Morgunblaðið - 16.11.2002, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 16.11.2002, Qupperneq 52
UMRÆÐAN 52 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÝLEGA birtist könnun í breska blaðinu Public Network Europe á uppbyggingu fjarskipta- þjónustu í heiminum. Könnunin náði til 200 landa og var tekið tillit til uppbyggingar grunnkerfa, int- ernets-aðgangs og markaðsað- stæðna. Að loknu mati á gæðum þessara þátta í öllum þessum lönd- um lenti Ísland í 10. sæti en undan voru Hong Kong (1), Danmörk (2), Svíþjóð (3), Sviss (4), Bandaríkin (5), Noregur (6), Kórea (7), Bret- land (8), Holland (9). Þetta er ótvírætt merki um það að aðstæður á fjarskiptamarkaði hér á landi eru vel viðunandi þrátt fyrir smæð og fjarlægð frá stærri markaðssvæðum. Margt hefur gerst á Íslandi á undanförnum árum sem gerir það að verkum að staða okkar er eins góð og raun ber vitni. Með upp- byggingu ljósleiðaranets á höfuð- borgarsvæðinu á vegum Línu.nets var til dæmis byggður upp grunn- ur að samkeppni í gagnaflutning- um sem endurspeglast hefur í a.m.k. 40% verðlækkun og mun ríkulegra þjónustuframboði. Þessi verðlækkun hefur skilað sér til fyrirtækja og einstaklinga og ekki er fjarri lagi að sparnaður út af þessu nemi árlega um 800 millj- ónum króna. Samkeppni í fjar- skiptum, sem stuðlar að framför- um, verður ekki virk nema að til komi öflugur valkostur í gagna- flutningum líkt og hér hefur gerst. Uppbygging grunnkerfa á Norðurlöndum Á Norðurlöndum hefur átt sér stað mikil uppbygging á grunn- kerfum í upplýsingatækni. Þessi uppbygging hefur í öllum tilfellum verið unnin af sveitarfélögum eða veitufyrirtækjum, líkt og hér á landi, enda enginn í jafngóðri að- stöðu til að byggja upp slík kerfi. Sveitarfélögin og veitufyrirtækin hafa aðgang að fjármagni og geta við framkvæmdir samnýtt ýmsar lagnaleiðir með öðrum kerfum. Í Stokkhólmi hefur til dæmis verið byggt upp mjög öflugt ljós- leiðaranet af borgarfyrirtækinu Stokab, sem rekur kapplakerfi borgarinnar. Þetta kerfi er þétt- riðið net margþráða ljósleiðara, ásamt öflugu IP-gagnaflutnings- kerfi. Kerfið var að mestu leyti byggt upp með beinum framlögum borgarinnar. Sömu sögu er að segja af raf- veitunni í Kaupmannahöfn og veitufyrirtækjum í Osló og Hels- inki. Þessi borgarfyrirtæki hafa öll staðið fyrir öflugri uppbyggingu á gagnaflutningskerfum. Það hefur gerst þrátt fyrir að í þessum lönd- um séu til staðar rótgróin símafyr- irtæki. Uppbygging í Reykjavík Á síðustu þremur árum hefur Lína.Net byggt upp á höfuðborg- arsvæðinu eitt fullkomnasta ljós- leiðaranet og IP-gagnaflutnings- kerfi sem völ er á. Notkun þess er í dag mun meiri en vonir stóðu til og sýnir hve mikil þörf var fyrir slíkt net. Nær allar heilbrigðis-, rannsókna- og menntastofnanir í Reykjavík eru tengdar með ljós- leiðara Línu.Nets og nýta sér kerfið til fjarkennslu, fjarfunda og hagkvæmari samskiptaleiða sem ekki þekktust áður. Allflestar bankastofnanir, ráðuneyti, stærstu fyrirtæki landsins ásamt nokkrum þúsundum annarra fyrirtækja og einstaklinga nota ljósleiðaranetið í sínum daglegu störfum. Að einu leyti virðist þó upp- byggingin hér hafa verið öðruvísi. Í öðrum löndum hefur myndast mikil sátt um þessa uppbyggingu hjá sveitarfélögunum. Þau hafa gjarnan rökstutt þessar fjárfest- ingar með þeim rökum að auka beri aðgang íbúa að