Morgunblaðið - 17.11.2002, Side 2
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
PÁLL PÉTURSSON FÉLL
Magnús Stefánsson verður í efsta
sæti framboðslista Framsóknar-
flokks í Norðvesturkjördæmi. Páll
Pétursson félagsmálaráðherra, sem
setið hefur á þingi frá 1974, fékk
ekki nægan stuðning í fyrsta sætið í
kosningu flokksins í gær og mun því
ekki sitja á næsta þingi.
Selja 45,8% í Búnaðarbanka
Gengið var frá samkomulagi um
sölu 45,8% hlut ríkisins í Búnaðar-
bankanum í gær. Kaupandi er hinn
svokallaði S-hópur og verðið er rúm-
ir 11,9 milljarðar króna. Salan er háð
niðurstöðu áreiðanleikakönnunar.
Rannsókn fölsunarmálsins
Rúmlega fimm ár eru liðin frá því
að fyrsta kæran var lögð fram í mál-
verkafölsunarmálinu. Nú er einni
umfangsmestu rannsókn lögregl-
unnar að ljúka, en talið er að allt að
900 fölsuð verk hafi verið seld hér og
í Danmörku og listaverkamarkaður-
inn er enn í sárum.
Hækka eigin laun
Ákveðið hefur verið að hækka
laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna
í Kópavogi að sameiginlegri tillögu
flokkanna í bæjarstjórn. Hækkunin
er á bilinu 4,8% til 104,5%.
Í skugga Jiangs Zemins
Hu Jintao kann að hafa tekið
formlega við helstu valdaembættum
í Kína á föstudag, en ljóst þykir að
hann verður í skugga Jiangs Zem-
ins. Þykja hástemmd umfjöllun fjöl-
miðla um Jiang og hófstillt skrif um
Hu bera þessu órækt vitni.
100.000 herðatré
Við Skútuvog stendur 11 þúsund
fermetra vörugeymsla Hýsingar þar
sem á hverjum mánuði er hengt á
100 þúsund herðatré. Þau eru flutt
um húsið með tölvustýrðu færi-
bandakerfi á þremur hæðum, sem
helst minnir á leiðakerfi strætis-
vagnanna.
Tilkynntu börnin veik
Nýja Harry Potter-myndin var
frumsýnd á föstudag í Bandaríkj-
unum og á Bretlandi. Brögð voru að
því að foreldrar tilkynntu börn sín
veik í skólum til að þau kæmust í
biðröð eftir miðum.
Sunnudagur
17. nóvember 2002
atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð
mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 8.182 Innlit 15.566 Flettingar 63.934 Heimild: Samræmd vefmæling
Umsóknareyðublöð má nálgast á
ofangreindum leikskólum, á skrifstofu
Leikskóla Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, sími
563 5800 og á vefsíðu www.leikskolar. is
Deildarstjórar óskast til starfa
hjá Leikskólum Reykjavíkur
Stöður deildarstjóra eru lausar í
eftirtöldum leikskólum:
• Grandaborg, Boðagranda 9
Upplýsingar veitir Ragnheiður Júlíusdóttir
leikskólastjóri í síma 562 1855.
• Grænaborg, Eiríksgötu 2
Upplýsingar veitir Gerður Sif Hauksdóttir
leikskólastjóri í síma 551 4470.
• Klettaborg, Dyrhömrum 5
Upplýsingar veitir Lilja Eyþórsdóttir leikskólastjóri
í síma 567 5970.
• Lyngheimar, Mururima 2
Upplýsingar veitir Júlíana Hilmisdóttir leikskólastjóri
í síma 567 0277.
Starfið tilheyrir markaðsdeild fyrirtækisins. Helstu
verkefni eru: hönnun auglýsinga, bæklinga, plaköt,
tilboðsgerð, aðstoð við uppsetningu ráðstefna og
funda. Þekking á vefhönnun væri æskilegur kostur.
Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt og skipu-
lega, unnið undir talsverðu álagi oft á tíðum og geta
gengið í önnur störf sem tengjast markaðsmálum
samhliða hönnun.
