Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.11.2002, Blaðsíða 24
KOMMÚNISTAFLOKKUR Kína, sem hefur einokun á valdinu í fjöl- mennasta landi heims, lauk á fimmtu- dag 16. flokksþingi sínu með því að skipa nýja miðstjórn, þar sem níundi hver hinna alls 356 meðlima eru nýir, yngri menn með góða menntun að baki. Á fyrsta fundi nýju miðstjórn- arinnar í gær voru teknar ákvarðanir um hverjir ættu að fara fyrir hinum 66 milljónum flokksmanna næstu árin – og þar með stýra Kína með sína 1,3 milljarða íbúa. Miðstjórnin, sem hefur 198 fasta- fulltrúa og 158 fulltrúa „til reynslu“, kaus að bjóða hinum 76 ára gamla Jiang Zemin, sem nú lætur af flokks- leiðtogaembættinu en verður áfram forseti landsins fram í marz, að sitja áfram sem formaður hermálanefndar flokksins. Þannig að Jiang, sem gjarnan sér sín minnzt sem eins af þremur „stórum“ leiðtogum Kína - Maó Tsetung, Deng Xiaoping og Jiang Zemin! – heldur þessu valda- mikla embætti, jafnvel þótt hann hafi þegar látið af flokksleiðtogaembætt- inu og hyggist hætta sem forseti Kína í marz. Þegar þar að kemur mun arftaki hans í flokksleiðtogasætinu, hinn 59 ára gamli núverandi varaforseti Kína, Hu Jintao, taka einnig við forseta- tigninni. Þessi áform voru staðfest á miðstjórnarfundinum í gær. En þá kom að hinu óvænta. Nýja miðstjórnin skipti út öllum sex með- limum æðstu stjórnar flokksins, framkvæmdanefndar stjórnmála- nefndarinnar, sem skipuð er fulltrú- um úr miðstjórninni. Framkvæmda- nefnd þessi er í raun æðsta valdastofnun Kína og meðlimir henn- ar munu allir fá áhrifamestu embætt- in í ríkisstjórninni þegar þjóðþingið kemur saman næst, í marz á næsta ári. Búizt var við nokkrum þeim mannabreytingum sem ákveðnar voru, vegna hinnar „óskrifuðu“ reglu um að menn dragi sig í hlé þegar þeir eru komnir yfir sjötugt. En mið- stjórnin gerði betur; Hu Jintao er eini maðurinn sem var endurkjörinn til setu í framkvæmdanefnd stjórnmála- nefndarinnar og auk þess kjörinn í embætti aðalritara flokksins, þ.e. flokksleiðtoga. Þannig hlaut enginn annar sem áður átti sæti í fram- kvæmdanefndinni endurkjör. Þar með gaf nýja miðstjórnin til kynna að tími hefði nú verið kominn á kyn- slóðaskipti í æðsta lagi flokksins, og allir nýju meðlimirnir í framkvæmda- Jiang heldur áhrifum þrátt fyrir uppstokkun Jiang Zemin heldur áfram sem æðsti yfirmaður hersins en annars skipti kínverski kommúnistaflokkurinn allri for- ystusveitinni út fyrir yngri menn, skrifar Niels Peter Aarskog, fréttaritari Morgunblaðsins í Peking. AP Hu Jintao, nýr aðalritari kínverska kommúnistaflokksins, í miðju, ásamt hinum átta nýju meðlimum fastanefndar stjórnmálanefndar flokksins á fyrsta fundi nýju miðstjórnarinnar í Peking í gær. nefnd stjórnmálanefndarinnar, sem jafnframt var óvænt stækkuð úr sjö meðlimum í níu, eru í kring um sex- tugt. Elzti meðlimurinn er nú 66 ára. Og það sama á við um alla stjórn- málanefndina, sem í eiga sæti 24 fastafulltrúar og einn „til reynslu“. Þeir eru allir á aldursbilinu 54 til 66 ára. Meirihlutinn er meira að segja undir sextugu. Athyglisvert er einnig að allir 25 meðlimir stjórnmálanefnd- arinnar hafa gengið í gegnum lang- skólanám og allir hafa komizt í beina snertingu við atvinnulífið sem for- stjórar í hinum ýmsu ríkisreknu fyr- irtækjum. Jiang áfram „númer eitt“ Þótt Jiang Zemin hafi ekki verið endurkjörinn í stjórnmálanefndina eða framkvæmdanefnd hennar mun hann halda stöðu formanns hermála- nefndar flokksins, mun hann í augum valdastéttarinnar í Kína á næstu ár- um eftir sem áður vera álitinn „númer eitt“ í goggunarröðinni; Hu