Morgunblaðið - 17.11.2002, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 17.11.2002, Qupperneq 40
MINNINGAR 40 SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ GuðmundurBjarni Guð- mundsson fæddist á Patreksfirði 6. mars 1928. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi að- faranótt 12. nóvem- ber síðastliðins. Foreldrar hans voru hjónin Anna Helga- dóttir, f. 9.5. 1885, d. 18.8. 1929, og Guð- mundur Ólafur Þórðarson, f. 18.9. 1876, d. 14.11. 1946. Guðmundur var yngstur í röð 11 systkina, af þeim komust 8 til fullorðinsára. Eftir lif- ir bróðir Guðmundar, Ingvar, f. 26.3. 1922. Látin eru Nanna, f. 2.9. 1913, d. 20.12. 1996, Helga, f. 13.9. 1908, d. 16.4. 1994, Baldur, f. 14.5. 1911, d. 14.8. 1989, Helgi, f. 1.7. 1912, d. 13.8. 1985, Þuríður, f. 9.1. 1916, d. 13.9. 1924, Freyja, f. 17.11. 1917, d. 1.4. 1987, Kjartan, f. 14.7. 1919, d. 15.5. 1940, Þormóður, f. 23.2. 1925, d. 17.7. 1987, og Krist- ur, f. 3.3. 1960, maki Guðjón Ár- mann Einarsson framkvæmda- stjóri, þau búa í Kópavogi. Barn Elínar og Guðjóns er Auður, f. 8.4. 1993. 3) Helga læknir, f. 22.4. 1966, gift Ólafi Einari Jóhannssyni framkvæmdastjóra, þau búa í Nor- egi. Börn Helgu og Ólafs eru Ásta Sól, f. 10.8. 1992, og Óskar, f. 9.4. 1994. Guðmundur menntaði sig sem loftskeytamaður og tók verslunar- próf frá Verslunarskóla Íslands. Fyrstu ár starfsævi sinnar starfaði Guðmundur við sjómennsku, fyrst frá Patreksfirði og síðar sem loft- skeytamaður á millilandaskipum. Síðar starfaði hann sem skrifstofu- stjóri og aðalbókari, lengst af hjá bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar. Guðmundur var virkur þátttak- andi í Kiwanishreyfingunni, Golf- klúbbi Kópavogs og Garðabæjar og í félagsmálum eldri borgara. Útför Guðmundar verður gerð frá Digraneskirkju í Kópavogsdal á morgun, mánudaginn 18. nóvem- ber, og hefst athöfnin klukkan 13.30. inn, f. 9.7. 1929, d. 13.7. 1929. Foreldrar Guð- mundar bjuggu á Hól á Patreksfirði og voru þau jafnan kennd við það hús og þar ólust Hólssystkinin upp. Hinn 24.12. 1957 gekk Guðmundur í hjónaband með eftir- lifandi eiginkonu sinni Auði Vordísi Jónsdótt- ur, f. 3.3. 1933 á Ak- ureyri. Þau fluttust til Reykjavíkur árið 1958 og stofnuðu heimili. Árið 1966 fluttust þau til Kópa- vogs og áttu þar heimili alla tíð. Þeim varð þriggja barna auðið. Þau eru: 1) Jón Heiðar hagfræð- ingur, f. 25.1. 1958, kvæntur Þóru Björgu Stefánsdóttur kennara, þau búa í Kópavogi. Sonur Jóns Heiðars er Bjarni, f. 18.8. 1985, barnsmóðir María Jónsdóttir. Börn Jóns Heiðars og Þóru eru Hallveig, f. 9.7. 1995, og Stefán, f. 21.7. 1998. 2) Elín verslunarmað- Það er með miklum trega að ég skrifa minningargrein þessa um tengdaföður minn, Guðmund Bjarna Guðmundsson. Hann kom úr stórri fjölskyldu, var alinn upp á Hóli á Vatneyri við Patreksfjörð í hópi tíu systkina og var yngstur. Hann var tveggja og hálfs árs gamall þegar móðir hans lést af barnsförum ásamt nýfæddum dreng og hefur það án efa verið mikið áfall fyrir stórfjölskylduna. Elsta systir Bjarna, Helga, tók þá við búsfor- ráðum og gekk systkinum sínum í móðurstað aðeins 22 ára gömul. Síð- ar voru það Nanna og svo Freyja sem tóku þetta hlutverk að sér. Fað- ir Bjarna var duglegur að draga björg í bú með sjósókn og landbún- aðarstörfum. Á Hóli var sjálfsþurft- arbúskapur