Morgunblaðið - 16.11.2002, Síða 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
18 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
● ÍSLENSKA sjónvarpsfélagið hf. gerir ráð fyrir
að skila hagnaði á næsta ári, að því er fram
kemur í tilkynningu frá félaginu. Skuldir félags-
ins, sem rekur sjónvarpsstöðina Skjá einn, hafa
lækkað um ríflega 60% frá síðustu áramótum
þegar rekstur þess var endurskipulagður.
Hlutafé var aukið, nýir stjórnendur fengnir og
samningar við lánardrottna
hófust. „Þessar aðgerðir
hafa nú skilað þeim ár-
angri að skuldir hafa lækk-
að um 600 milljónir króna
á milli ára og viðsnúningur
hefur orðið í rekstri félags-
ins þannig að stefnt er að
því að félagið verði rekið
með hagnaði árið 2003 í fyrsta sinn í sögu
þess,“ segir í tilkynningu.
Við endurskipulagninguna voru allar óefn-
islegar eignir félagsins afskrifaðar, þ. á m. hlutir
í dótturfélögum sem rekin voru með miklu tapi.
Árið 2001 var tap af reglulegri starfsemi Ís-
lenska sjónvarpsfélagsins 334 milljónir króna
og tap af óreglulegum liðum vegna afskrifta 466
milljónir króna. Heildarskuldir félagsins í árslok
námu 1.067 milljónum en eru nú um 420 millj-
ónir króna.
Áætlanir félagsins gera ráð fyrir 11 milljóna
króna hagnaði fyrir afskriftir og fjármagnsgjöld
(EBITDA) á þessu ári og um 70 milljónum króna
á næsta ári.
Bætt afkoma félagsins er fyrst og fremst rak-
in til fjárhagslegrar endurskipulagningar, aukins
hlutafjár, samninga við lánardrottna auk sterkr-
ar stöðu Skjás eins á auglýsingamarkaði. Að
mati stjórnenda félagsins verður reksturinn enn
um sinn erfiður en útlit er fyrir að áætlanir gangi
eftir. Stjórn félagsins mun óska eftir heimild til
að auka hlutafé frekar á aðalfundi félagsins
sem haldinn verður í næstu viku.
Skuldir Skjás eins
lækka um 600 milljónir
● GENGI bréfa bresku matvörusamsteypunnar
Big Food Group hefur hækkað um 8% síðan á
miðvikudag en í breskum fjölmiðlum kom fram
að Deutsche Bank hefði umboð viðskiptavinar
til að kaupa 5% í fyrirtækinu. Lokagengi á hluta-
bréfamarkaðnum í London í gær var 56 pens á
hlut.
Sérfræðingar í London telja nær öruggt að
bankinn sé að kaupa bréf fyrir hönd Baugs–ID
en Baugur á sem kunnugt er rúm 15% í Big
Food.
Big Food hækkar
● FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Kaldbakur hefur
boðist til að kaupa hlut ríkisins í Íslenskum
aðalverktökum hf., ÍAV. Eiríkur S. Jóhanns-
son, framkvæmdastjóri Kaldbaks, segir að
félagið sjái sér hag í því að fjárfesta í ÍAV og
það hljóti að vera í samræmi við markmið
ríkisstjórnarinnar að einkavæða á kjör-
tímabilinu.
Hlutur ríkisins í ÍAV er rúm 39%. Síðasta
viðskiptaverð með hlutabréf félagsins í Kaup-
höll Íslands var 3,35 og miðað við það er
hlutur ríkisins í félaginu tæplega tveggja
milljarða króna virði.
Eiríkur segir að Kaldbakur eigi nú tæp 8% í
ÍAV og þekki vel til starfsemi fyrirtækisins.
Það sé stefna Kaldbaks að fjárfesta í fyr-
irtækjum á því sviði sem það hafi grunnþekk-
ingu á. „Við töldum okkur hafa grunnþekk-
ingu á fjármálakerfinu og við teljum okkur
hafa þekkingu á starfsemi ÍAV,“ segir Eiríkur.