Unnið er í makkaumhverfi og innsýn í prentumhverfið
er nauðsynlegt.
Umsóknir óskast sendar til Hagvangs merktar
„Grafískur hönnuður 2942“ fyrir 22. nóvember nk.
Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir.
Netfang: katrin@hagvangur.is
Skógarhlíð 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700
Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is
Hefur þú næmt auga
fyrir hönnun?
Stórt fyrirtæki óskar að ráða
grafískan hönnuð eða prentsmið
sem hefur næmt auga fyrir hönnun.
GT Tækni ehf.
Vélvirki — vökvakerfi
GT Tækni ehf. óskar eftir að ráða vélvirkja með
sérþekkingu á vökvakerfum.
Starfssvið/Helstu verkefni
Vinna við vökvakerfi.
Almenn vélvirkjavinna.
Ýmis verkefni tengd verksmiðjuviðhaldi.
Hæfniskröfur
Starfsreynsla sem vélvirki í verksmiðjuum-
hverfi æskileg.
Reynsla í bilanagreiningu vökvakerfa æski-
leg.
Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
Nánari upplýsingar veitir Gylfi R. Guðmunds-
son í síma 432 0195/860 6195.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
GT Tækni ehf. fyrir 22. nóvember nk. merktar:
Vélvirki - vökvakerfi GT Tækni ehf.,
Grundartanga, 301 Akranes.
! " !
# $ %
&
' #
( )
*+, -
&
' #
.*.*)/) 0 1
2
)*
# $ % ( ) *+, - 333
! "
#$
%&
'((
)
# 4
4 (
Sunnudagur
17. nóvember 2002
Í nafni meistaranna
Á sjötta ár er liðið frá
því fyrsta kæran var
lögð fram í málverka-
fölsunarmálinu svo
nefnda. Aðeins er búið
að dæma í máli þriggja
verka, en á annað
hundrað myndir til við-
bótar eru enn í rann-
sókn. Falsanirnar eru þó
mun fleiri að mati Ólafs
Inga Jónssonar, for-
varðar hjá Mork-
inskinnu, sem segist enn
í dag fullviss að um ein
900 verk sé að ræða.
Anna Sigríður Ein-
arsdóttir og Ragnhildur
Sverrisdóttir ræddu við
Ólaf Inga og kynntu sér
áhrifin á markaðinn og
leiðir til úrbóta.
ferðalögSumardvalarstaðurinn RiminibílarHonda JazzbörnHarry PotterbíóHal Hartley
Seiður lands og sagna
Áfangastaðir sunnan jökla
Gísli Sigurðs-
son leitar uppi
öndvegisjarðir,
fólk og sagnir.
Prentsmiðja
Morgunblaðsins
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Hugvekja 45
Erlent 12 Myndasögur 46
Listir 26/31 Bréf 46/47
Af listum 26 Dagbók 48/49
Birna Anna 26 Krossgáta 51
Forystugrein 32 Leikhús 52
Reykjavíkurbréf 32 Fólk 52/61
Skoðun 34 Bíó 58/61
Minningar 38/43 Sjónvarp 50/62
Þjónusta 44/45 Veður 63
* * *
Páll Magnús
LANDGRÆÐSLA ríkisins afhenti í
fyrradag landgræðsluverðlaunin
2002 í höfuðstöðvunum í Gunnars-
holti. Verðlaunahafar eru fjórir:
Ásgrímur Ásgrímsson og Árný
Ragnarsdóttir á Mallandi á Skaga,
Félag íslenskra atvinnuflugmanna,
Landgræðslufélag Biskupstungna
og Una Einarsdóttir, fiskverkakona
á Breiðdalsvík.
„Hlutverk landgræðsluverð-
launanna er að kynna og efla enn
frekar það mikla sjálfboðaliðastarf
sem unnið er að víðsvegar um land-
ið. Þessi verðlaun eru veitt ein-
staklingum, félögum og fyrir-
tækjum fyrir framúrskarandi störf
í þágu landgræðslu og gróður-
verndar,“ sagði Sveinn Runólfsson,
landgræðslustjóri, meðal annars
við afhendinguna.