Jintao muni þurfa að sætta sig við að vera númer tvö, jafnvel þótt hann geti eftir rúma þrjá mánuði bætt titlinum „for- seti“ á flokksleiðtoga-nafnspjaldið sitt. Nákvæmlega eins og gerðist í leiðtogatíð Dengs Xiaopings, sem nú er látinn; hann var áfram álitinn núm- er eitt í valdapýramídanum í Kína en Jiang Zemin númer tvö, jafnvel þótt Jiang hefði verið allt í senn flokks- leiðtogi, forseti og formaður hermála- nefndarinnar, þ.e. hafði formlega séð alla tauma í sínum höndum. Jiang Zemin mun sem sagt áfram hafa mikil áhrif á stjórnmálaþróun í Kína. En þau tryggði hann sér einnig á allt annan hátt á hinu nýafstaðna flokksþingi. Hann fékk þingið nefni- lega til að samþykkja nýja bókun við lög flokksins, þar sem sú stefna sem hann kýs er lýst jafngild hugmynda- fræði Marx, Maós og Deng Xiaop- ings. Þar skiptir mestu sú ákvörðun Jiangs að vilja stýra kommúnista- flokknum meira inn að miðjunni, svo að hann verði ekki lengur aðeins flokkur verkamanna, bænda og búa- liðs, heldur bjóði líka velkomin í sínar raðir miðstéttina og kapítalista. Að flokkurinn verði flokkur allrar þjóð- arinnar. ’ Í augum valdastéttarinnar verður Jiang áfram númer eitt. ‘ ERLENT 24 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ZERO PLUS ww w. for va l.is ÞEIR rændu viðskiptaforkólfum, skutu lögreglumenn og rændu flug- vél. Jafnvel eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september í fyrra eru misheppnuðu þýsku upp- reisnarmennirnir sem ollu ótta og skelfingu á áttunda og níunda ára- tugnum farnir að komast svolítið í tísku. Þýskir vinstrisinnar hafa alltaf saknað svolítið hugsjóna stúd- entahreyfingarinnar – sem var upp- spretta hinnar ógnvænlegu Rauðu herdeilda – andstöðunnar við Víet- namstríðið, uppreisnarinnar gegn þögn kynslóðar foreldra stúdent- anna um heimsstyrjöldina síðari, gegn þjóðfélagi sem enn var meng- að af gömlum nasistum. Endurvakning eða saklaus túlkun? Nú benda nýjar kvikmyndir, sem sýna hryðjuverkamennina í öllu viðkunnanlegra ljósi, og fjöldi huggulegra tískuklæða til þess, að verið sé að mála söguna í nýjum lit- um. Sumir, þeirra á meðal forseti Þýskalands, hafa áhyggjur af end- urvakningu poppmenningarinnar á Rauðu herdeildunum, en aðrir líta á þetta sem saklausa túlkun á liðinni tíð. „Það er orðin til klíka sem finnst flott að líta á Rauðu herdeildarlið- ana sem eins konar Hróa hetti,“ sagði Klaus Bölling, sem var tals- maður stjórnvalda þegar óöldin náði blóðugu hámarki sínu haustið 1977, eða fyrir aldarfjórðungi. „En morð er morð og Þjóðverjar vita að hugsjónahryðjuverk eru raunveru- leg ógn, núna og í framtíðinni.“ Átjánda október 1977 greindi Bölling þýsku þjóðinni frá því, að þýskir hermenn hefðu frelsað 86 gísla sem haldið var í Lufthansa- þotu er hafði verið rænt og snúið til Mósambík í þeim tilgangi að krefj- ast lausnar þriggja foringja Rauðu herdeildanna, er voru í fangelsi. Foringjarnir þrír, Andreas Baader, Ulrike Meinhof og Jan-Carl Raspe, sviptu sig lífi í fangelsinu eftir að flugránið fór út um þúfur. En það kom líka í hlut Böllings daginn eftir að greina þjóðinni frá því að lík formanns Sambands þýskra iðnrekenda, Hanns-Martins Schleyers, sem hafði verið rænt, hefði fundist í farangursgeymslu á bíl. Rauðu herdeildirnar frömdu síðar sprengjutilræði er beindist gegn bandaríska hernum og réðu af dögum fjölda áhrifamanna í kaup- sýslu og stjórnmálum. Þær voru ekki formlega lagðar niður fyrr en 1998, en höfðu þá verið aðgerð- arlausar í nokkur ár. Uppdiktuð endalok Baaders Nokkur mál eru enn óleyst og einhverjir glæpamenn ganga