eins og svo algengt var í sjávarþorpum fram eftir öldinni og fjölskyldan hafði nóg að bíta og brenna. Glaðværð, hláturmildi, fé- lagslyndi, rausnarskapur, dugnaður og hispursleysi einkenndi þessa fjöl- skyldu og var systkinahópurinn eft- irminnilegur meðal gamalla Pat- reksfirðinga. Fjölskylduboðin hjá Hólsættinni eru minnisstæð og það gat allt leikið á reiðiskjálfi í hlátra- sköllum og einlægri glaðværð þegar systkinin hittust. Bjarni var þar enginn undantekning. Ég hef sjald- an kynnst manni sem var svo vin- margur og vel liðinn meðal félaga sinna, hvort sem það var í badmin- ton, Kiwanis, gönguhópnum, golf- inu, í Sjálfstæðisflokknum í Kópa- vogi, bridsinu og svo mætti lengi telja. Tengdafaðir minn var með af- briðgum vel gerður maður. Hann var trúr sínum nánustu, fjölskyldu og vinum, og talaði aldrei illa um annað fólk. Hann var sterkur per- sónuleiki sem sýndi mikla umhyggju og skilningsríkur var hann með ein- dæmum. Uppeldi og lífsskilyrði móta per- sónuna að ákveðnu marki og hefur Bjarni byggt líf sitt á reynslu sinni sem ungur maður á Patreksfirði. Eins og svo algengt var hjá ungum mönnum í sjávarþorpum á þessum tíma gerðist Bjarni sjómaður og reri út frá heimaþorpi sínu. Hann flyst síðan til Reykjavíkur og lýkur námi í Verslunarskólanum. En sjómennsk- an var honum kær, hann lauk námi sem loftskeytamaður og hóf síðar störf á millilandaskipum Sambands- ins. Hann varð því ungur að aldri þeirrar ánægju aðnjótandi að sigla um heimsins höf. Sjómannsstarfinu átti hann þá hamingju að þakka að kynnast eft- irlifandi eiginkonu sinni, Auði Vor- dísi Jónsdóttur. Þau hittust fyrst á Akureyri þegar Hvassafellið hafði þar viðkomu. Auður var þá við versl- unarstörf hjá Véla- og búsáhalda- deild KEA og Bjarni gerði sér erindi þangað. Honum varð starsýnt á hina ungu og fögru afgreiðslustúlku og ekki leið á löngu þar til ástin fór að blómstra. Þau gengu í hjónaband á Akureyri hinn 24. desember 1957. Jón Heiðar, fyrsta barn þeirra hjóna, fæddist 25. janúar 1958. Fjöl- skyldan hóf svo búskap í Reykjavík og bjuggu þau um tíma hjá Freyju, systur Bjarna, og manni hennar Reyni, á meðan á byggingu fyrstu íbúðar þeirra stóð í Álfheimunum. Bjarni var á þessum tíma enn við störf sem loftskeytamaður og var nú farinn að starfa á Hamrafellinu, ol- íuskipi Sambandsins. Auður fór með Bjarna í nokkrar siglingar og minn- ist hún vel ferðanna, sérstaklega til Rússlands og Palermo á Ítalíu. Bjarni lauk ferli sínum til sjós þegar Hamrafellið var selt og tekst nú á hendur ábyrgð og störf á alls óskyldum starfsvettvangi. Hann hóf skrifstofustörf, fyrst við húsgagna- verslunina Skeifuna skamman tíma en síðan á skrifstofu Mosfellsbæjar. Á þessum tíma er fjölskyldan að byggja sér einbýlishús í suðurhlíð- um Kópavogs og þær voru ótaldar stundirnar sem Bjarni vann við hús- bygginguna. Fjölskyldan flytur þangað 1966 og bjó lengst af í þessu húsi. Hún hafði á þessu tímabili stækkað; Elín fæddist í mars 1960 og Helga, þriðja barn þeirra hjóna, í apríl 1966. Bjarni átti farsælan feril á skrifstofu Mosfellsbæjar og sinnti störfum skrifstofustjóra, aðalbókara og bæjarritara. Hann lauk störfum 1995 eftir tæpa þrjá áratugi. Starfs- lokin gerðu Bjarna kleift að sinna betur barnabörnunum, sem í dag eru sex talsins. Þau voru líf hans og yndi. Hann sinnti þeim