Morgunblaðið - 17.11.2002, Síða 15

Morgunblaðið - 17.11.2002, Síða 15
beinlínis. En Stefán komst á þá skoðun að þetta hefði verið rétt hjá sér, að Opinberunarbókin væri um samtíma höfundarins. Of heitt fyrir kossa Þegar dró nær sumri í Shawano var Stefán þreyttur eftir skóg- arhöggið og fór að vinna heima með föður sínum við jarðvinnslu og sáningu í vorrigningunum. Þeir prófuðu meðal annars að sá svo- litlu af tóbaki. Eitt kvöldið settist Stefán niður og skrifaði Guðna frænda sínum á Eyjardalsá. Þar í eru vísur, eins konar skýrsla um lífsnautnir ungra farandverka- manna. Skógarhöggið var ekki einungis erfiðisvinna: Þessa vetrarþrotnu tíð – það skal lengst í minni – duflað hef ég í djöfuls gríð og drukkið einu sinni. Nú vakna blóm á vori seint því veðrið trúi ég hlýni; við að dufla hætti ég hreint en halla mér að víni. Nær þorsti og hiti þjaka mér þá skal vínið fossa. Því sumarið hérna altént er of heitt fyrir kossa. Þegar dró úr sumarhitunum hélt Stefán til uppskeruvinnu og þreskingar nokkuð á annað hundr- að kílómetra suður í fylkið, til Winnecona og Winchester, skammt frá Oskosh þar sem timbrið úr Úlfafljóti var unnið. Lestarferð var krókótt og dýr svo hann kaus að ganga. Hann fór með byggðum og lá oft úti um nætur því erfitt var að fá inni. Fólk var hrætt við flakkara sem áttu til að gera óskunda. „Af vest- ræna frelsinu sveitin bar svip,“ orti Stefán síðar og þótti gestrisni takmörkuð. Hann mátti ganga eft- ir þjóðveginum en kæmi hann nær bæjum varð hann að taka upp pyngjuna: „Því stígir þú fet inn á góðbúans garð, / þú geldur þess. Við erum enn / á götur og stjórn- frelsi gjafmildast fólk – / en Guð sé lof! tollheimtumenn.“ Byggðirnar þarna voru blómleg- ar og rótgrónar. Reisulegir bæir og ræktarlegir trjálundir stungu í stúf við grófgerða bjálkakofa og nýrudda akurbletti norður í Ljósa- vatnssýslu. Á sléttunum hillti „hlöðurnar dumbrauðu“ yfir jörð- ina eins og „hraunborgir vítt úti um sveit“. Bláleitri slikju sló yfir í sólskininu og förusveinninn skyggndist heim að bæjunum þar sem fólk átti afdrep gegn „al- mennings njósnandi sjón“. Stefán hætti sér samt stundum inn fyrir garðhliðin og þá blasti við fögur sjón: En væri frá gættinni garðhliði lyft á götunni húsabæ að, þá opnaðist skrauttrjánna riddararöð við rakleið í glóskúfað hlað. Þar klifruðu blómvefjur upsunum að upp anddyri, torfæran spöl, og þrúgnanna viðjur mót vermiátt dags sig vöfðu að gluggum og svöl. Hann fékk íhlaupavinnu á stöku bæ á leiðinni og fékk 50 sent eða heilan dal í daglaun. Mánaðarkaup í vinnumennsku var nálægt 18 döl- um og unnið var myrkranna á milli.