Morgunblaðið - 16.11.2002, Síða 48
UMRÆÐAN
48 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HINN 7. janúar 2001 var undirrit-
aður kjarasamningur fyrir fram-
haldsskóla milli fjármálaráðherra og
Kennarasambands Íslands að aflok-
inni langri og erfiðri kjaradeilu.
Meðal meginmarkmiða kjarasamn-
ingsins má telja samkomulag um að
endurskoða skipan starfa og stjórn-
kerfi framhaldsskóla, að einfalda
kjarasamning og að endurskipu-
leggja störf kennara og stjórnenda.
Tekið var upp nýtt launakerfi, fyrstu
skref tekin inn í dreifistýrt kjaraum-
hverfi og ný reglugerð um starfslið
gefin út sem endurspeglar ásetning
um að mæta breyttu starfsumhverfi
framhaldsskóla.
Endurskipulagning á innra
starfi framhaldsskóla
Mikil bjartsýni fylgdi hinum nýja
kjarasamningi á leið og trú á að nú
væri lag að ná framhaldsskólunum
upp úr djúpu hjólfari viðvarandi
fjárskorts og vonlausrar samkeppn-
isstöðu um starfskrafta vel mennt-
aðra kennara. Þessi bjartsýni
byggðist á árangri af sjálfri kjara-
samningagerðinni og ekki síður á yf-
irlýsingu fjármálaráðherra, Geirs H.
Haarde, og þáverandi menntamála-
ráðherra, Björns Bjarnasonar, um
vilja til að styrkja stöðu framhalds-
skólans.
Í samræmi við þetta var nokkurt
fé veitt til endurskipulagningar á
innra starfi og faglegri stjórnun í
framhaldsskólum á fjárlögum síð-
asta árs. Í samstarfsnefndum fram-
haldsskólanna hefur verið unnið af
krafti og áhuga að því að endur-
skipuleggja störf og viðfangsefni til
að laga skólastarfið á hverjum stað
að þörfum nemendahópsins og
breyttum kröfum, m.a. vegna nýrrar
námskrár og nýrra möguleika á sviði
upplýsingatækni.
Vanáætlaður rektrarkostnaður
undirrót vandans
Nái óbreyttar tillögur í fjárlaga-
frumvarpinu 2003 fram að ganga þá
er þetta starf í uppnámi. Samkvæmt
mati menntamálaráðuneytisins á út-
gjaldahorfum framhaldsskólastigs-
ins, Reiknilíkan fyrir skiptingu fjár-
framlaga til framhaldsskóla; Um
störf endurskoðunarhóps; Reykja-
vík 2002, fyrir árið 2003 sem byggist
á meginlínum endurskoðaðs reikni-
líkans fyrir kennslu og rekstrar-
kostnað framhaldsskóla þurfa fjár-
framlög til framhaldsskólanna að
aukast um 400–600 milljónir króna
m.a. til að mæta áætlaðri nemenda-
fjölgun, þörf á auknu fé til tækja-
kaupa og fé í almennan rekstur. Til
samanburðar skal þess getið að í
fjárlagafrumvarpi 2003 er með góð-
um vilja hægt að tala um 64 milljóna
króna aukningu.
Langvarandi vanáætlun um fjár-
þörf til að reka framhaldsskólana
hefur skapað þann vanda sem birtist
árvisst í viðvarandi og vaxandi
rekstrarhalla margra framhalds-
skóla. Menntamálaráðuneytið hefur
birt samanburð á útgjöldum fram-
haldsskóla og fjárheimildum þeirra
yfir árabilið 1992–2001. Reiknilíkan
fyrir skiptingu fjárframlaga til fram-
haldsskóla bls. 3
Af þeim samanburði má ráða að
nokkur hundruð milljónir vantar
jafnan til þess að endar nái saman.
Endurbætur á reiknilíkani í
skugga viðvarandi hallarekstrar
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu
byggjast fjárveitingar til framhalds-
skóla og skipting þeirra á einstaka
framhaldsskóla á endurskoðuðu
reiknilíkani fyrir kennslu- og rekstr-
arkostnað framhaldsskóla. Mikið
starf hefur verið unnið undanfarin ár
við endurbætur á þessu líkani.
Markmið vinnunnar hefur verið að
skilgreina og leysa vanda sem m.a.
hefur komið fram í því að nýir og
stórir verknámsskólar hafa komið
illa út úr reiknilíkani, meðalstórir og
litlir skólar úti á landsbyggðinni eiga
í vandræðum með að halda óbreyttu
námsframboði, brottfall er mikið þar
sem skólar þjóna allri breidd nem-
endahópsins og starfsmannaþörf í
heimavistarskólum virðist vanáætl-
uð.
