Morgunblaðið - 10.11.2002, Page 25

Morgunblaðið - 10.11.2002, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 25 islandssimi.is Hluthafafundur Íslandssíma hf. Á dagskrá fundarins verða eftirtalin mál 1 Skýrsla stjórnar 2 Aukning hlutafjár vegna samruna við Halló! Frjáls Fjarskipti ehf. 6 Kosning stjórnar og varastjórnar 7 Önnur mál Lögð verður fram tillaga um samruna við Halló! Frjáls fjarskipti ehf. Jafnframt verður tillaga um að hluthafafundur samþykki að hækka hlutafé félagsins um kr. 412.183.730 að nafnverði, með útgáfu nýrra hluta. Hlutafénu verður ráðstafað sem gagngjald fyrir allt hlutafé í Halló! Frjálsum Fjarskiptum ehf. Skiptihlutfall er þannig að fyrir hverja 1 kr. að nafnverði sem hluthafar í Halló! Frjálsum Fjarskiptum ehf. láta af hendi fá þeir 7,708976 kr. að nafnverði í Íslandssíma hf. Jafnframt falla hluthafar frá forgangsrétti til hinna nýju hluta. Lögð verður fram tillaga um að stjórn félagsins fái heimild til að hækka hlutafé félagsins um kr. 1.621.621.622 að nafnverði með útgáfu nýrra hluta á sölugenginu 1,85. Hluthafar falla frá forgangsrétti til hinna nýju hluta. Heimild þessi gildir í sex mánuði frá samþykkt hluthafafundar. Lögð verður fram tillaga um að stjórn félagsins fái heimild til að hækka hlutafé félagsins um allt að kr. 1.027.027.027 að nafnverði með útgáfu nýrra hluta. Sölugengi hinna nýju hluta skal ákveðið af stjórn félagsins. Heimild þessi gildir til 1. október 2003. Stjórn félagsins er heimilt að ákveða greiðslufyrirkomulag nýrra hluta. Lögð verður fram tillaga um breytingu á grein 2.01.2 í samþykktum félagsins þess efnis að stjórn félagsins hafi heimild til að ákveða hækkun á hlutafé félagsins um allt að kr. 70.000.000 að nafnverði vegna kaupréttarsamninga starfsmanna. Heimildin gildir í fimm ár frá samþykkt hluthafafundar. Dagskrá og fundargögn verða hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins viku fyrir fundinn. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað. Stjórn Íslandssíma hf. Íslandssími hf. boðar hér með til hluthafafundar sem haldinn verður þriðjudaginn 19. nóvember 2002, kl. 14:00, í salnum Háteigi á 4. hæð Grand Hótels, Sigtúni 38, Reykjavík. 3 Aukning hlutafjár vegna kaupa á hlutabréfum í TAL hf. 4 Almenn aukning hlutafjár 5 Aukning hlutafjár vegna kaupréttarsamninga 20% afsláttur af allri Karin Herzog línunni á Dekurplús-dögum í Plúsapótekum Kynningar og ráðgjöf: Nesapótek mánudaginn 11. nóv. Borgarapótek mánudaginn 11. nóv. Hringbrautarapótek þriðjudaginn 12. nóv. Keflavíkurapótek þriðjudaginn 12. nóv. Garðsapótek miðvikudaginn 13. nóv. Rimaapótek fimmtudaginn 14. nóv. Laugarnesapótek föstudaginn 15. nóv. Aðrir útsölustaðir: Apótek Vestmannaeyja, Dalvíkurapótek, Siglufjarðarapótek, Ísafjarðarapótek, Hafnarapótek, Apótek Austurlands Seyðisfirðir, Apótek Ólafsvíkur, Borgarnesapótek. ...fegurð & ferskleiki... Súrefnisvörur Karin Herzog verða að neinu. Það var heldur ekki hægt að hugsa um það, aðalatriðið var að losna við búið og komast yfir hafið. Ráð við heimþrá Veturinn 1899 var einn af þeim vetrum sem skjóta mönnum skelk í bringu. Góður var hann á Skaga- ströndinni fyrripartinn og einkum janúar. Þá var svo mikil blíða að varla fraus á vatni yfir nætur og snjólaust, en eftir miðjan febrúar harðnaði tíðin stöðugt eftir því sem lengra kom fram á útmánuði og kom aldrei þíða. Oft sýndist þíðan stíga upp á suðurloftið, en hún var svo þróttlaus að norðanáttin sneri öllu upp í norðanhríðar. Þetta þótti því undarlegra sem enginn heyrði talað um ís. Hafði nú lengi verið haglaust í snjóléttustu sveitum, menn