Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 23
lensku um „hinar nýrri ættgeng- isrannsóknir. Mjer þykir því hlýta að bæta nokkru við, og hefi þá að- allega kynbætur búfjárins í huga“. Niðurstöður rannsókna Páls á gulri fitu í sauðfé sýna vel hvernig beita má lögmálum Mendels. Gul fita var mikill skaðvaldur því kjöt- skrokkar með henni voru óhæfir til útflutnings. Bændur töldu gula lit- inn koma úr sumarfæðu sauðfjár- ins, en Páll taldi nokkuð ljóst að hér væri um víkjandi gen að ræða sem orsakaði gula litinn hjá arf- hreinu fé. Báðir aðilar höfðu nokk- uð til síns máls eins og kom fram í grein bandaríska erfðafræðingsins Williams E. Castle, eins þekktasta erfðafræðings síðustu aldar, um gula fitu í kanínum. Hann gat þess að karótín-litarefni í fæðu heil- brigðra kanína brotnuðu niður í lit- laust efni í lifrinni en þegar þetta niðurbrotsferli var ekki til staðar safnaðist gula litarefnið fyrir í fitu- vefnum. Castle benti ennfremur á að erfðir þessa fyrirbæris hefðu fyrst verið skýrðar árið 1927 af M.S. Pease. Páll birti niðurstöður sínar fyrst árið 1930 í grein í Búnaðarritinu og vissi þá að þetta einkenni var þekkt í kanínum. Fjórum árum síðar birti hann þessar niðurstöður í tímarit- inu Nordisk Jordbrugsforskning. Með þetta í huga er ekki að undra að Castle skyldi sýna rannsóknum Páls áhuga, en hann hafði spurnir af þeim þegar norski erfðafræðing- urinn Otto Lous Mohr heimsótti rannsóknastofu hans í Harvard- háskóla. Þetta varð til þess að Castle fjallaði um þær í bréfi sem birt var í erfðafræðitímaritinu The Journal of Heredity árið 1934. Páll þekkti dæmi um gula fitu frá 17 bæjum og var almenna reglan sú að 3-4 árum eftir að nýr hrútur hafði verið keyptur á bæinn fór að bera á gulri fitu í fénu. Fé með gula fitu fjölgaði síðan frá ári til árs. Það sem gerði Páli erfitt fyrir var að á þessum bæjum var engin stjórn höfð á því hvaða ær hver hrútur lembdi og því voru engar upplýs- ingar til um skyldleikatengsl sauð- fjárins. Þó gátu bændurnir rakið lömbin með gulu fituna til afkvæma aðkeypta hrútsins sjálfs eða hrúta undan honum. Fyrirspurnir Páls leiddu einnig í ljós að á öllum 17 bæjunum höfðu aðkeyptu hrútarnir komið frá bæjum þar sem gul fita var fyrir hendi. Þegar bændurnir losuðu sig við þessa hrúta og fengu sér nýja, frá bæjum þar sem gul fita þekktist ekki, komu ekki lengur fram skrokkar með gula fitu. Þótt gögnin tækju ekki af allan vafa taldi Páll mjög sennilegt að hér væri um að ræða víkjandi gen sem í arfhreinu ástandi orsakar gula fitu, eins og áður segir. Castle var á sama máli. Hann taldi ofan- greint dæmi „gefa sterklega til kynna að stökkbreytingin sem or- sakar gula fitu í íslensku fé, og er eftir því sem ég best veit óþekkt annars staðar, fylgi erfðum ein- faldra víkjandi einkenna“. Siðferðileg álitamál Nú á tímum er heilbrigði oftast skilgreint sem geta einstaklingsins til þess að taka þátt í daglegu lífi, hver eftir sinni færni. Sú hug- myndafræði er nú að lúta í lægra haldi fyrir hinni fjárfreku hug- myndafræði lyfjaerfðamengjafræð- innar um einstaklinginn sem sjálf- stæða einingu sem felur í sér fráhvarf frá hefðbundinni lækn- isfræði. Lyfjaerfðamengjafræðin miðar að því að búa til lyf sem taka tillit til erfðabreytileika einstaklinga eða ákveðinna landsvæða með það að leiðarljósi að bæta virkni þeirra og koma í veg fyrir aukaverkanir. Í nýlegri grein Marcks Wortmans um þetta efni segir að þó enn sé eftir að yfirstíga mörg vandamál innan lyfjaerfðamengjafræðinnar „hafa verið tekin nokkur skref í átt- ina að einstaklingsbundinni lækn- isfræði“. Það sem mun verða mest áberandi í þessa veruna eru „gena- próf sem spáð geta fyrir um hvaða sjúklingar muni þjást af aukaverk- unum“. Á grundvelli þessara upp- lýsinga á síðan að vera mögulegt að sérsníða