Tryggvi Þór Haraldsson, umdæmisstjóri
RARIK á Norðurlandi, er stjórnarmaður í Kald-
baki og jafnframt varaformaður ÍAV.
Kaldbakur er að mestu í eigu KEA, Sam-
herja á Akureyri og Lífeyrissjóðs Norðurlands.
Félagið átti í viðræðum við framkvæmda-
nefnd um einkavæðingu, auk S-hópsins svo-
kallaða, um hugsanleg kaup á hlutabréfum
ríkisins í Búnaðarbankanum. Nefnd rík-
isstjórnarinnar ákvað hins vegar að ganga til
viðræðna við S-hópinn, auk einnar eða fleiri
erlendra fjármálastofnana, um kaup á um-
talsverðum hlut í bankanum.
Kaldbakur vill kaupa
hlut ríkisins í ÍAV
NORVIK hf., móðurfélag BYKO hf., hefur
keypt fjórðunghlut í Vátryggingafélagi Ís-
lands hf., VÍS. Ker hf. seldi í fyrradag 25%
hlutafjár í VÍS til Verðbréfastofunnar hf.
fyrir um 3,4 milljarða króna, sem jafnframt
hefur gert framvirkan samning um sölu
hlutarins til Norvikur.
Söluhagnður Kers af sölu hlutarins í VÍS
er samkvæmt tilkynningu frá félaginu um
1,1 milljarður króna. Hann er til kominn af
sölu eignarhlutar sem félagið hefur átt í
VÍS í rúman áratug, samkvæmt upplýs-
ingum frá Geir Magnússyni, forstjóra Kers.
Félagið hagnaðist ekki á sölu þess hlutar
sem það keypti af Landsbanka Íslands í
september síðastliðnum.
Ker keypti 19,32% hlut í VÍS af Lands-
bankanum í september síðastliðnum og var
verðið í þeim viðskiptum kr. 26,0. Verðið
sem Ker fékk fyrir söluna á fjórðungshlut í
VÍS til Verðbréfastofunnar var kr. 25,0.
Við kaup Kers á hlutabréfum í VÍS af
Landsbankanum var eignarhlutur Kers
kominn upp í 29,47%. Við kaupin lýsti Ker
því yfir að félagið myndi minnka aftur hlut
Ker er meðal þeirra sem mynda hinn svo-
kallaða S-hóp, sem mikið hefur verið í sviðs-
ljósinu vegna viðræðna um kaup á kjölfestu-
hlut í Búnaðarbanka Íslands hf. Að sögn
Geirs er félagið betur í stakk búið að takast
á við kaup á hluta í Búnaðarbankanum eftir
sölu hlutabréfanna í VÍS í fyrradag.
Norvik tjáir sig ekki
Jón Helgi Guðmundsson, forstjóri BYKO,
er stjórnarformaður Norvikur hf. Með-
stjórnendur eru Hannes Þór Smárason, að-
stoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar,
Sigurður Egill Ragnarsson, framkvæmda-
stjóri timbursölu BYKO, og Þórður Magn-
ússon, fyrrverandi stjórnarformaður Gild-
ingar. Brynja Halldórsdóttir, fjármálastjóri
BYKO, er framkvæmdastjóri Norvikur.
Brynja sagðist í gær ekkert vilja tjá sig
um kaupin á hlutabréfunum í VÍS og ekki
náðist í Jón Helga, sem er staddur erlendis.
Samkvæmt hlutafélagaskrá Hagstofunnar
er tilgangur Norvikur eignarhald í öðrum
félögum, fjárfesting í verðbréfum og öðrum
eignum og annar skyldur rekstur.
sinn, sem nú hefur gengið eftir. Eftir söluna
er eignarhlutur Kers í VÍS nú 4,45%.
