Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
17. nóvember 1945: „Það er
ekki lengur hægt að lifa á
því einu saman, að vera
Framsóknarmaður,“ voru
síðustu orð fjármálaráðherr-
ans í svarræðunni til Ey-
steins. Þessi látlausu orð
sögðu meira en öll stóryrði
Eysteins. En þau mintu
óþægilega á fortíðina, þegar
allt þurfti að sækja undir
„náð“ hinna gerspiltu leið-
toga Framsóknarflokksins.
Talsmaður Sósíalistaflokks-
ins hafði og þau ummæli
eftir einum, sem var í „náð-
inni“, að hann hefði aldrei
haft meiri þjenustu af
nokkru fje en því, sem hann
greiddi til flokksstarfsemi
Framsóknarflokksins.
Hagur landsins stendur
með blóma og er það mikið
fagnaðarefni. Erlendar
skuldir ríkissjóðs eru sem
engar. Verið er að afla þjóð-
inni meiri og betri tækja til
framleiðslustarfa en dæmi
eru til áður. Allt gefur þetta
vonir um bjartari framtíð.
Hrakspár stjórnarandstöð-
unnar munu falla niður
dauðar og ómerkar.“
. . . . . . . . . .
17. nóvember 1965: „Allar
nágrannaþjóðir okkar Ís-
lendinga leyfa bruggun og
sölu á 4–7% öli í löndum
sínum. Þrátt fyrir það er
það viðurkennd staðreynd
að þessar þjóðir fara yf-
irleitt miklu betur með
áfengi en Íslendingar. Ungt
fólk byrjar þar t.d. yfirleitt
síðar að neyta áfengis en
tíðkast hér á landi. Þó er
það höfuðmótbáran gegn öl-
inu á Íslandi, að það kenni
æskunni að drekka. En hér
er ekkert öl, og þó drekkur
íslenzk æska sér til vanza.
Er ekki kominn tími til þess
að lofa rökréttri hugsun að
komast að í umræðum og
aðgerðum í þessum mál-
um?“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VELFERÐARSTEFNA
OG VINSTRI MENN
Steingrímur J. Sigfússon, formað-ur Vinstri hreyfingarinnar –græns framboðs, sagði á flokks-
ráðsfundi flokks sín í fyrradag, að
flokkurinn vildi gerbreytta stefnu í
landsmálum, sem fælist í vinstri stefnu
og myndun velferðarstjórnar. Hann
bætti því við, að eðlilegir samherjar
flokksins í baráttu fyrir gerbreyttri
stjórnarstefnu væru hinir stjórnar-
andstöðuflokkarnir, Samfylkingin og
Frjálslyndi flokkurinn. Af þessu tilefni
er ástæða til að staldra við og spyrja,
hvort vinstri flokkarnir séu líklegri til
að stuðla að öflugra velferðarkerfi en
núverandi stjórnarflokkar.
Enginn dregur í efa, að Alþýðu-
flokkurinn, sem nú er hluti Samfylk-
ingar, hafði frumkvæði um og forystu
fyrir uppbyggingu almannatrygginga-
kerfisins á Íslandi, sem hófst fyrir
miðja síðustu öld. Höfundarréttur Al-
þýðuflokksins að því kerfi verður ekki
vefengdur. Síðan hefur margt gerzt.
Það er alveg ljóst, að Sjálfstæðis-
flokkurinn undir forystu Ólafs Thors
tók á þeim tíma þá grundvallarákvörð-
un að styðja uppbyggingu velferðar-
kerfisins og næstu áratugi á eftir
mátti ekki á milli sjá, hvor flokkurinn
beitti sér meir í þeim efnum.
Íslenzka þjóðin fór fyrst að efnast á
Viðreisnaráratugnum frá 1959 til 1971.
