Morgunblaðið - 16.11.2002, Qupperneq 42
O
FT heyrist sagt, án
þess að nokkur viti í
raun hvort það er rétt,
að grunnskólinn henti
kynjunum misvel.
Strákar þurfi t.d. að ærslast og því
kunni þeir illa við að sitja dagana
langa stilltir á stól við borð. Þeim sé
heldur ekki kennt það sem síðar
geti gert þá að góðum feðrum á
heimilum. Þá sé stúlkum innrætt of
mikil samviskusemi í skólum sem
dugi þeim fremur illa í hörðum
heimi viðskiptanna og hindri þær á
framabrautinni. Klisjunar um kynin
eru svo áberandi að rannsókna er
vissulega þörf.
Rannsókn á
drengjaorðræðunni
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,
dósent við Háskólann á Akureyri,
tók eftir þessum áhyggjum fólks
fyrir nokkrum árum, en hið sífellda
klif um að það vanti karlmenn til að
sinna og kenna drengjum í grunn-
skólum varð til þess að hann gerði
greiningu á „drengjaorðræðunni“
og í framhaldi af því viðtalsrann-
sókn við fjórtán kennslukonur í ís-
lenskum grunnskólum. Blaðamaður
hlustaði á Ingólf segja frá niður-
stöðum sínum á ráðstefnu um
kvenna- og kynjarannsóknir sem
Rannsóknastofa í kvennafræðum
við Háskóla Íslands stóð fyrir í
október sl. Meðal markmiða rann-
sókna hans var að kynnast reynslu
og viðhorfum kennslukvenna í
grunnskólum. Hann spurði hvort,
og hvernig þá, drengjum og stúlk-
um væri kennt á mismunandi hátt.
Og einnig hvernig þær teldu heppi-
legast að kenna drengjum. Hann
vildi einnig kynnast viðhorfum
kennslukvenna til rannsókna á
kynjamun og öðrum félagslegum
mun. Hann setti svo niðurstöður
sínar í samhengi við íslenska og al-
þjóðlega umræðu um menntun
drengja og stúlkna.
Kennslukonur/„Ég tel að bæði drengir og stúlkur skaðist á orð-
ræðunni um karlmennsku og kvenleika,“ segir Ingólfur Á. Jóhann-
esson í samtali við Gunnar Hersvein um rannsókn sína á kennslu.
Að kenna drengj-
um og stúlkum
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ingólfur greindi ríkjandi hugmyndir um skólapilta og -stúlkur og mýtuna
um kennslukarla. Myndin er tekin í Giljaskóla á Akureyri.
Fordómar um kynin
„Ég legg sérstaka áherslu á að
skólar takist á við hugmyndir sam-
félagsins um karlmennsku og kven-
leika,“ segir Ingólfur. „Þessi
áhersla hefur ekkert sérstakt með
kynferði kennara að gera, heldur þá
faglegu sýn sem þeir skapa sér og
kennaraskólar og samfélagið taka
þátt í að skapa með þeim.
Líkamlegur styrkur er mikilvægt
þrástef í karlmennskuhugmyndum,
ennfremur hæfileikar til skjótra
verka, agi, rökvísi, hlutlægni og
samkeppni, segir í skýrslu sem Ing-
ólfur tók saman um rannsóknina og
er að finna á vef hans. Þar stendur
einnig að mikilvæg þrástef í kven-
leikahugmyndum séu veikir burðir,
sérstakir hæfileikar til að tjá sig,
sköpunargáfa, tilfinningasemi og
samvinna.
Ingólfur segir að í ríkjandi hug-
myndum um karlmennsku séu völd
karlmanna viðurkennd í meira mæli
en æskilegt er. Hann telur að hluti
af drengjaorðræðunni snúist í raun
um minnkandi völd karlmanna.
Hins vegar skapar orðræðan á
sama tíma ímyndina um að drengir
hagi sér verr en stúlkur og stund-
um er beinlínis viðurkennt að þeir
megi haga sér verr, að þeir séu ekki
eins samviskusamir og stúlkur og
að karlar séu tilfinningalega lok-
aðir. Í skólum getur það líka gerst
að kennarar slaki á gagnvart óæski-
legri hegðun drengja.
