Morgunblaðið - 16.11.2002, Page 50
UMRÆÐAN
50 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
SYKURSÝKI greinist í tegund 1
og 2. Níu af hverjum 10 sjúklingum
hafa tegund 2 sem er að verða eitt
helsta heilbrigðisvandamál nú-
tímans. Spáð er að fjöldi tilfella á
heimsvísu tvöfaldist á næstu 20 ár-
um. Sykursýki getur leitt til margra
alvarlegra og dýrra fylgikvilla.
Þannig látast flestir sykursjúkir úr
hjarta- og æðasjúkdómum og gera
má ráð fyrir að byrði þjóðfélagsins
vegna hjartasjúkdóma sé að tals-
verðu leyti til komin vegna sykur-
sýki. Ekki hefur enn orðið sú
sprenging í fjölda tilfella af sykur-
sýki hér á landi sem sést hefur víða
annars staðar hvar börn eru farin að
greinast með fullorðinssykursýki.
Líklegt er þó að talsverður fjöldi Ís-
lendinga hafi sykursýki en verði
ekki var einkenna og því hefur
Landlæknisembættið nýlega lagt til
að leitað sé markvisst að sykursýki á
Íslandi. Erfðir skipta talsverðu máli
og er því lagt til að þeir fullorðnir
sem eiga foreldra eða systkyni með
sykursýki láti mæla blóðsykur svo
og allir sem eru 45 ára eða eldri eða
eru með skert sykurþol. Einnig ef
saga er um háþrýsting, hækkaðar
blóðfitur, hjarta og æðasjúkdóma,
meðgöngusykursýki, eða ef fólk er
af öðrum uppruna en evrópskum.
Síðast en ekki síst ættu allir feitir
(þyngdarstuðull > 27 eða 20% yfir
kjörþyngd) að láta mæla blóðsykur.
Forstig sykursýki, skert sykur-
þol, er ásamt offitu sterkasti
áhættuþátturinn. Fagfólk er því
uggandi þegar berast fréttir af fitn-
andi Íslendingum, ekki bara full-
orðnum heldur líka börnum. Hvað er
þá til ráða? Þarf fljótlega að fara að
meðhöndla íslensk börn við fullorð-
inssykursýki? Svarið við þessu er
nei, ef við grípum inní núna eins og
lesa má úr nýlegum samhljóða rann-
sóknum frá Kína, Finnlandi og
Bandaríkjunum.
Bandaríska rannsóknin tók til
tæplega 3.300 einstaklinga af báðum
kynjum og ýmsum kynstofnum á
aldrinum 25–85 ára. Allir voru með
skert sykurþol og feitir. Helsta nið-
urstaðan var, að með því að kenna
fólki heilbrigða lifnaðarhætti sem
leiða til hóflegrar megrunar, mætti
fækka nýjum tilfellum af sykursýki
um a.m.k. 60% á 3 árum. Þetta gafst
betur heldur en lyfjameðferð. En
hér dugðu engin vettlingatök og
þurfti vel skipulagt kerfi fræðslu og
eftirlits. Þetta er auðvitað ekki á
færi einstakra áhugamanna eða heil-
brigðisstarfsfólks, hér þarf hugar-
farsbreytingu hjá allri þjóðinni. Ef
það á að takast er ekki nóg að Sam-
tök sykursjúkra kveði sér hljóðs,
heldur þurfa stjórnmálamenn og
ráðuneyti að leggjast á árar.
Er hægt að
koma í veg fyrir
sykursýki 2?
Eftir Rafn
Benediktsson
Höfundur er læknir.
„Forstig
sykursýki,
skert syk-
urþol, er
ásamt offitu
sterkasti áhættuþátt-
urinn.“
Í FYRRI grein minni um heim-
ilislækningar dró ég upp mynd af
aðstæðum sem ekki er lengur við
unandi. Grundvöllur heimilislækn-
inga er þekking en góð þekking fæst
ekki fyrirhafnarlaust. Anders
Lindh, prófessor í Svíþjóð, sagði í
nýlegu viðtali við Morgunblaðið að
það tæki fimm ár að sérmennta sig
sem heimilislæknir og önnur fimm
að sérmennta sig í sjúklingum sín-
um. Af þessu leiðir að hver heim-
ilislæknir getur aðeins sinnt
ákveðnum fjölda sjúklinga. Aðeins
þannig getur heimilislæknir myndað
traust samband við skjólstæðinga
sína.