Þá gerðist tvennt: annars vegar hafði
Geir Hallgrímsson, borgarstjóri Sjálf-
stæðisflokks, forystu um byltingu í fé-
lagslegri þjónustu á vegum borgarinn-
ar, sem Þórir Kr. Þórðarson prófessor
átti mikinn þátt í að móta með þáver-
andi borgarstjóra. Hins vegar tók Við-
reisnarstjórnin, sem Sjálfstæðisflokk-
ur og Alþýðuflokkur áttu aðild að og
Bjarni Benediktsson hafði þá tekið
forystu fyrir, þátt í því með verkalýðs-
hreyfingunni að koma á byltingu í hús-
næðismálum láglaunafólks með bygg-
ingu 1250 íbúða, sem efnaminna fólk
gat eignazt með góðum kjörum. Þetta
tvennt markaði þáttaskil í uppbygg-
ingu velferðarkerfisins í kjölfarið á
hinni upphaflegu ákvörðun áratugum
áður um almannatryggingakerfið.
Almannatryggingakerfið byggðist
áratugum saman á því grundvallarat-
riði að allir ættu að fá jafnar greiðslur
úr því, hver svo sem efni þeirra væru
eða tekjur. Rökin fyrir því voru þau,
að ella mundu þeir sem tækju við
greiðslum úr tryggingakerfinu líta á
þær sem ölmusu.
Þegar komið var fram á níunda ára-
tuginn var orðið alveg ljóst, að hvorki
hafði þjóðin efni á því að greiða trygg-
ingabætur til þeirra, sem þurftu ekki á
því að halda, né var nokkurt réttlæti í
því að hinir efnaminni fengju lægri
bætur af þeim sökum.
Það er alveg ljóst að í þeim deilum
var það Sjálfstæðisflokkurinn, sem
knúði á um að dregið yrði úr eða felld-
ar niður greiðslur til þeirra, sem ekki
þyrftu á þeim að halda, og Alþýðu-
flokkurinn, sem féllst að lokum treg-
lega á það sjónarmið.
Hér hafa verið nefndir fjórir meg-
inþættir í uppbyggingu velferðarkerf-
isins á Íslandi á síðustu sjö áratugum
eða svo. Rannsóknir sagnfræðinga
mundu sýna fram á þá sögulegu stað-
reynd, að það eru fyrst og fremst þeir
tveir stjórnmálaflokkar, sem hér hafa
verið nefndir, sem við sögu hafa kom-
ið.
Það er þess vegna rangt hjá Stein-
grími J. Sigfússyni, að „velferðar-
stjórn“ byggist á því að núverandi
stjórnarandstöðuflokkar taki höndum
saman.
Stærstu verkefnin í velferðarmálum
nú eru annars vegar að bæta kjör
hinna lægstlaunuðu, þ.e. öryrkja og
þeirra í hópi aldraðra, sem hafa ekkert
að lifa á nema tryggingabætur og
tekjutryggingu úr almannatrygginga-
kerfinu, og hins vegar að ná tökum á
heilbrigðiskerfinu þannig að það veiti
viðunandi þjónustu.
Í síðarnefnda tilvikinu er enn uppi
ágreiningur, sem er af svipuðum toga
og sá skoðanamunur, sem var uppi um
endurbætur á tryggingakerfinu fyrir
áratug eða svo. Því er haldið fram að
það megi ekki byggja upp einkarekinn
valkost í heilbrigðismálum af því að þá
sé fólki mismunað, þótt augljóst sé að
það mundi hafa þveröfug áhrif, þ.e. að
þjónustan mundi batna við þá, sem
leituðu hennar í opinbera kerfinu.
Steingrímur J. Sigfússon er hand-
hafi pólitískrar arfleifðar, þ.e. hinnar
sósíalísku arfleifðar, sem hefur frá
upphafi til þessa dags komið lítið við
sögu í uppbyggingu velferðarkerfisins
á Íslandi að svo miklu leyti, sem um
það hefur verið að ræða, fyrst og
fremst vegna áhrifa þessara þjóð-
félagsafla á sínum tíma innan verka-
lýðshreyfingarinnar.
