Morgunblaðið - 16.11.2002, Side 43

Morgunblaðið - 16.11.2002, Side 43
 Annars konar kynjabundið mis- rétti virðist hafa skapast, að mati Ingólfs. Það felst m.a. í því að mjög fáir drengir stunda nám í hvers konar uppeldisgreinum, líka þeim sem tiltöluleg jafnstaða var í hvað fjölda snertir (grunnskóla- kennsla) eða karlar jafnvel einok- uðu (framhaldsskólakennsla).  Talsvert hefur verið rannsakað hvernig kennsluhættir, t.d. í raun- greinum, eru stúlkum oft óhag- stæðir, m.a. af því að margir raungreinakennarar eru karl- menn sem telja að kynjamunur skipti ekki máli í vísindum. Í kennaramenntun, sérstaklega fyr- ir grunn- og framhaldsskóla, starfa álíka margir karlar og kon- ur, en í hjúkrunar- og leikskóla- kennarafræðum hallar ákaflega mikið á karla. Ekki hefur verið rannsakað hvort eða hvernig kennsluhættir fæla drengi frá þeim tegundum náms, en tæpast ætti karlmannsleysi í kennara- liðinu að fæla frá grunnskóla- kennaranámi. INGÓLFUR greinir drengjaorð- ræðuna í rannsókn sinni og veltir fyrir sér áhrifum kennsluaðferða á kynin.  Drengir og stúlkur stunda ekki sama nám og hljóta að einhverju leyti ekki sömu menntun enda virðast kynin hafa ólíka mögu- leika til þess að stunda marg- víslegt nám. Ingólfur nefnir dæmi: Drengir eru í meirihluta þeirra sem stunda tækni- og verk- fræðinám og fleiri stúlkur en drengir eru í hjúkrunar- og kenn- aranámi. „Flestir telja rétt að reyna að hafa áhrif á ólíkt náms- val því að í því birtast ólíkir möguleikar kynja til starfsframa og lífsafkomu,“ segir hann.  Kynjabundið misrétti sem bitn- ar á stúlkum hefur sennilega minnkað talsvert mikið eða a.m.k. breyst. Stúlkur fengu rétt til að læra að skrifa fyrir meira en öld og nú orðið stunda álíka margar stúlkur og drengir nám í lækn- isfræði o.fl. greinum sem voru hefðbundnar karlagreinar. Kennslufræði kynjanna Morgunblaðið/Kristinn Kennsluhættir skipta sköpum og henta kynjunum misvel. drengja. Ríkjandi karlmennskuhug- myndir eru skaðlegar öllum drengj- um en líklega skaðlegastar homm- um. Annað nátengt mál sem Ingólfur kemur lítið inn á í þessari rannsókn er samkynhneigð og tvíkynhneigð, en margar af ríkjandi hugmyndum um karlmennsku og kvenleika bitna hart á einstaklingum sem tilheyra þeim hópum. Kennslukarl sem bjargvættur? Bent hefur verið á í erlendum rannsóknum að orðræðan um slak- an árangur drengja sé orðin að hálfgerðri flökkusögu. Sagan reyn- ist röng, einnig er það rangt sem oft er sagt, að engir drengir lesi sögur og að stúlkur nýti sér skap- andi viðfangsefni á listrænu sviði miklu betur en drengir. Þannig ganga sögurnar, og oft sagt að lausnin sé m.a. að fá fleiri karlmenn í grunnskólakennsluna, en ein sag- an er um að þeir „ráði betur við bekkina“. Ingólfur segir hins vegar að sóknin í að fá fleiri kennslukarla geti beinlínis endurskapað hug- myndir um karlmennsku, þ.e. að karlar „ráði betur við“ erfiða bekki en kennslukonur. „Ef kennslukörl- um er ætlað einhvers konar annað hlutverk en kennslukonum er það þeim karlmönnum háskalegt sem falla ekki inn í viðteknar karl- mennskuímyndir,“ segir hann. Auk þess er næstum því öruggt að kennslukarlar hvorki „ráða bet- ur við“ né „halda betur aga“ en kennslukonur. Viðmælendur Ing- ólfs hafna a.m.k. því sjónarmiði nánast algerlega, en hafa helst heyrt