Morgunblaðið - 16.11.2002, Síða 1
STOFNAÐ 1913 269. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 mbl.is
Áform
Michels
Rætt við franska rithöfundinn
Michel Houellebecq Lesbók 4
Í Covent Garden, Íslensku
óperunni og Salnum Listir 31
Með tromp
á hendi
Áfram Haukar í Evrópuleik
á Ásvöllum Íþróttir 1
BÓLUSETNING gegn heilahimnu-
bólgu af C-stofni er hafin um land
allt og hafa vel á annan tug þúsunda
barna nú verið bólusett, að sögn
Haraldar Briem sóttvarnalæknis.
Hann segir að stefnt sé að því að búið
verði að bólusetja öll börn fimm ára
og yngri fyrir áramót.
Öllum börnum, frá sex mánaða
aldri til og með 18 ára aldurs, stend-
ur til boða bólusetning gegn sjúk-
dómnum, en alls eru milli 80 og 90
þúsund börn og unglingar á þessum
aldri. Reiknað er með því að verkefn-
inu ljúki næsta vor. Eftir það verður
bólusetning við heilahimnubólgu
tekin upp í ungbarnabólusetningu.
Góð líftrygging
„Við mælum með því að allir fari í
þetta. Þetta er góð líftrygging,“ seg-
ir Haraldur. „Það urðu smátafir í
sendingu bóluefnis í nokkra daga.
Það setti suma sem voru búnir að
skipuleggja starfið í ákveðinn vanda
en nú er þetta komið aftur í fullan
gang.“ Alls hafa 40 þúsund skammt-
ar verið sendir til landsins.
Haraldur segir sjálfsagt að þeir
sem eru orðnir 19 ára og eldri láti
einnig bólusetja sig, en þeir þurfi að
greiða rúmlega 4.000 krónur. Lík-
urnar á að fullorðið fólk fái sjúkdóm-
inn séu ekki miklar. „Við vonum að
með því að bólusetja yngri en 19 ára
getum við dregið úr líkum á smiti hjá
þeim sem ekki hafa verið bólusettir,
svo bakterían geti ekki dreift sér og
borist frá manni til manns.“
Fimm ára
og yngri
bólusett á
þessu ári
Morgunblaðið/Ásdís
„FRÚ forseti. 212,“ er senni-
lega stysta ræðan ef ræðu
skyldi kalla sem flutt hefur
verið á Alþingi. Þessi orð lét
Þorsteinn Pálsson, þáverandi
dómsmálaráðherra, falla á Al-
þingi í febrúar árið 1993, eftir
að Guðni Ágústsson þingmað-
ur hafði spurt hann að því
hversu margir einstaklingar
hefðu orðið gjaldþrota árið á
undan. Þetta kemur m.a. fram
á sögusýningu, sem nú stend-
ur yfir í Alþingisskálanum, í
tilefni þess að 50 ár eru liðin
frá því Alþingi hóf að nota
hljóðupptökur til að skrásetja
ræður þingmanna.
„Frú for-
seti. 212“
Gott að hafa/10
BANDARÍSKIR embættismenn
staðfestu í gærkvöld að tekist hefði
að handsama einn af hæst settu for-
ingjum al-Qaeda hryðjuverkasam-
takanna, mann sem leitað væri í
tengslum við árásirnar á Bandaríkin
í fyrra. Þeir vildu ekki greina frá því
um hvaða mann væri að ræða en
tóku þó fram að ekki væri um Ayman
al-Zawahiri, hægri hönd Osama bin
Ladens, eða Khalid Shaikh Mo-
hammed aðgerðastjóra að ræða.
FBI varar við hryðjuverkum
Fyrr um daginn hafði bandaríska
alríkislögreglan, FBI, sent frá sér
viðvörun um að hætta væri á að al-
Qaeda kynni að fremja „stórbrotin
hryðjuverk“ er hefðu „mikla, tákn-
ræna merkingu“ í Bandaríkjunum.
