Morgunblaðið - 16.11.2002, Page 56

Morgunblaðið - 16.11.2002, Page 56
MINNINGAR 56 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. ✝ Óskar Björgvins-son fæddist í Vest- mannaeyjum 5. sept- ember 1942. Hann lést í Vestmannaeyjum 12. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Björgvin Páls- son, f. 3.7. 1906, d. 19.5. 1997, og Gunn- hildur Guðmundsdótt- ir, f. 17.8. 1904, d. 24.9. 1987. Systur Óskars eru Guð- munda, f. 20.10. 1927, og Þórey, f. 9.4. 1931. Óskar kvæntist Magneu Magn- úsdóttur, f. 23.7. 1944, þann 14.3. 1964. Þau skildu. Sonur Óskars og Magneu er Þráinn Óskarsson, húsasmiður f. 1965, kvæntur Krist- ínu Jónu Guðjónsdóttur, ráðgjafa, f. 1963, og eiga þau eina dóttur, Ástrós Mirru, f. 2000. Óskar kvæntist 13.8. 1977 Steinu Fríð- steinsdóttur, leikskólakennara, f. 8.6. 1943, en hún er dóttir Fríð- steins Á. Friðsteinssonar, f. 10.9. 1899, d. 1991, og Þórdísar Sigríðar Björnsdóttur, f. 14.5. 1906, d. 10.12. 1945. Fríðsteinn giftist aftur Jósefínu S. Jóhannsdóttur 1947, f. 1.3. 1909, en hún lést 4.8. 1997. Synir Steinu og Jóns H. Helgason- ar, f. 28.8. 1942 (skildu) eru Arnar Jónsson, stjórnsýslu- fræðingur, f. 1966, kvæntur Önnu Sif Jónsdóttur, við- skiptafræðingi, f. 1971, og eiga þau eina dóttur, Önnu Dögg, f. 2000; og Snorri Jónsson, kennari, f. 1971, kvæntur Önnu Ólafsdóttur, há- skólanema, f. 1971, og eiga þau eina dóttur, Sunnevu, f. 1994. Óskar lauk prófi í ljósmyndun hjá Sigurði Guðmundssyni árið 1963 og hóf sama ár rekstur Ljós- myndastofu Óskars í Vestmanna- eyjum. Á meðan á Heimaeyjargos- inu stóð starfaði hann á Ljósmyndastofu Þóris en hóf aftur rekstur stofu sinnar við goslok. Óskar hafði unun af tónlist og lék með með Lúðrasveit Vestmanna- eyja og söng með kór Landakirkju. Hann rak ljósmyndastofu sína í hartnær 40 ár og eftir hann liggur mikið safn ljósmynda af Vest- mannaeyingum auk mynda af nátt- úru eyjanna. Útför Óskars verður gerð frá Landakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Nú er hann pabbi minn fluttur á góðan stað, en ekki farinn, því hann mun alltaf vera með okkur í hugsun- um okkar og endurminningum um þann dýrmæta tíma sem við gátum verið saman. Þrátt fyrir sjúkdóminn sem herjaði á, og gaf honum sjaldnast frið gat hann alltaf fundið spaugilegu hliðarn- ar á flestu og það ríkti ávallt gleði, hlátur og mikil birta þar sem hann var staddur hverju sinni. Hann kenndi mér svo margt, eins og þegar það hellirigndi úti þá klæddi hann mig upp og við bjuggum til stóra stíflu sem við svo hleyptum úr, í aðra stíflu og svo í aðra, sem við mokuðum síðan mold í og drullumölluðum. Eitt sinn þá stoppaði bíll hjá okkur þegar við vorum við þessa iðju og var þar nágranni okkar á ferðinni. Hann spurði náttúrulega með bros á vör hvað við værum að gera? Og svaraði ég þá fullum hálsi enda fjög- urra ára þá: „Við eðum að dullumalla, ofsa gaman.