nýtísku upp- lýsingatæknikerfi og að byggja beri upp grunn fyrir samkeppni í fjarskiptum. Jafnframt hefur verið litið svo á að uppbygging af þessu tagi sé arðbært langtímaverkefni. Hér á landi, aftur á móti, hefur ekki einhverra hluta vegna mynd- ast sátt um þessi rök. Til gamans má geta þess að svo virðist sem að einungis í Stokk- hólmi hafi komið upp ágreiningur hjá stjórnmálamönnum um þessi mál, en þar vildu hægri sinnaðir stjórnmálamenn hraða mjög upp- byggingunni. Þessu er sem kunn- ugt er öfugt farið í Reykjavík. Ísland í 10. sæti í fjarskiptamálum Eftir Eirík Bragason „Á höfuð- borgarsvæð- inu hefur verið byggt upp eitt full- komnasta ljósleið- aranet og IP-gagna- flutningskerfi sem völ er á.“ Höfundur er framkvæmdastjóri Línu.Nets hf. UPP á síðkastið hef ég spurt mig þeirrar spurningar hvort þar til bærir eftirlitsaðilar vinni mark- visst að því að farið sé eftir bygg- ingareglugerðum. Ég er nokkuð viss um að þeir starfsmenn, sem um þetta eftirlit sjá, munu hik- laust segja „já“. Á móti segi ég: Hvernig stendur þá á því að ég rekst sífellt á dæmi þess að þeir þættir sem eiga að vera til staðar til að auðvelda aðgengi hreyfi- hamlaðra eru ekki til staðar og oft dregst það úr hófi fram að þeir séu settir upp. Hver leyfir mönnum þetta? Eru eftirlitsaðilar ekki með næg úrræði til að þrýsta á þá, sem standa í byggingarframkvæmdum, að þeir fari eftir kröfum sem byggingaeftirlit setur? Samskipti mín við Sambíóin á Akureyri, sem komust á síður blaða nú um dag- inn, eru ekki einstakt tilfelli, þau er einungis eitt dæmi um hvernig fyrirtæki hefur reynt að komast hjá því að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru. Oftast eru fjárhags- legar ástæður nefndar til sögunnar í þessu samhengi. Því fer illu heilli víðs fjarri að téð fyrirtæki sé eins- dæmi. Nú er Rás tvö flutt til Akureyr- ar, að hluta a.m.k. Stofnunin sú hefur komið sér fyrir í húsi sem lengi hefur átt eftir að setja lyftu í. Og það hefur loksins verið gert. Ástæða: Ríkisstofnun er að flytja í húsið! Svona mætti lengi telja. Vissulega fylgir lyftum og öðrum búnaði talsverður kostnaður og æskilegt ef hægt væri að sækja um styrki til viðeigandi aðila, t.d. Húsafriðunarnefndar sé verið að gera upp gamalt húsnæði þar sem getur verið erfitt og dýrt að gera aðgengi fatlaðra viðunandi, stund- um er það meira að segja illmögu- legt. Hins vegar gegnir öðru máli um nýbyggingar og hús, sem eru endurbyggð svo að segja frá grunni. Þá er það óþolandi þegar reynt er að hanga í glufum reglu- gerða og koma sér þar með undan að hafa húsnæðið sómasamlega úr garði gert svo að allir geti gengið inn um sömu dyrnar. Ég vil í því samhengi vitna í orð Lars Enqvist (heilbrigðisráðherra Svíþjóðar árið 2000) til að sýna hversu frábrugð- inn hugsunarháttur þarlendra er í þessum efnum. Svíar eru að mínu mati fremstir meðal jafningja þeg- ar kemur að aðgengi fyrir alla: „Málefni fatlaðra snúast um rétt allra til að vera með í samfélaginu – að vera þátttakendur. Að fá að koma inn um sömu dyr og aðrir – ekki að vera vísað inn um lag- erinn.“ Byggingareft- irliti er áfátt Eftir Berg Þorra Benjamínsson Höfundur er háskólanemi og notar hjólastól. „Hvernig stendur á því að ég rekst sífellt á dæmi þess að þeir þættir sem eiga að vera til staðar til að auðvelda aðgengi hreyfihamlaðra eru ekki til staðar?