Morgunblaðið - 16.11.2002, Page 3

Morgunblaðið - 16.11.2002, Page 3
Dagur íslenskrar tungu er okkur tilefni til að staldra við, meta stöðu tungumálsins okkar og framtíð þess. Við hjá Mjólkursamsölunni fögnum honum sérstaklega og sendum Íslendingum hátíðarkveðjur í tilefni dagsins. 16. nóvember Á síðustu vikum hafa birst textar eftir íslensk ungmenni á mjólkur- fernum Mjólkursamsölunnar. Þeir eru afrakstur Fernuflugs, ljóða- og örsagnasamkeppni meðal unglinga í 8.–10. bekk, sem haldin var í fyrravetur. 64 textar munu birtast smám saman á næstu mánuðum. Okkur er efst í huga þakklæti til allra sem þátt tóku í verkefninu; ekki síst unglinganna sjálfra, en samstarfið við þá hefur verið einkar ánægjulegt. Þeir hafa sýnt og sannað að íslenskan lifir góðu lífi meðal æsku landsins og við vonumst til að verk þessara rithöfunda framtíðar veki verðskuldaða athygli á borðum landsmanna. S Höfundar framtíðar A B X /S ÍA 9 0 2 1 6 5 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.