“ „Já ég er aðeins að kenna stráknum,“ svaraði pabbi sposkur með moldina alveg upp á nef. Mér var svo sagt það svo löngu seinna, þegar þetta var rifjað upp, að pabbi hefði verið öfundaður af nokkr- um nágrönnum í götunni af því að geta verið úti að drullumalla. Við gerðum margt saman, bjugg- um til svifflugu og fallhlífar sem pabbi kastaði listilega upp í loftið, svona bara til að sýna stráknum réttu hand- brögðin. Elsku pabbi minn, nú er þessari stuttu þrautagöngu lokið og þú laus við þennan illvíga sjúkdóm sem gerði þér svo erfitt fyrir. Ég hef verið mjög lánsamur að eiga þig að, eiga stað í þínu stóra og gjaf- milda hjarta, ég er stoltur og montinn að eiga pabba eins og þig. Sókrates skrifaði eitt sinn: „Góðum manni verður ekkert illt gjört, hvorki lífs né liðnum, og guðunum er ekki sama um afdrif hans.“ Ég elska þig og sakna þín. Þinn sonur Þráinn. Elsku pabbi. Leiðin að hjarta ein- stæðrar móður er í gegnum börnin hennar. Ég sé ekki eftir því að hafa hjálpað þér þangað. Þar ertu núna. Mér fannst þú vera hetja þegar ég var lítill. Þú varst stór og sterkur, skemmtilegur og klár. Þegar ég varð unglingur varðstu bara venjulegur. Þú varst ekkert svo stór og sagðir mér að gera hluti sem mig langaði ekki til. En nú veit ég að þú ert hetja. Þú barðist af svo miklu æðruleysi við sjúkdóm þinn að allir dáðust að. Við honum voru engin meðul. Vopn þín, vonin, æðruleysið og ástin dugðu ekki til. En eftir lifir ástin og minningarn- ar. Ást þín til mömmu og hennar til þín, sem ég skynja núna sem miklu stærra og sterkara afl en flest annað. Við Anna eigum margar góðar minn- ingar sem við geymum vel og ætlum að ylja okkur við, oft. Sunneva skrif- ar, teiknar og yrkir um þig því hún hefur ekki aðeins þurft að sjá á eftir afa sínum til himna og englanna, held- ur einnig á eftir góðum leikfélaga. Hvíldu þig núna, pabbi minn. Þú ert hetjan mín. Þinn Snorri. Þegar ég var tíu ára eignuðumst við Snorri bróðir annan pabba. Hann varð á augabragði í raun jafnsettur þeim fyrsta – og verður það ávallt þótt hann sé nú farinn frá okkur. Það sem mér þótti áhugaverðast við hann í fyrstu var að hann gerði fyrir mig móðurmálsæfingar sem hann lagði á skrifborðið mitt á morgn- ana og ég gat svo hreinritað þær í mína vinnubók. Seinna sá ég að þetta hafði allt saman praktískan tilgang og komst að því að hann átti sjálfur strák sem var einu ári eldri en þurfti að gera sínar móðurmálsæfingar sjálfur. Til að leysa það mál ákváðu pabbi og mamma að við myndum öll flytja saman en það var líka ákveðið að allir skyldu gera sínar móðurmálsæfingar sjálfir. Starf ljósmyndara í öflugu og lit- ríku samfélagi eins og Vestmannaeyj- um er samofið öllum helstu tímamót- um í fjölskyldum Eyjamanna. Það starf var honum mjög mikilvægt alla tíð. Pabbi var einn af þeim sem vann þakklát störf sín af einstökum metn- aði og skyldurækni við samfélag sitt. Hann var mikill handverksmaður í iðngrein sem er hverfandi í því formi sem hann vildi stunda hana. Fyrir ári síðan dró ský fyrir sólu þegar pabbi fékk dóm um alvarlegan sjúkdóm. Á ný var hafist handa við að byggja upp þó vonin væri veik. Ljós- myndastofan var flutt heim í Hraun- túnið, en augljóst var að hverju stefndi. Að leiðarlokum vil ég þakka þér glettnina, leiðsögnina og allan stuðn- ing við nám, leik og störf. Guð geymi þig. Arnar. Elsku Óskar tengdapabbi minn er dáinn eftir stríð við erfiðan sjúkdóm. Hann greindist með MND-sjúkdóm- inn fyrir rétt rúmlega einu og hálfu ári. Það er ótrúlegt að um verslunar- mannahelgina síðustu gat hann enn gengið með stuðningi uppi í sumarbú- stað hjá okkur. