Morgunblaðið - 16.11.2002, Page 12

Morgunblaðið - 16.11.2002, Page 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SEX Íslendingar mæta jafn- mörgum Bandaríkjamönnum á hnefaleikasýningu í Laugardalshöll í kvöld en að keppninni standa Sextándinn og BAG, boxklúbbur Hnefaleikafélags Reykjaness. Verður þetta fyrsta stóra keppnin í ólympískum hnefaleikum sem fram fer hér á landi. Þórður Svavarsson, Skúli Vilbergsson, Árni Ísaksson, Skúli Ármannsson, Ævar Ómarsson og Axel Borgarsson verja heiður landans í Höllinni. Skúli Ármanns- son er í boxklúbbi Guðmundar Ara- sonar í Reykjavík en hinir eru frá BAG í Keflavík. Guðjón Vilhelm Sigurðsson er þjálfari strákanna frá BAG. „Ég á von að því að þetta verði æðislegt kvöld. Við vitum að Kanarnir eru góðir tæknilega séð en ég er virki- lega stoltur af því hvað strákarnir eru alltaf brattir og tilbúnir í allt. Það er ekkert verið að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur,“ segir Guðjón Vilhelm og segir hnefaleika eiga framtíð fyrir sé á Íslandi. „Við ætlum okkur að sýna og sanna fyrir þjóðinni hvað við erum búnir að vera að leggja mikið í þetta. Ég verð illa svekktur ef eng- inn frá okkur vinnur bardaga þetta kvöld,“ segir Guðjón Vilhelm en reyndur sænskur dómari og hnefa- leikakappi, Mikael Höök, dæmir keppnina. Sögulegur viðburður „Fólk ætti að vera meðvitað um það að þetta er sögulegur við- burður. Eftir tíu til fimmtán ár á fólk eftir að geta stært sig af því að það hafi verið statt á fyrsta boxvið- burðinum á Íslandi eftir að það var leyft,“ segir Guðjón Vilhelm. Hann segir að fyrsta flokks keppnishringur verði notaður í Höllinni í kvöld og segir að ekkert verði til sparað í umgjörð sýning- arinnar. Lofar hann góðri skemmt- un í Höllinni. „Okkar markmið með þessu er að sýna fram á flott box.“ Íslensku Rottweilerhundarnir hita upp, Páll Rósinkrans verður á staðnum og Jón Gnarr skemmtir. Hnefaleikasýn- ing í Höllinni Ljósmynd/Arnar Fells Æfingin skapar meistarann, líka í hnefaleikum, en myndin er frá æfingu hjá BAG í Keflavík. Guðjón Vilhelm þjálfari er stoltur af íslensku keppend- unum og segir þá ekki ráðast á garðinn þar sem hann sé lægstur. „VIÐBRÖGÐIN hafa hreint út sagt verið eins og í lygasögu, ég er orð- laus,“ segir Stefán Karl Stefánsson leikari um áhuga almennings á samtökunum Regnbogabörn, en stofnfundur þeirra verður í Þjóð- leikhúsinu í dag kl. 14. „Það er á degi sem þessum sem manni finnst óþarfi að sofa,“ bætir hann hlæj- andi við. Fundurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. Á fundinum verður kosin und- irbúningsstjórn sem ætlað er að halda áfram að vinna í samræmi við hugmyndir Stefáns Karls um framtíðarstarfsemi samtakanna. „Við munum vinna áfram að þeim hugmyndum sem ég hef hingað til unnið að, að réttur barna sé virt- ur. Það er vandasamt verk fyrir höndum. Við höfum komið saman meðferðarráði sem mun vinna að meðferðinni sem fram mun fara í húsnæði samtakanna. Við þurfum líka að vinna að samkomulagi um rekstur hússins við Hafnarfjarð- arbæ og að ýmsum sérverkefnum sem við munum beita okkur fyrir. En fyrst og fremst ætlum við að einbeita okkur að því að reyna að stöðva einelti og annað andlegt of- beldi sem veldur vanlíðan fólks. Við munum finna samtökunum góðan og nýtan farveg.“ Stefán Karl segist gera sér grein fyrir að vandamálið sé mikið og erfitt viðfangs. „Ég vil sjá breytingu eftir 25 ár. Ég vil sjá stjórnvöld koma að þessu, ég vil sjá húsið rísa.“ Þá leggur Stefán Karl ríka áherslu á samstarf við aðra aðila s.s. Rauða krossinn sem hann segir þegar í bígerð. Hann hvetur alla til að skrá sig í samtökin og að starfa í þágu þeirra. Lagt er til að áhugasamir styrki Regnbogabörn mánaðarlega um 250 krónur, þ.e. 3.000 krónur á ári til að skapa samtökunum starfs- og rekstr- argrundvöll. „Hugmynd mín er að samtökin fari á fjárlög strax árið 2004. Að öðrum kosti mun þetta ekki getað gengið upp sem skyldi.