einstaklega vel, tók þau með sér á fótboltaleiki, á golfvöllinn og lá aldrei á liði sínu ef hann gat eitthvað fyrir þau gert. Börnin okkar Helgu, Ásta Sól og Óskar, nutu góðs af einstakri gest- risni hans er þau ár eftir ár dvöldust hjá honum og Auði í nokkrar vikur á hverju sumri. Starfslokin þýddu ekki bara að Bjarni gæti sinnt barnabörnunum betur, heldur gafst nú góður tími til að spila golf. Hann var einn af stofn- endum Golfklúbbs Kópavogs sem síðar sameinaðist Golfklúbbi Garða- bæjar. Hann var einlægur aðdáandi golfíþróttarinnar og þau eru ófá golfmótin sem hann tók þátt í, oft með mjög góðum árangri. Bjarni fékk mig iðulega með sér á golfvöll- inn og ég naut leiðsagnar hans á sumarfögrum dögum á golfvöllum í nágrenni heimilis okkar í Osló. „Norska“ golfsettið hans stendur klárt í geymslunni okkar og ekki ólíklegt að það verði tekið fram þeg- ar fer að vora. Ég er sannfærður um að hann lætur sig ekki vanta á völl- inn þá. Kæri Bjarni! Þín verður sárt saknað. Ég þakka þér fyrir heim- sóknir og aðstoð alla við heimili okk- ar í Noregi, hvort heldur við smíðar á verönd eða parketlögn. Allt lék í höndum þínum. Nei var ekki til í þínum huga og bóngóður varstu með eindæmum. Síðustu vikurnar hafa verið okkur öllum erfiðar. Það var þér þungbært að liggja mikið veikur á gjörgæslu- deildinni en sem fyrr komstu á óvart með þínum sterka lífsvilja og seiglu. Margir litlir sigrar á leiðinni kveiktu von í brjóstum okkar en hún brást að lokum og þú kvaddir okkur að- faranótt 12. nóvember. Fjölskyldan barðist með þér allt þar til yfir lauk. Kæri tengdafaðir. Fyrir okkar hönd kveð ég þig með söknuði. Eftir lifir minning um einstaklega hjarta- hlýjan og sterkan mann sem var okkur öllum góð fyrirmynd. Elsku Auður, megi minningin um góðan eiginmann milda sorgina og sefa söknuðinn. Ólafur Einar Jóhannsson. Kæri Bjarni, tengdafaðir minn, það er komið að kveðjustund. Það er erfitt og sárt að þurfa að kveðja þig núna og á þennan hátt. Þú fórst í hjartaaðgerð 2. okt. og ég var bjartsýn fyrir þína hönd, átti ekki von á öðru en að allt gengi vel og þú myndir vera farinn að spila golf næsta sumar. Við vissum öll um áhættuna sem felst í slíkri aðgerð en þú varst alltaf svo atorkumikill og fullur af lífsgleði að ég var viss um að þetta færi allt vel. Allt fór á ann- an veg en fólk hafði vonað. Eftir að- gerðina hrakaði þér og aðfaranótt 12. nóv. kvaddir þú þennan heim og okkur öll sem eigum eftir að sakna þín sárt. Ég kynntist þér fyrir 10 árum þegar við Jón Heiðar fórum að vera saman. Þau kynni urðu strax góð og vart er hægt að hugsa sér betri tengdaforeldra en þig og Auði. Þú gast aldrei setið auðum hönd- um og varst boðinn og búinn að að- stoða hvar og hvenær sem var. Við þurftum að stoppa þig af á stundum því þú hlífðir þér aldrei. Þið Jón Heiðar hafið unnið við ýmislegt saman í gegnum tíðina og kunnuð því vel enda eruð þið feðgar um margt líkir. Þá var sko unnið hratt og örugglega; ekkert hálfkák þar. Kæri Bjarni, börnin mín missa nú einstakan afa og söknuður þeirra er sár. Það er þó gott til þess að vita að hugur barns er svo saklaus og ein- lægur og trú þeirra Haddýjar og Stefáns, um að nú líði þér vel hjá guði, hjálpar þeim. Þau töluðu mikið um þig í kvöld (13. nóv.) þegar við vorum komin upp í rúm. Stefán veit að þú ert nú engill með vængi uppi hjá guði og getur horft á allan heiminn. Hann vildi senda þér pakka og þegar þú opnar hann þá er í honum bréf sem á stendur: „Líði þér vel elsku afi Bjarni.