Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í lúmberkampi Haustið 1875 sáði Stefánvetrarrúgi og hveitiog dyttaði að húsummeðan hann beið eftirvetrarvinnu. Brátt komu timburfélögin frá Ocontobæ upp með Ocontofljóti og drógu eldavélar og matvæli með sér á hestum og uxum, reistu skála hér og þar og réðu landnema til að fella tré, saga þau og draga bolina niður á ána. Skógarhögg var stór- atvinnuvegur í Shawano og Oconto. Stefán var búinn að læra handtökin og fór lengra en áður í skógarvinnu þetta haust ásamt fleiri mönnum, allt að 80 kílómetra norður með Úlfafljóti. Þar var nýr vegur sem herinn hafði lagt árið 1871 og skógarhögg var orðið stærra í sniðum en við Oconto. Þúsundum trjáa var fleytt niður fljótið. Skógarhöggsmenn bjuggu í búð- um, sem Jón frá Mjóadal kallaði „lúmberkamp“, við misjöfn skil- yrði, sambærileg við sjómennsku og verferðir á Íslandi. Skógarhögg var slarksöm vinna og því fylgdi sérstakt verklag, sérstök verkfæri og sérstakt tungutak. Fyrst á haustin fóru undanfarar og völdu svæði til að höggva og stæði fyrir búðirnar þar sem auðvelt væri að koma timbrinu niður að ánni. Í búðunum gátu verið hundruð manna. Hinar smærri voru yf- irleitt undir einu þaki, þeim stærri var skipt upp í mismunandi bygg- ingar. Tveir og tveir hjuggu hvert tré, sitthvorum megin frá, ekki í sömu hæð og með því ákváðu þeir hvert tréð skyldi falla. Síðan tók einn maður við og bútaði bolinn í hæfi- legar lengdir. Fjórði maðurinn setti keðjur á bolina og uxa fyrir og flutti að sleða. Síðan var farið með risastór æki til árinnar. Þar unnu ármenn með stangir og stjaka þegar ísa leysti og komu í veg fyrir stíflumyndun eða losuðu stíflur. Skógarhöggsmenn gengust upp í afköstum, stærð trjáa, magni timburs sem fleytt var, stærð ækja sem dregin voru og þeir leituðu leiða til að leysa erf- iðar þrautir. Það var hetjublær yf- ir starfinu samfara slarkinu og stundum var hraustlega drukkið í heimsóknum skógarmanna til bæja og þorpa. Yfir hundrað skógarhöggsbúðir voru við Úlfafljót og þverár þess frá Oskosh og langt norður fyrir Shawano og gistiskálar á stöku stað með veginum. Reglulegar vagnferðir komust á en hætta var á árásum vopnaðra ræningja. Lík- lega gekk Stefán norður eftir. Þegar hann kom á leiðarenda blöstu við fáein hús sem stóðu þétt og kannski fleiri en ein vist- arvera í sama húsi: eldhús og mat- arskáli, svefnskálar, smiðja, smíðahús, gripahús og fóður- geymsla. Allar byggingarnar voru úr grófklofnu timbri og ekkert sagað, ekki einu sinni stólar, borð eða svefnbálkar. Skálarnir voru gisnir og héldu varla vatni. Bálkar voru meðfram veggjum, höggnir til eftir föngum og gátu tveir og tveir sofið á hverjum. Hitað var upp með járnofnum og þurfti mik- inn eldivið. Að lokinni kvöldmáltíð sátu menn við eldinn, spjölluðu, spiluðu og hvíldu sig. Stefán hafði eflaust einhver bókakver með- ferðis að lesa. Blaut fataplögg voru hengd upp til þerris um- hverfis eldinn. Mataræði var gott; kjöt, baunir, kartöflur, grænmeti. Lapplendingur skásta fúkyrðið Þegar Stefán kom í búðirnar voru fjórir eða fimm Íslendingar komnir þangað á undan honum. Um sextíu manns voru í skálanum og kvaðst einn landinn vera feginn komu hans. Stefán spurði hvers vegna. Hann sagði að orðbragð skálabúa um Íslendingana væri slíkt að þeir yrðu að svara fyrir sig. Skásta fúkyrðið væri Lapp- lendingur! Stefáni þótti þetta ótrúlegt en komst fljótt að raun um að engu var logið til um orð- bragðið þótt menn væru að öðru leyti meinlausir við Íslendinga og jafnvel greiðviknir. Landinn átti það skilið, segir Stefán, „viljugur, trúr og dyggur“. Það spillti fyrir að einn Íslendingurinn var í guð- hræddara lagi fyrir þennan fé- lagsskap og reifst oft við skálabúa með guðsorð og siðareglur að vopni. Hann varð orðlaus í hvert skipti sem honum var svarað, hristi höfuðið og gekk í burtu og það æsti karlana. Sá sem svæsnastur var í orð- bragði hét Jack Castelo. Hann beindi um síðir spjótum sínum að Stefáni sem galt í sömu mynt þótt hann væri óvanur slíku. Hann hafði hins vegar heyrt sitt af hverju. Orð óx af orði milli þeirra þangað til flestir viðstaddir voru farnir að leggja við hlustir. Senn- an stóð lengi yfir en Stefán lét ekki undan síga því hann yrði seint veginn með orðum einum saman. En orðfærið þótti ekki haf- andi eftir meðal siðaðra manna. Næsta dag sneri Jack Castelo sér að öðrum Íslendingi og sendi hon- um tóninn úr fjarlægð og þá svar- aði Stefán á móti. „Hver svarar mér nú?