Þessi vandi verður þó aldrei leyst-
ur nema nýtt fé fáist til. Fjárveit-
ingar á fjárlögum til framhaldsskóla
hafa árvisst verið lægri en raunveru-
legur rekstrarkostnaður endur-
speglar og því er ekki hægt að nota
þá aðferð að skipta óbreyttri upp-
hæð með nýjum hætti milli fram-
haldsskóla. Skóli A er látinn greiða
fyrir umbætur á málefnum skóla B
án þess að nokkur rök standi til þess
að álíta skóla A aflögufæran. Fjár-
lagafrumvarpið 2003 endurspeglar
því alls ekki viðleitni til raunhæfra
fjárveitinga til framhaldsskóla og
boðar því áframhaldandi og vaxandi
vanda framhaldsskólakerfisins.
Fjárlagafrumvarpið áfall fyrir
framfarastarf framhaldsskóla
Fjárlagafrumvarpið boðar aukinn
hallarekstur og stöðnun í nýbreytn-
istarfi í framhaldsskólum. Sé til við-
bótar því unnið með of lága áætlun
um nemendafjölda hlýtur það að
leiða til þess að fjöldi nemenda er
leitar skólavistar komi að lokuðum
dyrum framhaldsskólanna.
Miklu skiptir að ráðherrar í rík-
isstjórn og þingmenn á Alþingi komi
til hjálpar framhaldsskólanum við
afgreiðslu fjárlaga á Alþingi. Það
væri hörmulegt ef það skref sem
tekið var með breyttum kjarasamn-
ingum og endurskipulagningu í
starfsemi framhaldsskóla er þeim
fylgdu hefði allt verið til einskis.
Mikið vantar upp á að stjórnvöld
standi við sitt og styrki stöðu fram-
haldsskólans til frambúðar.
Áfall fyrir fram-
haldsskólana
Eftir Elnu Katrínu
Jónsdóttur
„Fjárlaga-
frumvarpið
boðar auk-
inn halla-
rekstur og
stöðnun í nýbreytni-
starfi í framhalds-
skólum.“
Höfundur er formaður Félags
framhaldsskólakennara.
UM langan aldur hafa skopmynd-
ir Sigmunds í Morgunblaðinu verið
eitt umtalaðasta skemmtiefni blaðs-
ins og oft hefur teiknaranum tekist í
myndum sínum að bregða upp hár-
beittri ádeilu á þau málefni sem hæst
ber á líðandi stund. Mörgum mönn-
um og málefnum hefur brugðið fyrir
í þessum spéspegli samtímans og oft
hefur höfundurinn hitt naglann á
höfuðið.
Óvinurinn fundinn
Undanfarið er þó engu líkara en
teiknarinn hafi hitt sjálfan sig í höf-
uðið í stað naglans, því málefnunum
sem hann beinir athygli sinni að hef-
ur heldur fækkað og nú er engu lík-
ara en að Óvinurinn sjálfur sé fund-
inn. Svo virðist sem Lúsífer sjálfur
hafi ummyndast og birtist teiknar-
anum sem stjórnkerfi fiskveiða á Ís-
landi, kvótakerfið!
Ég hef ekki fyrr en nú nennt að
elta ólar við allt það sem Sigmund
hefur teiknað til að koma höggi á
okkur útvegsbændur og forystusveit
okkar. Það er t.d. engu líkara en hon-
um sé sérstaklega uppsigað við for-
mann LÍÚ og er mér nær að kalla
það einelti af Sigmunds hálfu. Út-
vegsbændum virðist hann kenna um
nær allt sem miður fer í þjóðfélag-
inu. Það er merkilegt að okkur skuli
ekki kennt um uppsagnirnar hjá
DeCode um daginn! Með myndum
sínum hefur Sigmund afflutt stað-
reyndir varðandi kvótakerfið, að því
er virðist til að vega að okkur sem
störfum í þessari atvinnugrein. Er
honum ekkert heilagt í þessum mála-
rekstri sínum.
„Leyndar afleiðingar
kvótakerfisins“
9. nóvember sl. birtist enn ein
myndin eftir Sigmund af þessum
toga. Á myndinni eru þau Jóhannes í
Bónus og Margrét Frímannsdóttir í
„Bónusrútunni“ sem gengur á milli
Selfoss, Stokkseyrar og Eyrarbakka
og textinn er þessi: „Leyndar afleið-
ingar kvótakerfisins eru að opinber-
ast hverjar af annarri þessa dagana.
