Morgunblaðið - 16.11.2002, Síða 32

Morgunblaðið - 16.11.2002, Síða 32
LISTIR 32 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Nútímadanshátíð Tjarnarbíói. Kl. 17: Skin eftir Ástrósu Gunn- arsdóttur, Solo2 eftir C. Corbett og Rokstelpan eftir Sveinbjörgu Þór- hallsdóttur. Kl. 20.30: Bylting hinna miðaldra eftir Ólöfu Ingólfsdóttur og Ismo-Pekka Heikinheimo. Nemar úr Listaháskóla Íslands verða með leiðsögn kl. 15 um sýn- inguna Flökt-Ambulatory- Wandelgang í Nýlistasafninu. Hafdís Vigfúsdóttir lýkur burtfar- arprófi í þverflautuleik frá Tónlist- arskóla Kópavogs með tónleikum í Salnum kl. 16. Lúðrasveit Verkalýðsins heldur barna- og fjölskyldutónleika í Ráð- húsi Reykjavíkur kl. 14. Höllin, Vestmannaeyjum Lög- reglukórinn heldur tónleika kl. 15. Maríella, Skólavörðustíg 12 Verk eftir Sigtrygg Bjarna Baldvinsson „Treemix-Skýmix “ verður á Mynd- veggnum til 9. desember. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is ÞETTA er ekki í fyrsta sinnsem Guðbergur Bergssonsetur saman myndlist-arsýningu í Gerðarsafni heldur hafa þau, Guðbergur og for- stöðumaður safnsins, Guðbjörg Kristjánsdóttir, átt heilladrjúgt samstarf á þessum vettvangi áður. Fyrst þegar Guðbergur valdi högg- myndir Sæmundar Valdimarssonar á sýningu í safninu í árslok 1998, í tilefni 80 ára afmælis listamannsins. Síðar þegar ákveðið var að setja upp sýningu á verkum úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar í Síld og fisk og eiginkonu hans, Ingibjargar Guðmundsdóttur. Sýningin, Lífs- hlaup, stóð yfir um aldamótin 2000. Fyrir um tveimur árum vaknaði sú hugmynd að gera sýningu um birtuna í íslenskri myndlist sem nú er að líta dagsins ljós. „Maður veit aldrei hvernig hug- mynd vaknar, sjáðu til,“ segir Guð- bergur þegar hann er spurður um kveikjuna að inntaki sýningarinnar. „En maður tekur eftir því að birtan skiptir afar miklu máli í íslenskri myndlist. Þú sérð það á þessari sýn- ingu,“ segir hann og rennir aug- unum um salarkynnin. „Hér eru ekki myndir af íslensku landslagi heldur af íslenskri náttúru eða öllu heldur birtunni sem ég held að hafi ríkari áhrif á okkur en landslagið sem slíkt. Það hvað birta kunni að vera er reyndar afstætt því hún getur líka verið sú tegund af dimmu sem vekur ljósið. Það er auðsætt á því hvernig sköpunin varð að veruleika í Heil- agri ritningu. Hlutir geta verið til þótt þeir sjáist ekki. Í kristna hluta heimsins er fyrsta dæmið um birt- una og áhrif hennar að finna í Bibl- íunni. Þar er eiginleiki ljóssins for- senda fyrir því að sköpunarverk guðs verði sjáanlegt. Áður hafði það verið ósýnilegt eins og hugmynd: Jörðin eyðileg, tóm og dimm en and- inn sveif yfir vötnunum. Eins er það með listaverkin. Þau eru til í formi hugmyndar sem vaknar og verður að raunveruleika. Slík vakning verð- ur líka til þegar við sjáum íslenska myndlist frá nýjum sjónarhóli og fáum óvænt viðhorf til hennar.“ Hvernig valdir þú listamennina sem hér eiga verk, þau Ásgerði Búa- dóttur, Brynhildi Þorgeirsdóttur, Eyborgu Guðmundsdóttur, Hring Jóhannesson og Vilhjálm Bergsson? „Ég valdi þau vegna þess að þau komu flest fram þegar áhrif lands- lagsmálverksins voru að dvína og hið óhlutbundna málverk tók við. Afstrakt málverkið hefur aldrei verið eins vinsælt og myndir af ís- lensku landslagi. Með þessari sýn- ingu langar mig að koma á framfæri að málararnir mála ekki landslag heldur birtuna, hið andlega í ís- lenskri náttúru. Afstraktlistin hefur öðru fremur verið andleg list. Stað- festingu