Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HAGNAÐUR Hampiðjunnar var 200 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins en 177 milljóna króna hagnaður var á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur samstæðunn- ar námu 3.047 milljónum á tíma- bilinu sem er 21% aukning frá fyrra ári. Umfang rekstrar hefur aukist verulega síðustu þrjú árin Hagnaður Hamp- iðjunnar hf. 200 milljónir króna Morgunblaðið/Golli Rekstrartekjur Hampiðjunnar námu 3.047 milljónum á fyrstu níu mánuðum ársins sem er 21% aukn- ing frá fyrra ári. og stefnir sala samstæðu Hampiðj- unnar á þessu ári í að verða um 160% meiri en á árinu 1999. Aukn- ingin frá fyrra ári skýrist að stærstum hluta af innkomu reikn- ingsskila Gundrys Ltd. á Írlandi en félagið sameinaðist Swan Net Ltd. á Írlandi á tímabilinu. Af heild- arveltu voru 82% vegna útflutnings móðurfélagsins eða erlendrar starf- semi dótturfélaga. Það hlutfall hef- ur farið stighækkandi á hverju ári undanfarin 10 ár, en það var 21% árið 1993. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 287 milljón- um króna sem er 9,4% af veltu samstæðunnar, samanborið við 298 milljónir á fyrra ári. Í heildina er velta og framlegð (EBIDTA) í takt við áætlun félagsins. Afskriftir námu 121 milljón og hagnaður fyrir fjármagnsliði var 166 milljónir. Vegna styrkingar krónunnar voru fjármagnsliðir hagstæðir eða samtals 60 milljónir til tekna. Hagnaður fyrir aðrar tekjur og gjöld var 226 milljónir samanborið við 30 milljóna króna tap á sama tíma í fyrra. Aðrar tekjur nema 4 milljónum en námu 116 milljónum á fyrra ári. Skýrist sá liður af hagnaði af sölu hluta- bréfa sem var 51 milljón og öðrum gjöldum er námu 48 milljónum sem skýrist af stærstum hluta af kostn- aði vegna starfslokasamninga á Ír- landi er komu til vegna samein- ingar Swan Net og Gundry. Eigið fé í lok tímabilsins var 1.744 millj- ónir króna og eiginfjárhlutfall sam- stæðunnar 33%. Í tilkynningu til Kauphallar Ís- lands kemur fram að heildar rekstrartekjur samstæðunnar stefna í um 4 milljarða króna á þessu ári. Rekstraráætlun félags- ins gerði ráð fyrir 375 milljóna hagnaði fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBIDTA) og er ekki talin ástæða til að endurskoða þá áætlun þó svo verulegur taprekstur í Bandaríkjunum á fyrri helmingi ársins ásamt kostnaði sem hlaust af sameiningu Swan Net Ltd. og Gundrys á Írlandi dragi niður framlegð félagsins frá því sem ann- ars hefði orðið. „Ákveðið hefur verið að færa eignarhluti Hampiðjunnar í Granda hf. og Vaka DNG hf. samkvæmt hlutdeildaraðferð í ársuppgjöri. Er það gert í ljósi þess að Hampiðjan tekur virkan þátt í rekstri þeirra félaga meðal annars með stjórn- arsetu. Búast má við tekjufærslu vegna þessa í ársuppgjöri,“ segir í tilkynningu félagsins. FULLTRÚI Fidelity-fjárfesting- arsjóðsins kom frá London nýverið til Kaliforníu til að hitta þá Jón Sig- urðsson, forstjóra Össurar, og Gary Wertz, framkvæmdastjóra Össurar í Kaliforníu, að máli og skoða fyrirtækið. Ekki liggur fyrir hvort sjóðurinn muni fjárfesta í fyrirtækinu en fyrr á þessu ári keypti sænski sjóðurinn Industri- värdan 15% hlut í Össuri hf. Industrivärden er eitt stærsta fjárfestingarfyrirtæki á Norð- urlöndum, stofnað árið 1944. Hrein eign þess er um 3,3 milljarðar Bandaríkjadala og er það skráð í Kauphöllinni í Stokkhólmi. Fyr- irtækið sérhæfir sig í fjárfestingum í skráðum félögum á Norð- urlöndum sem talin eru eiga góða möguleika á að þróast áfram. Helmingslíkur á skráningu á erlendum markaði Að sögn Jóns Sigurðssonar hafa erlendir aðilar að öðru leyti ekki fjárfest mikið í félaginu enda þykir það lítið á bandaríska vísu. Segir hann að það séu um helmings líkur á því að Össur sæki um skráningu á erlendum markaði á næstu tveimur árum en væntanlega yrði það í Skandinavíu ef af yrði. Fyrirtækið sé einfaldlega of lítið til þess að fara á bandarískan markað. Þegar Össur keypti bandaríska stoðtækjafyrirtækið Flex Foot fyr- ir tveimur árum hafði það félag kannað með skráningu á Nasdaq en taldi vænlegra að leita eftir samruna við annað félag á stoð- tækjamarkaði. Raunin varð síðan sú að Össur keypti Flex Foot og Century XXII, sem forsvarsmenn Flex Foot höfðu einnig rætt við um mögulegan samruna. Undanfarið ár hefur Össur leitað tækifæra til að fjárfesta