Betur búið undir kaup í BÍ
Að sögn Geirs Magnússonar stóð til að
minnka hlut félagsins í VÍS í dreifðari sölu
en þar sem gott tilboð hafi borist í hlutaféð
hafi stjórnin ákveðið að selja. Hann segir
Verðbréfastofuna hafa gert tilboð um há-
degisbil í fyrradag og að stjórn Kers hafi
ákveðið á fundi síðdegis að ganga að því.
Hlutur Kers í VÍS var um 10% áður en
félagið keypti bréf Landsbankans í sept-
ember en er kominn niður í tæp 5% eftir
söluna í fyrradag. Við kaupin á hlut Lands-
bankans samdi Ker um kaupskyldu á tæp-
lega 15% hlut í febrúar. Það þýðir að vilji
Landsbankinn selja sinn hlut í VÍS í febr-
úar nk. verður Ker að kaupa 15% hlut í VÍS
til viðbótar. Eignarhlutur Kers í VÍS mun
því aukast, að því gefnu að Landsbankinn
selji bréfin, í um 19%. Geir segir aldrei hafa
staðið til að félagið ætti stóran hlut í VÍS
enda sé markmið þess að stuðla að dreifðri
eignaraðild.
Móðurfélag BYKO kaup-
ir fjórðungshlut í VÍS
FÉLÖG í úrvalsvísitölunni í Kauphöll
Íslands eru að meðaltali ekki verðlögð
marktækt hærra en þau sem eru utan
vísitölunnar. Hlutabréf þeirra eru
hins vegar seljanlegri en hlutabréf
annarra. Þetta kom fram í máli Sig-
urðar Atla Jónssonar, framkvæmda-
stjóra Landsbréfa, á ráðstefnu
Landsbankans–Landsbréfa í fyrra-
dag um framtíð hlutabréfamarkaðar-
ins. Hann sagði að svo virtist sem
verðlagning á hlutabréfamarkaði hér
á landi væri hófleg. Landsbréf spá því
að úrvalsvísitalan muni hækka um
10% á næstu tólf mánuðum.
Þorlákur Karlsson, framkvæmda-
stjóri hjá IMG–Gallup, sagði að
skv.rannsókn fyrirtækisins fyrir
Landsbankann–Landsbréf vildi yfir-
gnæfandi meirihluta fagfjárfesta,
sem þátt tóku í rannsókninni, að líf-
eyrissjóðir sameinuðust.
Sigurður Atli greindi frá athugun
Landsbréfa á því hvernig eignarhaldi
væri háttað í íslenskum almennings-
hlutafélögum. Athugunin náði til um
75% markaðarins og sé tekið mið af
henni eiga innlend og erlend fjárfest-
ingarfélög um 29% hlut í íslenskum
almenningshlutafélögum. Þar á eftir
koma lífeyrissjóðir og hlutabréfasjóð-
ir með um 22%, fjármálastofnanir
með 15%, fyrirtæki 14%, ríkið 11% og
einstaklingar 10%.
Að sögn Sigurðar Atla hefur þróun-
in á hlutabréfamarkaði verið í þá átt
að fjárfestar einbeittu sér að félögum
í úrvalsvísitölunni og líklega yrði svo
áfram. Hann varpaði fram þeirri
spurningu hvort félög utan vísitölunn-
ar væru að verða „munaðarlaus“.
Sigurður Atli sagði það alvarlegt
mál sem fram kæmi í markaðsrann-
sókn IMG–Gallup fyrir Landsbank-
ann–Landsbréf, að um helmingur al-
mennings teldi ráðgjafa á fjár-
málamarkaði ekki vera almennt
traustsins verða þegar kæmi að kaup-
um á verðbréfum. Úrtakið í rann-
sókninni, sem Þorlákur Karlsson
kynnti, var 600 einstaklingar á aldr-
inum 16–75 ára og rúmlega 100 fag-
fjárfestar. Þorlákur sagði að vond
persónuleg reynsla gæti verið ástæð-
an fyrir því að almenningur telji ráð-
gjafa ekki traustsins verða.
