Morgunblaðið - 17.11.2002, Page 43
ingar eru dýrmætur fjársjóður sem
enginn tekur frá okkur. Núna þegar
við kveðjum þig Valdi minn erum við
bæði glöð og sorgmædd. Við gleðj-
umst fyrir þína hönd að þú skulir vera
búinn að fá hvíldina sem þú varst far-
inn að þrá og að sjúkdómsstríði þínu
skuli vera lokið. Eins fylgir því sorg
og söknuður að mega ekki hafa þig
hjá okkur lengur.
Þér og fjölskyldu þinni kynntist ég
ekki fyrr en eftir að þið fluttuð hingað
til Akureyrar og þótt þú værir búinn
að eiga heima hér í um 30 ár þá varstu
alltaf bóndi og Skagfirðingur. Ós-
landshlíðin var sveitin þín og sú vin-
átta og það samfélag sem ríkti í Hlíð-
inni var einstakt og oft rædduð þið
Hulda um gæsku og góðmennsku
þess fólks sem þar bjó. Það er nú svo
að aldrei þökkum við nógu vel fyrir
það sem er vel gert og hrædd er ég
um að ég hafi gleymt að þakka þér
fyrir margt, bæði fyrir okkur Jón og
eins fyrir krakkana okkar, því þeim
reyndist þú svo sannarlega vel. Þegar
ég lít til baka man ég aldrei eftir
styggðaryrði frá þér í minn garð og
veit ég að það lýsir betur gæsku þinni
og umburðarlyndi heldur en hegðun
minni. Núna seinustu árin og eftir að
Hulda veiktist og hefur þurft að
dvelja á Kristnesspítala höfum við ör-
lítið getað goldið til baka alla hjálpina
frá ykkur en alltaf var Siffa kletturinn
sem þið treystuð á og ekki að ástæðu-
lausu. Að öllum öðrum ólöstuðum var
það hún sem gerði þér kleift að vera
heima þennan tíma og hefur annast
ykkur í gegnum árin og verður henn-
ar framlag aldrei nógu vel þakkað.
Þær Daniela og Bryndís í heima-
hlynningunni, sem önnuðust þig af al-
úð núna í sumar og haust, fá okkar
innilegustu þakkir fyrir alla hlýjuna í
þinn garð. Sjálfur lýstir þú þeim sem
alveg einstökum manneskum. Eins
fær starfsfólk lyfjadeildar FSA þakk-
ir og hlýjar kveðjur fyrir góða umönn-
un.
Kæri vinur, mínar bestu þakkir
fyrir allt. Öllum ástvinum sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðjur en
munum að minning um góðan mann
lifir.
Svana.
Ég kynntist Valda fyrir rúmlega 10
árum þegar við Röggi/Bragi kynnt-
umst. Það var yndislegt að koma til
Valda og Huldu í Skarðshlíðina og
áttu þau eftir að skipa stóran sess í lífi
mínu. Okkur var oft boðið í sunnu-
dagssteikina um helgar og áttum við
þar yndislegar stundir.
Þegar ég lít til baka eru nokkrir
hlutir sem standa upp úr. Valdi var
ótrúlega víðsýnn maður og opinn fyr-
ir nýjungum og var alltaf til í að skoða
hlutina frá mörgum sjónarhornum.
Hann tók ekki annað í mál en að þau
Hulda kæmu og heimsæktu okkur
Rögga til Danmerkur. Það var ynd-
islegur tími og skemmtum við okkur
öll mjög vel.
Ég er mjög þakklát fyrir allar þær
góðu stundir sem við áttum samann
en ýmislegt var brallað. Við spiluðum
vist, fórum saman í bústað, skruppum
í bíltúr svo ekki sé talað um þær
stundir sem Valdi og Rökkvi áttu.
Þeir gátu spjallað um heima og geima
og oft var mikið hlegið. Það augnablik
sem stendur upp úr er án efa þegar
Valdi var að sópa og spurði Rökkva
hvort mamma hans myndi ekki sópa.
„Nei,“ svaraði Rökkvi að bragði,
tveggja ára gamall, „mamma mokar!“
Valdi hló svo mikið að við áttum eig-
inlega von á því að hann dytti fram úr
stólnum. Svona væri hægt að halda
endalaust áfram en það er gott að
geta yljað sér við góðar minningar og
hugurinn á án efa oft eftir að svífa í
Skarðshlíðina. Fjölskyldan var Valda
mikils virði og var hann duglegur að
hafa samband. Ef mikill erill hafði
verið á heimili okkar hringdi Valdi
alltaf á nokkurra daga fresti til að
frétta af okkur. Þetta voru góð símtöl
og eigum við eftir að sakna þeirra.
Það er erfitt að kveðja góða menn
en forréttindi að hafa fengið að kynn-
ast þeim og geta yljað sér við góðar
minningar.