Kynhneigð og lýðræðið
Meint slæm hegðun drengja
verður að skoðast í hugmyndum
samfélags um hegðun drengja og
stúlkna og hvað sé karllegt og hvað
kvenlegt, að mati Ingólfs. Hann tel-
ur óhætt að fullyrða að valdahlutföll
og valdatengsl kynja séu ójöfn.
Karlmennska og karlmennskuhug-
myndir séu enn of mikið mótaðar af
hugmyndum um að kvenréttindi og
femínismi minnki völd karla. „Ég
tel að bæði karlar og konur, drengir
og stúlkur skaðist á ríkjandi hug-
myndum um karlmennsku og kven-
leika,“ segir Ingólfur.
Karlmennska og kvenleiki eru
ekki náttúrleg fyrirbrigði, heldur
meira eins og klæðnaður, og skólar
eiga að láta sig varða hvernig hug-
myndir barna um þessi atriði mót-
ast, rétt eins og þeir ala upp börn
sem Íslendinga. Sama gildir um
kynhneigð; hún er hluti af því að ala
börn upp í lýðræðislegum anda.
Kyn og gagnrýnin hugsun
Skólum, þar með töldum grunn-
skólum, er beinlínis ætlað það hlut-
verk að auka jafnrétti kynjanna.
Framkvæmdin er svo á ábyrgð
kennara og stjórnenda skóla, og
samfélagsins sem heildar. En
hvernig er það hægt?
Lífsleikni, hin nýja námsgrein í
skólum, er sennilega réttur vett-
vangur til að gera karlmennsku og
kvenleika að rannsóknarviðfangs-
efnum nemenda, að mati Ingólfs.
„Markmiðið væri m.a. að hjálpa
börnum og unglingum að takast á
við kynhlutverk sín á gagnrýninn
hátt,“ segir hann. Nátengt efni er
kynhneigð, m.a. hin „skyldu-
bundna“ gagnkynhneigð sem jafn-
vel leiðir til sjálfsvíga, a.m.k.
● Völd karlmanna
viðurkennd í
meira mæli en
æskilegt er
● Mýta að karlar
„ráði betur við“
og „haldi betur
aga“ en konur
MENNTUN
42 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
N
ú stendur yfir þarft
átak, Egó, sem
gengur út á að efla
sjálfsmynd ung-
linga. Fyrirmynd-
irnar sem birtast unglingunum í
sjónvarpi og glanstímaritum eru
rifnar inn í raunveruleikann og er
forsíðan á tímaritinu sem gefið er
út í tengslum við átakið, frábært
dæmi um það. Þar er ungfrú Ís-
land.is þessa árs, Sólveig Zóph-
aníasdóttir, fullkomin að sjá eins
og fyrirsætu sæmir en raunveru-
leikinn er líka sýndur. Baksvið
hinnar uppstilltu ljósmyndar,
eins og klemmur í hári og fötum.
Að auki virðist fyrirsætan hafa
appelsínuhúð eins og allar konur.
Allt þetta og fleira í þessum dúr
þarf að kom-
ast upp á yf-
irborðið og
upplýsa ung-
lingana um.
Það hefur
ekki oft verið
talað op-
inskátt um þennan raunveru-
leika. Fyrirsætur eða tískusýn-
ingafrömuðir hafa síður en svo
ljóstrað upp atvinnuleyndarmál-
unum og glansmyndin hefur stað-
ið óáreitt. Allt þar til nýlega að
heimildarmynd var frumsýnd þar
sem sýnt var bak við tjöldin í feg-
urðarsamkeppni og svo nú þegar
fyrirsætubransinn á fulltrúa í
starfshóp Egó.
Myndin Í skóm drekans var
loksins frumsýnd fyrir nokkru.
Frábær mynd sem lýsir hlut-
unum nákvæmlega eins og þeir
eru. Fáránleika fegurð-
arsamkeppna, fitumælinga og
gönguæfinga. Hvernig allir eru
steyptir í sama mótið, bæði hvað
varðar útlit og skoðanir.