Alþjóðlegur markaður
á næsta leiti
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallar Íslands, sagði að áherslur
hennar væru fjórþættar; seljanleiki,
skilvirkni, trúverðugleiki og ánægðir
viðskiptavinir. Íslenski hlutabréfa-
markaðurinn væri ágætlega skipu-
lagður og byði fjárfestum góð tæki-
færi til að hagnast. Til að efla
markaðinn þyrfti m.a. að laða að er-
lenda fjárfesta, samræma uppgjör
verðbréfa og koma á fjölmyntakerfi.
Markaðurinn hefði forsendur til að
verða alþjóðlegur á næstu misserum.
Árni Jón Árnason, sjóðsstjóri hjá
Heritable Bank í Lundúnum, sagði
stöðuna á evrópskum hlutabréfa-
mörkuðum svipaða nú og í kringum
1996 og 1997. Það sama kom fram í
máli Stephens P. Wood, aðstoðarfor-
stjóra Alliance Capital Management í
Bandaríkjunum. Hann sagðist bjart-
sýnn um að markaðir vestanhafs
væru á uppleið en Árni Jón vildi ekki
gefa upp ákveðna skoðun á því hvert
stefndi í Evrópu.
Ráðstefna um hlutabréfamarkaðinn
Morgunblaðið/Jim Smart
Frá ráðstefnu Landsbankans-Landsbréfa. Samkvæmt könnun Landsbréfa
eiga einstaklingar um 10% í íslenskum almenningshlutabréfum.
Hóflegt verð á
hlutabréfum
TEKJUR deCODE Genetics,
móðurfélags Íslenskrar erfða-
greiningar, munu aukast á síð-
asta fjórðungi þessa árs, stefnt
er að því að sjóðstreymi verði
jákvætt og jafnvægi náist í
rekstrinum við lok næsta árs.
Þetta var meðal þess sem fram
kom á símafundi um níu mán-
aða uppgjör félagsins sem
haldinn var í gær.
Uppgjörið sýndi að tap de-
CODE Genetics, móðurfélags
Íslenskrar erfðagreiningar,
nam um 9,7 milljörðum ís-
lenskra króna eða sem jafn-
gildir um 35 milljóna króna
tapi á degi hverjum á tíma-
bilinu. Mest var tapið á þriðja
ársfjórðungi eða um 85,7 millj-
ónir dala eða um 7,3 milljarðar
króna en í tilkynningu frá fé-
laginu kemur fram að tapið
hefði einungis orðið um fjórð-
ungur af þeirri upphæð, um 21
milljón dala eða um 1,8 millj-
arðar króna, hefði ekki komið
til afskriftar viðskiptavildar,
uppsagna og hagræðingarað-
gerða hjá fyrirtækinu. Þær
upplýsingar fengust ennfrem-
ur hjá Íslenskri erfðagrein-
ingu að á þriðja ársfjórðungi
hafi fyrirtækið afskrifað við-
skiptavild fyrir tæplega 54
milljónir dala eða um 4,6 millj-
arða króna, vegna samrunans
við MediChem fyrr á árinu.
Þessar 54 milljónir dala, og
raunar um 8,6 milljónir að
auki, eru þó, skv. upplýsingum
frá fyrirtækinu, bókhaldslegt
tap en ekki peningalegt tap. Í
þriðja ársfjórðungi kom enn-
fremur til uppsagna um 200
starfsmanna og er kostnaður
vegna þeirra, um 2,2 milljónir
dala eða tæpar 190 milljónir ís-
lenskra króna, að fullu gjald-
færður í uppgjörinu nú.
