Morgunblaðið - 16.11.2002, Side 29
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 29
,
Síðumúla 34 • 108 Reykjavík • Sími 533 3331
AFSLÁTTUR • Innrömmun
Opið laugardag 11-16, sunnudag 13-16
20% speglar • 20% plaggöt • 20% ísl. grafík
16.-20. nóvember20%
„ÞAÐ er mjög góð hreyfing á bygg-
ingamarkaðnum á Suðurlandi. Það
er mikið um lóðaúthlutanir á þétt-
býlisstöðunum en ég geri ráð fyrir
að í Hveragerði, á Selfossi, Eyrar-
bakka og Stokkseyri sé búið að út-
hluta lóðum fyrir 100 íbúðir á síð-
astliðnum tveimur mánuðum. Þetta
eru verkefni sem ekki er byrjað á
enn. Síðan er heilmikið uppi í sveit-
um, ég hef til dæmis orðið var við að
tíu íbúðir á Laugarvatni eru í und-
irbúningi og síðan er mikið um að
vera á Hellu,“ sagði Ingvi Rafn Sig-
urðsson, sölustjóri hjá BYKO á
Suðurlandi, en hann fylgist mjög vel
með allri hreyfingu varðandi lóðaút-
hlutanir hjá sveitarfélögum enda er
þar á ferðinni markhópur hans í
starfinu. Ingvi Rafn kynnti starf-
semi sína ásamt fleirum á bygg-
ingadögum í síðustu viku hjá fast-
eignasölunni Árborgum á Selfossi.
Ingvi Rafn sem er við annan
mann á söluskrifstofunni stendur
daginn út og inn í tilboðsgerð fyrir
fólk í leit að innréttingum og fyrir
verktaka og húsbyggjendur í efnis-
kaupum. „Við sendum stóran bíl á
hverjum degi hingað austur með
efni sem keyrt er til kaupandans.
Um er að ræða allt sem til er hjá
BYKO og þetta er mjög líflegt enda
Suðurland góður markaður fyrir
byggingarefni,“ sagði Ingvi Rafn.
Parhúsalóðir vantar á Selfossi
„Það vantar tilfinnanlega lóðir
fyrir parhús á Selfossi,“ sagði Krist-
ján Jónsson byggingaverktaki en
hann var með einbýlishús í kynn-
ingu á byggingardögum Árborga.
„Ég hef alltaf selt vel þessi parhús
sem ég hef verið með og hér er
meiri eftirspurn eftir þeim. Þau eru
ódýrari í byggingu og mjög þægi-
legur kostur fyrir fólk en parhúsin
koma næst því að vera í einbýli,“
sagði Kristján sem afhendir húsin á
þremur byggingarstigum.
„Ég fékk strax viðbrögð hjá fólki
eftir að ég setti þessi hús á sölu,“
sagði Jón Albertsson hjá bygginga-
félaginu Laska sem kynnti raðhús
sem fyrirtækið er með í byggingu í
Fosslandinu á Selfossi. Hann seldi
strax eitt hús á fyrsta kynningar-
degi fasteignasölunnar. „Það er fólk
á öllum aldri sem spyr um þessi hús
og greinilegt að það er mikil hreyf-
ing í þá átt að fólk vill setjast að hér
í þéttbýlisstöðunum í sýslunni.
Sigurður Guðmundsson, sölu-
maður hjá Árborgum, sagði við-
brögð við byggingadögunum góðar
og viðtökur mjög líflegar við öllum
nýjum húsum og íbúðum sem kæmu
á markaðinn. Sem dæmi um það
nefndi hann að í 20 herbergja blokk
sem væri í byggingu í Fosslandinu
og rétt að skríða upp úr jörðinni
væri nú þegar búið að selja 10 íbúð-
ir og mikið spáð í þær sem eftir
væru. Þannig mætti vel merkja
mikinn áhuga fólks á búsetu á svæð-
inu.
Mikil hreyfing
á bygginga-
markaðnum
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Við kynningarborðið á byggingadögum Árborga. Kristján Jónsson byggingaverktaki, Sigurður Guðmundsson
sölumaður, Ingvi Rafn Sigurðsson, sölustjóri BYKO á Suðurlandi, og Jón Albertsson hjá byggingafyrirtækinu
Laska. Í dyrunum fyrir aftan er einn af viðskiptavinum dagsins.
Selfoss
LOKIÐ er nú röð fjögurra fyrir-
lestra sem haldnir hafa verið í sam-
vinnu Barnaskólans á Eyrarbakka
og Stokkseyri og Byggðasafns Ár-
nesinga í tilefni af 150 ára afmæli
skólans.
Allir hafa þessir fyrirlestrar
fjallað um skólamál, viðhorf í fortíð
og reynt hefur verið að spá í framtíð-
ina.
Síðastur í röðinni var fyrirlestur
sem bar heitið „þekking, frá skorti til
offlæðis“, sem fluttur var af prófess-
or Erni D. Jónssyni.
