Morgunblaðið - 16.11.2002, Page 36

Morgunblaðið - 16.11.2002, Page 36
HEILSA 36 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ örugg stýring viðskiptakrafna Íslenskt náttúruafl - fy ri r m ag an n www.sagamedica.com Fæst í apótekum og lyfjaverslunum ER NEFIÐ STÍFLAÐ? STERIMAR er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. Spurning: Kæri læknir, mig langar að vita hvort testósteron hormón hjálpi mönnum við getuleysi eða hvort það örvi aðeins kynhvöt? Geta komið fram aukaverkanir? Svar: Það sem gerir einstakling karlkyns eða kvenkyns byggist að talsverðu leyti á kynhormónum og framleiðslu þeirra í líkamanum. Kynhormón karla eru einu nafni nefnd andrógen og mikilvægast þeirra er testósteron. Kynhormón kvenna eru aftur á móti nefnd östrógen og mikilvægast þeirra er östradíol en mörg önnur hormón koma einnig við sögu. Testósteron hefur víðtæk áhrif í líkamanum og örvar m.a. skeggvöxt og kynhvöt og gerir röddina djúpa. Testóster- on er stundum notað sem lyf og viðurkennd notkun hér á landi, eins og í flestum nágrannalöndum, er handa karlmönnum þegar kyn- kirtlarnir framleiða of lítið af hormóninu og handa konum í sumum tilfellum við brjóstakrabbameini. Ef strákar eru orðnir 15–17 ára og ekki farnir að sýna nein merki um kyn- þroska er oft farið að íhuga horm- ónameðferð til að reyna að ýta kyn- þroskanum af stað. Í þessum tilfellum er oftast notað testósteron en svolítið skiptar skoðanir eru um hvort og hvenær á að nota lyfið. Full- orðnir karlmenn geta lent í slysum eða fengið sjúkdóma sem verða til þess að þá skortir kynhormón og í slíkum tilfellum er stundum ástæða til að gefa testósteron. Án testóster- ons er hvorki til staðar kynhvöt né kyngeta og uppbótarmeðferð getur hjálpað. Ekki á að gefa testósteron nema skortur á hormóninu sé í lík- amanum. Getuleysi er algengt vandamál en það stafar einungis örsjaldan af testósteronskorti. Við getuleysi er þess vegna beitt öðr- um ráðum eins og gúmmíhringjum, pumpum eða lyfjum eins og Viagra. Sumir kynferðisafbrota- menn hafa óeðlilega mikla kynhvöt og stundum eru þeir settir á með- ferð með lyfjum sem verka gegn testósteroni og draga þannig úr kynhvötinni. Testósteron má alls ekki gefa þeim sem hafa krabbamein í blöðruhálskirtli, lifrarbilun eða æxli í lifur og það getur haft marg- víslegar aukaverkanir, sumar hættulegar. Þeir sem fá uppbót- armeðferð vegna skorts á horm- óninu eru þó ekki í neinni teljandi hættu. Testósteron getur m.a. valdið minnkaðri sáðfrumufram- leiðslu og ófrjósemi, lifrarskemmd- um, lifraræxlum og langvinnri stinningu á getnaðarlimi sem stundum er sársaukafull (stand- pína). Testósteron hefur vefaukandi verkun, það stuðlar að auknum vöðvamassa. Allir vefaukandi ster- ar (anabol sterar) hafa verkun sem líkist testósteroni og þess vegna aukaverkanirnar sem taldar eru upp hér að ofan. sem stunda kraft- lyftingar og vaxtarrækt og einnig í öðrum íþróttum. Þessi misnotkun er mikið áhyggjuefni þegar hafðar eru í huga aukaverkanir efnanna. Hvað gerir testósteron? