Morgunblaðið - 17.11.2002, Síða 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 27
KAMMERHÓPURINN Camerarct-
ica kemur fram á Tíbrár tónleikum í
Salnum í kvöld, sunnudagskvöld, kl.
20. Camerarctia hefur starfað saman í
áratug og skipa hópinn þau Hallfríður
Ólafsdóttir, flautuleikari, Ármann
Helgason, klarinettuleikari, Hildi-
gunnur Halldórsdóttir og Sigurlaug
Eðvaldsdóttir, fiðluleikarar, Guð-
mundur Kristmundsson, víóluleikari
og Sigurður Halldórsson, sellóleikari.
Gestur Camerarctica á þessum tón-
leikum er Guðrún Þórarinsdóttir,
víóluleikari.
Í kvöld verða flutt verk sem spanna
klassíska tímann og yfir í rómantík:
Kvartett op. 19 nr. 3 fyrir flautu og
strengi eftir Johann Christian Bach,
Kvartett op. 7 fyrir klarinettu og
strengi eftir Bernhard Crusell og
Strengjakvintett í G dúr, op. 111 eftir
Johannes Brahms.
Johann Christian Bach er oft
nefndur Lundúna-Bach til aðgrein-
ingar frá bræðrum sínum og föður.
Flautukvartettinn býr yfir þeim tær-
leika, ljóðrænum þokka og léttleika
sem einkennir verk tónskálda frá
upphafi klassíska tímans.
Finnlands-Svíinn Bernhard Crus-
ell er eitt af þekktustu tónskáldum
Norðurlanda frá þessum tíma. Hann
skrifaði m.a. óperur og sönglög en
fyrir klarinettu skrifaði hann bæði
konserta og kvartetta. D-dúr kvart-
ettinn op. 7 er eina klarinettuverk
Crusells þar sem hann notast við A-
klarinettuna sem hefur dýpri og
dekkri tón en B-klarinettan.
Johannes Brahms samdi tvo
strengjakvintetta. Kvintettinn í G-
dúr op.111 er saminn árið 1890 að
beiðni Joseph Joachim fiðluleikara og
er síðasta strengjaverk tónskáldsins.
Kvartettar og
einn kvintett
í Salnum
Morgunblaðið/Kristinn
Camerarctica hefur starfað saman í áratug.
LOKATÓNLEIKAR á Tónlistar-
dögum Dómkirkjunnar verða í Hall-
grímskirkju í dag, sunnudag, kl. 17.
Þar flytur Dómkórinn, ásamt kamm-
ersveit, undir stjórn Marteins H.
Friðrikssonar, og Skólakór Kárs-
ness, kantötuna Saint Nicolas eftir
Benjamin Britten. Einsöngvari er
tenórinn Garðar Thór Cortes.
Stjórnandi Skólakórs Kársness er
Þórunn Björnsdóttir.
Benjamin Britten (1913–1976)
lauk við kantötuna Saint Nicolas
(Opus 42) árið 1948 og var hún frum-
flutt á Aldeburgh-tónlistarhátíðinni
5. júní það ár. Verkið er samið í til-
efni af aldarafmæli Lancing College
í Sussex á Suður-Englandi sem þá
var fyrir drengi á aldrinum 13–18
ára. Þótti stjórnendum hans við hæfi
að panta tónverk sem styddist við
söguna af verndardýrlingi barna,
heilögum Nikulási. Sá sem hafði
milligöngu um að fá Britten til
verksins var tenórinn Peter Pears en
hann var fyrrverandi nemandi við
skólann og náinn vinur tónskáldsins.
Hann söng líka hlutverk Nikulásar
þegar verkið var frumflutt.
Dómkórinn
flytur Saint
Nicholas
♦ ♦ ♦
Kristján Jóhannsson óperusöngvari mun halda námskeið í söng
dagana 2.-14. desember. Þar mun hann fyrst og fremst vinna
með ítalska óperutónlist fyrir nemendur sem lokið hafa
5. stigsprófi í söng. Námskeiðið er opið öllum sem áhuga hafa,
jafnt nemendum sem atvinnusöngvurum, en fjöldi þátttakenda
takmarkast við tuttugu manns. Kennt verður í Bústaðakirkju.
Sameiginlegur „Master-Class“ verður laugardagana 7. og 14. des.
og mun hann fara fram í Íslensku óperunni.
Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari mun verða undirleikari
á námskeiðinu. Námskeiðinu lýkur með stórtónleikum
í Háskólabíói sunnudaginn 15. des. þar sem Kristján mun
koma fram ásamt völdum þátttakendum og hefjast þeir kl. 14.00.
Skráning fer fram á netinu og er slóðin www.utansviga.is.
Einnig eru upplýsingar í síma 822 1990.
„Master-Class“
Námskeið í óperusöng