“ kallar Jack og spyr hvort það sé Stefán. Hann sagði að svo væri. „Já, þá þagna ég! Þú spillist verr með hverjum deg- inum,“ sagði Jack. Með því lauk orðasennum og orðbragð batnaði. Stefán og Jack urðu mestu mátar og vildi Jack allt fyrir Stefán gera eftir þetta. Stefán kvað um reynslu sína þennan vetur, 1876: Mér þó hroll og hugar þrá hremmsur olli kífsins, í fanta solli flýgst ég á í forarpolli lífsins. Gandreið Biblíunnar Meðal þeirra Íslendinga sem voru með Stefáni á skógi voru tveir tilvonandi prestar, þeir Frið- rik Bergmann og Níels Þorláksson sem lásu undir handleiðslu séra Páls. Þeir voru miklu lærðari en Stefán að hans sögn og hann karpaði oft við þá um flest annað en trúarbrögð. Þeir voru jafnan báðir á móti honum. Þá greip hann svipuð léttúð og þegar hann deildi forðum við griðkonuna úr Mjóadal á kirkjureið. Þeir Friðrik fóru eitt sinn að hrósa Opinberunarbókinni. Stefán þagði þangað til þeir spurðu hann álits. „Æi, verið þið nú ekki að þessu oflofi, piltar, um Opinber- unarbókina, hún er enginn helgur spádómur, en aðeins eins konar „Gandreið“ eða „Heljarslóðaror- usta“ eftir einhvern Gröndal þeirra tíma og um hans samtíð.“ Þetta datt ofan í Stefán óhugsað en með því gekk hann alveg fram af drengjunum. Þeir þögnuðu en um leið og þeir gátu báru þeir ummæli Stefáns í sálnahirði landnámsmanna, séra Pál Þor- láksson. Stefán fór snögga ferð heim úr skógarhögginu um veturinn ásamt nokkrum þýskum ná- grönnum sínum sem einnig unnu þar. Þeir fóru áleiðis suð- ur herveginn en sveigðu leið til austurs á ská í gegnum eyði- skógana norðan við Shawano- vatn til að stytta sér leið. Eng- inn þeirra þekkti leiðina en veður var gott í fyrstu. Dimm hríð brast á og þeir töpuðu brátt áttum. Stefán var viss um rétta leið en hinir vildu hver í sína áttina. Frostið tók að herða en þeir voru lítt settir klæðum og höfðu auk þess blotnað. Þeir rákust á forna og fúna kofatótt úr gildum eikarbolum og ákváðu að setjast þar um stund og gá hvort rofaði til. Þjóðverjunum fór að verða kalt og þeir sögðust mundu drep- ast ef þeir næðu ekki byggðum fljótlega. Stefán vissi að það var satt en hann var í þungum þönk- um um forlög þess manns sem þarna hafði byrjað að byggja sér kofa endur fyrir löngu. Hann hafði ekki lokið verkinu því augljóst var að aldrei hafði komið þak á tótt- ina. Kannski var þetta veiði- mannshreysi sem dúkur eða skinnfeldur hafði verið strengdur yfir. Eða hreysi einræns flækings sem fór um óbyggðir. Meðan Stef- án lét hugann reika rofaði til. Hann sá Sjöstjörnuna og réð af því hvað væri austurátt og benti félögunum á það. Þjóðverjarnir höfðu aldrei séð Sjöstjörnuna í Þýskalandi og efuðust um vísindi Íslendingsins. Þeir létu hann samt ráða ferðinni og allir komust þeir klakklaust heim. Það hafði verið skammt eftir. En skálabúinn sótti löngum að Stefáni þangað til kvæði varð til löngu síðar. Næst þegar Stefán kom til messu, líklega á annan í hvíta- sunnu vorið 1876, lagði séra Páll mest út af óskeikulleika ritning- arinnar og þeirri hættu sem steðj- aði að þeim sem efuðust, til dæmis þeim sem líktu Opinberunarbók- inni við Gandreið Benedikts Grön- dals. Við lá að Stefán skellti upp úr þótt honum tækist að stilla sig og gengi jafnvel til altaris. Páll var jafnvinsamlegur við hann og áður og minntist aldrei á þetta Bókarkafli Stephan G. Stephansson telst einn þekktasti íslenski vesturfarinn. Hann fluttist vestur um haf 1873, nam þrívegis nýtt land í Norður-Ameríku og varð eitt af öndvegisskáldum á íslenska tungu. Á æskuárunum bjó Stefán Guðmundsson hins vegar í Skagafirði og Bárðardal, en það var ekki fyrr en á landnámsárum hans að Stefán breytti skírnarnafni sínu í Stephan G. Hér er grip- ið niður í frásögn Viðars Hreinssonar af ævi landkönnuðarins. Skógarhögg í vesturheimi Skógarhöggsmenn við Chippewa-ána í Wisconsin um 1875. Skógarhöggsmenn í svefn- skála við Úlfafljót. Landnámsárum sínum eyddi Stefán í Wisc- onsin og Norður-Dakóta í Bandaríkjunum og Alberta í Kanada. Hér er gripið niður í sögu er Stefán starfar við skógarhögg í norð- urhluta Wisconsin og óvenjulegum vin- áttuböndum sem urðu til þegar hann vann við uppskeru sunnar í ríkinu. Meðal þeirra sem við sögu koma er Jón Jónsson frá Mjóa- dal, sem síðar varð tengdafaðir Stephans, og séra Páll Þorláksson, einn af leiðtogum ís- lenskra landnema í Vesturheimi. Stephan G. Stephansson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.