Þessi fyrirlestrakvöld hafa mælst
mjög vel fyrir hjá fólki og hafa að
jafnaði verið vel sóttir. Standa þess-
ar samkomur að jafnaði frá kl. 8.30
til 22.30, með stuttu kaffihléi. Eftir
hlé eru jafnan fjörugar umræður til
loka.
Ljósmynd/Óskar Magnússon
Örn D. Jónsson í ræðustól hússins.
Fyrir-
lestraröð
í Húsinu
Eyrarbakki
„ÞEGAR svona er háttað þá veit
enginn ókunnugur hvert hann á að
beygja og hingað er alltaf að koma
fólk annarstaðar frá. Það má alls
ekki gleyma að setja upp götuskilt-
in þegar gengið er frá svona nýju
og glæsilegu umferðarmannvirki
eins og þessu hringtorgi hér á
Tryggvagötu, Langholti og Foss-
heiði,“ segir Ólafur Ólafsson fyrr-
verandi fulltrúi á bæjarskrifstofu
Árborgar.
„Ég var á Blönduósi í sumar og
lenti þá í þessu að göturnar voru
illa merktar og þá villist maður. Ef
ekkert er merkt þá missa þeir þráð-
inn sem eru ókunnugir og ruglast í
ríminu,“ sagði Ólafur og benti á að í
svona framkvæmdum ætti götu-
merkingin að vera inni í verkinu og
að það væri óþarfi og neyðarlegt að
hana vantaði.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Ólafur Ólafsson við hringtorgið.
Munið
að merkja
Selfoss
HÓTEL Ljósbrá hefur verið rekin af
Smára Sæmundssyni og Þorvaldi
Ásgeirssyni frá 15. september 2001.
Eiginkona Smára er Guðríður Gísla-
dóttir og eru þau hjón fastastarfs-
menn hótelsins. Að sögn Smára er
hótelið í raun tvískipt, þ.e. hótel sem
hýst getur 14 manns og farfugla-
heimili sem hýsir allt að 18 manns.
Síðastliðið sumar voru gistinæturn-
ar um 1700 og voru gestirnir að meg-
inhluta erlendir ferðamenn. Nokkuð
hefur verið um að innlendir og er-
lendir hópar hafi komið og fyllt allt
gistirými, þá eru haldnar veislur,
sungið og dansað fram á kvöld. Hótel
Örk vísar gestum á Hótel Ljósbrá
þegar yfirfullt er á Örkinni.
Hótel Ljósbrá hefur sett sér um-
hverfisstefnu sem hljóðar svo:
Hótel Ljósbrá ehf leggur áherslu
á að starfsemi hótelsins hafi sem
minnst skaðleg áhrif á ytra umhverfi
sem og að starfsumhverfi sé eins og
best verður á kosið.
Hótel Ljósbrá ehf gætir þess í
rekstri sínum að uppfylla allar kröf-
ur laga og reglugerða um hollustu-
vernd og verndun umhverfis. Hótel
Ljósbrá ehf beinir viðskiptum sínum
fyrst og fremst til aðila sem uppfylla
sömu lágmarkskröfur.
Hótel Ljósbrá ehf hefur sett sér
eigin stefnumið og markmið í um-
hverfismálum sem í mörgum grein-
um ganga lengra en lög og reglur um
umhverfismál og umhverfisvernd
mæla fyrir um. Með umhverfisstefnu
sinni skuldbindur Hótel Ljósbrá ehf
sig til að vinna að því með kerfis-
bundnum hætti að ná þeim mark-
miðum sem fyrirtækið hefur sett sér
varðandi umhverfisvernd.
Unnið á Netinu
Umhverfisstefnan og fram-
kvæmdaáætlunin sem og endurskoð-
un hennar er gerð í samstarfi við um-
hverfisfyrirtækið BELUGA ehf og
hefur hlotið viðurkenningu um að
uppfylla kröfur BELUGA um um-
hverfisstefnu.
Beluga er nýtt fyrirtæki, stofnað
sl. vor, sem sérhæfir sig í öllu því
sem lýtur að umhverfismálum. Fyr-
irtækið aðstoðar önnur fyrirtæki við
að koma á metnaðarfullri umhverf-
isstefnu sem jafnframt er markmið-
atengd. Að sögn Úlfs Björnssonar
talsmanns Beluga eru verkefni þess
að stórum hluta unnin í gegnum net-
ið. Í sumar hefur aðallega kynning-
arstarfi verið sinnt, en núna er verk-
efnastaða orðin allgóð og góðar
horfur á enn fleiri verkefnum.
Starfsmenn Beluga eru 6 – 8 og eru
þeir staðsettir um allt land, sem er
umhverfisvænt því með því sparast
ferðakostnaður og ferðir.
Heimasíða fyrirtækisins er bel-
uga.is.
Hótel Ljósbrá – um-
hverfisstefnan vottuð
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Afhending vottunarinnar. Frá vinstri: Guðjón Ólafsson frá Beluga, Smári
Sæmundsson, hótelstjóri Hótels Ljósbrár, og Úlfur Björnsson frá Beluga.
Hveragerði