Morgunblaðið - 17.11.2002, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 17.11.2002, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 21 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S TO Y 19 39 3 1 1/ 20 02 LEXUS N†B†LAVEGI 6 SÍMI 570 5400 WWW.LEXUS.IS SÁLIN OG SINFÓ SÁLIN HANS JÓNS MÍNS ME‹ SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS S á l i n h a n s J ó n s m í n s m e › S i n f ó n í u h l j ó m s v e i t Í s l a n d s 2 1 . o g 2 2 . n ó v . k l . 1 9 . 3 0 o g 2 3 . n ó v . k l . 1 7 . 0 0 í H á s k ó l a b í ó i . IS200 LEXUS STYRKIR SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS. um fimm ára skeið þar sem hann hafði komið sér upp litlu frystihúsi, sem hann nefndi Snæfell, hraðfrysti þar fiskflök, m.a. til út- flutnings, og framleiddi ís. Kostnaður við all- an þann rekstur reyndist meiri en áætlanir stóðu til sem leiddi til þess að Hafliði varð að leggja árar í bát og í kjölfarið missti hann þær fjárfestingar, sem lagt hafði verið í Flosaport auk húsnæðisins við Hverfisgötu. Hafliði yfirsteig þetta mótlæti og byrjaði af krafti á ný með minni umsetningu. Hann ákvað að taka á leigu bæði íbúð fjölskyld- unnar og fiskbúðarhúsnæðið. Árið 1944 náði Hafliði svo þeim áfanga að geta á ný fest kaup á húsinu ásamt Helga syni sínum og Ágústi tengdasyni sínum. Nokkuð fljótlega eftir hernámið hinn 10. maí 1940 kom hann upp „fish and chips“-aðstöðu á horni Bergþórugötu og Frakkastígs þar sem Emilía Jónasdóttir leikkona afgreiddi svanga munna. Á stríðsárunum lagði herinn nánast allt Skólavörðuholtið undir sig, frá Njarðargötu að Barónsstíg og var starfsemin því vel í sveit sett. Þegar hvalstöðin í Hval- firði hóf starfsemi var Hafliði fljótur að hefja viðskipti við Hval og sótti þá fleiri bílfarma af hvalrengi, sem hann lét sjóða og setja í súr. Þá saltaði hann mikið af þessari fínu afurð, bæði kvartelkúta og áttunga, og seldi vítt og breitt um landið. Hafliði átti mikil viðskipti við Suðurnesja- menn, bæði með saltfisk og nýjan fisk. Njáll Benediktsson í Garði kom margar ferðirnar að sunnan með fisk á sínum bíl, bæði frá hon- um sem og öðrum. Árið 1946 gerði Hafliði svo talsvert miklar breytingar á fiskbúðar- húsnæðinu sem reyndist mikil hagræðing. Hinn 20. nóvember 1948, nákvæmlega 21 ári eftir að hann stofnaði búðina, var Hafliði lagður inn á spítala þar sem hann andaðist 10. apríl 1949 af völdum krabbameins, aðeins sextugur að aldri. Um áramótin tók Hákon sonur hans við rekstrinum, en hætti þremur árum síðar. Mættir um miðja nótt Árið 1953 tók Helgi Hafliðason, sem lært hafði málaraiðn og aflað hafði sér meist- araréttinda, alfarið við búðinni, en nærri læt- ur að fjöldi fiskbúða í Reykjavík hafi á sjötta áratugnum verið um fjörutíu talsins í mis- jöfnum húsakynnum. Um 1960 tóku fisksalar sig saman um stofnun Fiskmiðstöðvarinnar, sem fékk afnot af tveimur verbúðum Reykja- víkurhafnar á Grandagarði. Fiskmiðstöðin keypti fisk víða og þjónaði fisksölum vel, en tíu árum síðar lagðist þessi starfsemi af. „Þegar sitja þurfti um togarafisk, var betra að vera snemma á bryggjunni því sá, sem fyrstur kom, fékk fyrst afgreiðslu. Ekki var óalgengt að menn hafi verið mættir milli klukkan þrjú og fjögur að nóttu til þar sem löndunarvinnan hófst klukkan sex að morgni.