Hafa grætt upp tugi hektara
Ásgrímur Ásgrímsson og kona
hans, Árný Ragnarsdóttir, hófu bú-
skap á Mallandi á Skaga árið 1955.
Þar hafa þau lengst af rekið eitt af
bestu sauðfjárbúum í Skagafirði.
Ásgrímur hefur borið á áburð, sáð
grasfræi og ræktað lúpínu og þann-
ig grætt upp tugi hektara af eyddu
landi með sérlega góðum árangri,
við erfiðar aðstæður.
Flugmenn í Félagi íslenskra at-
vinnuflugmanna hafa í 30 sumur
flogið Douglas-flugvélinni Gljáfaxa
endurgjaldslaust við áburðar- og
frædreifingu í þágu landgræðslu.
Flugmenn hafa flogið vélinni í
4.703 flugtíma í 8.815 dreifingar-
ferðum og dreift 35.142 tonnum af
áburði og fræi.
Landgræðslufélag Biskups-
tungna hefur lagt áherslu á að
virkja unglinga til starfa og unnið
að fræðslumálum og stuðlað að
breiðri þátttöku heimamanna í
landgræðslu- og kynnisferðum um
afréttinn og heimalönd.
Una Einarsdóttir, fiskverkakona
á Breiðdalsvík, er ræktunarkona af
lífi og sál og hefur unnið að hugðar-
efni sínu í öllum frístundum um
áratugaskeið. Á Breiðdalsvík hóf
hún samstarf við hjónin Jóhönnu
Sigurðardóttur og Guðjón Sveins-
son frá Mánabergi.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Níels Árni Lund, frá landbúnaðarráðuneytinu, Una Einarsdóttir, Björn Guðmundsson flugstjóri, Ásgrímur Ás-
grímsson og Árný Ragnarsdóttir á Mallandi, Þorfinnur Þórarinsson, formaður Landgræðslufélags Biskups-
tungna, og Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri eftir verðlaunaafhendinguna í Gunnarsholti.
Fjórir fá landgræðsluverðlaun
Selfossi. Morgunblaðið.
ÞRÍR piltar á aldrinum 15-16 ára
skemmdu bifreið úr fjölskyldu eins
þeirra í fyrrinótt er þeir óku henni
um götur og gangstíga í Mosfellsbæ
og reyndu að stinga lögregluna af.
Þeir munu hafa verið undir áhrifum
áfengis er þeir stálu bifreiðinni frá
heimili eins þeirra til að fara í öku-
ferð.
Lögreglumenn sáu til ferða þeirra
milli kl. 1 og 2 um nóttina og þótti
ferðalagið grunsamlegt. Ökumaður-
inn, 16 ára og próflaus, hlýddi ekki
lögreglunni þegar honum var skipað
að stöðva bílinn og hófst þá eftirför.
Piltarnir tóku þá til fótanna og hugð-
ust flýja á hlaupum en tveir náðust.
Litið er alvarlegum augum á það
er próflausir ökumenn aka, þótt ekki
sé á ölvun bætandi og óhlýðni.
Reyndu að flýja undan
lögreglu á stolnum bíl
AUKINN hallarekstur verður á framhaldsskólum
landsins og svo gæti farið að fjöldi nemenda fái
ekki skólavist nái fjárlagafrumvarpið fyrir 2003
óbreytt fram að ganga. Þetta er mat Elnu Katr-
ínar Jónsdóttur, formanns Félags framhalds-
skólakennara í grein í Morgunblaðinu í gær.
„Langvarandi vanáætlun um fjárþörf til að reka
framhaldsskólana hefur skapað þann vanda, sem
birtist árvisst í viðvarandi og vaxandi rekstrar-
halla margra framhaldsskóla,“ segir í grein Elnu.
Hún segir að nokkur hundruð milljónir vanti
jafnan til að endar nái saman hjá framhaldsskól-
unum. Fjárframlög til þeirra þurfi að aukast um
400–600 milljónir króna, m.a. til að mæta áætlaðri
nemendafjölgun, þörf sé á auknu fé til tækjakaupa
og fé í rekstur. Með góðum vilja sé hins vegar ein-
ungis hægt að tala um 64 milljóna króna aukningu.
