Morgunblaðið - 17.11.2002, Page 20

Morgunblaðið - 17.11.2002, Page 20
20 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HEILMIKIÐ vatn er til sjávar runnið frá því að Hafliði Baldvinsson hóf að versla með fisk í fiskbúð sinni á Hverfisgötu 123 í Reykjavík fyrir 75 árum. Verslun þessi starfar enn og er nú elsta starfandi fiskbúðin á land- inu. Um stjórnar- tauma fyrirtækis- ins, sem vaxið hefur að umfangi í gegnum árin, hef- ur þriðja kynslóð frá stofnandanum, afabörn Hafliða, haldið í nokkur ár, en það eru þeir Ragnar, Júlíus og Helgi auk mágs þeirra Þorkels Hjaltasonar. Lengstan starfs- aldur við búðina hefur hins vegar faðir þeirra og sonur stofnandans, Helgi Hafliðason, átt, sem aðeins var fimm ára og tíu daga gamall þegar faðir hans stofnaði Fiskbúð Hafliða hinn 20. nóvember árið 1927. Nærri lætur að Helgi, sem sjálfur hélt 150 manna veislu í til- efni af áttræðisafmæli sínu síðastliðinn sunnudag, eigi um hálfrar aldar starfsreynslu að baki í fiskbúðinni við Hverfisgötu. Hann hætti öllum afskiptum af verslunarrekstr- inum fyrir um átta árum. Fyrirtækinu var breytt í hlutafélag 1988 og um svipað leyti var hafin fiskvinnsla og heildsala á Granda- garði. Árið 1992 var svo flutt í núverandi hús- næði í Fiskislóð 30, þrátt fyrir að eigendurnir líti svo á að gamla fiskbúðin við Hverfisgötu sé enn „andlit“ fyrirtækisins út á við. Ásamt eigendum eru starfsmenn nítján talsins. Fyr- irtækið, sem allt er rekið undir heitinu Fisk- búð Hafliða, hefur verið að feta sig út á þá braut að framleiða fiskafurðir í sérhæfðar neytendapakkningar fyrir innanlandsmarkað enda kemst nú orðið aðeins einn starfsmaður yfir það að sinna afgreiðslu og þeim verkum, sem til falla í fiskbúðinni. Fiskur úr hjólbörum Að sögn Helga eru því miður ekki til hér á landi miklar eða merkar sagnfræðiheimildir um upphaf fisksöluviðskipta, en líklega má rekja upphaf fisksölu í Reykjavík til þess er menn fóru um bæinn með hjólbörur og hand- vagna og seldu fisk í hús og á torgum þar sem vír var gjarnan settur í gegnum augun svo að húsmæðurnar gætu gengið með feng- inn heim. „Mér er það minnisstætt þegar fisksali einn með hjólbörur bankaði eitt sinn upp á í húsi hér í borg og til dyra kom dönsk vinnukona. Fisksalinn ungi bauð upp á ferska lúðu án þess að átta sig á því að orðið „lúða“ hefði allt aðra merkingu á dönsku en ís- lensku. Dönsku vinnukonunni mun ekki hafa verið skemmt við þessa „dónalegu“ heim- sókn,“ segir Helgi. Hásetafélagið, sem stofnað hafði verið árið 1915, starfrækti fiskmarkað fjórum árum síð- ar á torginu, þar sem nú mætast Pósthús- stræti og Tryggvagata. Jón Guðnason, sem var ritari félagsins, tók að sér að annast söl- una og fékk sér til aðstoðar tvo menn, þá Eggert Brandsson og Steingrím Magnússon. Eftir 1920 tóku þeir sjálfir við þessum rekstri, sem þeir nefndu Fisksölutorgið Jón og Steingrímur. Fisksölutorg þetta var við Tryggvagötuna, nokkru austar en Pylsuvagn- inn stendur nú, og voru þar tíu eða tólf sölu- göt, þar af hafði Hafliði Baldvinsson yfir tveimur götum að ráða. „Tros“ til sölu Hafliði, sem var saltari á togaranum