“ Helgi náði góðum viðskiptasamböndum við Karl Njálsson, sem rak fiskverkun í Garð- inum og gerði út Freyjuna. Ófá tonn af flött- um þurrkuðum saltfiski bárust í búðina frá Karli auk hrogna og lifur eftir þörfum og þeirrar ýsu, sem fiskaðist. Svara þarf kalli tímans Að sögn Helga var algengt að fiskur hafi um miðbik aldarinnar verið á borðum alla daga vikunnar nema á sunnudögum og mið- vikudögum þegar boðið hafi verið upp á kjöt- meti. „Hjá mér var alltaf áberandi minni traffík á miðvikudögum því þá var kjötdagur og svo var mjög algengt að bera á borð salt- fisk eða saltaða skötu á laugardögum.“ Fisksölum hefur sífellt farið fækkandi á síðari árum, líkt og fjölmörgum öðrum kaup- mönnum á horninu, enda eru nú komin sér- stök fiskborð í alla stórmarkaði. Að sama skapi hefur verð á fiskmeti farið stighækk- andi með tilkomu fiskmarkaðanna og hefur það gjarnan verið haft á orði að ýsan sé nú orðin að eins konar munaðarvöru, sem menn leyfi sér að kaupa endrum og sinnum á þús- und krónur kílóið. Á meðan sé verð á t.d. kjúklingum og svínakjöti mun samkeppnis- hæfara. Upphafið af þessari óumflýjanlegu þróun, sem fisksalar voru reyndar ekki par hrifnir af sjálfir, allra síst Helgi Hafliðason, hófst upp úr 1980. Nærri lætur að fiskbúðum á höfuðborgarsvæðinu hafi fækkað úr 40, þegar þær voru flestar starfandi, í sextán nú. „Fisk- sala er augljóslega að dragast saman og hef- ur helsta neyslubreytingin verið að ganga yf- ir á undanförnum tíu árum. Í öllu þeim hraða og því tímaleysi, sem nútíma fjölskyldan er nú að glíma við alla daga, vilja menn ekki þurfa fara á marga staði eftir nauðsynjum. Fólk vill geta keypt til heimilisins það, sem það vanhagar um, á einum stað. Af öllu því úrvali, sem er að finna í einum stórmarkaði, þarf fiskurinn að vera nánast matreiddur fyr- ir viðskiptavinina til að freista kúnnanna. Það er ekki síst til þess að geta svarað kalli tím- ans að við höfum fjárfest í tækjabúnaði til að geta framleitt og boðið upp á ferska fiskrétti í raspi og sósugratínum sem hægt er að skutla í ofninn eða örbylgjuna á meðan farið er úr vinnugallanum,“ segja þeir bræður Júl- íus og Helgi Helgasynir. Þessi framleiðsla fer fram í fiskvinnsluhúsi fyrirtækisins að Fiskislóð 30, sem tekið var fyrst í notkun á vormánuðum 1992. Fisk- vinnslan reiðir sig alfarið á hráefni á inn- lendu fiskmörkuðunum og er að kaupa hrá- efni á ári hverju sem svarar til eitt þúsund tonna upp úr sjó. Fiskbúð Hafliða sér nú fjölda fyrirtækja og stóreldhúsa fyrir fiski, þjónustar bæði leik- skóla og grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu og sér sömuleiðis um að ekki skorti fiskmeti í Nóatúni, Fjarðarkaupum, Samkaupum, Spar- kaupum, Nettó og 10–11-verslununum. gl nýhættur að fljúga“ Sendisveinn með fiskikassa framan á hjólinu sínu. Júlíus og Helgi Helgasynir og mágur þeirra Þor- kell Hjaltason í vinnslusal fyrirtækisins á Fiski- slóð 30. Fjöldi starfsmanna var mikill hjá fisksölum fyrr á árum. Hafliði bauð gjarnan vörubílinn sinn fram í dagsferðir upp um sveitir á góðviðris sunnudög- um. join@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.