Morgunblaðið - 16.11.2002, Page 19
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 19
REKSTUR samstæðu Opinna kerfa
skilaði 158 milljóna króna hagnaði á
fyrstu níu mánuðum ársins, saman-
borið við 204 milljóna tapa á sama
tímabili 2001. Rekstrarhagnaður
fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir
(EBITDA) nam 601 milljón, en var
341 milljón fyrstu níu mánuði ársins
2001. Rekstrartekjur samstæðunnar
jukust um 78% milli tímabila og eru
nú 7.478 milljónir króna. Rekstrar-
gjöld jukust um 79% og eru nú 7.101
milljón. Veltufé frá rekstri það sem
af er árinu er um 476 milljónir króna,
en var um 186 milljónir á sama tíma-
bili í fyrra. Veltuaukningin kemur að
mestu frá starfsemi félagsins erlend-
is, sem bættist við samstæðuna í des-
ember 2001.
Eiginfjárhlutfall er 0,26, en var
0,22 31. desember. Innra virði hluta-
fjár er 6,00, samanborið við 5,28 um
síðustu áramót.
Afkomubati
hjá Opnum
kerfum