Kibba, kibba, komið þið greyin.“
Mér sýnist að hinar meintu leyndu
afleiðingar kvótakerfisins sem teikn-
arinn gerir þarna að umtalsefni séu
svo leyndar að enginn annar en hann
sjálfur átti sig á samhenginu. A.m.k.
geri ég það ekki.
Kvótakerfið, bankinn og Bónus
Á Eyrarbakka er rótgróið fisk-
vinnslu- og útgerðarfyrirtæki. Á
Stokkseyri er útgerð og vinnsla þótt
í smáum stíl sé. Það sem verður Sig-
mund að yrkisefni í umræddri mynd
er að verslun virðist ekki bera sig
lengur á þessum stöðum og verslanir
á Selfossi farnar að aka íbúum þorp-
anna þangað svo þeir megi versla
þar. Þarft framtak hjá þeim. En
fleira hefur gerst í þessum þorpum.
Mér skilst að útlit sé fyrir að Ís-
landspóstur leggi af starfsemi sína
þar og Landsbankinn hefur dregið
úr sinni. Hvernig hægt er að kenna
kvótakerfinu um þetta er mér hulin
ráðgáta.
Á fyrri hluta 20. aldar voru öflug
verslunar- og þjónustufyrirtæki á
Eyrarbakka sem þjónustuðu Suður-
land og ekki er það vegna kvótakerf-
isins sem þau hættu starfsemi. Þar
má fyrst og fremst um „kenna“
breyttum aðstæðum, þéttbýlismynd-
un á SV-horninu og höfninni í
Reykjavík, sem varð aðal inn- og út-
flutningshöfn landsmanna.
Margvíslegar skyldur
Í atvinnurekstri þarf að huga að
því að starfsemin beri sig. Varla
hefðu verslanir í þorpunum hætt
ella. Sama er að segja um banka-
þjónustu og póstþjónustu. Það er
engum greiði gerður með því að
halda áfram óarðbærum rekstri.
Þetta er nokkuð sem við útvegs-
bændur þekkjum af eigin raun. Okk-
ur er uppálagt að gera út með sem
hagkvæmustum hætti, að fækka
skipum og veiða þá fáu fiska sem
okkur er leyft að veiða með eins
litlum tilkostnaði og mögulegt er.
Þetta hlýtur vinur minn, Eyjamað-
urinn hann Sigmund, að skilja. Það
hefur enginn hag af því að sækja tak-
markaðan sjávarafla með fleiri skip-
um og starfsfólki en þörf er á. Slíkt
leiðir aðeins til ófarnaðar, gjaldþrota
og atvinnumissis þeirra sem við
greinina starfa.
Kvótinn vex en fólki fækkar
Hér í Vestmannaeyjum hefur fólki
fækkað um nokkur hundruð á síð-
asta einum og hálfum áratug. Sama á
við t.d. í Neskaupstað og fleiri dæmi
má nefna. Ekki getur það verið
kvótakerfinu að kenna, því aflaheim-
ildir hafa vaxið á báðum stöðum.
Ég hygg að í þessum tilvikum sé
skýringanna á flutningi fólks að leita
víða og ástæðurnar geti verið marg-
víslegar. Þar má m.a. nefna fé-
lagslegar, atvinnulegar, heilsufars-
legar og menntunarlegar orsakir.
Tilflutningur á aflaheimildum á
sér yfirleitt stað í tengslum við hag-
ræðingu í atvinnurekstrinum sem er
oft forsenda þess að fyrirtækin geti
greitt hærri laun.
Tilfærsla aflaheimilda hefur oft
stutt við byggð í landinu, þótt fólki
fjölgi ekki endilega þótt kvótastaðan
batni.
Öllu gamni fylgir
nokkur alvara
Nú langar mig til að biðja hann
Sigmund að staldra aðeins við áður
en hann teiknar næstu skopmynd
þar sem kvótakerfið og (mis)skiln-
ingur hans á eðli þess gefur tóninn.
Það eru nefnilega fjölbreyttar
ástæður fyrir byggðaþróun í landinu
og kvótakerfið er alls ekki sú eina og
heldur ekki sú mikilvægasta. Þótt
skopmyndateiknarinn sé fullur and-
úðar á þessu stjórnkerfi má hann alls
ekki tapa sér algerlega í gríninu.
Öllu gamni fylgir nokkur alvara.
Hann má heldur ekki einblína svo
á þetta einstaka mál að fátt annað
komist að. Það er nefnilega þannig
að þegar allt kemur til alls er ekki
betra að „veifa röngu tré en öngvu“.
Skopmyndateiknari
á villigötum
Eftir Magnús
Kristinsson
„Þótt skop-
myndateikn-
arinn sé full-
ur andúðar á
þessu
stjórnkerfi má hann alls
ekki tapa sér algerlega
í gríninu.“
Höfundur er formaður Útvegs-
bændafélags Vestmannaeyja.