“ Fyrsta orrustan unnin „Þetta er samfélagsmál, okkar hlutverk er að hlúa að börnunum. Ég lít svo á að ég hafi unnið fyrstu orrustuna í stríðinu og nú ætla ég safna í eitt allsherjar herlið og fara í stríð gegn einelti fyrir fullt og allt. En þetta gerist hægt og rólega.“ Stefán Karl hefur ferðast milli grunnskóla landsins um nokkurt skeið og haldið fyrirlestra um ein- elti sem hvarvetna hafa verið vel sóttir. Nú hefur honum bæst liðs- auki frá leikurunum Gunnari Helgasyni og Felixi Bergssyni sem síðar meir munu leysa hann af hólmi í fyrirlestrahaldinu. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun ávarpa stofnfund- inn. Þá munu söngkonurnar Selma Björnsdóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir syngja við undirleik Kjartans Valdemarssonar píanó- leikara. Pálmi Gestsson leikari er fundarstjóri. Morgunblaðið/Jim Smart Stefán Karl Stefánsson, einn helsti talsmaður þolenda eineltis á Íslandi, vonast til að sjá sem flesta á stofnfundi Regnbogabarna í Þjóðleikhúsinu. Safnað í herlið gegn einelti Stofnfundur Regnbogabarna í Þjóðleikhúsinu í dag Aðspurður segir hann að ef ekk- ert gerist gæti málið á endanum farið fyrir EFTA-dómstólinn, en segist vona að ekki þurfi að koma til þess. Jónas segir að tiltölulega fá samningsbrotamál við Ísland standi opin, eða átján talsins, en í skýrslunni segir að Ísland standi sig best af öllum 18 EES-lönd- unum í að leysa ágreiningsmál fljótt og örugglega. Hanna Sigríður Gunnsteinsdótt- ir, lögfræðingur í félagsmálaráðu- neytinu, segir að aðalskýringin á því að lögleiðing tilskipana er lúta að vinnumarkaði hafi tekið svo langan tíma sé að ráðuneytið hafi samráð við heildarsamtök aðila vinnumarkaðarins. „Þegar margir koma að málum tekur það lengri tíma, það er að- alskýringin,“ segir Hanna Sig- ríður. Hún segir að ekki hafi verið ræddar leiðir til að gera kerfið skilvirkara en bendir á að nú hafi ráðuneytið betri tök á því að undirbúa löggjöf fram í tímann. Hún tekur sem dæmi að nú sé verið að hefja samvinnu við aðila vinnumarkaðarins vegna tilskipana sem teknar hafi verið upp í EES-samninginn og taki gildi árið 2005. ÍSLAND stendur sig ágætlega í að lögleiða tilskipanir sem samþykkt- ar hafa verið á Evrópska efnahags- svæðinu, samkvæmt nýrri skýrslu ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, um framkvæmd EES-samningsins. Ís- land er þar í 6.-7. sæti af öllum 18 ríkjum EES, sem Jónas Fr. Jóns- son, framkvæmdastjóri hjá ESA, telur viðunandi frammistöðu. Í skýrslunni kemur fram að 1,4% tilskipananna hafi ekki verið lög- leidd með fullnægjandi hætti hér á landi. Það er í samræmi við markmið ESB um að aldrei standi meira út af en 1,5% gildandi til- skipana. Gengur hægt að lögleiða vinnumarkaðstilskipanir Jónas bendir á að hægt hafi gengið að lögleiða tilskipanir er varða vinnumarkaðinn hér á landi, það sé þó ekki nýtt vandamál þar sem það hafi einnig komið fram í síðustu könnun. „Þar virðist vera einhver tregða sem maður ætlar að sé ekki af öðrum en skipulagsleg- um toga; að menn vinni ekki nógu hratt við að koma þessu í gagnið. Það er auðvitað ekki gott og ef heldur fram sem horfir held ég að við neyðumst til að gera eitthvað í því,“ segir Jónas. Lögleiðing EES- reglna gengur vel PERSÓNUVERND bárust alls 920 erindi á síðasta ári og náðist að af- greiða 890 erindi. Í árslok voru því 30 mál óafgreidd. Að auki tók Per- sónuvernd við 541 erindi í tilkynn- ingu. Í ársskýrslu Persónuverndar fyrir árið 2001 kemur einnig fram að af nærri 25 milljóna kr. sértekjum hafði stofnunin rúmar 18 milljónir í tekjur af svonefndu eftirlitsgjaldi vegna gagnagrunns á heilbrigðis- sviði. Gjaldið hefur Íslensk erfða- greining greitt þó að gagnagrunnur- inn hafi ekki formlega verið tekinn í notkun. Samkvæmt reglugerð um gagna- grunninn ber Íslenskri erfðagrein- ingu að standa undir kostnaði sem