Egó átakið gengur út á að efla
sjálfsmynd unglinga, hjálpa þeim
að hugsa sjálfstætt og velja fyrir
sig. Jafningjafræðslan er meðal
þeirra sem koma að átakinu og
talsmaður Jafningjafræðslunnar
segir að oft sé bein tenging á milli
slæmrar sjálfsmyndar og fíkni-
efnanotkunar. Unglingar vilja
tala meira um sjálfsmyndina og
þeir eru orðnir langþreyttir á
þeim fyrirmyndum sem haldið er
að þeim m.a. í fjölmiðlum og
myndböndum.
Mikið hefur verið fjallað um
fyrirmyndir unglingsstúlkna,
söngkonurnar fáklæddu, fyr-
irsæturnar og leikkonurnar. Fyr-
irmyndir sem birtast okkur svo
lagfærðar og algjörlega óraun-
verulegar, en eru samt raunveru-
legar fyrirmyndir.
Fólkið í auglýsingunum eru
líka fyrirmyndir. Hvað er gert við
hárið í sjampóauglýsingunum?
Það er enginn með svona glans-
andi hár. Lagfæringar í tölvu eru
hægur vandi, hrukkur sléttaðar,
bólur fjarlægðar og hitt og þetta
skorið af. Í sjónvarpsþáttunum
vinsælu, Beðmálum í borginni, er
t.d. búið að slétta allar hrukkur
vinkvennanna fjögurra í tölvunni.
Þessum fyrirmyndum verður
ekki komið fyrir kattarnef en
þær ýta vissulega undir aðsókn
ungra kvenna í fegrunaraðgerðir
sem styrkja alls ekki sjálfsmynd-
ina þótt talsmenn þeirra haldi
öðru fram.
„Þetta er allt í hausnum á
manni. Fólk á að hugsa um and-
legu hliðina áður en það fer að
breyta líkamanum.“ Þetta segir
stúlka í viðtali við Egó, en hún á
að baki þrautagöngu vegna
brjóstastækkunaraðgerðar sem
hún fór í vegna þess að hún var
óánægð með brjóstin á sér, þau
samræmdust ekki brjóstunum á
fyrirmyndunum. Líkami þess-
arar stúlku hafnaði brjóstunum,
hún fékk sýkingu og þurfti að
fara í margar aðgerðir. Fegr-
unaraðgerðir eru ekki alltaf
hættulausar.
Strákarnir hafa svo aðrar fyr-
irmyndir; sterka menn og þögla,
og auðvitað sæta líka. Þeir byrgja
tilfinningar svo inni og eru sá
hópur þar sem sjálfsvíg eru al-
gengust. Allt þetta er til umræðu
í tímariti Egó og sem betur fer. Í
grein í norska vikuritinu, Magas-
inet, er fjallað um fyrirmyndir
ungra stráka í nokkuð öðru sam-
hengi. Doktorsverkefni fé-
lagsmannfræðings gekk út á að
fylgjast með fjölskyldum á heim-
ilum þeirra og kanna tengsl feðra
og sona þeirra á unglingsaldri. Í
ljós kom að þar sem raunverulegt
jafnrétti ríkti meðal hjóna á
heimilinu, leiddi það til aukinnar
félagslegrar hæfni hjá unglingn-
um. Ekki skal lagt mat á þessar
niðurstöður, en ljóst er að for-
eldrar eru eftir sem áður stór
fyrirmynd barna sinna. Og þeir
þurfa að vera sér meðvitandi um
allar aðrar fyrirmyndir líka.
Egó leggur áherslu á styrk-
ingu sjálfsmyndar unglinga af
báðum kynjum. Sterkari sjálfs-
mynd gerir unglingunum kleift
að standast þrýstinginn á að gera
eitthvað sem mann langar ekki
virkilega til að gera. Hvern lang-
ar að láta dæla aðskotaefnum
eins og sílíkoni í líkamann?