lyf eftir þörfum hvers og eins. Wortman er mjög bjartsýnn á mátt þessarar hugmyndafræði því þótt „einstaklingsbundin lækn- isfræði sé enn að slíta barnsskónum munu fyrstu afurðirnar sem tengja heilsuna við erfðafræði vera vænt- anlegar á markað“. Þessi nálgun felur í sér fráhvarf frá hefðbundinni læknisfræði. Nú á tímum er heilbrigði oftast skilgreint sem geta einstaklingsins til þess að taka þátt í daglegu lífi, hver eftir sinni færni. Ef hún skerðist förum við til læknis sem ef til vill gefur okkur lyf sem bæta heilsu okkar. Litið er á einstaklinginn sem hluta af samfélagi sem með stjórn á um- hverfi sínu getur bætt velferð ein- staklinganna og því er lögð áhersla á atferli sem getur komið í veg fyr- ir sjúkdóma. Þessi hugmyndafræði er nú að lúta í lægra haldi fyrir hinni fjárfreku hugmyndafræði lyfjaerfðamengjafræðinnar um ein- staklinginn sem sjálfstæða einingu „sem er óháð hinu félagslega sam- hengi“. Í ljósi hennar getur ein- staklingurinn verið „sjúkur“ þótt hann sé vel vinnufær, það er ef hann hefur röngu genin. Eitt dæmi um þetta er að konum sem hafa ákveðnar arfgengar stökkbreyt- ingar í brjóstaæxlisgenunum BRC1 og BRC2 er í sumum löndum ráð- lagt að láta taka af sér brjóstin þar sem líkurnar á því að þær fái brjóstakrabbamein eru hærri en hjá konum sem ekki hafa stökk- breytinguna. Ráðleggingarnar grundvallast á því að meingen eru venjulega greind langt á undan mögulegri lækningu. Eftir að mein- genið finnst er reynt að hanna genapróf til þess að greina hvort einstaklingur hafi galla í geninu. Það er hins vegar ekki nein eig- inleg lausn á vandanum fólgin í því að vita hvort gallaða genið er í lík- amanum ef ekki er til lækning, því eins og dæmin sanna hefur enn ekki tekist að finna lækningu við sjúkdómi byggðum á erfðafræði hans. Genaprófunum mun þrátt fyr- ir þetta fjölga í framtíðinni því það er ljóst að ef fyrirtæki á borð við Íslenska erfðagreiningu ná að framleiða slík próf þurfa þau að selja afurðina. Hægt er að ímynda sér að gena- prófun yrði framkvæmd í skólum landsins á sama hátt og berkla- prófin forðum. Segjum að öll tíu ára börn yrðu látin gangast undir genapróf og að eitt þeirra greini galla í geni sem á þátt í myndun ákveðins hjartasjúkdóms. Gerum ennfremur ráð fyrir að um 3% þjóð- arinnar hafi þennan galla og að 40% þeirra deyi úr sjúkdómnum áð- ur en þeir verða sjötugir. Einnig skulum við gefa okkur það að lækn- ing sé ekki fyrirsjáanleg í nánustu framtíð vegna erfiðleika í lyfjaþró- uninni. Við munum því standa frammi fyrir því að 3% barna sem eru tíu ára verði „sjúk“ án þess að hafa nokkur einkenni, vitandi það að 40% líkur eru á að deyja úr sjúkdómnum fyrir sjötugt. Líklegt er að læknar ráðleggi þessum ein- staklingum hvernig þeir eigi að lifa til þess að minnka líkurnar á að fá sjúkdóminn. Að mínu viti er ekki hægt að leggja þetta á nokkurn ein- stakling, hvort sem hann er tíu eða fjörutíu ára, því þar til lækning finnst munu lífsgæði hans stór- skerðast vegna vitneskjunnar um þessa mögulegu og óútreiknanlegu „tímasprengju“. Genin okkar – líftæknin og íslenskt samfélag er eftir Steindór J. Erlingsson. Bókin kemur út hjá Forlaginu og er 160 bls. að lengd. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 23 Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.                                     ! " #     #$   %   &      Ungbarnanudd Námskeið hefst fimmtudaginn 14. nóv. nk. Leiðbeinandi er Elsa Lára Arnardóttir lögg. sjúkranuddari. Nudd á meðgöngu Sigrún Sól Sólmundsdóttir svæða- og viðbragðsfræðingur mun leiðbeina verðandi foreldrum með nudd á meðgöngu og í fæðingu, einnig um meðhöndlun á ilmkjarnaolíum. Námskeið hefjast laugard. 16. nóv. og 7. des. nk. Skráning fer fram í síma 533 5355.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.