Hugmyndir Steingríms J. Sigfús-
sonar um velferðarstjórn á þeim for-
sendum, sem hann gefur sér, ganga
því ekki upp.
H
vað eiga kvikmyndir,
popptónlist, tíska og
tölvuleikir sameiginlegt?
Líklega meira en flesta
grunar. Þessi fyrirbæri
eru ekki einungis hluti af
því sem í daglegu tali er
gjarnan nefnt dægur-
menning heldur einnig atvinnugreinar sem velta
gífurlegum fjárhæðum árlega. Atvinnugreinar
sem þar að auki tengjast það sterkum böndum að
skilin á milli eru stundum óljós. Kvikmyndir
byggjast mikið á tónlist. Lög tónlistarmanna eru
notuð til að vekja athygli á kvikmyndum og kvik-
myndir til að vekja athygli á tónsmíðum. Tónlist
er gjarnan uppistaða auglýsingakvikmynda.
Tölvuleikir eru oft einhvers konar framlenging á
þeim draumaheimi, sem kvikmyndir eru, og tíska
og hönnun tengjast jafnt tónlist sem kvikmynd-
um órjúfanlegum böndum.
Það er hægt að hafa skiptar skoðanir á þeirri
menningu sem fylgir poppi, tísku og kvikmynd-
um. Deilur um hámenningu og lágmenningu
munu hins vegar aldrei skila neinni einhlítri nið-
urstöðu. Allt endurspeglar þetta þann veruleika
sem við búum við hverju sinni. Hann er stundum
yfirborðskenndur, stundum markaðsknúinn og
oftar en ekki umdeilanlegur.
Hjá því verður hins vegar ekki litið að Ísland
er hluti af þessum veruleika og, það sem meira
er, sívinsælli hluti. Fyrir fimm árum birti tíma-
ritið Newsweek lista yfir tíu mest spennandi
borgir heims í huga ungs fólks og var Reykjavík í
hópi þeirra. Síðan hafa óteljandi greinar birst í
dagblöðum og tímaritum um allan heim þar sem
Ísland og Reykjavík eru dásömuð, ekki vegna
náttúru landsins heldur vegna næturlífs, fjöl-
breytilegs mannlífs og menningar í víðasta skiln-
ingi. Raunar er staðan nú orðin sú að íslensk tón-
list og kvikmyndir njóta síst minni athygli en
afurðir margra mun stærri og fjölmennari ná-
grannaríkja okkar í Evrópu.
Hver er skýringin á þessu? Eflaust margar.
Hins vegar verður ekki litið framhjá þeirri gíf-
urlegu athygli sem Ísland hefur notið í tengslum
við vinsældir Bjarkar Guðmundsdóttur. Björk
hefur fyrir löngu skipað sér í hóp virtustu ekki
síður en vinsælustu listamanna heims. Þau áhrif
sem það hefur haft á áhuga á Íslandi sýna svo
ekki verður um villst hversu mikill máttur felst í
því að ná árangri á þessu sviði. Rétt eins og Bítl-
arnir gerðu iðnaðarborgina Liverpool að nafni
sem allir þekktu á sínum tíma hefur Björk komið
nafni Íslands á kortið hjá hópum sem aldrei
hefðu annars heyrt á landið minnst. Í kjölfar
hennar hafa fjölmargir íslenskir listamenn feng-
ið tækifæri sem þeir hefðu líklega ekki annars
fengið. Ekki vegna þess að þeir væru þess ekki
verðir heldur vegna þess að athyglin hefði ella
ekki beinst að Íslandi. Nú er svo komið að þús-
undir ferðamanna og blaðamanna koma hingað
ár hvert í þeim tilgangi fyrst og fremst að kynn-
ast þessari hlið Íslands. Ísland er ekki lengur
einungis land stórbrotinnar og ósnortinnar nátt-
úru heldur land sem dregur til sín ferðamenn
vegna mannlífsins.
