Morgunblaðið - 16.11.2002, Side 61
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 61
SUMARDAGINN fyrsta sl. sýndi
Ríkissjónvarpið heimildamynd um
garðinn Skrúð og þá miklu vinnu
sem lögð var í að endurnýja garð-
inn fyrir nokkrum árum. Myndin
var kostuð af Ljósmyndavörum ehf.
og gerð af Gísla Gestssyni.
Í tilefni sýningarinnar var kallað
eftir liðveislu Vestfirðinga, gamalla
nemenda á Núpi, garðyrkju- og
skógræktarmanna og þeirra sem
hafa látið sér annt um garðinn. Alls
söfnuðust um 700 þúsund krónur
og hefur söfnunin því skilað góðum
árangri. Upphæðin mun bætast við
þann sjóð sem þegar er fyrir hendi
og mun renna enn styrkari stoðum
undir það viðhaldsstarf sem nauð-
synlegt er að inna af hendi. „Fram-
kvæmdasjóður Skrúðs vill koma á
framfæri innilegum þökkum til
allra þeirra sem lögðu sitt af mörk-
um. Árangurinn sannar það enn og
aftur að Skrúður á trygga bak-
hjarla sem er annt um varðveislu
garðsins,“ segir í fréttatilkynningu.
Góður árangur í fjáröfl-
unarátaki vegna Skrúðs
ÁRVEKNI, Löggildingarstofa og
Umferðarstofa hafa sent frá sér til-
kynningu þar sem bent er á að ekki
sé hægt að nota bandaríska barna-
bílstóla með FMVSS merki, sem
framleiddir hafa verið eftir 1. sept-
ember 2002, hér á landi. Ástæðan
mun vera sú að 1. september síðast-
liðinn gengu í gildi í Bandaríkjunum
nýjar reglur varðandi festingar
FMVSS merktra barnabílstóla. Þar
segir að allir barnabílstólar og bif-
reiðir í Bandaríkjunum sem fram-
leiddar eru eftir 1. september 2002
eigi að vera með sérstökum festing-
um.
Stólarnir eru með öðrum orðum
sérstaklega framleiddir til notkunar
fyrir bandarískar bifreiðir sem yfir-
leitt hafa annars konar festingar en
bílar hér á landi.
„Mikilvægt er að neytendur átti
sig á því að FMVSS merktir barna-
bílstólar eru ekki lakari en aðrir
barnabílstólar en þeir eru sérstak-
lega framleiddir til notkunar fyrir
bandarískar bifreiðir. Bifreiðir á Ís-
landi eru almennt ekki með festing-
arbúnað til að festa bandaríska
barnabílstóla í bíla,“ segir í tilkynn-
ingu frá fyrrgreindum aðilum.
Upplýsingar um breytingarnar
má nálgast á eftirfarandi vefslóð:
http://www.nhtsa.dot.gov/cars/rules/
rulings/UCRA-OMB-J08/Final-
Rule.html
Athugasemd
vegna banda-
rískra bílstóla
Basar í Ási Basar verður í fönd-
urhúsinu á dvalarheimilinu Ási
frumskógum 6a, Hveragerði, sunnu-
daginn 17. nóvember nk. kl. 13–18,
kaffi og vöfflur verða seldar á staðn-
um.
Jólastofa Soroptimistaklúbbs Ár-
bæjar Jólastofa Soroptimistasystra
er nú full af handgerðum munum,
sem verða til sölu sunnudaginn 17.
nóv. kl. 14–17 í sal Árbæjarskóla
(gengið inn frá Rofabæ). Hægt verð-
ur að kaupa sér kaffi og meðlæti á
staðnum. Allur ágóði rennur til líkn-
armála.
Jólabasar kvennadeildar Rauða
krossins Árlegi jólabasar kvenna-
deildar Reykjavíkurdeildar RKÍ
verður haldinn sunnudaginn 17. nóv-
ember kl. 14 til 16 í Efstaleiti 9, húsi
Rauða kross Íslands, innkeyrsla frá
Efstaleiti.