Þetta er algert grundvallaratriði
og raunar í samræmi við stefnu Fé-
lags íslenzkra heimilislækna. Því
miður hefur stjórn heilsugæzlunnar
í Reykjavík ekki haft þetta að leið-
arljósi og þannig gert mörgum
heimilislæknum lífið leitt síðastliðin
ár. Eitt af verkum hennar var að
gera yfirlækna heilsugæzlustöðv-
anna að sérstökum trúnaðarmönn-
um sínum en áður voru þeir tals-
menn læknahópsins í samræmi við
heilbrigðislögin frá 1973. Sam-
kvæmt nýföllnum úrskurði kjara-
nefndar eru svo laun yfirlæknanna
hækkuð stórlega umfram aðra
heimilislækna þrátt fyrir að sjúk-
lingamóttaka þeirra hafi rýrnað um-
talsvert. Var þetta brýnasta verk-
efnið í heilsugæzlunni? Hvaða
reyndur sérmenntaður heimilis-
læknir með heilbrigðan metnað og
ábyrgðarkennd getur hugsað sér að
vinna sem aðstoðarlæknir á heilsu-
gæzlustöð?
Heimilislæknir þarf að njóta
trausts. Það tekur tíma að ávinna
sér það. Þar dugir fagurgali
skammt. Heimilislæknirinn þarf að
vera aðgengilegur. Læknir sem ekki
treystir sér til að bregðast skjótt við
beiðnum skjólstæðinga sinna á að
velja sér aðra sérgrein en heimilis-
lækningar. Með þessu er ekki sagt
að hann eigi að hlaupa eftir duttl-
ungum þeirra og geðþótta. Hann
þarf að gera sér grein fyrir því að
skyldur hans eru við allan hópinn –
ekki bara þá sem knýja á eða eru
frekastir. Sjúklingar þurfa að geta
náð í heimilislækni sinn samdægurs
í síma eða með skilaboðum og heim-
ilislæknirinn þarf að skipuleggja
vinnu sína þannig að hann geti tekið
á móti hluta sjúklinga sinna sam-
dægurs. Þetta getur hann ekki gert
nema hann þekki fólkið sitt vel. Þess
vegna getur hver heimilislæknir að-
eins haft takmarkaðan fjölda skól-
stæðinga. Það er kjarni málsins.
Biðtími eftir heimilislækni á að vera
sem minnstur, helzt enginn.
Aðalvinnutæki góðs læknis er
sjúkrasagan – viðtalið. Það tekur
tíma að taka góða sjúkrasögu. Það
er hér sem styrkur góðs heimilis-
læknis og raunar allra góðra lækna
liggur. Heimilislæknirinn á beinlínis
að treysta á viðtalið og fyrri þekk-
ingu sína á skjólstæðingi sínum og
aðstæðum hans. Í þessu liggur hag-
kvæmni heimilislækninganna. Góð-
ur læknir upplýsir og fræðir. Hafi
verið þörf fyrir að endurvekja gamla
heimilislækninn fyrir þrjátíu árum
þá er sú þörf enn brýnni í dag í æ
flóknara heilbrigðiskerfi. Heimilis-
lækningar verða alltaf krefjandi en
fyrir þann sem velur þær að lífs-
starfi með réttu hugarfari eru þær
afskaplega gefandi. Það er útilokað
að sinna samtímis öðru starfi án
þess að vanrækja annaðhvort eða
bæði. Heimilislækningar falla ekki
vel að markaðskerfinu þar sem höf-
uðmarkmiðið er gróði. Það á hins
vegar að greiða góð laun fyrir góða
og heiðarlega vinnu. Feimnislaust.
Hvernig heimilis-
lækni vilt þú?
Frá Jóhanni
Tómassyni
„Heim-
ilislækn-
ingar falla
ekki vel að
markaðs-
kerfinu.“
Höfundur er læknir.
SÍÐASTLIÐINN fimmtudag
birtist grein í Morgunblaðinu eftir
tvo stúdenta í verkfræðideild Há-
skóla Íslands undir yfirskriftinni
„Þarf að taka tillit til kvenna í raun-
vísindum?“. Í greininni er sett fram
gagnrýni á áherslur í jafnréttismál-
um við H.Í. og ummæli mín í Rík-
isútvarpinu 4. nóvember síðastliðinn.