Í greininni bendir hún á að í endurskoðuðu
reiknilíkani sé leitast við að færa fé á milli skóla
þannig að þeir skólar sem hafi verið illa staddir fá
meiri fjárframlög á kostnað annarra, án þess þó að
rök hnígi að því að þeir séu aflögufærir.
„Fjárlagafrumvarpið boðar aukinn hallarekstur
og stöðnun í nýbreytnistarfi í framhaldsskólum.
Sé til viðbótar því unnið með of lága áætlun um
nemendafjölda hlýtur það að leiða til þess að fjöldi
nemenda er leita skólavistar komi að lokuðum
dyrum framhaldsskólanna,“ segir Elna.
Dregið úr fjölbreytni í námi
Ingibjörg Guðmundsdóttir, skólastjóri Kvenna-
skólans í Reykjavík og formaður Félags íslenskra
framhaldsskóla, sem eru samtök skólastjórnenda,
tekur undir gagnrýni Elnu um að heildarfjárveit-
ing til framhaldsskólanna sé of lítil. „Með endur-
skoðuðu reiknilíkani er verið að reikna verknáms-
skólum meira fé til að reka verknámsstofurnar og
viðurkenna kostnaðinn við það. Hins vegar skiptir
reiknilíkanið tiltekinni upphæð á milli framhalds-
skólanna og þegar upphæðin í heild sinni er of lítil
virkar það þannig að ef það eiga að fara meiri pen-
ingar í þetta þá minnka þeir annars staðar á móti.
Þannig að um leið og þetta endurskoðaða reikni-
líkan er látið taka gildi þarf að veita hærri upphæð
inn í skólakerfið til þess að þetta dæmi gangi upp.“
Hún segir að þetta muni koma þannig út að í sum-
um skólum verði færri krónur til skiptanna en áð-
ur.
Ingibjörg segir það ekki gert með því að fækka
nemendum einfaldlega vegna þess að þá lækki
upphæðin sem því nemur. „Eina leiðin sem mér
finnst vera til að draga saman er að minnka fram-
boð á kennslu, sem er vafasamt. Nemendur eiga
rétt á ákveðnu vali og kjörsviðum í nýju nám-
skránni sem allir skólar eru búnir að taka upp og
þá má kannski segja að það sé verið að brjóta á
þeim. Þannig yrði dregið úr fjölbreytninni.
Telja framlög þurfa að aukast
um 400 til 600 milljónir króna
RÍKISSTJÓRNIN staðfesti á fundi
sínum fyrir helgi samkomulag
þriggja ráðuneyta og Ísafjarðarbæj-
ar um áframhaldandi starfsemi
Gamla apóteksins á Ísafirði.
Um forvarnarverkefni er að ræða
þar sem að koma lögregla, félags-
málayfirvöld, skólar, foreldrafélög
og heilsugæsla en Gamla apótekið er
menningarmiðstöð sem er sérsniðin
að þörfum ungs fólks. Ráðuneytin
eru heilbrigðisráðuneytið, félags-
málaráðuneytið og dómsmálaráðu-
eytið og mun hvert þeirra veita til
verkefnisins 1,5 milljónum króna á
ári í tvö ár frá og með 2003.
Gamla apótekið starfar áfram
STOFNFUNDUR samtakanna
Regnbogabarna var haldinn í
Þjóðleikhúsinu í gær þar sem
kosin var undirbúningsstjórn
sem á að vinna í samræmi við
hugmyndir Stefáns Karls Stef-
ánssonar um framtíðarstarf-
semi samtakannna, en hann
leggur áherslu á að réttur
barna sé virtur. Hugmyndir
hans ganga einnig út á sam-
starf við aðra aðila, s.s. Rauða
krossinn, auk þess sem hann
vonast til þess að samtökin
fari á fjárlög árið 2004. Stefán
segir það samfélagsmál að
hlúa að börnum og reyna að
stöðva einelti og ofbeldi.
Morgunblaðið/Jim Smart
Stefán Karl Stefánsson
Regn-
bogabörn
stofnuð