orðnir heylausir og myndu komast í þrot ef ekki skipti skjót- lega um. Kvöldið síðasta dags vetr- ar stóð ég úti á Höskuldsstöðum hjá rosknum manni á heimilinu, Sigurði Benjamínssyni, og vorum að tala um tíðina og horfur á af- komu manna ef ekki batnaði bráð- lega. Svo vorum við að virða fyrir okkur loftslagið og sýndist okkur það mjög þíðulegt. Hann hafði nú gengið oft upp á sunnan og orðið illt eitt úr, en núna var uppgangan mikið sterkari en áður. Svo uxu lík- urnar fyrir umskiptunum með hverjum degi sem leið og komið svona langt fram á og aldrei komið þíða síðan í febrúar. Já, þetta voru áreiðanlega umskipti, loftslagið leyndi sér ekki. Blessuð umskiptin. Svo gengum við inn í bæ og hátt- uðum. Í birtingunni á sumardaginn fyrsta vakna ég við að vindur gnauðar þekjuna og ágerist óðum. Ég opna ekki augun og róta mér ekki en er að njóta sem best ánægjunnar af að hugsa um bless- aða hlákuna. Það hafi margur þörf á henni, það muni líka um þegar hún komi, allt verði vitlaust í vatns- aga og snjóinn taki upp á fáum dögum. Annars sé gaman að líta upp og sannfærast um að sunn- anáttin boði „gleðilegt sumar“. En hvað var þetta? Eitthvað hvítt sem þyrlaðist fyrir gluggann. Ég fer of- an og yfir að glugganum og hvað sé ég úti? Norðan stórhríð svo ekki sá út úr augunum. Ég hafði oft séð veður spillast fljótt og oft úr fallegu útliti en aldrei hafði ég síður átt von á því en nú og aldrei vonsvikn- ari. Ég hugsaði að ég skyldi hafa útlitið þennan fyrsta sumardags- morgun sem plástur á heimþrána þegar ég kæmi vestur yfir hafið og í kvalirnar. Reyndist þessi plástur ágætlega, einkum eftir að leiðindin rénuðu og ég fór að geta yfirvegað kring- umstæðurnar með sæmilegu viti. Mér reyndist þyngra að skilja við Kristmund tengdaföður minn en nokkurn annan og bar margt til þess. Okkur hafði komið vel ásamt og hann orðinn gamall maður og þau hjón bæði og svo komst ég við að hugsa mér hann verða að sjá á eftir börnum sínum ofan í þessa mannætuhít, Vesturheim, sem hann hataði. Og svo var ég vonlaus um framtíðina, gerandi ráð fyrir að hefði ég staðið á fótunum heima þá ætti ég fyrir höndum að standa á höfðinu það sem eftir var ævinnar, það var döpur framtíð. Ég setti mér þó að varpa af mér öllum áhyggjum og láta hverjum degi nægja þjáningu sína. Ástæður vesturferðanna Áður en ég stíg á skip ætla ég að renna huganum yfir helstu tildrög til Vesturheimsferðanna og hvað þær kostuðu Ísland, auðvitað eins og mér kemur það hvort tveggja fyrir sjónir. Enginn skyldi ætla að útþráin hafi orðið til á einu ári, síð- ur en svo. Þegar fyrstu vesturfarabréfin komu, voru þau prentuð í Norð- anfara, sem þá var eina blaðið á Norðurlandi og flestir vesturfar- arnir úr Þingeyjar- og Eyjafjarð- arsýslum. Þá gekk mikið á þegar Norðanfari var kominn og ekkert þótti jafn mikið sælgæti í blaðinu sem bréfin. Þau sögðu frá undra- löndum, takmarkalausum að stærð, sem að mestu væru óbyggð en biðu aðeins eftir að einhverjir kæmu og vildu gjöra svo vel og verða óðals- bændur upp úr þurru, en slíku voru menn óvanir á Íslandi og ekkert undarlegt þó það glæddi útþrána drjúgum. Það er ekkert ólíkt þó þess væri getið til að ekkert prent- að mál þeirrar tíðar, næst húslestr- arbókunum, hefði verið jafn tíðlesið af fjöldanum sem þessi fyrstu bréf vesturfaranna. Menn stóðu með öndina í hálsinum af að hlusta á þessi dæmalausu ævintýri. Svo spunnust út úr þessum ævintýrum aðrar frásögur og hversu sem þær voru ósennilegar var þeim trúað líka og notuðu gárungar það óspart þegar þeir komust í færi við ein- feldninga og þeir voru ekki