Greinarhöfundar gera mér upp
skoðanir og eigna mér orð sem
ganga þvert á sannfæringu mína og
markmið mín í starfi sem jafnrétt-
isfulltrúi Háskóla Íslands. Vegna
þessa kemst ég ekki hjá því að svara
á sama vettvangi. Misskilningurinn
ætti að vera óþarfur þar sem ég hef
þegar skýrt ummæli mín á opnum
umræðufundi sem stúdentar í verk-
fræðideild stóðu fyrir föstudaginn 8.
nóvember. Reyndar er það óskiljan-
legt að þurfa þráfaldlega að koma
fram „leiðréttingum“ á einhverju
sem maður hefur aldrei haldið fram.
En að gefnu tilefni vil ég ítreka
eftirfarandi: Ég tel ekki að konur
séu verr til þess fallnar að læra
stærðfræði eða önnur raunvísindi,
hvorki af eðlislægum ástæðum né
öðrum. Þessu hef ég aldrei haldið
fram enda stríðir það gegn grund-
vallarskoðunum mínum á kynja-
fræðilegum málefnum. Ég hef held-
ur aldrei haldið því fram að draga
þyrfti úr kröfum í stærðfræði fyrir
konur í raunvísindanámi eða að
stelpur þurfi á sérmeðferð að halda
til að ljúka námi í umræddum fögum.
Í máli mínu hef ég einungis bent á þá
staðreynd að ríkjandi áherslur í
kennslufræði raungreina virðast
henta ákveðnum og of fámennum
hópi nemenda sem í meirihluta eru
karlmenn.
Það er óumdeilt að í dag eru of fáir
sem útskrifast úr raunvísindum og
tæknigreinum. Fjöldatölur nemenda
í undirstöðugreinum upplýsinga-
tækniiðnaðarins eins og stærðfræði,
eðlisfræði, verkfræði, tækni- og tölv-
unarfræði sýna ennfremur að í þess-
um fögum eru konur hlutfallslega fá-
ar. Framboð háskólamenntaðra
einstaklinga af þessum fagsviðum er
auk þess langt frá því að anna eft-
irspurn vinnumarkaðarins eftir
raunvísindamenntuðu vinnuafli. Það
er því í senn samfélagsleg nauðsyn
og jafnréttismál að fjölga konum í
þessum fögum og koma um leið til
móts við þarfir íslensks atvinnulífs.
Í fyrrnefndri grein er vitnað í um-
mæli mín um að opna þyrfti raunvís-
indin fyrir ákveðnum þáttum hug- og
félagsvísinda. Að opna raunvísindin
fyrir hug- og félagsvísindum þýðir
ekki að námskröfur séu minnkaðar
eða að dregið sé úr gæðum raunvís-
indanáms. Eða er það skoðun grein-
arhöfunda að hug- og félagsvísindi
séu á einhvern hátt léttvægari vís-
indi en raunvísindi? Með ummælum
mínum vildi ég koma á framfæri nýj-
ungum í kennslufræðum raungreina
sem taka mið af jafnréttissjónarmið-
um. Til dæmis hefur verið sýnt fram
á að heimspekileg nálgun í náttúru-
fræði- og raungreinakennslu, eins og
til dæmis heimspeki vísinda eða vís-
indasaga, höfði til breiðari hóps
nemenda. Slík nálgun þjálfar nem-
endur í að sjá viðfangsefni sín í víð-
ara samfélagslegu samhengi sem
gerir þá hæfari til að mæta fjöl-
breyttum kröfum vinnumarkaðar-
ins. Samanber grein um aðgerðir
Tækniháskólann í Skövde sem er að-
gengileg á heimasíðu jafnréttis-
nefndar Háskólans.
Fjölmargir háskólar og aðrar vís-
indastofnanir erlendis hafa með góð-
um árangri tekið mið af nýjungum í
kennslufræðum raungreina og
byggt á þeim sértækar aðgerðir í
jafnréttismálum til að auka þátttöku
kvenna í raunvísindum og tækni-
greinum.
Verkfræðideild Háskólans hefur
einnig nýtt sér áþekkar nýjungar í
kennslufræði að ráði Abet (www.
abet.org) úttektaraðila fyrir verk-
fræði og tækninám og gert breyt-
ingar í kennslu eins og kom fram í
máli forseta deildarinnar á fyrr-
nefndum fundi.
