Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.11.2002, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. NÓVEMBER 2002 17 www.hagkaup.is Helgarsprengja Tilboðin gilda aðeins í dag! Jólaskraut Grenilengja 99kr. 299 kr. Verð frá: Nóa konfekt 1.599kr./kg Verð áður 2.295 k r./kg Tryggðu þér síðustu sætin í haust til Prag sem er vinsælasti áfangastað- ur Íslendinga í haustferðum enda ein fegursta borg heimsins sem geym- ir mörg hundruð ára sögu á hverju horni og mannlíf og andrúmsloft sem á ekki sinn líka í Evrópu. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari ótrúlegu borg. Í boði eru góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um kast- alahverfið og gamla bæinn, eða til hins einstaklega fagra heilsubæjar Karlovy Vary, með íslenskum farar- stjórum Heimsferða. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 19.250 Flugsæti til Prag, út 18. nóv, heim 21. nóv. 31.400/2 = 15.700 + 3.550 kr. skattar. Almennt verð með sköttum. Verð kr. 2.900 Verð fyrir mann, m.v. 2 í herbergi, Parkhotel, per nótt með morgunmat. Völ um góð 3ja og 4 stjörnu hótel. Ferðir til og frá flugvelli, kr. 1.800. Verð kr. 39.950 Helgarferð til Prag, 21. nóv. – 3 nætur. Flug, hótel og skattar. Verð á mann í tveggja manna herbergi m. morgunmat. Hótel Corinthia Panorama, glæsilegt 4 stjörnu hótel. Flug fimmtudaga og mánudaga í nóvember Síðustu sætin í haust til Prag frá kr. 19.250 Hvenær er laust ? 11. nóv. - Uppselt 14. nóv. - Uppselt 18. nóv. - 25 sæti 21. nóv. - 19 sæti „Nei, ég held að fólk sýni henni mikinn áhuga hafi það tækifæri til þess. Það er til dæmis mikið fjallað um sögu Bretlands í sjónvarpi um þessar mundir og ýmislegt af því efni er hreint afbragð. Slíkir þættir verða til þess að fólk fyllist áhuga, heyrir um eða sér eitt og annað sem það hef- ur ekki haft hugmynd um, og fer því að lesa sér nánar til um það. Sjón- varpið er einmitt mjög gott í þessum tilgangi, það hvetur fólk til þess að lesa bækur.“ Magnús hætti í fullu starfi hjá BBC 1997, þegar Mastermind lauk göngu sinni eftir 25 ár á skjánum. „Síðan hef ég bara gert hitt og þetta, til dæmis skrifað bækur. Og það er alltaf nóg að gera.“ Hann er sem sagt fráleitt sestur í helgan stein. „Ég heyrði Sigurð Nordal einu sinni heita því í stúdentaveislu í Kaupmanna- höfn að verða hundrað ára en detta niður dauður ella og ég ætla mér að fara eins að.“ Nú vinnur hann að bók um falsanir af margívslegum toga, t.d. á sviði ým- iss konar lista og fornleifafræði. „Þetta verða 25 kaflar um ýmsar merkilegar falsanir, og ég reyni í fyrsta lagi að komast að því hvers vegna fólk gerir svona nokkuð og hins vegar hvers vegna það kemst upp með það.“ Í eftirmála bókarinnar hyggst Magnús fjalla um „falsarann“ úr samnefndri bók Björns Th. Björns- sonar sem út kom fyrir nokkrum ár- um. „Blessaður strákurinn, auming- inn. Hann er eflaust misheppnaðasti falsari allra tíma,“ segir Magnús og hlær enn. Frekari fanga leitar hann ekki á Íslandi við vinnslu bókarinnar. Foreldrar Magnúsar fóru gjarnan með börn sín heim til Íslands í sum- arfrí. Sigldu með Gullfossi yfir hafið og seinna fór hann iðulega heim sjálf- ur í því skyni að fræðast um landið; fór t.d. á Njáluslóðir þegar hann vann að þýðingu Njálssögu. „Svo skipulagði ég söguferðir til Íslands um tíma – fór með Breta um slóðir Laxdælasögu, Njálssögu, Eyr- byggjasögu og Egilssögu og það var dásamlegt. Þá lærði ég eiginlega best hvað Ísland var; kynntist eigin rót- um.“ Það segir hann dýrmætt. „Viti maður ekki hvaðan hann er veit hann heldur ekki hver hann er.“ Magnús segist einmitt í fyrrasum- ar hafa fundið húsið sem faðir hans bjó í á Akureyri. „Ég fór þangað með Sally dóttur minni – hún vildi endi- lega fara og sjá hvar rætur hennar liggja. Ég hef oft sagt að ég sé af keyraraætt! Afi minn var nefnilega fyrsti maðurinn sem keyrði um Ak- ureyri með grænmeti á vagni; Magn- ús keyrari!“ Þegar Magnús gekkst fyrir sögu- ferðum til Íslands á sínum tíma var landið lítt þekkt, nema hjá ákveðnum hópum – t.d. fólki sem hafði lesið Ís- lendingasögurnar og vildi kynnast söguslóðum. „Og það upplifði í raun ekki Ísland samtímans, heldur eins og það var fyrir þúsund árum. Nú veit fólk mun meira um landið, Ís- lendingar hafa staðið sig svo vel, Björk og fleiri, og landið þykir spennandi. Mér finnst stórkostlegt að Ísland skuli vera vinsælasti ferða- mannastaður fólks í norðanverðri Evrópu.“ Að blóta á íslensku Eftir heimsstyrjöldina var Magn- ús eitt sinn háseti á Snæfellinu frá Akureyri á síldarvertíð í tvo mánuði. Hann var þá 17 ára. Það var harður skóli, segir hann, „en þetta var mjög elskulegur tími, þegar maður lítur til baka. Það er gott að vera í þannig vinnu að þurfa alltaf að vera tilbúinn; alltaf klár í bátana“. Það er kannski eins og í sjónvarp- inu; þar þýðir ekki að bregðast í beinni útsendingu? „Alveg eins. Menn verða að standa sig; það er annaðhvort að duga eða drepast!“ Hann var á Snæfellinu 1948. „Það hafði tognað vel úr mér og ég var orð- inn mjög vöðvastæltur á upphand- leggjunum þegar ég kom heim. Og ég lærði að blóta þetta sumar! Heyrði þá eiginlega í fyrsta skipti „raun- verulega“ íslensku, ekki bóka-ís- lensku.“ Og hvernig blótuðu karlarnir á Snæfellinu? „Nei, nei! Það hvarflar ekki að mér að upplýsa það…“ segir Magnús og hlær dátt. Aftekur með öllu að hafa það eftir: „Það var ekki pent, og ekki prenthæft.“ Magnús ásamt svarta stólnum, hluta af sviðsmynd Mastermind. skapti@mbl.is Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.