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Ég hafði alltaf mjög gaman af því hvernig hann spurði oft mjög per- sónulegra spurninga, sem mér fannst mjög óvenjulegt af karlmanni að vera. Hann spurði sérstaklega mikið þegar við vorum að ganga í gegnum glasa- frjóvganirnar okkar og að ég tala ekki um meðgönguna og fæðingu litla gim- steinsins okkar allra, hennar Ástrós- ar Mirru. Við sögðum stundum að hann Ósk- ar væri svo mikil „Pollýanna“ því hann gat alltaf fundið eitthvað já- kvætt við allt sem á bjátaði og alltaf gat maður sagt honum brandara og hann kom með aðra á móti, eins og eftir að hann varð rúmliggjandi á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Tvær hjúkkur voru að tala saman um ísskápana á staðnum og segir önnur við hina: „Nei þessi er aðeins fyrir sjúklinga.“ Þá heyrist í Óskari: „Hvað geymið þið marga þarna í einu?“ Um leið og ég kveð elskulegan tengdaföður minn og vin vil ég biðja Guð að vaka yfir eftirlifandi aðstand- endum og þá ekki síst að passa upp á elsku Steinu sem nú hefur misst sinn besta vin og eiginmann. Kæri tengdapabbi, þakka þér allt sem þú hefur gefið mér og ég trúi því að við sem þekktum þig séum ríkari fyrir vikið. Þín tengdadóttir Kristín Jóna. Elsku afi. Mér finnst leiðinlegt að þú hafir farið upp til guðs því þá sé ég þig ekki lengur. En það sem er gott við það er að ég sé þig með hjartanu. Þú ert líka orðinn að engli og það hlýt- ur að vera skemmtilegt. Elsku afi, við skulum passa Steinu ömmu vel og vandlega. Ástarkveðja. Sunneva. Fyrir þó nokkrum árum flutti Steina frænka, systir mömmu, frá Reykjavík til Vestmannaeyja með tvo fjöruga stráka sem urðu fljótt að Eyjapeyjum. Komu þau sér fyrir í fyrstu í kjallaranum á Herjólfsgöt- unni. Í skyndingu var eins og maður hefði eignast tvo litla bræður, þetta sannarlega lífgaði upp á heimilisbrag- inn. Nokkru seinna kynntist Steina frænka Óskari ljósmyndara og bætt- ist þá enn einn fjörugi Eyjapeyinn í hópinn. Minnist ég þess sérstaklega hvað gaman var þegar leið að jólum og yfir jólin og áramótin að upplifa til- hlökkun þessara litlu frænda minna, en við frændsystkinin á Herjólfsgöt- unni erum nokkru eldri en þeir. Mikill samgangur hefur æ síðan verið á milli fjölskyldnanna og oft glatt á hjalla um jól og áramót. Allflestir í Vestmanna- eyjum þekktu Óskar ljósmyndara. Þetta ljúfmenni, sem í áratugi hefur myndað flesta Eyjamenn við hin ýmsu tækifæri. Það var eins og Óskar skipti um ham þegar hann var kom- inn á bak við ljósmyndavélina og átti hann mjög auðvelt með glaðlyndi sínu að ná því besta út úr fólki enda bera hinar fjölmörgu ljósmyndir hans vitni um það. Óskari var margt til lista lagt og lék allt í höndunum á honum, hvort sem það voru smíðar, myndlist, ljós- myndun, söngur