Á boðstólum verða handunnir munir
sem tengdir eru jólunum og einnig
heimabakaðar kökur. Allur ágóði
rennur til Félags einstakra barna,
sem er stuðningsfélag fyrir börn
með sjaldgæfa sjúkdóma. Kvenna-
deild Rauða krossins er ein öfl-
ugasta sjálfboðadeild Rauða kross
hreyfingarinnar hérlendis, en 36 ár
eru síðan konur tóku höndum saman
í nafni Rauða krossins og stofnuðu
sérstaka deild til að sinna sjúkum og
öldruðum. Sýnishorn af fönd-
urvörum er til sýnis í glugga Snyrti-
vöruverslunarinnar Hygeu, Lauga-
vegi 23.
Gönguferð í Mosfellsdal
Sunnudaginn 17. nóvember 2002
efnir Ferðafélag Íslands til göngu-
ferðar á Grímannsfell í Mosfellsdal
ofan við Gljúfrastein Halldórs Lax-
ness. Grímannsfell er 464 m hátt og
hækkun á gönguleið er nálægt 200
metrum. Áætlaður göngutími er 4–5
klst. Brottför er frá BSÍ kl. 11 og
komið við í Mörkinni 6. Þátttöku-
gjald er 1.700 kr. fyrir félagsmenn
og 1.900 kr. fyrir aðra.
Fararstjóri í ferðinni er Eiríkur Þor-
móðsson.
Á MORGUN
Baráttufundur á Grand Rokk
Áttundi og síðasti upplýsinga- og
baráttufundurinn um Kára-
hnjúkavirkjun og Norðlingaöldu-
veitu verður í dag, 16. nóvember.
Sem fyrr en fundarstaður efri hæð
Grand Rokk við Smiðjustíg. Að-
gangur er ókeypis og öllum er
frjálst að líta inn. Dagskráin hefst
kl. 14.30. Ólafur Haukur Sím-
onarson flytur ávarp, KK leikur
nokkur lög og Þóroddur Þórodds-
son, sérfræðingur á umhverfissviði
Skipulagsstofnunnar, flytur erind-
ið: Ferli mats á umhverfisáhrifum
framkvæmda. Þá munu Bryndís
Halla Gylfadóttir sellóleikari og
Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari
flytja tónlist og loks talar Ólafur F.
Magnússon borgarfulltrúi.
Vélsleðasýning í Smáralind
Landsamband íslenskra vélsleða-
manna Rvík. stendur fyrir vélsleða-
og útivistarsýningu helgina 16. og
17. nóvember. Sýningin verður
haldin í Vetrargarðinum í Smára-
lind og verður opnunartími frá kl.
11-18 á laugardeginum og 13-18 á
sunnudeginum. Allar nýjustu teg-
undirnar á vélsleðamarkaðinum
ásamt ýmsum aukabúnaði verða til
sýnis. Fatnaður, fjarskiptabúnaður,
og staðsetningartæki í miklu úrvali
ásamt jeppum, kerrum, mótor-
hjólum o.fl. Ókeypis er á sýn-
inguna.
Í DAG
Lára Margrét Ragnarsdóttir hefur
opnað vefsíðu á slóðinni www.lara-
margret.is vegna prófkjörs Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík. Lára
Margrét, sem sækist eftir fimmta
sætinu í prófkjörinu, hyggst ekki
opna sérstaka kosningaskrifstofu. Í
fréttatilkynningu frá Láru Margréti
segir að reynslan sýni að opnun
kosningaskrifstofu ráði ekki úrslit-
um um niðurstöður prófkjörs. Aftur
á móti verði hægt að ná í hana í síma
551-3339 og 861-3298, auk þess sem
hún mun vera við störf sín á Alþingi
prófkjörsvikuna. Því geti kjósendur
haft samband og óskað eftir viðtali.
Kosningastjóri Láru Margrétar er
Georg Haraldsson, sími 824-3674.
Þakkar stuðninginn. Sr. Önundur
Björnsson hefur sent til blaðsins eft-
irfarandi þakkarávarp:
„Að afloknu forvali Samfylking-
arinnar í Suðurkjördæmi vil ég færa
öllum þeim sem mig studdu og kusu
einlægar þakkir.
Í DAG STJÓRNMÁL
sparaðu fé og fyrirhöfn
Moggabúðin
Íþróttataska, aðeins 2.400 kr.
Moggabúðin
Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.