á því er hægt að sjá í verk- um Ásgerðar og Eyborgar. Og það er auðsætt í verkum Hrings og Vil- hjálms. Hringur tengist birtu jarðar, Vilhjálmur birtu geimsins. Mig langar líka til að gera áhorf- endunum ljóst hvað er mikið sam- hengi á milli allra listamannanna á sýningunni. Það er andlegt samband á milli þeirra hvað varðar litanotkun sem á sér djúpar rætur í íslensku hug- arfari og listsköpun. Þó að litir séu ekki nefndir í Eddukvæðum þá er andlegi blærinn í ljóðunum jafnan í ákveðnum „huglægum“ litum. Síðan sést á seinni tímum hvernig þessir litir, nefndir með nafni, eru eins og undiralda í íslenskri menningu og hefur áhrif á það hvernig málararnir hverfa til ákveðinnar litanotkunar. Þannig eru hefðirnar meðvitaðar, ómeðvitaðar. Litirnir sem alvarlegir málarar og myndlistarmenn nota eru fremur dimmir. Að miklu leyti stafar það af því að í Eddukvæðunum eru andlegu litirnir dimmir litir. Í dimmunni get- ur líka falist birta. Það er líka hægt að sjá samhengi í formunum sem þessir listamenn nota. Þau endurtaka sig ekki bein- línis í verkunum heldur eiga sér viss- ar hliðstæður sem auka fjölbreytni. Þessi form eru ferhyrningar og þrí- hyrningar og afleiðingar þeirra. Ástæðan fyrir því að ég ákvað að hafa myndina af fjallinu Keili utan á sýningarskránni er sú að þríhyrn- ingurinn er greinilega ríkjandi form hjá mörgum íslenskum listamönn- um.“ Flökta til og frá „Það er fleira sem sameinar þessa myndlistarmenn sem sýna hér í Gerðarsafni. Eitt er það að þeir hafa afar ákveðna myndsýn og eru ekki að leita eftir neinu öðru en að koma henni á framfæri. Það sem háir íslenskum myndlist- armönnum og íslenskum listamönn- um almennt er eins konar umkomu- leysi. Þeir eru sífellt óþolinmóðir að leita að viðurkenningu. Þeir leita að einhverju sem þeir halda að sé við hæfi áhorfenda eða lesenda. Fyrir bragðið eru þeir stöðugt að flökta til og frá á ótraustu tilfinningasviði og ná aldrei andlegum þroska. Þetta á ekki við ofangreinda listamenn. Þeir eru eins og Íslendingar voru áður fyrr, menn og konur sem höfðu ákveðið viðhorf til hlutverks síns sem seinna glataðist eða breyttist við það að stríðið skall á hugarheimi okkar og atvinnuvegum. Valið á listamönnunum tengist líka hugtökunum um kyrrð. Eitt af teppum Ásgerðar heitir til dæmis Kyrrð. Margir sem hafa horft á það gera sér ekki grein fyrir því að hugs- un felst á bak við það og þess vegna er engin tilviljun að það ber þetta heiti. Hér á landi hafa verið haldnar sýningar á málverkum eftir einstaka málara en það hefur ekki verið hægt að tengja þær almennilega með orð- um og skilgreiningu. Það hefur ef til vill verið tekið fram frá hvað tímabili verkin eru. Síðan hefur áhorfandinn þurft að finna eitthvert samhengi í sýning- unni. Með hjálp sýningarskrárinnar, sem fylgir, á áhorfandinn ekki að- eins að finna hið leynda samhengi í verkunum heldur einnig sína eigin hugmynd um birtuna. Sýningarskráin er vegleg þar sem myndir og texti skapa ákveðna sam- fellu enda textinn verið gerður mjög myndrænn. Þeir sem unnu sýning- arskrána hafa gert það vel og skemmtilega.“ Ekkert gert af tilviljun Sýningin er augljóslega þaul- hugsuð. „Hér er ekkert gert af tilviljun heldur er allt útreiknað og skipulagt. Það á til dæmis við um hvernig höggmyndum Brynhildar er komið fyrir. Hvers vegna þær eru á þess- um stað en ekki öðrum. Og hvers vegna þær eru við hliðina á þessu málverki eða veggteppi en ekki ein- hvers staðar annars staðar í saln- um.