Framsækin íslensk fyrirtæki eins
og Eimskipafélag Íslands, Lands-
virkjun, Orkuveita Reykjavíkur
ásamt fagráðuneytum og fleirum
hafa sl. tvö ár kosið að styrkja jafn-
réttisátak Háskóla Íslands og Jafn-
réttistofu sem m.a. hefur skipulega
unnið að því að hvetja konur til náms
í raunvísindum og tæknigreinum.
Það er rétt að á heildina litið eru
konur í meirihluta stúdenta í H.Í, en
það þýðir ekki sjálfkrafa að sértæk-
ar aðgerðir til að fjölga konum í
raunvísindum og tæknigreinum séu
óþarfar.
Það hlýtur að vera hagsmunamál
alls háskólafólks að hægt sé að ræða
nýjungar í kennslufræðum sem
gætu stuðlað að bættum þjóðarhag
og réttlæti fyrir bæði karla og konur.
Þeir sem að þessum málum koma
ættu að vera tilbúnir að skoða nýj-
ungar með opnum hug því það er
grundvöllur háskólasamfélags að
það sé opið fyrir nýjungum og breyt-
ingum.
Á heimasíðu jafnréttisnefndar
Háskóla Íslands má finna margvís-
legar upplýsingar um jafnréttisstarf
innan Háskólans auk tengla við er-
lenda háskóla: http://www.hi.is/
stjorn/jafnrettisn/
Jafnréttismál eru sam-
félagsleg nauðsyn
Eftir Rósu
Erlingsdóttur
„Ríkjandi
áherslur í
kennslu-
fræði raun-
greina virð-
ast henta ákveðnum og
of fámennum hópi nem-
enda sem í meirihluta
eru karlmenn.“
Höfundur er jafnréttisfulltrúi
Háskóla Íslands.
UNDANFARNAR vikur hefur
farið fram umræða í fjölmiðlum um
hvort ekki sé rétt að ríkið kaupi
Hraun í Öxnadal á þeim forsendum
að þar fæddist þjóðskáldið Jónas
Hallgrímsson. Ágæt hugmynd hjá
Norðlendingum þó að varla sé
nauðsynlegt að ríkið eigi jörðina til
þess að minningu skáldsins sé hald-
ið þar á lofti. Rökin sem menn færa
í fjölmiðlum um málið fela hins veg-
ar stundum í sér rangfærslur gagn-
vart öðru skáldi. Jörðin Skriðu-
klaustur hefur verið dregin inn í
umræðuna þar sem rekið er menn-
ingar- og fræðasetur undir merkj-
um Stofnunar Gunnars Gunnars-
sonar. Þess misskilnings hefur gætt
að ríkið hafi keypt Skriðuklaustur.
Það er alrangt. Gunnar Gunnarsson
og kona hans Franzisca gáfu ís-
lenska ríkinu Skriðuklaustur til
ævarandi eignar árið 1948, níu ár-
um eftir að þau byggðu stórhýsi það
er nú hýsir Gunnarsstofnun (húsið
var teiknað af Fritz Höger, þýskum
arkitekt sem var hvorki húsameist-
ari Hitlers né teiknaði Arnarhreiðr-
ið). Jörð og tilheyrandi hús voru
sama ár afhent ríkinu og á eign-
unum hvíldu engar skuldir. Stjórn-
völd ákváðu að nýta jörðina undir
tilraunastarfsemi í landbúnaði, sem
var eitt af því sem gefendurnir
nefndu sem dæmi um starfsemi til
menningarauka í gjafabréfinu.
Þannig var það í fjörutíu ár og það
var ekki fyrr en árið 2000 að starf-
semi Gunnarsstofnunar var ýtt úr
vör á staðnum. Þessu er hér með
komið á framfæri en áhugasamir
geta nálgast ítarlegri upplýsingar á
vefnum www.skriduklaustur.is.
Gunnar gaf
Skriðuklaustur
Eftir Skúla Björn
Gunnarsson
Höfundur er forstöðumaður
Gunnarsstofnunar.
„Þess mis-
skilnings
hefur gætt
að ríkið hafi
keypt
Skriðuklaustur.“
Gjafavara – matar- og kaffistell .
All ir verðflokkar.
- Gæðavara
Heimsfrægir hönnuðir
m.a. Gianni Versace.
VERSLUNIN
Laugavegi 52, s. 562 4244.