Gylfa, hóf sína fisksölu á saltmeti. Í þá daga máttu skipverjar vinna þann aukafisk, sem að öðr- um kosti fór fyrir borð. Þar sem lítið var um hvíldartíma á þessum tíma, var sjaldan um mikið magn að ræða enda aðeins hugsað sem búbót fyrir heimilin. Menn voru misjafnlega duglegir við þessa iðju en Hafliði og skips- félagi hans Jón Jónsson voru iðnir við að nota sinn litla frítíma til þess að verka hluta af þessum fiski sem annars átti að fara fyrir borð. Þeir hirtu hlýra, karfa, keilu og þess háttar afurðir, sem í þá daga töldust til auka- tegunda, og þegar safnast fór óþarflega mikið fyrir brugðu þeir á það ráð að auglýsa í Tím- anum: „Tros til sölu“ auk þess sem þeir bættu um betur og fóru að kaupa meira tros af skipsfélögum sínum. Fiskurinn var vigt- aður í 40 kílóa pakkningar fyrir sveitamenn- ina, sem komu í bæinn og gerðu góð kaup. Eftir að samvinnu þeirra Hafliða og Jóns lauk, sá Hafliði í þessu tækifæri til að skapa sér sjálfstæðan atvinnuveg sem úr varð, segir sonur hans Helgi þegar hann er spurður um tilurð verslunarinnar. Í kast við lögin Hafliði komst þó í kast við lögin ef marka má innrammað skjal, stílað á bæjarfógetann í Reykjavík, sem hangir uppi í fyrirtækinu. Um er að ræða kæru frá Sighvati Brynjólfs- syni lögregluþjóni á hendur Hafliða. Bréfið, sem dagsett er hinn 15. nóvember árið 1917, er svohljóðandi: „Hitti ég Hafliða Baldvinson, Óðinsgötu 8, með handvagn á gangstéttinni í dag og dró hann vagninn langan veg eftir gagnstéttinni. Þetta leyfi ég mér að tilkynna yður hæstvirtur bæjarfógeti.“ Hafliði mun, samkvæmt kærunni, hafa verið að fara með fisk á einhverja staði við Laugaveg, en með öllu var ólögmætt að draga vagninn eftir gagnstéttinni, sem aðeins var ætluð gangandi fólki, líkt og nú. „Svona var eftirlitið gott í þá daga,“ segir Helgi. Hafliði fékk borgarabréf og verslunarrétt- indi árið 1925 og byggði þá lítið hús með tveimur herbergjum og eldhúsi á Hverfisgötu 123. Austan við húsið kom hann upp báru- járnsskúr með sölugati að götunni og hinn 20. nóvember 1927 var húsið vígt með því að drukkið var súkkulaði og borðað góðgæti í eldhúsinu. Upp frá því hófst hin eiginlega fisksala hans. Hafliði notaði þennan skúr til ársins 1933, en þá var búið að byggja við austurendann og ofan á húsið. Sendisveinar úti um allt Á árunum 1927–1933 var síminn í kjall- aranum undir húsinu. Jóna Ágústsdóttir tók á móti pöntunum og rétti pantanir í gegnum gat, sem var á veggnum út í búðina og sáu nokkrir sendisveinar, sem starfandi voru hjá fiskbúðinni, um að koma pöntunum til við- skiptavinanna. Þeir voru allir félagar í Sendi- sveinafélagi Reykjavíkur, sem stofnað hafði verið á þessum árum, enda höfðu allir máls- metandi kaupmenn sendisveina á sínum snærum í þá daga. „Hjól sendisveinanna voru með bögglabera framan á og kassa þar ofan á fyrir fiskinn. Sent var í Sogamýrina, í Kleppsholtið, í Vesturbæinn og uppbæinn, sem kallað var, á Freyjugötuna og allar götur þar í kring. Í þá daga máttum við svo láta innpakkaðan fisk inn á gólfið í strætisvögn- unum til ákveðinna fjölskyldna við Klepp og Rafstöð,“ segir Helgi og bætir við að fjöldi starfsmanna hafi verið svo mikill hjá stærstu fisksölunum í Reykjavík á þessum árum að efnt hafi verið sumarið 1936 til íþróttakapp- leiks á Melavellinum. Það tíðkaðist líka að vinnandi menn færu heim í hádegismat og var þá eldað á hverjum bæ. „Þegar logn var og dálítið frost, mátti sjá svartan mökk yfir bænum. Kol voru notuð við upphitun húsa og einnig við eldamennskuna að mestu leyti.