í öðrum stoðtækjafyrirtækjum en ekki haft árangur sem erfiði. Jón segir ástæðuna vera þá að forsvarsmenn Össurar sætti sig ekki við það verð sem forsvarsmenn þeirra fyr- irtækja sem rætt hafi verið við settu upp. „Enda er ekkert sem rekur Öss- ur í að kaupa fleiri fyrirtæki því vöxtur þess hefur verið mjög mikill undanfarin ár,“ segir Jón. Þar má nefna að salan hefur aukist um 56% á fjórum árum og hagnaðurinn um 76%. Áætlaður hagnaður Össurar samstæðunnar í ár er 9,5–11,5 milljón dollarar. „Ef Össur kaupir fyrirtæki sem er minna en Össur, án þess að ég vilji fullyrða neitt þar um þar sem við erum ekki að kaupa neitt fyrirtæki, þá er fjárhagsstaða Össurar þannig í dag að við gætum greitt fyrir það án þess að auka við hlutafé í félaginu eða taka lán.“ Stór hluti af starfsemi Össurar felst í þróunarvinnu. Nú er unnið að þróun nýrrar framleiðslu sem verður sett á markað á næsta ári. Meðal þess er rafrænt hné sem er nýjung á stoðtækjamarkaðnum og bindur félagið miklar vonir við framleiðslu þess. Fidelity- sjóðurinn sýnir Öss- uri áhuga Morgunblaðið/Árni Sæberg Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir að það séu um helmingslíkur á því að Össur sæki um skráningu á erlendum markaði á næstu tveimur árum. SAMNINGANEFNDIR Noregs og Rússland hafa komist að sam- komulagi um að veiða 395 þúsund tonn af þorski í Barentshafi á næsta ári. Það er sami kvóti og á þessu ári og þýðir að kvóti Íslands verður einnig óbreyttur. Samkvæmt þríhliða sam- komulagi Ís- lands, Noregs og Rússlands frá árinu 1999, Smugu- samningnum svokallaða, falla þorskveiðiheimildir Íslands í Bar- entshafi niður ef heildarkvótinn fer niður fyrir 350 þúsund tonn. Þessi ákvörðun þýðir að þorskkvóti Ís- lands í Barentshafi verður óbreytt- ur, 3.660 tonn innan norskrar lög- sögu og 2.280 tonn innan þeirrar rússnesku. Auk þess má meðafli af öðrum tegundum vera 30%. Auk kvótans í Barentshafi verð- ur Norðmönnum heimilt að veiða 40 þúsund tonn af þorski á grunn- slóð. Heildarþorskkvótinn er því í raun 435 þúsund tonn. Kvóti Norð- manna verður 195.550 tonn en Rússar fá í sinn hlut 183.500 tonn. Ákvörðun Norðmanna og Rússa er langt umfram ráðleggingar vís- indamanna. Ráðgjafanefnd Al- þjóðahafrannsóknaráðsins hefur lagt til að heildarþorskkvótinn á árinu 2003 verði ekki meiri en 305 þúsund tonn. Þorskveiðar í Bar- entshafi hafa um árabil verið mun meiri en fiskifræðingar hafa talið ráð- legt. Þannig töldu þeir að ekki mætti veiða meira en 180 þús- und tonn af þorski í Barentshafi á yfirstandandi ári en kvótinn var engu að síður ákveðinn 395 þúsund tonn. Ýsukvótinn í Barentshafi verður á næsta ári 101 þúsund tonn sem er 15 þúsund tonnum meira en í ár. Loðnukvótinn verður hinsvegar skorinn niður um meira en helm- ing. Alls verður heimilt að veiða 310 þúsund tonn í Barentshafi á næsta ári en kvótinn í ár er 650 þúsund tonn. Þar af verður hlutur Norðmanna 186 þúsund tonn. Eins náðist samkomulag um að veiða helmingi meira af kóngakrabba í Barentshafi á næsta ári, alls 800 þúsund stykki. Sami þorskkvóti í Barentshafi Loðnukvótinn verður hins vegar skorinn niður um meira en helming EINS OG fram kom í Morgun- blaðinu í gær var framlegð Lands- símans á fyrstu níu mánuðum ársins, fyrir afskriftir og fjármagnsliði, 39% af tekjum. Aðspurð hvort framlegðin hafi verið það mikil að tilefni sé til að lækka gjöld á notendur segir Heið- rún Jónsdóttir, forstöðumaður upp- lýsinga- og kynningarmála hjá Sím- anum, að ef til vill sé framlegðin ekki óeðlilega mikil miðað við eðli rekstr- arins. „Á fjarskiptasviði er mikil af- skriftaþörf, enda fjárfestir Síminn mikið á hverju ári,“ segir hún. Hún segir að rekstrarbatinn milli ára, sem nemur tæpum milljarði, skýrist fyrst og fremst af styrkingu krónunnar. „Við teljum að það sé takmarkað svigrúm til lækkunar gjalda. Ef litið er á OECD-ríki kem- ur í ljós að Íslendingar búa við einna lægstu fjarskiptagjöldin. Þá ber að líta á að arðsemi eigin fjár Lands- símans er 16%, sem er ekki óeðlilega hátt hlutfall.“ Hún segir þó að gjald- skráin, eins og öll starfsemi fyrir- tækisins, sé í endurskoðun. „Við er- um að samræma gjöld og tekjur, sem kom fram í verðskrárbreytingu sem tók gildi 1. ágúst.“ Takmarkað svigrúm til lækkunar gjalda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.