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Vefaukandi sterar hafa ver- ið misnotaðir af íþróttamönnum  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir- spurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot- mail.com. KOLVETNISSNAUTT fæði er lík- legra til árangurs þegar ætlunin er að grennast en hefðbundinn megrun- arkúr, samkvæmt niðurstöðum nýrr- ar rannsóknar á vegum American Dietetics Association. Rannsóknin gefur til kynna að þeir sem fara á hinn svokallaða Atkins-megrun- arkúr, sem felur í sér kolvetnissnautt fæði, léttast meira en hinir sem fara á hefðbundinn megrunarkúr þar sem fita er skorin niður í mataræðinu. Þetta kom fram á netsíðu bandaríska dagblaðsins Washington Post nýlega. Forsvarsmaður rannsóknarinnar, næringarfræðingurinn Bonnie Brehm, aðstoðarprófessor við Cinc- innati-háskólann í Bandaríkjunum, varar þó við því að hér sé á ferðinni lausn á offituvandamáli heimsins þar sem enn er of lítið vitað um kúrinn og niðurstöðurnar gefi ekki í skyn að um langtímalausn sé að ræða. Ekki sé því tímabært að mæla með kúrnum fyrir almenning. Rannsókn þessi stóð yfir í hálft ár á ríflega fimmtíu konum sem allar þjáðust af offitu. Annar helmingur kvennanna borðaði mjög lítið af kol- vetnum en hinn minnkaði við sig feit- meti. Þær sem fylgdu eftir Atkins- kúrnum misstu að meðaltali tæplega 10 kg þar af tæplega 5 kg af fitu en hinn hópurinn missti helmingi færri. Erfiðara reyndist fyrrnefnda hópn- um að halda sig við boðað mataræði en þeim síðarnefnda. Kúrinn skaðlegur heilsunni? Laufey Steingrímsdóttir, for- stöðumaður Manneldisráðs, segir niðurstöðurnar ekki koma sér á óvart því flestir séu sammála um að Atkins- kúrinn virki vel til að grennast, að minnsta kosti til skamms tíma. Hún segir það þó áhyggjuefni að kúrinn geti ef til vill verið skaðlegur heils- unni og þörf sé því á frekari rann- sóknum á áhrifum hans. ,,Þessi rann- sókn sem og aðrar sem gerðar hafa verið ná aðeins yfir stutt tímabil og mjög fáir taka þátt. Ekki er hægt að mæla með þessu fyrr en þetta hefur verið rannsakað frekar.“ Fram kemur í grein Washington Post að vísindamenn og læknar hafi lýst áhyggjum sínum af afleiðingum Atkins-kúrsins á heilsu manna enda leyfi kúrinn fæðu sem hefur hátt hlutfall mettaðrar fitu sem hugs- anlega geti hækkað magn kólestróls í blóði og valdið hjartasjúkdómum. Fyrstu tvær vikur kúrsins er kol- vetnisinntaka takmörkuð við afar lít- ið magn, tuttugu grömm á dag, sem er sama magn og fæst með því að borða eitt epli. Bannað er að borða fæðu sem hefur hátt hlutfall trefja, vítamína og steinefna svo sem brauð, ávexti, ákveðnar tegundir af græn- meti og allar mjólkurafurðir fyrir ut- an ost, rjóma og smjör. Dr. Robert Atkins, sem megrun- arkúrinn er kenndur við, vill með kúrnum koma á svokölluðu ketosa- ástandi í líkamanum. Það ástand skapast þegar blóðsykurinn fellur svo lágt að fitubirgðir líkamans brotna niður og lifrin breytir fitunni í ketona sem eru notaðir sem orku- gjafi. Jafnvel lítið magn af kolvetnum getur komið líkamanum úr ketosa- ástandinu og þess vegna er mik- ilvægt að takmarka kolvetnisinntök- una svo mjög í kúrnum. Eftir tvær vikur í þessu ástandi má þó auka magn kolvetnanna til muna, sam- kvæmt Washington Post. Laufey segir ketosa-ástandið komast á lík- amann þegar hann er í löngu svelti eða þegar nánast eingöngu fita og prótein eru í mataræðinu. ,,Þessir ketosar eru í rauninni hæfileiki mannsins til að lifa af hungursneyð. Þetta er óeðlilegt ástand sem þarna kemst á og menn eru dálítið hræddir við þetta í sambandi við Atkins- kúrinn,“ segir hún. Sigríður