“ Er það þá þín eigin myndhugsun sem ræður staðsetningu verkanna? „Já, því sá sem sér um svona sýn- ingu sér hliðstæðurnar frá sínum sjónarhóli. En hann vill ekki gera það á þann hátt að það liggi of mikið í augum uppi vegna þess að hann vill ekki koma fram við gestina eins og þeir séu hálfgerðir kjánar sem sjái ekkert með eigin augum. Slíkt er bara gert í trúarsöfnuðum. Sá sem setur upp sýningu leiðir áhorfandann áfram með fínlegum hætti þannig að hann uppgötvi sjálf- ur, það skiptir höfuðmáli að hann uppgötvi ekki vegna þess að hann sé rekinn til þess. Þetta er enginn barnaskóla lærdómur.“ Þú hefur lengi haft áhuga á mynd- list. Á það við alla myndlist? „Ég hef áhuga á myndlist, hvort sem hún er gömul eða frumstæð. Ég held ekki að myndlist eigi að vera á einhvern sérstakan hátt held- ur reyni ég að sjá tilganginn í verk- unum og hugsunina á bakvið þau. Stundum er engin hugsun á bak við verkin heldur er eins og undirvit- undin leiði myndlistarmanninn til að gera hlutina á ákveðinn hátt.“ Þú hefur sjálfur fengist við mynd- list. „Já, og ég hef sýnt hér á Íslandi þá einkum með SÚM og erlendis. Ég hef til dæmis sýnt í arabalönd- unum. Mér var nýlega boðið að taka þátt í biennalinum sem verður í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum á næsta ári og verið boðið að halda þar fyrirlestur um listaheim- speki.“ Hið leynda samhengi Morgunblaðið/Kristinn Frá sýningunni sem Guðbergur Bergsson valdi verk á í Gerðarsafni. Guðbergur Bergsson hefur valið fimm lista- menn og verk þeirra á sýningu í Gerðar- safni með tilliti til þess hvernig þeir nota birtuna í verkum sínum. Hildur Einars- dóttir ræddi við Guðberg um tilurð sýning- arinnar, Kyrr birta – heilög birta. he@mbl.is DAGUR íslenskrar tungu er í dag, 16. nóvember, á fæðingardegi Jón- asar Hallgrímssonar, en hann var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1996. Fjölmargir aðilar efna til viðburða í tilefni dagsins. Þá verður Stóra upplestrarkeppni 7. bekkinga grunnskólanna sett í dag, en hún er haldin í tilefni dagsins. Fram fara tvær forkeppnir í skólunum, bekkj- ar- og skólakeppni, áður en keppt er til úrslita í hverju byggðarlagi á lokahátíðum í marsmánuði. Málræktarþing Málræktarþing Íslenskrar mál- nefndar verður haldið í hátíðasal Háskóla Íslands, kl. 11–13.30 og er þetta í sjöunda sinn sem þingið er haldið. Yfirskrift þingsins að þessu sinni er Hver tekur við keflinu? Samhengið í íslenskri tungu. Frummælendur á þinginu verða Guðrún Helgadóttir rithöfundur, Andri Snær Magnason rithöfundur, Benedikt Jóhannesson, stærðfræð- ingur og framkvæmdastjóri Talna- könnunar, og Þorvaldur Gylfason prófessor. Guðrún Kvaran, formað- ur Íslenskrar málnefndar, setur þingið. Mjólkursamsalan veitir styrk að upphæð 400.000 krónur til nema á háskólastigi sem vinnur að loka- verkefni um íslenskt mál. Söngnemendur Tónlistarskóla Garðabæjar heiðra minningu Hall- dórs Laxness með dagskrá í sal Tónlistarskólans kl. 15. Þar flytja nemendur þeirra Snæbjargar Snæ- bjarnardóttur og Margrétar Óðins- dóttur sönglög við ljóð Halldórs eft- ir ýmis tónskáld, þar á meðal Jón Ásgeirsson, Atla H. Sveinsson, Jón Nordal og Jón Þórarinsson. Ragnheiður Steindórsdóttir leik- kona tengir síðan söngatriðin með upplestri úr verkum skáldsins. Pí- anóleikarar eru þær Katalín Lör- incz og Kolbrún Ósk Óskarsdóttir. Söngnemendur Nýja söngskól- ans halda tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur kl. 16. Flutt verða sönglög við ljóð íslenskra