svo fáir. Set ég hér nokkur dæmi. Rúsínu-Gvendur Hallgrímur hét maður Erlends- son og bjó í Meðalheimi á Ásum í Húnavatnssýslu. Næsti bær hét Hurðarbak. Þar var giftur maður sem Guðmundur hét Jónssonar sama staðar. Þetta var um 1875 eða 1876. Eitthvert sinn er fundum þeirra Hallgríms og Guðmundar bar saman snerist talið að Vest- urheimsferðum og þá komið í hug Guðmundar að flytja vestur. Fer þá Hallgrímur að segja honum frá ýmsu því er Guðmund varðaði og hann ekki vissi áður og laut að framleiðslu í þessu fyrirheitna landi, svo sem til dæmis að þar yxu rúsínur á jörðinni eins og gras á Ís- landi og þar færi fram rúsínuslátt- ur með líkum hætti og heysláttur heima. Guðmundur varð léttbrýnn við og að líkum gert í huganum ráð fyrir að þar yrði hann þó ekki öll- um lélegri við sláttinn og mun hafa þóst eiga þar nokkuð undir sér með því hann var gríðarmikill að vexti og hraustur. Þá gat Hallgrímur þess að komið gætu hríðar að vísu í Vesturheimi svo að skæfi í smá- skafla, en það var ekki snjór heldur púðursykur og var engin hætta á að húsmóðirin yrði ekki fús á að moka frá bæjardyrunum og bjarga um leið einhverju inn í bæinn til heimilisþarfa, því púðursykur er til margra hluta nytsamur. Enn sagði Hallgrímur Guðmundi ýmislegt er kom sér vel að vera fróður um og laut að ferðalaginu á hafinu og þar á meðal þetta: Til ferðarinnar átti hver maður að hafa með sér vænan belg og þar í skyldu svo menn koma sínum „exkrement- um“ og er belgur sá áleist hæfilega fullur átti að losa hann í stamp sem hverjum heimilisföður var tileink- aður og hékk á krók utan í skips- hliðinni, en óátalin eign var það sem á þennan hátt hafði safnast á ferðinni. Þegar svo kæmi vestur seldist þessi varningur dýrum dóm- um til að bera á akrana og allir kepptust við að borða sem mest á leiðinni, eftir því var innleggið mik- ið eða lítið. Þegar þar var komið sögu Hallgríms að hann minntist á stampana á króknum sagði móðir Guðmundar sem til þessa hafði ein- göngu hlustað til: „Og flest er nú vel útbúið.“ Guðmundur þessi komst ásamt öðrum vesturförum til Sauðárkróks. Þar urðu þeir að bíða lengi eftir skipinu og neyddust til að dreifa sér um nálægar sveitir til að halda sér uppi. Var svo einnig um Guðmund. En er skipið kom um síðir voru sumir gengnir svo á efni sín, að þeir komust hvergi. Einn af þeim var Guðmundur og gerði ekki frekari tilraunir að komast vestur, en upp því frá var hann auknefndur Rúsínu-Gvendur. Sigríður hét vinnukona í Bólstað- arhlíðarhreppi, vanalega nefnd Sigga „blinda“. Raunar var hún ekki blind en sá afar illa og nærsýn að sama skapi. Ekki var gefið með henni af sveitinni þó nærri stapp- aði. Börn átti hún nokkur og öll á hreppnum, því barnsfeðurnir voru félausir landhlauparar. Þessi Sig- ríður óskaði þess að hún væri kom- in með öll sín börn til Ameríku, þó ekki væri nema í fjöruna. Þeir menn voru til á þeim árum svo fá- fróðir að þeir ímynduðu sér Am- eríku líkasta afar miklu og fólks- mörgu heimili, samanber utanáskriftina á bréfinu, „Jón Jóns- son í Ameríku“, sem hent hefur verið gaman að. Og uppeldi barnanna var heldur ekkert óhræsi, þar þekktist ekki klóalang- ur þó þar væri nægilegt efni í hann, um að gjöra að þau yxu upp í algeru sjálfræði, og þegar drengir til dæmis urðu svo orðfærir að geta blótað rausnarlega æptu mæður upp í aðdáun: „Ó þú litli Ameríku- mann!“ Heima og heiman eftir Erlend Guð- mundsson er gefin út af Máli og menn- ingu. Kristján B. Jónasson og Þorvald- ur Kristinsson sáu um útgáfuna. Bókin er 352 bls. að lengd.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.