“ Ég, raunsæiskon- an, svaraði því til að við gætum ekki sent pakka til himnaríkis og þá svar- aði barnið: „Jú mamma, í loftbelg.“ Þá lokuðum við öll augunum og létum svífa upp til þín ástar- og saknaðarkveðjur með innilega djúpu þakklæti fyrir allt og allt – í loftbelg. Þín tengdadóttir Þóra. Kveðja frá Mosfellsbæ Mætur maður, Guðmundur Bjarni Guðmundsson, er fallinn frá. Hann starfaði hjá Mosfellshreppi og síðar Mosfellsbæ í hartnær 24 ár og tók virkan þátt í þeim miklu breytingum sem urðu hér á þeim tíma. Fyrir margþætt og fórnfúst starf í þágu Mosfellsbæjar þökkum við af heilum hug og sendum eiginkonu hans og fjölskyldu innilegar samúð- arkveðjur. Nú er minn kæri afi dáinn. Farinn til guðs og orðinn engill sem lítur til með okkur ofan frá himnum. Hann afi minn hafði alltaf nóg fyr- ir stafni en átti samt ávallt nægan tíma til að sinna okkur. Margar eru stundirnar sem þau amma gættu mín. Þá kenndi afi mér á hljóðfærið sitt eða las sögubækur fyrir mig. Skólaleikrit, fimleikasýningar, alltaf kom afi að fylgjast með. Ég vil kveðja elsku afa minn með kvöldbæninni minni. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín Auður. Elsku afi. Fyrir nokkrum vikum sagðir þú mér að þú þyrftir að gang- ast undir stóra hjartaaðgerð sem gæti farið á báða bóga. Mér fannst erfitt að átta mig á því hvað þessi orð þýddu, auðvitað vill enginn ímynda sér hvernig það er að missa einhvern sem manni þykir vænt um. Þú varst maðurinn sem gekk á fjöll allar helgar og spilaðir golf eins oft og þú gast og því erfitt að hugsa sér svo frískan mann á leiðinni á graf- arbakkann eins og þú orðaðir það sjálfur. Þegar ég fór í heimsókn til þín rétt fyrir aðgerðina varstu já- kvæður og rólegur eins og alltaf og lést mér líða eins og þetta væri miklu minna mál en það var í raun og veru. Ég áttaði mig ekki á því hversu miklu máli þú skiptir mig fyrr en aðgerðin var yfirstaðin og við urðum að horfast í augu við að útlitið var ekki bjart. Ég, eins og all- ir, hélt þó í vonina um að við ættum eftir að sitja saman og borða þorra- mat eins og við gerðum árlega, eins og ekkert hefði í skorist. En allt kom fyrir ekki og eftir margra vikna spít- aladvöl var vonin úti þegar þú fórst fyrir fullt og allt úr okkar tilveru. Ég er svo heppinn að lifa í þeirri trú að við eigum eftir að hittast aftur og spila golf saman eins og þig langaði alltaf svo mikið að við gerðum. Ekki veit ég hvar eða hvenær það verður en þangað til, láttu þér líða vel elsku afi. Ég á eftir að sakna þín mikið og þú verður alltaf í minningum mínum og hjarta mínu. Bjarni. Enn og aftur erum við minnt á það hversu fljótt tíminn líður og hversu allt er hverfult í heimi hér. Það var fyrir rúmum tuttugu árum að kynni okkar Bjarna hófust, þegar Helga vinkona mín, yngsta dóttir hans, kynnti okkur einn vetrardag; mér finnst bæði stutt og langt síðan. Bjarni hafði sterka nærveru; hann var glaðlyndur, atorkusamur, kraft- mikill og duglegur. Hann dreif okk- ur vinkonurnar með sér á skíði um helgar og meðan við dúlluðum okkur í röðinni við stólalyftuna og fórum einstaka ferð niður brekkuna geyst- ist hann fleiri kílómetra á