ljóð- skálda. Stutt kynning verður á skáldunum milli atriða. Edinborgarhúsið á Ísafirði Hag- yrðingakvöld hefst kl. 20.30. Flosi Ólafsson, leikari og hagyrð- ingur, stjórnar. Fram koma vest- firsku hagyrðingarnir Aðalsteinn Valdimarsson, Jón Jens Kristjáns- son, Ólína Þorvarðardóttir, Sjöfn Kristinsdóttir og Snorri Sturluson. Dómarar verða Elísabet Gunnars- dóttir arkitekt, Erlingur Sigtryggs- son héraðsdómari og Harpa Jóns- dóttir grunnskólakennari, sem nýlega hlaut íslensku barnabóka- verðlaunin. Fyrriparti hringhendu hefur þegar verið kastað fram: Íslensk tunga eins og fljót um andans klungur streymir. Dagur íslenskrar tungu HILDUR Ásgeirsdóttir opnar sýn- ingu í Gallerí Sævars Karls kl. 14 í dag. Þar sýnir Hildur ellefu vef- listaverk sem unnin eru á síðast- liðnum þremur árum. Íslenskt landslag er hvatinn að ofnum verkum Hildar sem hún kall- ar Landslagsbrot. Hugmyndir að verkunum kvikna á ferðum hennar um Ísland, þau eru unnin eftir minni en ljósmyndir notaðar til stuðnings. „Í úrvinnslunni á lands- laginu set ég afmörkuð viðfangefni í nærmynd, þannig að þau verða eiginlega afstrakt. Nokkrar mynd- anna eru þó dæmigerðar landslags- myndir, þar sem horft er yfir breiðara svið. Allar myndirnar heita þó eftir ákveðum stöðum, þeim stöðum þar sem hugmyndin að myndefninu varð til.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Hildur sýnir verk sín hér á landi en áður hefur hún sýnt í Frakklandi, á Spáni og í Ohio. Hildur er bæði menntuð og búsett í Ohio í Banda- ríkjunum en hún lauk mast- ersgráðu í myndlist frá Kent State- háskólanum og sérhæfði sig þar í textílvefnaði. Hildur vinnur veflistaverkin úr silki en málað er á þræðina með silkilitum. Aðferðin er að sögn Hildar nokkurs konar sambland fornrar japanskrar og indverskrar vefnaðarhefðar. Sjálf hefur hún þó aukið við tæknina og þróað í gegn- um árin til að ná fram réttum áhrif- um. „Við gerð verkanna byrja ég á því að teikna skissu í tvíriti, aðra fyrir uppistöðuna og hina fyrir ívafið. Síðan legg ég þræðina lóð- rétt á aðra skissuna og lárétt á hina. Myndin er síðan máluð annars vegar á uppistöðuþráðinn en hins vegar á ívafið og með ólíkum litum. Þegar vefnaðinum er lokið birtist myndin sem unnin var í skissunni, en þar sem þræðirnir eru málaðir sitt í hvoru lagi verða hin end- anlegu litbrigði til í vefnaðinum. Þannig felur aðferðin í sér ýmsa möguleika við litablöndun, því þeg- ar t.d. blár og gulur þráður koma saman nemur augað grænan lit.“ Hildur hefur verið búsett í Bandaríkjunum mestan hluta ævi sinnar. Segir hún umboðsaðila sinn í galleríi í Ohio hafa hvatt sig til að láta verða af því að sýna heima á Ís- landi. Verkin sem eru á sýningunni í Gallerí Sævars Karls eru öll unnin sérstaklega fyrir sýninguna, ef frá eru talin verk sem Hildur sýndi á samsýningum í Boston og Ohio. Sýningin er jafnframt sú fyrsta sem Hildur heldur eftir rúmlega árs- leyfi sem hún tók sér eftir að hafa eignast sitt þriðja barn. Hildur segist vera Íslendingur í húð og hár og vinnur hún hug- myndirnar að verkum sínum á ferðalögum um Ísland á sumrin. Hún segir verkin ekki unnin af neinni nostalgíu fyrir „heimaland- inu“, hún væri eflaust að fást við það sama byggi hún á Íslandi. „Landið er náttúruleg stórfenglegt með allri sinni auðn og orku. Það er uppfullt af viðfangsefnum.“ Ofin landslagsbrot Morgunblaðið/Ásdís Hildur Ásgeirsdóttir sækir viðfangsefni til íslenskrar náttúru.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.