laus- ir. Samt eru kvikmyndagerð- armenn og rithöfundar, margir hverjir af sömu kynslóð og Rauðu herdeildarliðarnir, byrjaðir að end- urskoða tímabilið og áhersla þeirra á glæpamennina hefur vakið óhug hjá eldri Þjóðverjum. Kvikmyndagerðarmaðurinn Volker Schlöndorff, sem hlotið hef- ur Óskarsverðlaun, braut ísinn 1999 með kvikmyndinni Þjóðsögur af Ritu, er fjallar um unga konu sem kemst í kynni við hryðjuverka- hreyfinguna vegna hugsjóna og ást- ar. Nú í ár hafa verið sýndar í kvik- myndahúsum og sjónvarpi hátt í tíu myndir um tímabilið. Umdeildasta kvikmyndin er Baader, sem fjallar um annan helm- inginn af Baader-Meinhof-nafninu sem var upphafið að Rauðu her- deildunum. Myndin fékk mjög slæma dóma á kvikmyndahátíðinni í Berlín fyrir að draga upp glæsi- mynd af tímabilinu, en engu að síð- ur var myndin verðlaunuð. Höfundur myndarinnar um Baader er lítt þekktur þýskur leik- stjóri, Christopher Roth. Hún hefst á dynjandi pönkrokklagi og síðan fara tveir tímar í að draga upp glæsimynd af Andreas Baader sem skapmiklum einfara sem hefur áhuga á flottum fötum og kraft- miklum bílum. Myndin endar með skálduðum ævilokum hans, þar sem hann stendur einn gegn mörgum tugum vopnaðra lögreglumanna og kemur hlaupandi út úr bílskúr, þar sem hann hafði verið króaður af, skjót- andi af byssum sínum. En raunin var sú, að Baader var handtekinn og fangelsaður 1972, fimm árum áður en hann framdi sjálfsmorð. „Undarleg yfirvegun“ Þegar Johannes Rau, forseti Þýskalands, ávarpaði ættingja fórnarlamba hryðjuverkamann- anna, er 25 ár voru liðin frá morð- inu á Schleyer, lét hann í ljósi áhyggjur af því að ungt fólk í Þýskalandi vissi of lítið um það, sem raunverulega gerðist. Hann hrósaði sumum heimildarkvikmyndum fyr- ir að ná að sýna óttann sem ríkt hefði á þeim árum þegar ógnin af Rauðu herdeildunum var sem mest, en aðrar myndir virtust „undarlega hlutlausar og yfirvegaðar. Það vantar í þær tilfinningu og samúð“. Verslanir bjóða upp á nærföt með slagorðinu PRADA-MEINHOF, sem er útúrsnúningur á Baader-Meinhof, en notkunin á vörumerkinu Prada er án leyfis. Í búð í Berlín er hægt að fá stutt- ermaboli fyrir smábörn með áletr- uninni „Terrorist“ eða hryðju- verkamaður. „Táknmyndir morða hafa aftur komið upp á yfirborðið í glæsi- legum auglýsingaherferðum, eins og hryðjuverkamennirnir séu popp- menningarhetjur,“ sagði Rau. En aðrir halda því fram, að ástæðan fyrir því að hægt er að draga hryðjuverkamennina aftur upp á yfirborðið sé sú, að tími þeirra skipti ekki lengur máli. Joschka Fischer, utanrík- isráðherra Þýskalands, var á árum áður leiðtogi stjórnleysingja sem háðu götubardaga í Frankfurt – og það er hluti af þeirri dulúð sem hef- ur átt þátt í að gera hann að vinsæl- asta stjórnmálamanni landsins. Lögmaðurinn Otto Schily, sem er nú innanríkisráðherra, var einu sinni verjandi Baaders fyrir rétti. Kvikmyndir á borð við Baader, sagði dagblaðið Süddeutsche Zeit- ung, sýna einmitt „hversu algerlega minningarnar hafa glatað pólitísku innihaldi sínu, og hvað október 1977 er horfinn djúpt í botnleðj- una“. Christoph Heiss, fertugur at- vinnuleysingi, sagði eftir að hafa séð kvikmyndina Baader: „Það er svo langur tími liðinn að þetta hefur annað gildi núna. Þetta er þegar orðið þáttur í mannkynssögunni – jafnvel poppsögunni.“ Terroristar komnir í tísku AP Þessi stuttermabolur fyrir börn með áletruninni „hryðjuverkamaður“ fæst í verslun í Berlín og tilheyrir vöru- merkjalínu er heitir „The Baby of the Beast“, eða „barn skepnunnar“. Berlín. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.