Ekki vitað hve
mikið tekjur aukast
Á símafundinum sagði Kári
Stefánsson að gera mætti ráð
fyrir tekjuaukningu hjá fyrir-
tækinu á síðasta fjórðungi árs-
ins 2002. Hann sagði þó ekki
hægt að segja til um að svo
stöddu hversu miklar tekjurn-
ar yrðu. Tekjur deCODE á
fyrstu níu mánuðunum námu
um 32 milljónum dala eða um
2,7 milljörðum íslenskra
króna. Að sögn Hannesar
Smárasonar aðstoðarforstjóra
munu tekjur af samstarfi de-
CODE og Merck, sem stofnað
var til í september sl., koma
fram í uppgjöri fyrir árið 2002.
Í máli Kára Stefánssonar
kom fram að enginn efaðist
lengur um getu deCODE til að
einangra gen en vandinn lægi
hins vegar í að breyta þeirri
þekkingu og tækni sem lægi að
baki rannsóknunum í mark-
aðsvöru. „Við höfum farið úr
því að vera bara í genaupp-
götvun yfir í lyfjaþróun til að
auka virði starfseminnar.“
Kári sagðist telja deCODE nú
vera í stöðu til að geta aukið
virði sitt og sagði síðustu mán-
uði einhverja þá árangursrík-
ustu í sögu fyrirtækisins.
Hann kvaðst enn sannfærðari
nú en áður um að samruninn
við MediChem hefði verið rétt
ákvörðun og sagði að sam-
starfið við Merck ætti eftir að
skila miklu.
Munum ná markmiðum
Fjárhagsáætlun deCODE
fyrir næsta ár er byggð á þeim
samningum sem fyrirtækið
hefur þegar gert. Í áætluninni,
sem gerir ráð fyrir jákvæðu
sjóðstreymi, er því einungis
gert ráð fyrir þeim tekjum og
þeim kostnaði sem þegar er
vitað að fært verður til bókar á
næsta ári. Starfsmaður Morg-
an Stanley spurði á símafund-
inum hvernig deCODE hygð-
ist ná markmiðum sínum um
jákvætt sjóðstreymi. Hannes
svaraði því til að fyrirtækið
væri ekki tilbúið að gefa upp-
lýsingar um það að svo stöddu.
Hann sagði að til þess gæti
komið að fyrirtækinu bærust
áfangagreiðslur vegna nýrra
uppgötvana en slíkt væri ekki
hægt að sjá fyrir. Vildi sá sem
spurði þá fá að vita hversu
mikið gert væri ráð fyrir að
tekjur deCODE þyrftu að
vaxa til að markmiðin næðust.
Kári sagði að ekki væri heldur
hægt að segja til um þetta og
fyrirtækið gæfi ekki upp ná-
kvæmlega hvernig tekjurnar
skiptust. „Við munum ná
þessu markmiði,“ sagði Kári
og lauk þar með umræðu um
áætlanir deCODE á næsta ári.
DeCODE ætlar
að ná jafnvægi
á næsta ári
● KAUPÞING fékk slæma útreið í sænsku
pressunni í gær þegar viðskiptablaðið Dagens
Industri birti frétt þar sem það hvetur hluthafa í
JP Nordiska til að neita tilboði Kaupþings banka
hf. í bréf þeirra. Lýsir blaðið Kaupþingi sem
skuldugu fjármálafyrirtæki og mælir síst með
viðskiptum við það.
Gagnrýninni mótmælti Kaupþing síðar og birti
blaðið yfirlýsingu frá Kaupþingi þar sem það
segir blaðið hafa farið með rangt mál. Kaupþing
kveðst hafa sætt óverðskuldaðri gagnrýni í
sænskum fjölmiðlum. Ennfremur vill Kaupþing
árétta að fyrirtækið hafi alla burði til að yfirtaka
JP Nordiska bankann en fjölmiðlar í Svíþjóð
hafa látið í ljós efasemdir um að svo sé.
Svíar efast um Kaupþing