“ Nýstárlegur auglýsingamáti Árið 1933, þegar búið var að byggja ofan á húsið við Hverfisgötuna og við austurendann, varð mikil breyting hjá Hafliða, því hann komst í stærra og betra húsnæði, sem er að mestu leyti í núverandi mynd. Sama ár keypti Hafliði nýjan vörubíl af Páli Stef- ánssyni sem fyrir utan fiskflutninga var gjarnan notaður á góðum sunnudegi til að flytja starfsfólk og vini upp um sveitir. Bíl- stjóri var oftast Bjarni Sigmundsson, faðir Bessa Bjarnasonar. Þá eignaðist Hafliði pall- bíl, sem notaður var í ýmislegt snatt. Sá bíll fór hins vegar illa og endaði á hvolfi við Eski- hlíð í september 1935. Hafliði vakti gjarnan athygli á sér með ný- stárlegum auglýsingum, sem byrjuðu oft á orðunum: „Margt er nú til í matinn“. Ein- hverju sinni kom Pétur Símonarson í Vatns- koti með lifandi silung til Hafliða, sem aug- lýsti þá samstundis: „Lifandi silungur“ og í kjölfarið fylgdi auglýsingin: „Fugl nýhættur að fljúga“. Fræg auglýsing frá Hafliða var í bundnu máli eftir Jónas frá Grjótheimum og hljóðaði svona: Hringdu í síma fjórtán hundruð fimmtíu og sex, Ef fisk þig kynni skyndilega vanta. Því skiptir þú við Hafliða, þín heill og hagsæld vex, Og hann þér sendir það sem þú vilt panta. Það þekkist varla nafn á fiski er hann hefur ei strax, Hvort hentar betur saltur eða reyktur. Stóra eða smáýsu, þyrskling, lúðu, silung, lax, En litli kolinn verður bestur steiktur. Í stríði við mótlæti Hafliði lenti í nokkrum mótbyr í upphafi stríðsáranna árið 1939 eftir að hafa komið sér upp nokkrum útibúum víðs vegar um borgina og rekið svokallað Flosaport á Klapparstíg 8 „Lifandi silungur og fu Fiskbúð Hafliða er elsta starfandi fiskbúðin í landinu. Þrátt fyrir að 75 ár séu nú liðin frá stofnun henn- ar er engan bilbug að finna á eig- endunum. Þeir sögðu Jóhönnu Ingvarsdóttur að áfram yrði stefnt að því að versla með fisk á Hverf- isgötu 123 þó að neytendur leituðu í vaxandi mæli inn í stórmarkaðina á kostnað einyrkja í kaupmanna- stétt. Nauðsynlegt væri að bregðast við breyttum neysluvenjum mark- aðarins, sem nú kallar miklu frekar á tilbúna rétti í stað ýsu með haus og sporði. Hafliði Baldvinsson stofnaði fiskbúðina fyrir 75 árum. Morgunblaðið/Sverrir Helgi Hafliðason hefur átt langan starfsaldur í Fiskbúð Hafliða á Hverfisgötu 123. Bryndís Schram tók að sér afgreiðslustörf í fisk- búðinni með Helga fyrir borgarstjórnarkosning- arnar 1986 í þeim tilgangi að hitta sem flesta kjósendur, en hún var þá á framboðslista fyrir Alþýðuflokkinn. Grásleppan hengd upp í hjalla. Fiskbúðin hefur alla tíð, eða í 75 ár, verið til húsa á Hverfisgötu 123 þar sem fjölskyldan hef- ur jafnframt búið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.