eða hljóðfæraleikur svo eitthvað sé nefnt. Hann var mikill húmoristi og sá mjög oft spaugilegu hliðarnar á hversdagsleikanum og hafði mikla sagnagáfu. Mér leið af- skaplega vel í návist hans og held ég að það hafi átt við um flesta sem hann þekktu. Lítil saga sem Óskar sagði æskuvini mínum um daginn þegar þeir hittust á spítalanum í Eyjum lýs- ir vel hinum kaldhæðnislega húmor og því hispursleysi sem hann var gæddur, en þá var hann orðinn mikið veikur. „Ég hef alltaf haft gaman af stráknum þínum,“ sagði hann við æskuvin minn. „Þegar ég tók ferm- ingarmynd af honum fyrir nokkrum árum spurði hann mig hvað hún kost- aði og ég sagði honum það. Vá! hvað þú ert ríkur, sagði strákurinn eftir að hafa margfaldað með fjölda ferming- arbarna í Eyjum. Um daginn hitti ég strákinn og hafði ekki séð hann lengi, þá spurði hann um veikindi mín og þótti honum leiðinlegt hvernig komið væri fyrir mér. Sagði svo eftir nokkra stund, mér til hughreystingar: Vá! hvað þú ert heppinn að vera ekki tví- tugur.“ Í sumar þegar Steina frænka hringdi í mig og bað mig að ná í þig inn á spítala, en þú ætlaðir að koma heim í nokkrar klukkustundir, ákváðum við að taka smárúnt í sum- arblíðunni. Þú varst samur við þig og lýstir fyrir mér spaugilegu hliðinni á spítalavistinni. Ekki grunaði mig þá að þetta ætti eftir að verða okkar síð- asta spjall. Hin einstæða skapgerð þín hefur eflaust hjálpað þér í veik- indum þínum og þínum nánustu og kannski einnig þeim sem þekktu þig og nú reyna að takast á við raunveru- leikann og líta björtum augum til framtíðarinnar. Elsku Steina frænka, Addi, Snorri, Þráinn og fjölskyldur, aðrir aðstand- endur og vinir. Við vottum ykkur okk- ar dýpstu samúð um leið og við kveðj- um yndislegan og ljúfan mann. Friðsteinn, Freyja, Þórdís og Jóhann Örn. Elsku afi Óskar. Við litlu sonadæt- ur þínar viljum fá að kveðja þig með lítilli bæn. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. (Ásmundur Eir.) Við vitum að elsku afi situr nú við hlið Jesú og gætir okkar. Sunneva, Anna Dögg og Ástrós Mirra. Mig langar í fáeinum orðum að minnast Óskars Björgvinssonar ljós- myndara sem er látinn langt um aldur fram eftir erfiðan sjúkdóm. Ævistarf Óskars var ljósmyndun. Þá list kunni hann vel og fyrir vönduð og listræn vinnubrögð sín á því sviði naut hann óskiptrar virðingar meðal samferðamanna sinna. Flestir Vest- mannaeyingar eiga á heimilum sínum mynd eða myndir úr sinni fjölskyldu, myndir sem Óskar hafði tekið við ým- is hátíðleg tækifæri og unnið af sinni alþekktu vandvirkni og nákvæmni. Þær bera allar meistara sínum gott vitni. Allar þessar myndir eru reynd- ar sérlega mikilvæg heimild til sögu Vestmannaeyja auk þess sem þær vekja ljúfar minningar fjölmörgum til óblandinnar ánægju. Þess vegna var ævistarf Óskars ákaflega mikilvægt í víðtækasta skilningi þess orðs og vegna þessa starfs munu komandi kynslóðir minnast hans með virðingu. Ég kynntist Óskari þegar ég gekk í Kór Landakirkju fyrir nokkrum ár- um. Þar tók hann á móti mér með hlýju og skilningi. Ég fann strax að þar fór