Þetta leiðir hugann að öðru,
þ.e. fegrunaraðgerðum kvenna
sem komnar eru af unglings-
árum. Hver er þeirra sjálfs-
mynd? Hvað er það sem lætur
okkur sækja hárgreiðslustof-
urnar á tveggja mánaða fresti til
að viðhalda litnum eða ef út í það
er farið, að mála okkur á hverjum
degi? Þetta eru orðin sjálfsögð
viðmið. Hins vegar get ég ekki
orðið sammála því að það verði
sjálfsögð viðmið að láta sprauta
fylliefnum í varirnar eða vöðva-
lamandi efnum í ennishrukk-
urnar. Er sjálfsmynd þeirra sem
það gera veik? Ekki ætla ég að
fullyrða það.
Hins vegar finnst mér fulllangt
gengið þegar lýtalæknar lýsa
svona aðgerðum eins og ferð á
hárgreiðslustofuna, eins og lýta-
læknir gerir í viðtali í Daglegu lífi
í gær. Fegrunaraðgerðir eru ekki
lengur meiriháttar skurðaðgerðir
og þá virðast þær eiga að vera
jafnsjálfsagðar og að mála sig.
Úti í hinum stóra heimi er farið
að halda heimakynningar á efn-
um sem sprautað er undir húð í
andliti, á sama hátt og kynningar
eru haldnar á hreinsiefnum,
snyrtivörum eða Tupperware.
Af hverju eru konur, allt niður
í unglinga, fúsar til að gera til-
raunir á líkama sínum í þeim til-
gangi að öðlast einhvern frið í
sálinni?
Allt í
hausnum
Úti í hinum stóra heimi er farið að halda
heimakynningar á efnum sem sprautað
er undir húð í andliti, á sama hátt og
kynningar eru haldnar á hreinsiefnum,
snyrtivörum eða Tupperware.
VIÐHORF
Eftir Steingerði
Ólafsdóttur
steingerdur-
@mbl.is
KENNSLUKONA lýsir því hvað
hún gerir til að tengjast drengj-
um í viðtalsrannsókn Ingólfs:
„En mér finnst stundum ef
stelpur eru erfiðar geti þær ver-
ið miklu erfiðari en erfiðir strák-
ar. Hvernig? Þær verða miklu
þrjóskari og stífari oft heldur en
strákar. Mér finnst strákar oft
meira með óþekkt, og það er
auðveldara að eiga við
óþekkt … Þannig að mér finnst
oft erfitt að eiga við erfiðar
stelpur. Það er einkum erfiðara
að semja við þær … Strákar eru
aftur á móti kannski meira bara
blátt áfram eins og þeir eru.
Þeir eru ekkert að leika neitt.
Það er ekkert óþægilegt fyrir
strák sem er óþekkur að semja
því að hann er ekkert að þykjast
vera neitt annað en hann er.
Hann er kannski bara óþekkur.“
„En það sem ég hef kannski
samt reynt að vera meðvituð um
að ná tengslum við strákana, ég
finn að ég geri það á svolítið
öðrum nótum að ég hef svolítið
gert það gegnum það að reyna
að fylgjast með áhugamálum
þeirra; verið svolítið með á nót-
unum hvort þeir eru í íþróttum
eða hvort þeir eru að læra að
spila á hljóðfæri, og spurt
„hvernig gengur?“ og jafnvel
kannski eftir leiki … og fundið
að það virkar. Af því að ég tel
það mjög mikilvægt að krakk-
arnir finni það að kennarinn hafi
áhuga á því sem þau eru að
gera.“ Sem sýnir náttúrlega að
það er ekki náttúrulögmál að
það þurfi karl til að geta kennt
drengjum. Gerður segist líka
reyna að fylgjast með því sem
stúlkur hafi áhuga á: „Þó að ég
hafi líka reynt að fylgjast með
þeim … þær eru að gera hluti, í
íþróttum og ballett, í tónlist-
arnámi … “ Aftur á móti séu
stúlkurnar duglegri að leita til
sín að fyrra bragði með persónu-
leg mál, svo sem vinkonutog-
streitu og ástarsorg.“
Að nálgast stráka og stelpur ólíkt