Birna Guðrún Baldursdóttir.
Manni finnst einhvern veginn að
fólk eins og afi verði alltaf til staðar
eins og það hefur alltaf verið. Rétt
eins og fjöllin sem maður getur alltaf
treyst á að séu á sínum stað í lands-
laginu.
Það sem kemur fyrst upp í hugann
þegar horft er til baka er hlaðið
veisluborð í Skarðshlíðinni og afi á
vappi með kaffikönnuna og hefur vak-
andi auga með því að allir séu örugg-
lega með kúfaða diska og þá var hann
sem aldrei fyrr í essinu sínu. Enda var
það það fyrsta sem langafabörnin
spurðu að þegar þeim var sagt að
langafi væri dáinn hvort þau fengju
þá aldrei aftur að fara í kaffi til hans.
Afi var heimakær með afbrigðum
svo að þá hann fór af bæ var hann
ekki fyrr sestur niður en hann var
sprottinn á fætur á ný. Heima fyrir lá
honum hins vegar ekkert á ef gesti
bar að garði. Hann var alltaf kátur og
hress og þótt fíflagangurinn keyrði
oft um þverbak lét hann sér alltaf
nægja að sussa góðlátlega en glotti
svo á bak við tjöldin.
Eftir að amma lagðist inn á Krist-
nes tók afi við hennar hlutverki. Allt
var óbreytt þegar maður kom í heim-
sókn að því undanskildu að amma var
ekki á sínum stað. Þegar maður kom í
kaffi var allt eins á kaffiborðinu, jafn-
margar sortir og áður hafði verið. Afi
var einn við stjórnvölinn og mátti ekki
heyra á það minnst að fá aðstoð, jafn-
vel ekki eftir að hann var orðinn mátt-
farinn af sínum veikindum. Aldrei
heyrðist hann kvarta, hvað þá að hann
bæði um hjálp.
Á milli þess sem hann stjanaði við
fjölskylduna og aðra gesti sat hann í
sínum stól með bók í hendi og stund-
um var gantast með að án hans væri
enginn grundvöllur fyrir bókamörk-
uðum. Hann var vanafastur og trúr
sínum og ekki síst sinni gömlu heima-
sveit í Skagafirðinum, sem hann unni
mjög.
Þótt afi sé horfinn á braut er hann
enn á sínum stað í landslagi minning-
anna. Þar mun hann alltaf verða á sín-
um stað. Rétt eins og fjöllin.
Við systkinin og okkar fjölskyldur
kveðjum afa með söknuði en þó fyrst
og fremst með virðingu og björtum
minningum um geymdar gleðistund-
ir.
Rögnvaldur Óli, Guðrún
Hulda, og Friðrik Pálmi.
Nú hefur Valdi frændi minn kvatt
að loknu dagsverki. Með því hafa öll
systkini móður minnar að henni með-
talinni horfið yfir landamæri lífs og
dauða. Þau voru frá Marbæli í Ós-
landshlíð í Skagafirði og ólust þar upp
á fyrstu áratugum síðustu aldar. Þau
skipa sérstakan sess í mínum huga.
Þau voru félagslynt bændafólk sem
vann hörðum höndum. Eigi að síður
gafst tími til að líta upp úr erli dags-
ins, stunda heimsóknir til nágranna
og skemmta sér saman. Mér eru í
barnsminni heimsóknir í Marbæli,
þægilegt og glaðlegt viðmót þeirra
Valda og Huldu Jónsdóttur konu
hans, sterkt kaffi og jólakaka og sög-
ur Pálma Rögnvaldssonar frænda
míns, sem hafði barnungur frásagn-
arhæfileika.
Rögnvaldur Jónsson tók við búi á
Marbæli af foreldrum sínum og bjó
þar þangað til fjölskyldan flutti til Ak-
ureyrar í byrjun sjöunda áratugarins.
Hann var duglegur bóndi, byggði og
ræktaði og var í því eins og öðru sem
hann tók sér fyrir hendur, traustur,
trúr og vinnusamur alvörumaður,
þrátt fyrir félagslyndi og glaðværð á
heimilinu.
Það hefur verið afdrifarík ákvörð-
un fyrir fjölskylduna á Marbæli að
bregða búi og flytja til Akureyrar til
að vinna í því rótgróna iðnaðarsam-
félagi sem þar var á þeim árum. Þau
skópu sér trausta tilveru á nýjum
slóðum og unnu sín störf af trú-
mennsku. Ég og fjölskylda mín minn-
umst góðrar viðkomu hjá þeim á leið-
inni í Skagafjörðinn á árum áður. Hús
þeirra stóð opið kunningjum og vin-
um og heimaslóðirnar í Skagafirði
stóðu þeim ætíð næst hjarta.