vandaður og traustur maður. Hann var sérstaklega glaðlyndur og með léttu skapi sínu hreif hann fólk með sér. Hann hafði unun af því að slá á létta strengi og var hrókur alls fagn- aðar í góðra vina hópi. Þannig var það vissulega afar ánægjulegt að fá að starfa með honum og kynnast. Hann naut sín í kórstarfinu og féll vel inn í þann skemmtilega og góða félagsskap sem kór Landakirkju er. Nú er Óskar látinn, reyndar allt of fljótt. Við sem kynntumst honum minnumst hans sem góðs drengs sem við vorum afar heppin að fá að kynn- ast. Í minningunni lifir myndin af glöðum, skemmtilegum en umfram allt vönduðum samferðamanni. Kór Landakirkju saknar góðs fé- laga og þakkar Óskari samfylgdina. Ég votta Steinu og fjölskyldu dýpstu samúð okkar hjóna. Megi minningin um góðan dreng lifa meðal okkar allra. Blessuð sé minning Ósk- ars Björgvinssonar. Ragnar Óskarsson. Hún er konan sem kyrrlátust fer og kemur þá minnst þig varir og les úr andvaka augum þér hvert angur, sem til þín starir. Hún kemur og hlustar, er harmasár hjörtun í einveru kalla. Hún leitar uppi hvert tregatár. Hún telur blöðin, sem falla. Og hún er þögul og ávallt ein og á ekki samleið með neinum. Því hún er sorgin, sem sefar hvert mein, og sífellt leitar að einum. (Tómas Guðm.) Elsku Steina, Þráinn, Arnar, Snorri og fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Óskars. Ólafur Borgar. Hann Óskar ljósmyndari er látinn. Örlög hans urðu að heyja erfitt stríð við ólæknandi taugasjúkdóm. Það var ekki hægt annað en dást að því hvern- ig hann tók örlögum sínum. Lengst af lifði hann í von um bata, sló á létta strengi og gerði grín að sjálfum sér. Með því gerði hann baráttuna léttari bæði fyrir sjálfan sig og aðra. Óskar Björgvinsson var Vest- mannaeyingur í húð og hár, og í Vest- mannaeyjum vildi hann helst vera. Ungur að árum lærði hann ljósmynd- un og rak eigin ljósmyndastofu í Vest- mannaeyjum í um fjörutíu ár. Það eru því ófá andlitin sem hann hefur fest á filmu. Óskar var frábær fagmaður, hafði næmt auga, bjó yfir mikilli fag- þekkingu og reynslu og var kröfu- harður á eigin vinnu. Óskar var mjög næmur á umhverfi sitt og hafði skemmtilegt skopskyn. Hann var tónelskur, lék á hljóðfæri og söng í kór Landakirkju. Hann hafði einnig fallega rithönd, var skrautskrifari og góður teiknari. Það lék allt í höndum hans eins og sjá má á hans fallega heimili. Sérstaklega var hann í essinu sínu fyrir jólin þegar hann færði heimilið í jólabúning. Þá fékk hugmyndaflug hans og listræn sköpun að njóta sín. Ekki var minni umhyggja hans fyrir fjölskyldunni, sinni góðu konu, henni Steinu, og strákunum þrem. Gleðin var þó mest yfir barnabörnunum og varð honum tíðrætt um þau. Við vorum traustir vinir í yfir ald- arfjórðung og hittumst oft. Það voru alltaf ánægjulegar stundir sem ég þakka fyrir. Við Svana og börnin sendum Steinu okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Einnig Þráni, Arnari, Snorra og þeirra fjölskyldum. Megi guð geyma góðan dreng. Stefán Sigurjónsson. ÓSKAR BJÖRGVINSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.