Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í HELGARBLAÐI Morgun- blaðsins 16. júní sl. birtist tvöfalt viðtal við forstöðumenn Þjóðminja- safns („Þjóðminjavarslan mun vaxa“) og nýstofnaðrar Fornleifa- verndar ríkisisns („Vernd í sátt við þjóðina“), sem veitir leyfi til forn- leifarannsókna og hefur eftirlit með þeim og öðru sem varðar vernd og varðveislu fornleifa þjóðarinnar. Til- efnið var viðtal í blaðinu við mig sem birtist viku áður. Fyrri grein mín, sem er að finna á netútgáfu Morgunblaðsins í fullri lengd tak- markast að mestu við leiðréttingu rangmæla í þessum „viðbrögðum“ forstöðumannanna, einkum for- stöðumanns Þjóðminjasafns, sem nauðsynlegt er að gera, og í fram- haldi viðtalanna í Kastljósþætti í ríkissjónvarpinu og annarri umfjöll- un þessu tengdri sem fylgdi í kjöl- farið og birtist hvað mest í Morg- unblaðinu á þessu „mesta uppgraftasumri allra tíma“. Í þeirri grein er m.a. fjallað um þýlyndi við útlendinga sem hleypt er eftirlits- laust í 43 fornleifastaði þjóðarinnar, óráðsíu í málefnum Þjóðminjasafns, skil á gripum og einokunarhneigð í fornleifarannsóknum auk leyfisveit- inga til stórtækra inngripa í eitt dýrmætasta fornleifasvæði landsins á Gásum í Eyjafirði. Leiðrétting rangmæla hefur dregist m.a. vegna tregðu í kerfinu við að veita um- beðnar upplýsingar, t.d. tók það Fornleifavernd ríkisins á 2. mánuð að verða við upplýsingum sem varða rannsóknaleyfi á liðnu sumri, og þá að takmörkuðu leyti, þegar þær bárust loks. Síðari grein mín fjallar um: Nauðsyn á stefnu í fornleifavernd og vísindalega fornleifafræði. Í henni er fjallað um stöðu fornleifa- verndar frá sjónarhóli utan íslensku kerfismúranna, hina hlið málsins, ef svo mætti segja, sem ekki verður ráðin af ofangreindum viðtölum í Morgunblaðinu við forstöðumenn Þjóðminjasafns og Fornleifaverndar ríkisisns. Að draga fram þessa hlið málsins er viðleitni til að skýra nauðsyn þess að hafa vísindalega fornleifafræði að leiðarljósi við skil- virka varðveislu fornleifa þjóðarinn- ar, fylgja settum lögum og reglum hvað sem gengur á og hvaða þrýst- ingi sem beitt er, ekki síst þegar leyfi eru veitt til að raska forn- leifum með uppgreftri. Minjavernd- in rekur augljóslega á reiðanum vegna holskeflu stóruppgrafta (m.a. þökk sé Kristnihátíðarsjóði), að verulegu leyti með „persónu- og sögudýrkandi“ forngripaleit að leið- arljósi, þar sem ófáum sem það stunda leyfist að vaða úr einum uppgreftrinum af öðrum án þess að hafa skilað af sér fyrri verkefnum sem skyldi. Í síðari greininni, verð- ur þó ekki komist hjá því einnig að andmæla sumu af því sem fram kemur hjá forstöðumanni Fornleifa- verndar ríkisins í viðtali hennar í Morgunblaðinu. Stefnumörkun í þágu fornleifaverndar og vísindaleg fornleifafræði er þó í fyrirrúmi í þeirri grein. Hér á eftir fylgja valdir kaflar úr greinum mínum, sem er að finna í fullri lengd á netútgáfu Morgun- blaðsins eins og áður segir. Áhersla er lögð á það enn á ný, hversu tor- skilið það ætlar að reynast hjá framkvæmdavaldinu, að vernd og varðveisla jarðfastra fornleifa kallar á annars konar sérhæfni og skyldur en safnastörf. Stjórnvöld hafa ekki skilið enn sem komið er mikilvægi þess, að aðeins á styrkum stoðum fornleifafræðinnar sem sjálfstæðs vísindasviðs á háskólastigi er unnt að byggja upp hjá okkur ábyrga skilvirka fornleifavernd og forn- leifafræði. Lagði Þjóðminjasafn grunninn að Fornleifavernd ríkisins? Í viðtali Morgunblaðsins 16. júní sl. segir forstöðumaður Þjóðminj- safns: „Að Þjóðminjasafn hafi und- anfarin sex ár lagt grunninn að Fornleifavernd ríkisins. Árangurinn af þessari vinnu má meðal annars sjá í nýju þjóðminjalögunum.“ Sannleikurinn er sá, að forstöðu- maðurinn lagðist gegn aðskilnaði fornleifavörslunnar frá Þjóðminja- safni, enda var augljós fylgifiskur slíkrar breytingar skerðing á valds- köku hennar. Allt frá endurskoðun þjóðminjalaga 1988–89 hefur ítrek- að verið lagt til að fornleifaverndin fengi sjálfstæða stöðu, og við síð- ustu endurskoðun þjóðminjalaga 2000–2001 voru nær allir fornleifa- fræðingar auk margra safnamanna fylgjandi slíkri breytingu. En líkt og hjá öðrum þjóðum var mikilvægt að vernd fornleifa og eftirlit fornleifa- uppgrafta í landinu fengi sjálfstæða stöðu, óháð þeim skyldum og kvöð- um sem hvíla á minjasöfnum. Meg- inhlutverk Þjóðminjasafnsins er að stuðla að sýningum og annarri kynningu „á minjum um menning- arsögu þjóðarinnar“, sinna rann- sóknum og varðveislu gripa og ann- arra menningarverðmæta þjóðarinnar sem varðveitt eru í safninu. Hjá öðrum í okkar heims- hluta er það almennt viðurkennt að fornleifavernd kalli á annars konar sérhæfni og skyldur en safnastörf, enda útilokað að koma jarðföstum fornleifum fyrir í söfnum! Fornleifavernd hefur engan veg- inn verið sinnt sem skyldi hér á landi, þrátt fyrir að við búum við betri aðstæður miðað við flest önnur lönd, þar sem þéttbýli og tilheyr- andi framkvæmdir ógna fornleifum í miklu meira mæli en hjá okkur. Þessa stundina rekur yfirleitt á reiðanum í stjórnsýslunni vegna hagsmuna „vinavæðingar“ hér heima (sbr. t.d. Mbl. 23. júlí: „Einkavinavæðing út yfir gröf og dauða“) og þýlyndis við útlendinga, MINJAVERND Á VILLIGÖTUM! Eftir Margréti Hermanns-Auðardóttur „Þar með bættist 14. læristóllinn í sagnfræði við þá sem fyrir voru í þessari stofn- un, í hópi hvers er að finna eina konu. Svona rétt í anda rómaðrar „jafnréttisáætlunar“ Háskóla Íslands eða hvað?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.