Dægurtónlist og
útflutningur
Draumurinn um
frægð og frama í fjar-
lægum löndum hefur
ávallt verið hluti af
poppmenningunni. Hann rættist loks í upphafi
síðasta áratugar er Sykurmolarnir og síðar
Björk hófu sigurgöngu sína. Björk sannaði svo
um munar að íslensk dægurtónlist getur átt er-
indi á alþjóðlegan markað. Í kjölfarið hafa aðrir
íslenskir tónlistarmenn náð athyglisverðum ár-
angri. Hljómsveitin Sigur Rós gaf á dögunum út
nýja plötu en þrjú ár eru síðan fyrsta plata sveit-
arinnar, Ágætis byrjun, kom út. Sú plata setti
sveitina á kortið, Ágætis byrjun fékk góða dóma
og hlaut hljómsveitin m.a. hin bandarísku Short-
list-verðlaun Virgin-hljómplötufyrirtækisins,
sem ætluð eru efnilegum ungum hljómsveitum,
þegar þau voru veitt í fyrsta skipti í Los Angeles
fyrir einu ári. Hin nýja plata Sigur Rósar er nú á
sölulista í nítján löndum og m.a. í 49. sæti breska
listans og 51. sæti bandaríska Billboard-listans.
Seldist platan í 250 þúsund eintökum í forsölu. Þá
var um síðustu helgi greint frá að hljómsveitin
Quarashi hefur selt 220 þúsund eintök af plöt-
unni Jinx og rafpoppsveitin múm 75 þúsund ein-
tök af nýrri plötu. Svona mætti lengi áfram telja.
Söngkonan Emiliana Torrini mun syngja eitt af
titillögum annarrar myndarinnar um Hringa-
dróttinssögu og eitt af lögum Sigur Rósar notaði
leikstjórinn Cameron Crove í myndinni Vanilla
Sky. Lag íslensku hljómsveitarinnar Bang Gang
er notað í auglýsingu Citroën og nefna má þann
árangur sem sveitir á borð við Gus Gus og Leav-
es hafa náð. Í raun er ótrúlegt hversu mikil gerj-
un er á þessu sviði og hversu miklum árangri ís-
lenskir tónlistarmenn hafa þegar náð.
Það er ekki síður athyglisvert að þeir íslensku
tónlistarmenn er náð hafa hvað mestum árangri
eru einmitt þeir sem fara ótroðnar slóðir og
skapa eitthvað nýtt í stað þess að eltast við eft-
irlíkingar á tónlist annarra. Það er ekki síst það
hversu frumleg og einstök sköpunarverk Bjark-
ar og Sigur Rósar eru, sem hefur vakið athygli á
þeim. Tónlist er sköpun og list en jafnframt
markaðs- og söluvara. Menning og viðskipti
verða ekki aðskilin.
Fyrr á þessu ári var haldin ráðstefna um ís-
lenska dægurtónlist sem útflutningsvöru og
meðal þess sem þar kom fram er að lítil samstaða
ríkir meðal tónlistarmanna og opinber stuðning-
ur er lítill. Einnig var upplýst að enginn hefur
fulla yfirsýn yfir það hversu miklum „útflutn-
ingstekjum“ íslensk popptónlist skilar í dag.
Margir eru þeirrar skoðunar að íslensk tónlist
gæti orðið að einhverjum verðmætasta „útflutn-
ingsiðnaði“ okkar Íslendinga. Þar er hins vegar
ekkert sjálfgefið. Aftur á móti verður að spyrja
þeirrar spurningar hvernig hægt sé að tryggja
að íslenskir listamenn á þessu sviði nái sem mest-
um árangri. Það liggur fyrir að mikill áhugi er á
íslenskri tónlist. Þrátt fyrir alla upplýsingatækni
nútímans erum við langt frá þeim mörkuðum
sem mestu máli skipta í þessu sambandi og á ráð-
stefnu Útflutningsráðs kom einmitt fram að ein
helsta hindrunin í vegi frekari útrásar væru há
flugfargjöld. Þá kom fram að þessir tónlistar-
menn hafa lítinn sem engan aðgang að styrkjum
er standa öðrum listamönnum til boða. Kjartan
Sveinsson, einn meðlima Sigur Rósar, sagði að
hljómsveit hans hefði árangurslaust sótt um
styrki í þrjú ár en aldrei fengið krónu. Nú þegar
hún hefði náð árangri vildu hins vegar allir vinna
með þeim.
