6 13. Bf4 e5 14. Bg3 e4 15. Bc2 exf3 16. gxf3 He8 17. e4 De7 18. Bd6 De6 19. Re2 Staðan kom upp í Meist- araflokki Mjólkurskák- mótsins sem lauk fyrir skömmu á Hótel Selfossi. Helgi Ólafsson (2.476) hafði svart gegn Ivan Sok- olov (2.684). 19... Bxe4! 20. Rf4 Bxc2+ 21. Rxe6 Hxe6+ 22. Kf2 Bxd1 23. Hxd1 Hae8 24. Hd2 Re5?! Eins og bent hefur verið á gat svartur unnið af meira öryggi og glæsi- leika eftir 24... Re4+!! 25. fxe4 Rf6 26. He2 Hxe4! 27. Hd2 H4e6! og hvítur er varnarlaus. Í framhaldinu er svarta staðan vænleg en hugsanlega hefði hvítur getað varist betur en hann gerði. 25. Bxe5 Hxe5 26. Hd8 He2+ 27. Kf1 Hxd8 28. Kxe2 a5 29. Db3 Hd6 30. Db5 g5 31. Da6 Rh5 32. Dc8+ Kg7 33. Dc7 Rf4+ 34. Kf1 Hf6 35. h4 g4 36. Kg1 gxf3 37. Kf1 f2 38. De5 Rg6 39. Dg3 h5 40. Dg5 Hf4 41. b3 Hxh4 42. Dd8 Hf4 43. Dxb6 Hf5 44. Dxa5 Re5 45. Dxc5 Kg6 46. Dd6+ f6 47. b4 Rg4 48. Dg3 Kg5 49. b5 h4 50. Dh3 He5 51. Dc3 h3 og hvítur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik.             
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.