“ SENN líður að því að settur um- hverfisráðherra gefi út úrskurð sinn um Norðlingaölduveitu. Fjöl- margir íbúar í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi bíða þess úrskurðar í ofvæni. Þar í sveit er mönnum ekki sama, þótt vissulega séu þeir til sem telja réttast að þóknast vald- inu og „hafa út úr þessu eins og hægt er“. Við höfum frá alda öðli alið sterkar tilfinningar í brjósti til þessa ævintýralands. Fjölmargir sem hafa kynnt sér til hlítar fyr- irhugaðar framkvæmdir bera ugg í brjósti og telja illa komið fyrir nátt- úruvernd á Íslandi ef skammtíma- gróði á einn að stýra för. Í raun myndi hún færast á byrjunarreit og enginn öfundsverður af að setja nafn sitt undir slíkan gjörning. Tökum nokkur dæmi: Spurt hefur verið hvort ekki sé nein málamiðlun um framkvæmd- ina. Því er til að svara, að við telj- um að nú þegar hafi þetta land ver- ið skert eins og ásættanlegt sé. Vatnsmagn Þjórsár ofanverðrar er nú aðeins rúmlega helmingur af því sem það var áður en Kvíslaveitur 1–5 komu til framkvæmda. Því hefur verið haldið fram að Þjórsárver skerðist sáralítið við Norðlingaölduveitu. Það er mikil einföldun á staðreyndum. Þótt lón- ið, 33 ferkílómetrar miðað við 575 m y.s., næði „aðeins“ um 5 km inn í friðlandið ber að horfa á að engin landfræðileg skilyrði afmarka það, heldur var á sínum tíma dregin lína á korti milli þekktra kennileita sem hentuðu virkjanahugmyndum, en ekki náttúrufarslegum forsendum. Við skulum líka hafa í huga, að stíflan og lónið eru bara byrjunin. Það vita allir, að á næstu árum og áratugum yrðu framkvæmdir að halda áfram, og er beinlínis gert ráð fyrir þeim, þótt þeim sé ekki haldið hátt á lofti eins og er, því það hentar ekki í umræðunni. Hér á ég við hinar svokölluðu „mótvæg- isaðgerðir“ þegar framburðurinn fer að setjast til í lóninu. Eftir svo sem 60 ár er gert ráð fyrir því að aurinn ofanvert í lóninu og áreyr- arnar hefðu hækkað um 2–3 metra. Þá þyrfti að byggja öfluga varn- argarða, utan og innan friðlands, sem kæmu í veg fyrir að áin flæmd- ist út og suður. Einnig er gert ráð fyrir öðru lóni, rétt austan Arnarfells hins mikla, sem hugsanlegri mótvægis- aðgerð fyrir umhverfisspjöll. Það tæki þá við hluta af aurnum áður en hann bærist í Norðlingaöldulón. Dæling úr því lóni og haugsetning efnisins sem upp kæmi er ávísun á enn meiri framkvæmdir og lands- lagsbreytingar. Ég sé oft á ári út um stofuglugg- ann minn hvernig framburður Þjórsár rýkur í austanrokinu hér niðri í byggðinni, stundum svo að ekki sér í fjöllin handan árinnar, fá- eina kílómetra í burtu. Ég hef ekki séð raunhæfar tillögur um, hvernig komið yrði í veg fyrir fok úr þess- um haugum. Ef það er svo auðvelt sem framkvæmdaaðilar vilja vera láta, hvers vegna eru þær aðferðir þá ekki búnar að sanna sig um allt land? Og hvernig dettur Skipulags- stofnun í hug að samþykkja lón í 578 m y.s. þegar sá kostur var ekki einu sinni lagður fram nema sem viðmiðun? Forstjóri Landsvirkjunar marg- ítrekaði það á opnum kynningar- fundi um Norðlingaölduveitu í vor, að 575 m lónið væri hið eina sem væri á borðinu. Ekki yrði farið fram á hækkun þegar fram liðu stundir, eins og margir höfðu áhyggjur af þá þegar. Senn líður að kosningum, og þjóðmálaumræðan er farin að litast mjög af þeirri staðreynd. Margir stjórnmálamenn hafa tjáð sig um virkjanamál, þar á meðal