Þessi málefni hafa verið til umræðu á vegum
ríkisins um árabil. Árið 1996 var til dæmis skip-
aður starfshópur á vegum iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra til að kanna hvort forsendur væru fyrir
sérstöku útflutningsátaki íslenskrar tónlistar.
Árið 1998 hófst starf vegna löggjafar um útflutn-
ingssjóð íslenskrar tónlistar. Ekkert frumvarp
hefur hins vegar enn verið lagt fram.
Auðvitað liggur leiðin að árangri ekki í gegn-
um ríkiskerfið fyrst og fremst. Það býr engin rík-
isnefnd til aðra Björk. Hún verður heldur ekki
sköpuð með lögum. Hins vegar er spurning hvort
ekki sé skynsamlegt að þessi listgrein njóti sömu
velvildar og aðrar, ekki síst í ljósi þess að um
verulega viðskiptahagsmuni getur verið að ræða
fyrir Íslendinga ef rétt er að málum staðið.
Margar nágrannaþjóðir okkar hafa mótað
skýra stefnu á þessu sviði og oft náð undraverð-
um árangri. Má nefna Íra og Svía í því sambandi.
Í Svíþjóð var stofnað fyrirtæki um útflutning
tónlistar, Export Music Sweden, sem aðstoðar
tónlistariðnaðinn við útflutning. Á árinu 2000
námu tekjur Svía af sölu tónlistar og búnaði
tengdum tónlist til annarra landa um 4,6 millj-
örðum sænskra króna. Það er mjög há upphæð
en þó einungis um 0,45% af heildarútflutningi
Svía. Þær fara hins vegar hratt vaxandi og má
nefna að tekjurnar jukust um 24% milli áranna
1998 og 1999. Árið 1997 voru tekjur Svía af tón-
list um 3,6 milljarðar sænskra króna.
Raunar má færa rök fyrir því að íslenskir
popptónlistarmenn hafi þegar fært þjóðinni stór-
felldar tekjur í formi aukins áhuga á Íslandi og
fjölda ferðamanna. Er ekki rétt að rækta sprot-
ana á þessu sviði sem öðrum og reyna að tryggja
að sú mikla sköpun sem á sér stað á Íslandi nái að
blómstra eftir því sem kostur er? Gott dæmi um
það hversu mikilvæg tónlistin er orðin er Air-
waves-hátíðin, er haldin var í fjórða skipti fyrr í
mánuðinum. Um 1.500 manns komu hingað til
lands í tengslum við hana, þar af um 300 frá New
York einvörðungu, áhugamenn um tónlist, blaða-
menn og útsendarar frá hljómplötufyrirtækjum
sem reglulega eru farnir að leggja leið sína hing-
að til lands í þeirri von að uppgötva næstu stór-
stirni.
Tónlist auðgar mannlífið en hún getur jafn-
framt verið mikilvægur þáttur í því að auka þjóð-
artekjur.
Kvikmyndir
og ímynd
Það voru tímamót er
Börn náttúrunnar,
kvikmynd Friðriks
Þórs Friðikssonar,
var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tæpum
áratug. Þar með var sýnt fram á að kvikmynd er
byggðist alfarið á íslenskum raunveruleika gat
haft alþjóðlega skírskotun. Segja má að spreng-
ing hafi orðið í íslenskri kvikmyndaframleiðslu
síðastliðinn áratug og þótt engin mynd hafi náð
jafnlangt og Börn náttúrunnar á sínum tíma hafa
margar kvikmyndir náð góðum árangri og út-