Það var líka ræktarlegt á ökrum og engjum: En svo tóku kornekrur vorgrónar við um valllendur strikaðar plóg. Sem lykkjaðar tungur í langröðum upp sig laufgaði maísinn hóf. En engið var blakkast, það blæ á sig tók af blárauðum grænsmára knapp. Hvert blað hans, sem opnaði sumar og sól, var sveimandi býflugum happ. Hrokkinkolla Á bæ einum þar sem Stefán vann um margra vikna skeið áttu húsbændurnir litla stúlku. Hún var hrokkinhærð, kölluð „Curly“ (Hrokkinkolla), og eitt fegursta barn sem Stefán hafði augum litið. Hann var fáskiptinn á ytra borði en þó brá svo við að telpan tók slíku ástfóstri við hann að öllum þótti furða því Stefán var ekki vanur að gefa sig mikið að börn- um. Hún elti hann og var hjá hon- um hvar og hvenær sem færi gafst. Það var sama þótt henni væri strítt á Stefáni, hún lét ekki af dálæti sínu á honum. Foreldrar hennar höfðu gaman af þessu enda var þeim vel við Stefán. „Auðvitað fór mér að þykja vænt um krakkann,“ segir hann og dró löngu síðar upp hugljúfa mynd af leikjum þeirra: Þinn skósveinn – ég man það – hvern morgun ég varð, um miðdegið leikbróðir þinn. Hvert stríð og hver sigur, hver sætt og hver hvíld vor sameign og kóngsríki var. Í heimilisorustum, uppreisn gegn þér, ég ótrauður merkið þitt bar. Hvern aftan er logkyntur loftstrauma sjór stóð lygnast og kófheitti svörð, sem kveld hefði brennandi sólgeislann svæft í svartnættisfanginu á jörð, þú namst okkur veraldir vítt yfir sól og víðbláins stjörnuhvel öll – á kné mínu sastu, uns heiðlokkað hné Landneminn mikli, ævisaga Stephans G. Stephanssonar eftir Viðar Hreinsson kemur út hjá bókaútgáfunni Bjarti. Bókin er 463 bls. að lengd og prýdd fjölda mynda. þitt höfuð við draumlanda fjöll. Stefán vann á bænum fram á vetur, allt þangað til „læddist við jörð / in lágfleyga desembersól“ og frostið lagðist yfir akrana. Dauðar kornstangir skrjáfuðu og Stefán bjóst til ferðar norður til Shawano. Hann kveið því að kveðja Curly litlu og fór eld- snemma á fætur, fyrir birtingu. Hann vonaðist til að hún væri enn sofandi og ætlaði að hraða sér af stað. „Þú verður að kveðja Curly þína, Stefán,“ sagði móðir hennar. „En hún sefur enn og ég vil ekki vekja hana,“ svaraði hann. Svo var þó ekki. Curly litla var löngu vöknuð og beið eftir að þessi fáláti en hlýi vinur hennar kveddi sig. Stefán kvaddi hana eins stutt og þurrt og hann gat. Hann gekk af stað, beit á jaxlinn svo kjálkavöðv- arnir hnykluðust, leit einu sinni við og sá andlit í glugga: Þú stóðst úti í glugganum, „Kurlý“ mín kær! uns hvarf ég, og hugðir til mín. Ið einmana sumarblóm uppi þú varst, ein óbreytt, með sex árin þín. Þann kaldlýsta haustmorgun höfðum við kvaðst, þú hrygg – ég með fáyrðaró, úr kveðjunnar eymslum með hangandi hönd í handsali óljúfu dró. Fallega ásjónan í glugganum fylgdi Stefáni æ síðan og vitjaði einkum þegar „lækkar á leið / in lágfleyga desembersól,“ allt þang- að til kvæðið „Kurlý“ varð til löngu síðar. Óvíst er að til séu fegurri myndir af Wisconsin upp úr 1870. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 15 Eftir fjögurra ára hlé hefur Þórarinn Eldjárn loksins sent frá sér nýtt smásagnasafn, Eins og vax. Sögurnar leika á mörkum skáldskapar og veruleika, nútíðar og fortíðar, fyndni og alvöru, undurs og óhugnaðar. Ósvikin frásagnarlist í fremstu röð. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E D D 1 93 10 11 /2 00 2 Þórarinn Eldjárn Leiftrandi gamansemi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.