þetta frá foreldrum. Þeir nefna þó að karlar hafi sterkari rödd en jafnframt mæla sumir við- mælendur gegn því að það gagnist í betri bekkjarstjórnun. A.m.k. einn viðmælandi Ingólfs taldi að kennslukarlar réðu síður við bekki, m.a. að af því að þeir hefðu tilhneigingu til að beita harð- ari agaaðgerðum en kennslukonur. Ingólfur nefnir erlenda rannsókn þar sem dæmi var að finna um að foreldrar sæktust eftir því að fá kennslukarla. Þar voru líka dæmi um að kennslukarlar fengju fremur en kennslukonur frið fyrir foreldr- um, áhyggjufullum yfir að agi væri lítill. Hann vill að foreldrar forðist þessa hugmyndagryfju. Dulið hlutverk karla Annað útbreitt þrástef, sem oft er klifað á hér á landi, er að drengi, a.m.k. suma, skorti karlfyrirmynd- ir. Ingólfur gagnrýnir þetta sjón- armið og bendir á að það sé byggt á „dulrænum“ sjónarmiðum; karlfyr- irmyndunum er ætlað að ná ein- hverjum óræðum tengslum við drengina og „leiða“ þá þannig inn í fullorðinsheim karlmanna. Ingólfur tekur undir með við- mælendum sínum í rannsókninni um að það væri æskilegt að hafa fleiri kennslukarla, ekki síður í yngstu bekkjum grunnskóla og í leikskólum en í elstu bekkjunum. Hann tekur undir það m.a. vegna þess að hann telur kennslu á þess- um skólastigum vera góða vinnu fyrir karlmenn. „Karlmenn sem kenna á þessum skólastigum þurfa hins vegar að glíma við ímyndarvanda,“ segir hann og margvíslega erfiðleika við að komast inn í þessa faghópa. Al- varlegustu erfiðleikarnir felast í þeim grunsemdum almennings og jafnvel annars fagfólks að karlmað- ur sem fer að kenna ungum börnum sé líklega annaðhvort hommi eða kynferðisglæpamaður. Þetta tvennt er því miður spyrt saman og því miður finnst einhverjum karlmönn- um það næstum jafnvont að vera álitinn hommi og að vera grunaður um að vera „perri“. Að vera fagmaður eða karlfyrirmynd „Færa má rök fyrir því að krafan um karlfyrirmyndir, sem nái óræð- um tengslum við drengi, stuðli fremur að því, en komi í veg fyrir, að slíkar óæskilegar ímyndir um karlmenn séu til staðar,“ segir Ing- ólfur, og að með þessari kröfu sé mikið lagt á karlmenn, sérstaklega ef þeim er ætlað eiga að koma inn í skóla sem kyn-fyrirmyndir eða „súper-fyrirmyndir“, fremur en kennarar eða fagmenn. Fyrirmyndir kunna að vera góðra gjalda verðar. Slíkar kyn-fyr- irmyndir koma þó ekki í stað menntaðra kennara. Vissulega eru kennarar ekki bara fagfólk heldur og eru þeir oft á tíðum mikilvægar persónulegar fyrirmyndir, að mati Ingólfs. Hann skrifar um það í skýrslunni að bæði kennslukarlar og kennslukonur séu jafnt fyrir- myndir drengja sem stúlkna. Af þeim orðum má draga þá ályktun að það séu ekki bara drengirnir sem þurfa á kennslukörlum að halda. Hugsanlega þurfa stúlkur ennþá meira á góðum kennslukörl- um að halda en drengir. Hræðslu- áróður um að karlmenn vanti í kennaraliðið er a.m.k. skaðlegur. „Skólarnir þurfa fleira fagfólk, helst af báðum kynjum,“ segir Ing- ólfur að lokum. ’ Rannsóknir sýnaað kennsluhættir í raungreinum eru stúlkum oft óhag- stæðir. ‘ guhe@mbl.is TENGLAR ..................................................... http://www.ismennt.is/not/ingo/ NYTT.HTM http://www.hi.is/stofn/fem/ MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 43

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.