þingmenn okkar Sunnlendinga, en eru sérlega orðvarir nú um stundir. Það er erf- itt að vera allra vinur. Hitt er áreiðanlegt, að hér um slóðir er úrskurðar setts umhverf- isráðherra beðið með eftirvænt- ingu. Við vonum að valdamenn á Ís- landi beri gæfu til að skilja mik- ilvægi þessa máls. Að Þjórsárver eru ekki verðlítil skiptimynt, heldur land sem á hvergi sinn líka. Því hefur enginn á móti mælt. Norð- lingaölduveita yrði eins og ormur- inn á gullinu, ormurinn sem á end- anum varð að ófreskju. Látum ófreskjuna ekki gleypa okkur, – þótt hún liggi kannski á gulli. Er landið einskis virði? Eftir Höllu Guðmundsdóttur „Látum ófreskjuna ekki gleypa okkur, – þótt hún liggi kannski á gulli.“ Höfundur er bóndi og fyrrverandi sveitarstjórnarmaður í Gnúp- verjahreppi. VIÐ þurfum enga Spaugstofu lengur, því Ísland er orðið ein Spaugstofa. Skipulagsstofnun dæmir Kárahnjúkavirkjun úr leik en umhverfisráðherra fellir úr- skurðinn úr gildi, Þjóðhagsstofnun er felld niður því hún spáir ekki nógu vel, fólk er snuprað fyrir að syngja þjóðsönginn, vinstri maður situr í stól borgarstjóra en þjónar til borðs í stóriðjupartýinu, rithöf- undur er kallaður á teppið af því hann skrifar um bláa hönd, raf- magnið í álið er selt svo ódýrt að þar mætti halda að væri um ör- væntingarfulla vændiskonu að ræða sem þyrfti að fá fyrir næstu sprautu en ekki stolta fossaeigend- ur, flugmaður er kallaður á teppið fyrir að fljúga yfir landið og lýsa fegurð þess, iðnaðarráðherra þræðir náttúruperlur um hálsinn á sér, forsætisráðherra sýnir sex- tándualdartakta og skammar hæstarétt í öryrkjamálinu, Frikki frontur kaupir Þjóðminjasafnið og þarmeð síðasta vindil Jóns Sigurð- arsonar, utanríkisráðherra virðist ákveða stuðning við bush og blair við eldhúsborðið heima hjá sér og þegar alþingi fréttir af því segir það ekki múkk, á alþingi er fólki sagt að éta slátur, forsætisráð- herra heldur að fólk sem leitar til Mæðrastyrksnefndar sé að svíkja út slátur, fólk má ekki mótmæla á 17. júní því það setur ljótan svip á hátíðahöldin; datt einhverjum í hug að þetta væru falleg hátíða- höld við aðstæður þar sem níðst hafði verið á lýðræðinu og frið- sömum mótmælendum, vitað er að stóriðjustefna Noregs mistókst svo afhverju er verið að halda henni til haga hér og blekkja austfirðinga, afhverju þegir forsetinn, afhverju þegir háskólinn, afhverju held ég ekki kjafti? Þetta eru svo ýkt og afkáraleg atriði að þau bera ekki vott um snefil af jafnvægi. Það mætti halda þau væru í Spaugstof- unni en ekki í sjálfu lýðræðisríkinu Íslandi. Lýðræðisríkið er hinsveg- ar orðið að Spaugstofu og það er mín trúa að enginn hlæi, það er fólk sem grætur, nema kannski örfáir einstaklingar sem sitja í Ríkisvirkjun og Landsstjórn. Þetta er þeirra einkahúmor og þetta eru menn sem hlæja aldrei nema hámarkshlátri. En þótt þeir hlæi er ekki þarmeð sagt að þeir skemmti sér. Sjónvarpið fær að halda úti Spaugstofu sem gerir grín að gríninu þeirra og þeir hlæja þegar Spaugstofumenn sjást passa sig á því að styggja engan og vera sem mest á rjúpnaveiðum. Þá nær þeirra einkahúmor há- marki, enda sýnist mér á öllu að það sé verið að einkavæða húm- orinn. Spaugstofan Ísland Eftir Elísabetu K. Jökulsdóttur Höfundur er rithöfundur. „Lýðræð- isríkið er orðið að Spaug- stofu.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.