göngu- skíðum. Á menntaskólaárunum brýndi hann fyrir okkur að standa okkur vel í náminu, veðjaði meira að segja stundum á okkur til hvatning- ar. Þess á milli lánaði hann okkur óhræddur bílinn sinn í alls kyns leið- angra. Árin liðu og við hittumst sjaldnar. Kynnin héldust þó og hann fylgdist með lífi og störfum vina Helgu úr fjarlægð. Hann var með afbrigðum greiðvikinn og vílaði ekki fyrir sér að bera fleiri kíló af sér- stöku kökudeigi milli landa og það í handfarangri, svo að við vinkonurn- ar gætum bakað réttu piparkökurn- ar hvor í sínu landinu! Um miðjan aldur fékk Bjarni fyrst hjartaáfall og hjartasjúkdómurinn fylgdi hon- um eftir það. Hann lét þó aldrei bil- bug á sér finna; andinn var sterkur og lengi vel fylgdi líkaminn með og ólýsanlegur kraftur dreif hann áfram. Á haustdögum kom í ljós að sjúkdómurinn var orðinn mjög al- varlegur en þrátt fyrir skurðaðgerð og allt sem nútímalæknavísindi hafa upp á að bjóða tókst ekki að koma Bjarna til heilsu á ný. Æðrulaus barðist hann við örþreyttan og veik- an líkamann þar til yfir lauk. Kæra Auður, Helga, Heiðar og Ella, orð mega sín lítils á þessari sorgarstundu en minningin um góð- an og kjarkmikinn mann lifir í hjarta okkar. Ég kveð Bjarna með ljóðlínum Hannesar Péturssonar: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. Gerður Gröndal. Ég sá vin minn Guðmund Bjarna fyrst þegar hann stundaði nám í Verslunarskólanum, en kynni okkar urðu ekki náin þá. Fundum okkar bar aftur saman þegar Kiwanis- klúbburinn Eldey í Kópavogi var stofnaður árið 1972, síðan hefur vin- átta okkar haldist. Bjarni var mikill útivistarmaður og á hverjum sunnu- dagsmorgni í um það bil 25 ár fórum við nokkrir félagar í gönguferðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Venjulega tóku þessar göngur tvo til þrjá klukkutíma, sama hvernig viðr- aði. Einnig fórum við stundum á gönguskíði, því Bjarni var góður skíðamaður. Hann kunni líka þá göf- ugu list að renna sér á tunnustöfum, sem hann geymdi inni í bílskúr, en þá hafði hann átt og notað sem ung- lingur á Patreksfirði. Hann var formaður og stjórnandi Bridgeklúbbs aldraðra í Gullsmára og í forsvari fyrir hópi sem spilaði badminton um margra ára skeið. Eftir að Bjarni hætti að vinna keypti hann sér hljómborð og lærði að spila á það aðallega sjálfum sér til ánægju. Bjarni var góður Kiwanismaður og gegndi flestum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn svo sem starfi for- seta, gjaldkera og ritara. Þar sem hann var mjög nákvæmur og góður bókhaldsmaður var hann sjálfkjör- inn til að annast ýmis fjármál fyrir klúbbinn sem og stjórn íslenska Kiwanisumdæmisins. Eiginkona Bjarna er Auður Jóns- dóttir og eiga þau þrjú börn. Sl. sumar voru tvö dótturbörn þeirra hér í heimsókn. Stoltur afi kom með þau á fótboltaæfingu hjá Breiðabliki og það kom strax í ljós að þarna voru alveg sérstaklega efnilegir fót- boltamenn sem trúlega hafa fengið keppnisskapið úr genum afans. Fyrir allmörgum árum veiktist Auður mjög alvarlega og leiddi það til lömunar að hluta, þannig að hún hefur að mestu verið bundin við hjólastól en kjarkur hennar og GUÐMUNDUR BJARNI GUÐMUNDSSON Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti, netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn ein- stakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.