Morgunblaðið - 16.11.2002, Side 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Valkostur
vandlátra
– leiðandi í lausnum
Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001
ALMANNAVARNANEFNDIN í Vík í Mýrdal
hefur verið vöruð við því að aukinn jarðhiti sé
í Mýrdalsjökli og vaxandi þensla í jarðskorp-
unni. Nefndin yfirfór viðbragðsáætlanir í
fyrrakvöld. „Við erum á næsta stigi fyrir neð-
spenna í fjallinu, þar hefur verið þensla og vax-
andi jarðskjálftaórói,“ sagði Sigurður Gunn-
arsson, sýslumaður í Vík. Tveir nýir sigkatlar
hafa myndast í jöklinum milli Goðabungu að
Kötluskriðjökli og eldri dýpkað.
an viðbúnaðarstig. Magnús Tumi Guðmunds-
son jarðvísindamaður var hér við mælingar á
dögunum og þá kom í ljós að sigkatlarnir frá
1999 hafa dýpkað. Það er vitað að jarðhiti hef-
ur verið að vaxa undir jöklinum, það er aukin
Ljósmynd/Reynir Ragnarsson
Tveir nýir sigkatlar í Mýrdalsjökli
AUKIN jarð-
skjálftavirkni
er í Mýrdals-
jökli og jökull-
inn er að þenj-
ast út. Frá því í
maí hafa
mælst yfir
2.600 jarð-
skjálftar í jökl-
inum, en á
sama tímabili í
fyrra höfðu
mælst um 300 skjálftar í jöklinum og um
1.500 allt árið. Magnús Tumi Guðmundsson
jarðeðlisfræðingur segir að ástæða sé til að
fylgjast vel með því sem sé að gerast í jökl-
inum. Líkur á eldgosi hafi aukist, en hann
tekur jafnframt fram að sú þróun sem nú sé í
gangi geti vel stöðvast.
„Jarðskjálftavirknin í Mýrdalsjökli hefur
aukist síðustu misseri. Árstíðabundna virkn-
in í Goðabungu hætti ekki eftir mánaðamótin
eins og hún gerir venjulega. Til viðbótar hef-
ur virknin inni í Kötluöskjunni verið mun
meiri en undanfarin ár. Síðan benda GPS-
mælingar Veðurstofunnar til talsverðrar
þenslu, m.ö.o. að Mýrdalsjökull sé að þenjast
út. Ennfremur má sjá að sigkatlar í jöklinum
eru að stækka og það er öruggt merki um
aukinn jarðhita. Þetta bendir einnig til þess
að jökullinn sé að þenjast út en þenslu fylgir
oft jarðhitavirkni vegna þess að þá gliðna
sprungur og vatn á auðveldara með að leika
um þær. Þegar þetta er lagt saman er ljóst að
það eru auknar líkur á eldgosi í Mýrdalsjökli,
en það er ekkert hægt að segja um að gos sé
beinlínis yfirvofandi. Þessi þróun getur alveg
hætt án þess að það leiði til goss,“ sagði
Magnús Tumi.
Í gær kom svokallaður Mýrdalsjökulshóp-
ur saman til fundar, en í honum eiga sæti
fulltrúar frá Veðurstofu, Raunvísindastofn-
un, Norrænu eldfjallastöðinni og Orkustofn-
un. Um var að ræða reglulegan fund hópsins,
en hann var skipaður árið 1999 í framhaldi af
hlaupi í Sólheimajökli. Hlutverk hópsins er að
fylgjast náið með jöklinum.
Reynir Ragnarsson, lögreglumaður í Vík í
Mýrdal, hefur fylgst með Mýrdalsjökli í ára-
tugi og flýgur að jafnaði yfir jökulinn á hálfs
mánaðar fresti. Hann flaug yfir jökulinn í
fyrradag og segir að sigkatlar hafi dýpkað og
tveir nýir myndast.
Aukin jarð-
skjálfta-
virkni í Mýr-
dalsjökli
%<C
/9<9=
9@
9:
0
/)-
- (
EKKERT samkomulag náðist um
skiptingu kvóta úr norsk-íslenska
síldarstofninum á ársfundi Norðaust-
ur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar
(NEAFC) sem lauk í London í gær.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, segir niðurstöð-
una ekki koma á óvart.