TÍU dögum fyrir borgarstjórn-
arkosningarnar í vor efndu íbúa-
samtök Grafarvogs til fundar um
borgarmálin í Rimaskóla með for-
ystumönnum D-lista, F-lista og R-
lista. Hátt á þriðja hundrað manns
mættu á þennan fjölsóttasta fund
allrar kosningabaráttunnar, sem
vitnar um áhuga Grafarvogsbúa
fyrir málefnum hverfisins.
Á fundinum kom fram mikil
óánægja hjá íbúum í Rimahverfi
með deiliskipulag fyrirhugaðrar
byggðar á svonefndri Landssímalóð
við Sóleyjarrima og krafa um að
skipulaginu yrði breytt í samráði
við íbúa hverfisins. Gagnrýnin
beindist einkum að þéttleika og
hæð byggðarinnar og auknu um-
ferðarálagi og hafði áður komið
fram á kynningarfundi um skipu-
lagið í aprílmánuði sl. Í framhaldi
af þessu var stofnaður samráðs-
hópur, sem í sátu fulltrúar frá
Skipulags- og byggingarsviði
Reykjavíkur og umferðardeild Um-
hverfis- og tæknisviðs borgarinnar
auk fulltrúa íbúa í Rimahverfi og
verktaka.
Eins og fram kemur í grein Em-
ils Arnar Kristjánssonar, íbúa við
Smárarima, í Morgunblaðinu 9.
nóvember sl. telja íbúar í Rima-
hverfi að ekki hafi verið haft nægi-
legt samráð við þá við gerð tillögu
að breyttu deiliskipulagi á Lands-
símalóðinni. Emil, sem sat í áð-
urnefndum samráðshópi, tekur
raunar svo sterkt til orða að segja
samráð „nánast ekkert við mótun
fyrirliggjandi tillögu“.
Hljómþýtt tal fulltrúa R-listans
um hverfalýðræði verður harla fá-
nýtt þegar komið er í bakið á íbú-
um Rimahverfis við skipulag
Landssímalóðarinnar. En það er
ekki nóg með að R-listinn hafi
hundsað íbúana í þessu máli. Und-
irritaður, sem er áheyrnarfulltrúi
F-listans í skipulags- og bygging-
arnefnd, var ekki látinn vita af opn-
um fundi með íbúum í Rimahverfi
um tillögu að breyttu deiliskipulagi
Landssímalóðarinnar, sem haldinn
var í Rimaskóla, 22. október sl.
Þetta eru afleit vinnubrögð, því
brýnt er fyrir kjörna fulltrúa Reyk-
víkinga að heyra álit umbjóðenda
sinna á fundum sem þessum. Fjar-
vera mín á kynningarfundinum í
Rimaskóla felur í sér röng skilaboð
til Grafarvogsbúa, en ég hef látið
mig málefni þeirra mjög varða.
Hún er enn ein staðfestingin á því
hvernig R-listinn hefur klúðrað lýð-
ræðislegum vinnubrögðum í mál-
efnum Landssímalóðarinnar.
Á fundi skipulags- og bygging-
arnefndar Reykjavíkur 30. október
sl. voru málefni Landssímalóðar-
innar tekin fyrir og lögð fram drög
að fundargerð kynningarfundarins
í Rimaskóla 22. október sl. Þar
kom fram, að íbúar Rimahverfis
hafa verulegar áhyggjur af umferð-
arþunga í hinu nýja skipulagi og
telja byggðina enn of þétta og há-
reista.
Á áðurnefndum fundi skipulags-
og byggingarnefndar lögðu fulltrú-
ar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu
um að breytt tillaga að deiliskipu-
lagi Landssímalóðarinnar „verði
send í auglýsingu og kynnt fyrir
íbúum og hagsmunaaðilum“. Und-
irritaður lagði fram svohljóðandi
bókun á fundinum: „Ég tek undir
tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
um að ný deiliskipulagstillaga verði
auglýst. Ég tel að ekki hafi verið
haft nóg samráð við íbúa varðandi
þessa tillögu og gagnrýni að fulltrúi
F-listans í skipulags- og bygging-
arnefnd var ekki látinn vita af opn-
um fundi með íbúum um skipulag á
Landssímalóðinni, sem haldinn var
í Rimaskóla 22. október sl.“
Lýðræðinu
klúðrað á Lands-
símalóðinni
Eftir Ólaf F.
Magnússon
Höfundur er læknir og
borgarfulltrúi.
„Hljómþýtt
tal R-listans
um virkt
hverfalýð-
ræði verður
harla fánýtt þegar verk-
in tala.“