Í tilkynningu FBI kom fram að
samkvæmt heimildum stofnunarinn-
ar kunni al-Qaeda að skipuleggja
næstu hryðjuverk sín „með tilliti til
mikils, táknræns gildis, sem mests
mannfalls, sem alvarlegastra afleið-
inga fyrir bandarískt efnahagslíf og
hámarks sálrænna áhrifa“.
Ekki eru nema þrír dagar síðan
fram komu gögn sem benda til að bin
Laden sé enn á lífi.
AP
Öryggi hefur verið hert vegna við-
vörunar FBI, að sögn Condoleezzu
Rice þjóðaröryggisráðgjafa.
Háttsettur
al-Qaeda-
liði hand-
samaður
Washington. AFP.
TÓLF Ísraelar biðu bana og fimmtán
til viðbótar særðust í fyrirsát palest-
ínskra byssumanna í útjaðri borgar-
innar Hebron á Vesturbakkanum í
gærkvöld. Samtökin Íslamska Jíhad
hafa lýst ábyrgð á verkinu á hendur
sér en líklegt þykir að mjög verði nú
þrýst á Ariel Sharon, forsætisráð-
herra Ísraels, að svara árásinni með
einhverjum hætti.
Atburðurinn í gær átti sér stað um
kl. 19.30 að staðartíma en byssu-
mennirnir sátu fyrir ísraelskum
landnemum þar sem þeir voru á leið
heim frá bænastund við helgistað
gyðinga og múslima í Hebron. Land-
nemarnir, sem eru heittrúaðir gyð-
ingar, ganga að helgistaðnum frá
byggð sinni, Kiryat Arba, á hverjum
föstudegi.
Einum tilræðismanna banað
Ísraelskir hermenn þustu þegar á
vettvang fyrirsátarinnar frá bæki-
stöðvum sínum í Kiryat Arba og hófu
palestínsku byssumennirnir þá harða
skothríð að þeim. Bardagar stóðu
fram eftir kvöldi og varð það þess
valdandi að það tók björgunarfólk
hátt í klukkustund að koma hinum
særðu til hjálpar. A.m.k. einn tilræð-
ismannanna féll í bardögunum.
Talsmaður ísraelska hersins sagði
að bæði hermenn og óbreyttir borg-
arar hefðu fallið í árásinni. Er vitað
að a.m.k. þrír landnemar voru í
þeirra hópi. Um er að ræða eina blóð-
ugustu árásina af þessari tegund frá
því að uppreisn Palestínumanna
hófst fyrir rúmum tveimur árum.
„Þetta er í annað skipti á einni viku
sem saklausir borgarar eru myrtir af
mikilli grimmd þar sem þeir eru ann-
aðhvort sofandi í rúmum sínum eða á
leið frá bænagjörð. Útilokað er að
hægt sé að hefja pólitískar viðræður
á meðan palestínskir hryðjuverka-
menn halda áfram þessum árásum
sínum,“ sagði Gilad Millo, talsmaður
ísraelska utanríkisráðuneytisins.
Skærur eru tíðar í Hebron á milli
landnemanna og palestínskra íbúa
borgarinnar. Landnemarnir telja um
sex hundruð manns en um 120 þús-
und Palestínumenn búa í Hebron.
Tólf gyðingar féllu
í fyrirsát í Hebron
Palestínsku öfgasamtökin Íslamska Jíhad
hafa lýst ábyrgð á ódæðinu á hendur sér
Reuters
Björgunarmenn flytja særðan Ísraela frá vettvangi tilræðisins í Hebron.
Hebron, Jerúsalem. AP, AFP.
Uppáhaldslög
Kristins
ÍRASKUR drengur bíður þess að faðir hans ljúki við
bænirnar fyrir framan mosku í Bagdad í gær en heil-
agur mánuður múslima, Ramadan, stendur nú yfir.
Dagblöð í Írak sögðu í gær að Sameinuðu þjóðirnar
yrðu rúnar trausti ef vopnaeftirlitsmenn SÞ, sem halda
til Íraks á mánudag, sýndu ekki hlutleysi í starfi sínu.
Reuters
Beðið í Bagdad