Í tillögum Norðmanna fólst að hlut-
deild þeirra myndi aukast úr 57% í
70% en hlutdeild Íslendinga minnka
úr 15,54% í 8,66%. Í staðinn vildu
Norðmenn bjóða óheftan aðgang að
síldarmiðum sínum. Að sögn Helga
Laxdal, formanns Vélstjórafélagsins,
sem sat í sendinefnd Íslands, kom
aldrei til álita af Íslands hálfu að ræða
um norsk-íslensku síldina á þessum
grundvelli. Staðan sé því í raun sú
sama og fyrir fundinn. „Það er ekkert
sem bendir til þess að samkomulag
náist um síldina í bráð og eins og útlit-
ið er nú eru veiðar úr stofninum
frjálsar. Þá getum við veitt á alþjóð-
lega hafsvæðinu og síðan verður að
láta á það reyna hvort við getum veitt
á Svalbarðasvæðinu og hvort Norð-
menn ætla að verja það.“
Íslendingar veiddu um 130 þúsund
tonn af norsk-íslensku síldinni á yf-
irstandandi ári, þar af um 69 þúsund
tonn á Svalbarðasvæðinu og 27 þús-
und tonn á alþjóðlega hafsvæðinu.
Friðrik J. Arngrímsson hjá LÍÚ
segir útilokað að Íslendingar gangi að
kröfum Norðmanna. Náist ekki sam-
komulag muni Íslendingar áfram
veiða úr stofninum samkvæmt þeirri
hlutdeild sem þeir hafa haft hingað til.
Frjálsar veiðar á síldinni
LAUGAFISKUR hf. hefur sagt
upp öllum starfsmönnum í hausa-
þurrkunarverksmiðju sinni í Innri-
Njarðvík, 21 að tölu. Ástæðan er sú
að starfsemin verður flutt upp á
Akranes þar sem fyrirtækið fær
ekki starfsleyfi sitt framlengt hjá
Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja.
Laugafiskur hf., sem er dóttur-
félag Útgerðarfélags Akureyr-
inga, keypti hausaþurrkunarverk-
smiðjuna í Innri-Njarðvík á árinu
1997 og hefur byggt hana upp. Er
hún nú með einna fullkomnasta
mengunarvarnabúnað slíkra verk-
smiðja hérlendis, að sögn Lúðvíks
Suðurnesja hafi verið ákveðið að
fara annað. Árni Sigfússon, bæjar-
stjóri Reykjanesbæjar, segist hafa
farið fram á það við Heilbrigðiseft-
irlitið að fyrirtækið fengi tíma til
að flytja starfsemi sína þannig að
það yrði ekki fyrir verulegu tjóni
þegar starfsemin yrði lögð niður.
Heilbrigðiseftirlitið hefði tekið til-
lit til þeirra óska að nokkru leyti.
Gísli Gíslason, bæjarstjóri Akra-
ness, segir enga ástæðu til að ætla
annað en að Heilbrigðiseftirlit
Vesturlands gefi starfsleyfi fyrir
frekari starfsemi Laugafisks á
Akranesi að uppfylltum skilyrðum.
verksmiðju á Akranesi og hyggst
byggja hana upp í nýju húsnæði til
þess að halda sömu afkastagetu
þótt starfsemin leggist niður í
Innri-Njarðvík. Starfsmennirnir
missa vinnuna í lok febrúar en
þeim hefur verið boðið að þiggja
störf í verksmiðjunni á Akranesi.
Lúðvík lætur þess getið að Lauga-
fiskur hafi haft mikinn áhuga á að
vera áfram með starfsemi á Suð-
urnesjum. En þar sem ljóst sé að
enginn áhugi hafi verið á að finna
hentuga lóð í Reykjanesbæ og að
fyrirtækið myndi áfram þurfa að
starfa undir Heilbrigðiseftirliti
Haraldssonar, framkvæmdastjóra
Laugafisks hf. Hann segir starf-
semina hafa verið undir smásjá
Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja og
aðeins fengið starfsleyfi í skamm-
an tíma í einu.
Byggt upp á Akranesi
Lúðvík er óánægður með fram-
göngu bæjaryfirvalda og Heil-
brigðiseftirlits. Segir að fyrirtækið
verði fyrir tjóni sem líklega skipti
tugum milljóna. Húsið sé væntan-
lega verðlaust en hægt sé að nýta
eitthvað af tækjabúnaði annars
staðar. Laugafiskur er með litla
Uppsagnir hjá Lauga-
fiski vegna flutnings
TÖLUVERÐAR skemmdir urðu á lítilli
flugvél sem hlekktist á í lendingu á Sand-
skeiði klukkan 17.50 í gær. Samkvæmt upp-
lýsingum lögreglunnar í Kópavogi virðist
vélin hafa snúist í lendingu með þeim afleið-
ingum að annar vængurinn rakst í flug-
brautina. Þrír voru í vélinni og sluppu þeir
ómeiddir.
Flugvél hlekkt-
ist á í lendingu
♦ ♦ ♦