heilbrigðisráðuneytið, starfrækslu- nefnd, Persónuvernd, siðanefnd og landlæknir hafa af því hlutverki sem þessum aðilum er falið að sinna sam- kvæmt ákvæðum laga um gagna- grunninn. Samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu hafa greiðslur aðallega runnið til Per- sónuverndar, aðrar greiðslur hafa verið í biðstöðu. Tilfallinn kostnaður Persónu- verndar í fyrra vegna gagnagrunns- ins nam sem sagt rúmum 18 millj- ónum kr. en aðrar sértekjur voru sérfræðiþjónusta fyrir rúmar 6 millj- ónir. Stofnuninni tókst nokkurn veg- inn að vera innan fjárheimildar frá ríkinu, sem nam 43,5 milljónum, en kostnaður af starfseminni endaði í rúmum 44 milljónum kr. ÍE með 50 rannsóknaleyfi af 64 Í ársskýrslu Persónuverndar er m.a. birt yfirlit um leyfi sem veitt voru vegna vinnslu persónuupplýs- inga í tengslum við framkvæmd vís- indarannsókna á heilbrigðissviði. Af 64 leyfum tengdist Íslensk erfða- greining 50 þeirra ásamt fjölmörg- um vísindamönnum sem eru í sam- starfi við fyrirtækið. Átta leyfi tengdust Urði-Verðandi-Skuld. Þá var starfsleyfi veitt til handa Einnig kemur fram í ársskýrslunni að ÁTVR hafi fengið leyfi til að „skrá“ upplýsingar um þá sem grun- aðir eru um þjófnað í verslunum ÁTVR, þ.e. til söfnunar og vinnslu efnis úr eftirlitsmyndavélum. Persónuvernd bárust 920 erindi á síðasta ári 18 milljónir í sértekjur af gagna- grunninum „SÍMINN hefur undanfarin ár verið með stöðugt varasímasamband í gegnum jarðstöðina Skyggni,“ segir Heiðrún Jónsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Landssímans. Hún segir Símann hins vegar ekki til þessa hafa tryggt sér stöðugt varasam- band í gagnaflutningi í gegnum gervitungl. Greint var frá í Morgunblaðinu í vikunni að Íslandssími hefði tryggt stöðugt varasamband við útlönd með samningum við TDC í Dan- mörku um aðgang að gervitungli. Heiðrún segir að vegna varasam- bandsins í gegnum Skyggni hafi Síminn ekki misst niður símasam- band eins og hin fjarskiptafyrirtæk- in, þegar Cantat3 bilaði 28. ágúst sl. „Hins vegar er afkastageta þess- ara varasambanda mun minni en af- kastageta okkar dagsdaglega, þann- ig að frávísun var óhjákvæmilega einhver á talsímasambandi áður en sambandið var sett yfir gervihnött. Það er því ekkert nýtt að fara þá leið að hafa stöðugt varasamband við út- lönd í gegnum gervitungl eins og Ís- landssími er að boða. Síminn hefur hins vegar ekki til þessa tryggt sér stöðugt varasamband í gagnaflutn- ingi í gegnum gervitungl,“ segir hún. Ákvörðunarvald hjá Símanum Heiðrún segir að í kjölfar atburð- anna 28. ágúst sl. hafi Síminn farið yfir málið með Teleglobe, rekstrar- aðila Cantat3. „Það sem tafði það að varasamband var sett á var að Tele- globe hafði ákvörðunarvald yfir því hvenær sambönd væru flutt um gervitungl. Síminn hefur nú tryggt að í framtíðinni er það ákvörðunar- vald hjá okkur, þannig að við höfum nú forræðið í málinu. Þannig hefur Síminn nú forræðið í málinu eftir 30 mínútna bilun,“ segir hún. Heiðrún bendir einnig á að Sím- inn hafi unnið að undirbúningi að lagningu Farice-sæstrengsins í tæp tvö ár. Auk mikillar vinnu og sér- fræðikunnáttu hafi Síminn lagt út í vel yfir 150 milljóna kr. kostnað vegna verkefnisins. Hún segir Sím- inn hafa verið í forystu við að koma upp nýjun sæsteng til landsins og tryggja þannig stöðugt varasam- band. Vonir standi til að hann verði kominn í gagnið í lok næsta árs og gæði á slíkum varasamböndum séu miklum mun meiri en á samböndum yfir gervitungl. Að sögn hennar hef- ur Síminn einnig skoðað með hvaða hætti hægt væri að tryggja öryggi einstakra viðskiptavina sem eru sér- lega háðir gagnasamböndum vegna eðlis viðskiptanna og er sú vinna enn í gangi. „Síminn er einnig að skoða aðrar leiðir, s.s. sams konar leið og Íslandssími hefur nú farið,“ segir hún. Ekki nýtt að hafa varasamband um gervitungl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.