Leiðir fólksins sem bjó í góðu ná-
býli í Óslandshlíðinni í Skagafirðinum
um miðja síðustu öld lágu víða. Kyn-
slóð Rögnvalds frænda míns er komin
yfir móðuna miklu, og yngri kynslóðin
hefur dreifst víða um land. Enn leitar
þó hugurinn norður á æskustöðvarn-
ar og Valdi frændi minn er óaðskilj-
anlegur hluti þeirra æskuminninga.
Ég færi fjölskyldunni hans innileg-
ar samúðarkveðjur frá okkur systk-
ininum frá Óslandi og fjölskyldum
okkar.
Jón Kristjánsson
Þegar góðir menn kveðja býr
klökkvi í vinanna hjörtum. Mágur
minn, Rögnvaldur Jónsson, var öðl-
ingsmaður, sem sárt er saknað.
Ég minnist fyrstu lýsingar, sem ég
10-11 ára stráklingu fékk á honum,
frá Kristíönu, roskinni verkakonu í
Axlarhaga. Hún var frænka okkar
Huldu og Hulda í miklu uppáhaldi hjá
Stjönu, sem Kristíana var oftast köll-
uð. Hulda og Valdi voru þá í sínu til-
hugalífi og pabbi spurði Stjönu hvern-
ig henni litist á þennan strák, sem
væri að snúast í kringum um Huldu?
Stjana svaraði snöggt, sem henni var
lagið: „Nú svo sem engan veginn,
hann er bara eins og hver annar mað-
ur með gleraugu.“
Eftir að þau Hulda giftust kynntist
ég Valda vel. Hann var ekki venjuleg-
ur maður með gleraugu, heldur á
margan hátt einstakur, háttvís, skyn-
samur og tryggur öllu sem hann
þurfti að sinna; sem sagt heiðursmað-
ur.
Hulda systir mín var afar heppin að
eignast Valda að lífsförunauti og föð-
ur barnanna sinna, þeirra lífshlaup er
efni í góða bók.
Þegar Valdi greindist með krabba-
mein lét hann sem ekkert væri, fór að
ráðum færustu lækna hvað meðferð
snerti, en forðaðist að láta á nokkru
bera við kunningjana og í síðustu lot-
unni þegar ósigur blasti við ákvað
hann að hætta töku á öllum mótstöðu-
lyfjum. Ég hitti Valda síðast 3. nóv-
ember og náði að kveðja hann með
kossi. Þá var hann mjög máttfarinn
en andinn óbugaður, brosið á vörum
og skerpa augnanna ógleymanleg.
Fjölskylda mín sendir öllum að-
standendum okkar innilegustu sam-
úðar- og saknaðarkveðjur, jafnt og
við fögnum því að erfiðri baráttu er
lokið, en góð og ógleymanleg kynni
lifa.
Í spakmælum Hávamála segir:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Guð blessi minningu Rögnvaldar
Jónssonar frá Marbæli.
Pálmi Jónsson.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 43
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.
Útfararþjónustan ehf.
Stofnuð 1990
Rúnar Geirmundsson
útfararstjóri
Önnumst allt er lýtur að útför.
Hvítar kistur - furukistur
- eikarkistur.
Áratuga reynsla.
Símar 567 9110 & 893 8638
utfarir.is
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Flatahrauni 5A, Hafnarfirði, sími 565 5892
www.utfararstofa.is
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður, í samráði við aðstandendur
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir Olsen,
útfararstjóri.
Sverrir Einarsson,
útfararstjóri.
Kistur
Krossar
Duftker
Gestabók
Legsteinar
Sálmaskrá
Blóm
Fáni
Erfidrykkja
Tilk. í fjölmiðla
Prestur
Kirkja Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
Bryndís Valbjarnardóttir,
útfararstjóri.
Kistulagning
Tónlistarfólk
Val á sálmum
Legstaður
Flutn. á kistu
milli landa
Baldur Frederiksen,
útfararstjóri.
LEGSTEINAR
Komið og skoðið
í sýningarsal okkar eða
fáið sendan myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
Ég sendi þér kæra
kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
þig umvefji blessun og
bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þótt svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
ÞÓRHALLUR
HELGASON
✝ ÞórhallurHelgason fædd-
ist 27. júlí 1935 í
Keflavík. Hann lést
á Heilbrigðisstofn-
un Suðurnesja 31.
október síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Keflavík-
urkirkju 8. nóvem-
ber.
Ég þakka þau ár sem ég
átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að
minnast,
svo margt sem um hug
minn fer.
Þó þú sért horfinn
úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð
þín minning er ljós sem
lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Um leið og ég kveð
þig, kæri Þórhallur, vil
ég þakka þér og Gunnu þinni allt
sem þið voruð mér á unglingsárun-
um. Guð geymi ykkur. Öllum ástvin-
um sendi ég mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Anna Eyjólfsdóttir.