Ólafsdóttir, lífefnafræð- ingur hjá Raunvísindstofnun Háskól- ans, segist ekki vita um neinn sem orðið hafi fyrir slæmum áhrifum af kúrnum og ef velja eigi á milli offitu og Atkins-kúrsins þá verði Atkins- kúrinn ofan á. Laufey segir Atkins- kúrinn hins vegar sérstaklega var- hugaverðan fyrir þá sem eru með ein- hverja hjarta- eða nýrnasjúkdóma. ,,Þetta er mjög mikið prótein sem er mikið álag fyrir nýrun og maður er hræddur við að fara að ráðleggja öll- um þorra fólks að fara að gera eitt- hvað svona,“ segir hún. Sigríður bendir hins vegar á að það sé miklu hættulegra að vera of feitur en að fylgja umræddum kúr eftir. Hún seg- ist vísa í mataræði inúíta þegar hún er spurð um kúrinn, þeir hafi lifað á sambærilegu fæði öldum saman. Sumir þeirra hafi jafnvel aldrei bragðað grænmeti eða sykur alla sína ævi. Niðurstöður rannsóknarinnar passi því vel við það sem vitað er um efnaskipti líkamans í lífefnafræðinni. Þjóðin er að fitna þrátt fyrir minni fituneyslu Laufey segir mataræði Íslendinga óvenju kolvetnasnautt en hlutur kol- vetna sé þó heldur að aukast. Hún segir það fagnaðarefni að fituhlut- fallið sé á undanhaldi. ,,En þrátt fyrir minnkandi hlutfall fitu í mataræði Ís- lendinga er þjóðin að fitna, sem og aðrar þjóðir. Það er stóra vandamálið og orsakirnar eru flóknar. Að hluta til er það vegna þess að við fáum eig- inlega ekkert að hreyfa okkur í vinnunni. Það er hluti þjóðarinnar sem er að fitna og það fólk hreyfir sig lítið. Svo er hitt að það er svo mikið framboð af girnilegum mat alls stað- ar.“ Þjóðfélagið er öðruvísi nú en fyrir tíu til tuttugu árum að þessu leyti, að mati Laufeyjar. ,,Þú þurftir að búa þér til matinn ef þig langaði í eitthvað að borða. Það voru ekki allir þessir skyndibitastaðir, það var ekkert framboð, þú þurftir að fara heim til að borða,“ segir hún. ,,Þetta framboð á mat er sjálfsagt eitthvað sem við eigum ofsalega erfitt með að hemja okkur í ef við erum á annað borð við- kvæm fyrir einhverju góðu.“ Laufey segir að fyrir þá sem eru búnir að prófa allt og eru í miklum vandræðum þá sé Atkins-kúrinn einn möguleiki, það sé ekki það sama sem henti öllum. ,,Vænlegast til árangurs er að minnka fituna, borða prótein- ríkt fæði sem er með minni fitu, borða reglulega og hreyfa sig.“ Kolvetnis- snauður megrunarkúr árangursríkur Associated Press Nýleg rannsókn gefur til kynna að Atkins-megrunarkúr, sem felur í sér kolvetnissnautt fæði, reynist betur en hefðbundnir megrunarkúrar. Höfundur er Hlédís Sigurðardóttir, nemi í hagnýtri fjölmiðlun við Há- skóla Íslands. HÆTTA á vöggudauða er minni hjá ungabörnum sem nota snuð, skv. nýjum rannsóknum sem sagt var frá á netútgáfu VG. Upplýs- ingarnar eru úr nýrri doktorsrit- gerð læknisins Marianne Arne- stad. Reykingar eru eftir sem áður áhrifaríkasta leiðin til þess að fyr- irbyggja vöggudauða, segir Arne- stad en rannsóknir sýna að tvöfalt meiri hætta er á vöggudauða hjá þeim börnum sem ekki sofa með snuð. Hún segir jafnframt að í upplýsingabæklingi sem dreift er til verðandi mæðra í Hollandi sé m.a. mælt með að börn noti snuð þegar brjóstagjöfin er komin vel á veg. Vitað er að snuðnotkun getur spillt brjóstagjöf og því er mælst til að bíða örlítið þar til brjósta- gjöfin er komin vel á veg. Snuð minnkar líkur á vöggudauða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.